Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 66. árgangur Akureyri, fímmtudagur 14. aprfl 1983 41. tölublað Rússnesk rækja til K. Jónssonar Síðustu daga hefur verið unnið að uppskipun á rækju úr Bar- entshafi sem rússneskt flutn- ingaskip kom með til Ak- ureyrar. K. Jónsson og co. fær um 500 tonn og tæplega 100 tonn fara til Sigló-sfldar. Að sögn Kristjáns Jónssonar hjá K. Jónssyni og co. eru kaupin á þessari rækju tilkomin vegna þess að ekki fæst nægilega mikið af ópillaðri íslenskri rækju en pilluð rækja er of dýr fyrir vinnsluna. Óheimilt er að flytja ópillaða rækju milli staða innanlands og því er lítið framboð á íslenskri rækju nema á sumrin. í fyrra keypti K. Jónsson og co. um 1200 tonn af rækju af Rússum og um 200 tonn af íslenskri rækju. Flugleiða- vélí vand- ræðum Þegar ein af Fokkervélum Flugleiða var að búa sig til lend- ingar á Akureyrarflugvelli á þriðjudagskvöldið kviknaði ekki Ijós það sem sýna á að nef- hjólið hafi læst í lendingar- stöðu. Sneri flugvélin frá og lenti á Keflavíkurflugvelli. Gekk sú lending að óskum. Farþegar komust hins vegar ekki norður fyrr en í gærmorgun og sama var að segja um þá sem þurftu að komast suður á þriðju- dagskvöldið og voru mættir út á flugvöll. Hótel Varðborg hýsti þá sem t.d. voru komnirfrá Þórshöfn en ætluðu að taka vél Flugleiða til Reykjavíkur. Samtals voru far- þegar í um 2 og hálfan tíma á flugi. Óvenjulegir farþegar á Akureyrarflugvelli: Um 1100 minkalæður á leið í Skagaf jörðinn í gær lenti farþegaþota á Akur- eyrarflugvelli og er óhætt að segja að farþegar hennar hafi bæði verið óvenjumargir að þessu sinni og öðruvísi en þeir farþegar sem að öllu jafnaði ferðast með þotum. Hér var nefnilega um að ræða 1100 hvolpafullar minkalæður frá Danmörku sem fara áttu til Sauðárkróks og til Hóla í Hjaltadal og einnig minka sem fara áttu á Homafjörð og Suðuriand, samtals tæplega 2 þúsund minkar. Eins og skýrt hefur verið frá hefur verið sýking í íslenska minkastofninum og má segja að þessi sending sem kom til Akur- eyrar í gær sé fyrsta skrefið í því að skipta um stofn, auk þess sem hér er um viðbót að ræða. Öllum minkum hjá Loðfeldi á Sauðárkróki var lógað sl. haust, og síðan hefur verið unnið að sótt- hreinsun í búinu. Minkarækt hef- ur hinsvegar ekki verið að Hólum í Hjaltadal til þessa, en þar er áformað að hefja refarækt einnig. Þessar 1100 minkalæður sem voru fluttar landleiðis frá Akur- eyri í gær til Skagafjarðar eru úr ósýktum stofni og vonast menn til að þegar skipt hefur verið um stofn hérlendis séu vandamál þau er hrjáð hafa minkaræktina vegna sýkingar úr sögunni. Ekki gekk ferðalag minkanna alveg snurðulaust fyrir sig, því a.m.k. þrír þeirra sluppu úr búrum sínum á leiðinni og viðbúnaður var til að handsama fleiri ef Ijós kæmi að þeir væru lausir eftir að Flugleiðavélin var opnuð. Mynd: H.S Sparnaðaraðgerðir hjá Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri „Það má eiginlega segja að við séum að fara úr 105% nýtingu í 85% eða þar um bil, eða með öðrum orðum að gera þetta lík- ara því sem er á öðrum sjúkra- húsum og spara um Ieið. Við rýmkum á stofunum þannig að vinnan þar verður auðveldari og minna af aukavöktum. Við munum í minna mæli leggja þá sjúklinga inn sem aðeins eru til rannsóknar og veita meiri helg- arleyfi þannig að hægt verði að fækka sjúklingum. Þá verð- ur reynt að draga úr starf- seminni yfir sumartímann. Okkur var gert að fækka starfs- liði um liðlega 20 manns en í raun verður ekki um fækkun að ræða heldur tilfærslu vegna nýrra deilda, m.a. öldrunar- deildarinnar í Systraseli sem verður flutt í á mogun,“ sagði Ásgeir Höskuldsson, fram- kvæmdastjóri FSA í við- tali við Dag í gær, en breyting frá daggjaldakerfi yfir í að rekstur sjúkrahússins sé fjár- magnaður með fé af fjárlögum þýðir að beita verður sparnaði til þess að endar nái saman í rekstrinum. Eins og fram kom í máli Ás- geirs verður ekki um raunveru- lega fækkun starfsliðs að ræða, heldur færri ráðningar vegna nýrra deilda sjúkrahússins. Fjár- lög gera ráð fyrir því að framlög til að greiða fyrir stöður sem ráðu- neytið hefur viðurkennt verði verðbætt, en ekki greiðslur vegna annars starfsfólks. Ef samið er um önnur laun en almennt gerist hjá rikinu verður FSA einnig að greiða það sjálft. Annar reksturs- kostnaður, sem er um 28% af heildarrekstrarkostnaði sjúkra- hússins, verður verðbættur með 42% burtséð frá verðlagsþróun- inni, en þetta eru forsendur fjár- laganna. Verði hins vegar verð- bólgan meiri, sem allt útlit er fyrir, verður FSA að taka á sig kostnaðinn, bærinn að köma til hjálpar eða ríkið að veita auka- fjárveitingu. Ásgeir sagði að þetta myndi koma í ljós í sumar. Upp- hæð til stofnkostnaðar, tækja- kaupa og viðhalds er föst tala og hún var aðeins fjórðungur þess sem farið var fram á. Ekki á að þurfa að verða um fækkun á legudögum að ræða þrátt fyrir spamaðinn vegna þeirr- ar aukningar sem varð á rekstri sjúkrahússins í fyrra og verður með tilkomu Systrasels. Ásgeir sagði að viss óánægja væri með þetta meðal sumra starfsmanna, en flestir hefðu skilning á þessum vanda og reyndu að hjálpa til við að leysa hann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.