Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 6
„Eina verksmiðja sinnar tegundar sem dælir kísil- gúrnum upp úr stöðuvatni“ Frumvarp til laga um kísilgúrverksmiðju við Mý- vatn var samþykkt sem lög frá Alþingi 4. maí árið 1966. Ekki voru þingmenn sammála um ágæti þessa frumvarps frekar en svo margra sem þeir ágætu menn fjalla um. Allir þingmenn þáverandi stjórn- arflokka, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, greiddu frumvarpinu atkvæði sitt. Stjórnarandstað- an, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag, voru á móti að undanskildum fjórum þingmönnum Fram- sóknar sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Það er hinsvegar ekki meiningin að fara út í póli- tískt þras um ágæti eða þá ekki ágæti Kísiliðjunnar við Mývatn. Hvað sem öllum vangaveltum um það viðkemur þá er hún óhagganleg staðreynd hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Blaðamaður Dags heimsótti Kísiliðjuna um daginn og ræddi stuttlega við framkvæmdastjórann Hákon Björnsson. Hann var fyrst spurður hvenær verk- smiðjan hóf starfsemi sína og hverjir væru eignarað- ilar að hennni. „Fyrirtækið er stofnað 13. ágúst 1966 og tilraunavinnsla hófst árið eftir. 1968 er ákveðið að stækka verksmiðjuna í 12000 tonna árs- framleiðslu. 1970 er hún enn stækkuð í núverandi form þ.e. 24000 tonn. Upphaflega átti ís- lenska ríkið 51% hlutafjár, bandaríska fyrirtækið Johns Man- ville Corporation 48,5% og sveit- arfélög á Norðurlandi 0,6%. 1982 varð hlutafjáraukning hjá fyrir- tækinu, ríkissjóður eignaðist þá 59,8%, hlutur Johns Manville fer niður í 39,8% og sveitarfélaganna í 0,4%.“ Þúsund ára þróun Áður en lengra er haldið væri gaman að fá svar við spurningunni hvað er kísilgúr? „í Mývatni lifir örsmá planta sem er einfrumungur og nefnist kísilþörungur. Einfrumungur þessi myndar um sig marghólfa skel. Á nokkrum þúsundum ára benda á jákvæða punkta í sam- bandi við veru okkar hér.“ Árið 1979 gaf heilbrigðisnefnd ríkisins út mikla skýrslu: „Mæl- ingar á mengun í andrúmslofti starfsmanna Kísiliðjunnar hf.“ f skýrslunni segir m.a.: „Ljóst er af niðurstöðum mælinganna að gera verður miklar úrbætur á tækja- búnaði og aðbúnaði á vinnustöð- um til þess að mengun verði kom- ið niður fyrir hættumörk." Þá var einnig á það bent í þessari skýrslu að starfsmönnum Kísiliðjunnar og þeim sem vinna við útskipun kísilgúrsins á Húsavík væri hætta búin af völdum rykmengunar á vinnustöðum. Þetta fólk ætti á hættu að fá sjúkdóminn silikosis (kísillunga) sem væri ólæknandi sjúkdómur. Dregið hefur úr rykmengun Hvað hefur verið gert af hálfu verksmiðjunnar til að ráða bót á þessu? „Á árinu 1980 voru gerðar um- fangsmiklar úrbætur til þess að draga úr rykmengun í andrúms- Hákon Björnsson framkvæmdastjóri Klsiliðjunnar. hefur safnast mikið af þessari skel í vatnið og myndað botnleðju sem við köllum kísilgúr. Kísilgúrskel- in er margbrotin og óregluleg að lögun með mörgum örsmáum hol- um og göngum. Það er þessi lögun kísilgúrskeljarinnar sem gerir hana að verðmætri verslunar- vöru, þar sem hún hentar vel til síunar á vökvum svo og sem fylli- efni í ýmsar vörur.