Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 3
-Ja, nú er það ódýrt!!!— Dömugallabuxur Verð aðeins kr. 340. Herragallabuxur Verð aðeins kr. 360. Athugið, opið á laugardögum frá kl. 10.00-12.00. lil Eyfjörð Hjalteyrargötu 4, sími25222 Sendum í póstkröfu. Sextán sjúkraliðar voru nýlega útskrifaðir frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Sjúkraliðarnir nýútskrifuðu eru þessir: Efsta röð f.v.: Gunnhildur Theódórsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Oddsteinsdóttir, Helga Guðnadóttir, Guðfinna Guðvarðsdóttir. Miðröð f.v.: Friðný Sigurðardóttir, Una Sigurðardóttir, Kameíla Hansen, Kristín M. Jónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Kolbrún Jónasdóttir. Fremsta röð f.v.: Guðný Sæmundsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Sigríður Falsdóttir, Hulda Sveindóttir. Mynd: Ljósm.stofa Páls. „Ég kann ekki að meta svona sendingar“ sturtuvagnar „Ég kann ekki að meta svona sendingu og ætla að Iáta eiga sig að senda þetta bréf áfram. Það sem mér finnst verst við þetta er ef gamalt fólk fær slíkt hót- unarbréf“ sagði Þórður Hin- riksson á Akureyri, en hann fekk eitt af þeim svokölluðu „keðjubréfum“ sem skjóta af og til upp kollinum hérlendis. Þetta „keðjubréf" er upphaf- lega komið frá trúboðanum Scl Antonio de Sede í Venesuela. Eitthvað hefur bréfið verið á ferð- inni því fjölmargir hafa sent það áfram og fékk Þórður það frá S. Friðgeirsdóttur á Egilsstöðum. í bréfinu segir að sá sem fær það sent verði að útbúa 20 slík bréf og senda áfram til kunningja sinna. Ef það verði gert muni Þórður fá óvæntan glaðning. Eru nefnd nokkur dæmi um menn sem hafa tekið þátt í „keðjunni“ og síðan dottið í lukkupottinn. En í bréfinu segir einnig frá af- leiðingum þess ef menn senda bréf- ið ekki áfram. Þannig fór t.d. illa fyrir Birni Sveinbjörnssyni sem dró að senda bréfið áfram. Hann lenti í bílslysi nokkrum dögum síðar með þeim afleiðingum að bíll hans gjöreyðilagðist og fjór- um dögum síðar datt Björn og fót- brotnaði . . . Og fólki er jafnvel hótað lífláti ef það sendir ekki bréfið áfram til 20 aðila. Full ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að reyna að kveða þennan ófögnuð niður og senda þessi bréf beint í ruslafötuna. Þau þjóna engum tilgangi en geta komið sér illa t.d. ef gamalt fólk fær þau í hendur eins og Þórður minntist á hér að framan. Bridge: Góður enda- sprettur Páls Síðastliðið þriðjudagskvöld lauk sveitahraðkeppni Bridgefélags Akureyrar. Alls spiluðu 17 sveit- ir. Keppnin var jöfn og spenn- andi, allar þrjár umferðirnar. í síðustu umferðinni tryggði sveit Páls Pálssonar sér sigurinn með góðum endaspretti en fyrir þá um- ferð var sú sveit í þriðja sæti. Auk Páls eru í sveitinni Frí- mann Frímannsson, Soffía Guð- mundsdóttir, Ævar Karlesson, Ólafur Ágústsson og Grettir Frí- mannsson. Röð efstu sveita varð þessi. Sveit stig 1. PállPálsson 1003 2. Hörður Steinbergsson 992 3. Júlíus Thorarensen 976 4. Stefán Ragnarsson 933 5. Örn Einarsson 922 6. Jón Stefánsson 900 7. Garðar Aðalsteinsson 894 8. Anton Haraldsson 881 9. Stefán Vilhjálmsson 875 10. Halldór Gestsson 852 Meðalárangur er 864 stig. Hæsta skor á kvöldi var 350 stig sem sveit Páls Pálssonar fékk. Næsta keppni, svokallað Hall- dórsmót er hafið. Er það sveita- keppni og spila 17 sveitir. Eigum nokkra úrvals vagna til afgreiðsiu strax. Fimm tonna vagnar, henta mjög vel fyrir verktaka, bændur sveitafélög o.fl. Leitið nánari upplýsinga. HAMARHF Véladeíld Sími 22123. Pósthólf 1444. Tryggvagötu. Reykjavík bíltæki í bílínn þá verður þú ekki fyrir neinum vonbrigðum með sándið. ísetning innanhúss á staðnum & w Fróði Antiquariat - Gallery Verslunin verður opnuð að nýju föstudag 15. apríl íJMJ-húsinu að Gránufélagsgötu 4 - aust- urenda á jarðhæð. Auk gamalla og nýlegra bóka í miklu úrvali verða nú málverk á boðstólum eftir þekkta listamenn og fást þau keypt með afborgunum. Bækur og blöð verða seld af borðum eftir vigt og kostar 90 kr. kg. Þetta hefur aldrei áður gerst í landi bókamanna. Komið og veljið sjálfí vigtina. Fróði Bóka- og listmunaverslun, Gránufélagsgötu 4. Kynning á föstudag á nýjum langlokubrauðum frá Kristjánsbakaríi með baconi frá KSÞ kl. 4-6 e.h. Kynningarverð. HAGKAUP Noröurgötu 62 Sími 23999 ■14. apríl 1983 - DAGUR 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.