“ Er framleiðsla Kísiliðjunnar í einhverju frábrugðin sambærileg- um verksmiðjum erlendis? „Já, þetta er eina verksmiðja sinnar tegundar sem dælir kísil- gúrnum upp úr stöðuvatni. Alls staðar annars staðar fer sú vinnsla fram í uppþornuðum vötnum. Ástæðan fyrir því að þetta er framkvæmanlegt og að við getum keppt við erlenda framleiðendur hvað verð snertir er hin ódýra gufa sem við höfum." Hvað um gæði íslenska kísil- gúrsins? „Okkar kísilgúr hefur marga góða eiginleika. Hann er að vísu ekki vel til þess fallinn að sía bjór. Hinsvegar er rúmmál hans miðað við þyngd mun meira en í þeim er- lenda. Það er að segja kaupand- inn fær meira fyrir peningana þeg- ar hann kaupir okkar framleiðslu. Okkar kísilgúr er aðallega not- aður til að sía ávaxtasafa, í syk- urverksmiðjum og til að hreinsa neyslu- og sundlaugavatn.“ Hráefni til 20 ára í Mývatni Er hætta á því að á markaðinn komi eitthvert efni sem gerir kís- ilgúr óþarfan? „Perlusteinn hefur veitt kísil- gúrnum samkeppni, hann er ódýrari en ekki talinn hafa sam- bærilegan eiginleika. Hinsvegar ætti maður kannski aldrei að segja aldrei, það er ekki hægt að útiloka að á markaðinn komi efni sem gerir kísilgúrinn óþarfan. Hins- vegar óttast menn það ekki í næstu framtíð.“ Ekki er endalaust hægt að dæla kísilgúr upp úr Mývatni? „Dæling úr vatninu hefur ein- ungis farið fram úr svokölluðum Ytri-Flóa, sem er aðeins lítill hluti af vatninu. Við teljum að þar sé hægt að dæla 20 ár til viðbótar, jafnvel 10 árum betur. Hvað þá tekur við er ekki ákveðið. Það verður aðeins gert í samráði við n áttúruverndaraðila. “ Það hefur heyrst að lffríki Mý- vatns sé hætta búin vegna starf- semi ykkar. Hvað viltu segja um það? „Já, getgátur hafa verið uppi um það. Hinsvegar liggja engar vísindalegar rannsóknir því til sönnunar. Á hinn bóginn get ég bent á það að fyrir tíma dælinga var Ytri-Flóinn það grunnur að þar var engin fiskgengd. En á undanförnum árum hefur silungs- veiði verið stunduð þar í vaxandi mæli. Þannig að það er hægt að lofti starfsmanna. Þær fólust m.a. í endurbótum á tækjabúnaði, nýj- um umbúðum vörunnar og það sem mestu máli skiptir, starfs- menn fóru að umgangast kísilgúr- inn af meiri varfærni, meðvitaðir um þá hættu sem gæti stafað af honum. Vorið 1981 voru gerðar sams- konar mælingar og þær sem þú vitnaðir til frá 1979. Þessar mæl- ingar leiddu í ljós að mjög hafði dregið úr rykmengun. Frá því þær mælingar voru gerðar hefur dreg- ið enn meira úr mengun við þessi störf, þótt við höfum það ekki skjalfest að öll störf séu komin undir hættumörk. Starfsmenn fara árlega í ná- kvæma læknisskoðun þar sem þeir eru sérstaklega rannsakaðir með tilliti til þeirrar rykmengunar sem hér hefur verið. Vinnueftirlit ríkisins gekkst fyrir rannsóknum á öllum eldri starfsmönnum Kísil- iðjunnar. Þetta var mjög um- fangsmikil könnun, niðurstöð- urnar er ekki búið að birta opin- berlega. Enn sem komið er hefur blessunarlega ekkert tilfelli af sili- kosis fundist.“ Að lokum þessi sígilda spurn- ing - hvernig gengur reksturinn? „Árin 1981 og 1982 voru erfið í rekstri Kísiliðjunnar. Hinsvegar er fyllsta ástæða til að vera bjart- sýnn þrátt fyrir verðbólgu og ýmsa erfiðleika sem fylgja alltaf svona starfsemi. Verksmiðjan gengur vel og markaðshorfur eru góðar. Heimsókn í Kísiliðjuna við Mývatn: Kísiliðjan við Mývatn. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra: Alþýðubandalagið brást í stjómarsamvinnunni Ekki hefur farið mikið fyrir því að gerð hafi verið heilleg úttekt á störfum núverandi ríkisstjórnar, sem tók við völdum í febrúar 1980 og mun nú segja af sér að afstöðn- um alþingiskosningum 23. apríl. Margt sem um stjórnina er sagt, er ýmist í ökkla eða eyra, margir hafa sungið henni lof, jafnvel oflof stundum, aðrir hafa ekki séð ljósglætu á ferli hennar. Fáum dettur í hug að leggja á hana hlut- lægt mat, átta sig á því hvað hún hefur gert vel og hvað miður. Sannleikurinn er sá að þessi 3 ár, sem stjórnin hefur setið, hafa um margt verið framfaratími, tími atvinnuuppbyggingar og mikillar atvinnu, félagslegra framfara, vaxandi stuðnings við menningarstarfsemi í ýmsum myndum og góðrar afkomu. ís- land er í lok þessa stjórnartíma- bils eitt mesta velmegunarland í heimi. Gildir þá einu hvaða að- ferð er notuð til þess að mæla velmegunarstigið. Að þessu hefur ríkisstjórnin stuðlað með verkum sínum. árangurinn og við því var að búast um áramótin 1981-1982 að áfram yrði haldið á sömu braut, þ.e. að verðbólgan yrði talin niður á ár- Ingvar Gíslason inu 1982 með skipulegum aðgerð- um í almennum verðlagsmálum, kaupgjaldsmálum, gengismálum, fiskverðsmálum og hvað varðar ákvörðun búvöruverðs. Alþýðu- bandalagsmenn komu í veg fyrir að niðurtalningarleiðinni yrði haldið áfram. Það þóttust þeir í Ijós. Þess vegna tókst ekki að hafa hemil á verðbólgunni. Sökin liggur að mestu hjá Alþýðu- bandalaginu vegna hiks og ein- hvers konar skeytingarleysis í efnahagsmálum, sem virðist loða við þann flokk. Það jók heldur ekki á samstöð- una, heldur kynti undir vitleys- una, að tveir lausagöngumenn úr liði Sjálfstæðisflokksins, Albert Guðmundsson og Eggert Hauk- dal, brugðu trúnaði við forsætis- ráðherra án þess að ljóst væri hvað fyrir þeim vekti. Ogekki var stuðnings að vænta frá Sjálfstæð- isflokknum um skynsamlegar efnahagsráðstafanir, eins og af- staða þeirra til bráðabirgðalag- anna sýndi, sem að lokum varð al- mennt aðhlátursefni. Niðurtalningarstefnan í fullu gildi Það hefur sýnt sig að undanförnu að Framsóknarflokkurinn stend- ur að ýmsu leyti einn í baráttunni gegn verðbólgunni. Alþýðu- bandalagið er í þeim efnum hrætt - Ástæðan til þess að baráttan við verðbólguna dugði ekki betur en raun ber vitni er fyrst og fremst að kenna áhuga- og skilningsleysi Alþýðubandalagsins varðandi almenna stjórn efnahagsmála Áhugaleysi Alþýðubandalagsins Hitt er annað mál, að ríkisstjórn- inni varð lítið ágengt í þeirri frægu glímu margra ríkisstjórna að brjóta verðbólgu á bak aftur._ Ástæðan til þess að baráttan við verðbólguna dugði ekki betur en raun ber vitni er fyrst og fremst að kenna áhuga- og skilningsleysi Al- þýðubandalagsins varðandi al- menna stjórn efnahagsmála. Þol- leysi Alþýðubandalagsins er dæmafátt. Á síðari hluta stjórnartímabilsins hljópst Al- þýðubandalagið algerlega undan merkjum í þessu erfiða stríði eftir að hafa hikað fram eftir öllu sumri sl. ár, þegar alþýðubandalags- menn samþykktu að vísu tilteknar efnahagsaðgerðir, sem miðuðust að hluta til við ágústmánuð, en að hluta til við 1. des. Eftir 1. des. sl. hafa alþýðubandalagsmenn ekki þorað að standa að neinum virk- um efnahagsaðgerðum. gera með hagsmuni launþega fyrir augum. Slíkt var þó einhver skin- helgi. Því að á hinu stutta skeiði hreinnar niðurtalningar (1981) jókst kaupmáttur launa, þótt launþegar gæfu eftir 7% af verð- bótum sínum. Sú reynsla sýndi að launþegar hafa augljósan hag af verðbólguhjöðnun en græða ekk- ert á vitlausu verðbótakerfi. Vandinn 1982 Ofan á brigð Alþýðubandalagsins í niðurtalningarmálinu hófst erf- iðleikatímbil með árinu 1982, og hikandi, ef ekki beinlínis skeytingarlaust. Sjálfstæðismenn hafa enga stefnu síðan þeir hrökkluðust undan með að boða leiftursóknina. Það veit enginn hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill í efnahagsmálum. Eða hver getur svarað því? Niðurtalningarleið Framsókn- arflokksins er í fullu gildi. Hún er eina skýra stefnan sem stjórn- málaflokkar boða fyrir þessar kosningar. Niðurtalningin var reynd á árinu 1981 og bar góðan árangur. Alþýðubandalagið kom f veg fyrir þessa leið 1982. Það skyggði ekki aðeins á stjórnar- samstarfið, heldur hamlaði það því að gerðar væru nauðsynlegar ráðstafanir til þess að mæta að- steðjandi vanda atvinnuveganna og efnahagslífsins í heild. Eftir 1. des. sl. hafa alþýðubandalagsmenn ekki þorað að standa að neinum virkum efnahagsaðgerðum Alþýðubandalagið þarf viðvörun Niðurtalningin 1981 Stjómarsamstarfið gekk áfallalítið árin 1980 og 1981. Arið 1980 tókst að stöðva verðbólguvöxtinn og búa efnahagskerfið undir varan- legar endurbætur með kerfis- bundinni niðurtalningu verðbólg- unnar 1981. Niðurtalningarað- ferðinni var beitt með góðum ár- angri á því ári. Verðbólgustigið lækkaði úr u.þ.b. 60% í u.þ.b. 40% á þessu tímabili. Ríkis- stjórnin fékk almennt lof fyrir þegar loðnan brást algerlega og þorskafli dróst stórlega saman, þannig að verðmætatjón sjávar- útvegsins var talið 16% miðað við árið á undan. Við þessar aðstæður var þörf sérstakrar aðgæslu í efna- hagsmálum, sérstaklega varð að gæta sín á kaupgjalds- og verð- lagssviðinu. Framsóknarmenn prédikuðu aðgæslustefnu og áframhaldandi niðurtalningu verðbólgu, en árangurinn varð sorglega lítill í viðskiptum við al- þýðubandalagsmenn. Það eina jákvæða sem kom út úr þessari viðleitni framsóknarmanna voru bráðabirgðalögin í ágúst, sem þó náðu of skammt eins og síðar kom Það er mikil nauðsyn að gefa Al- þýðubandalaginu viðvörun í þess- um kosningum og sjá hvort al- þýðubandalagsmenn verði ekki fúsari til skynsamlegrar stjórnar- samvinnu ef kjósendur sýna þeim fram á að hik þeirra og áhugaleysi í efnahagsmálum sé þeim ekki til framdráttar og síst af öllu stuðn- ingur við iaunafólkið, sem á sitt undir því að atvinnustarfsemin blómstri og atvinnuöryggi sé tryggt í landinu. Almenningur vill atvinnuöryggi og góð lífskjör og veit að slíkt verður ekki tryggt nema atvinnufyrirtækin geti starf- að á eðlilegum grundvelli. Til þess þarf styrka efnahagsstjórn og verðbólguhj öðnun. Ingvar Gíslason. 6 - DAGUR -14. apríl 1983 14. apríl 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.