Dagur - 15.04.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 15.04.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG PORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Alþýðubandalagið fái viðvörun „Það er mikil nauðsyn að gefa Alþýðubanda- laginu viðvörun í þessum kosningum og sjá hvort alþýðubandalagsmenn verði ekki fúsari til skynsamlegrar stjórnarsamvinnu ef kjós- endur sýna þeim fram á að hik þeirra og áhugaleysi í efnahagsmálum sé þeim ekki til framdráttar og síst af öllu stuðningur við launafólkið, sem á sitt undir því að atvinnu- starfsemin blómstri og atvinnuöryggi sé tryggt í landinu. Almenningur vill atvinnuör- yggi og góð lífskjör og veit að slíkt verður ekki tryggt nema atvinnufyrirtækin geti starfað á eðlilegum grundvelli. Til þess þarf styrka efnahagsstjórn og verðbólguhjöðnun. “ Þannig komst Ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra, að orði í grein sem hann skrifaði í Dag. Þar sagði hann ennfremur. „Það hefur sýnt sig að undanförnu að Fram- sóknarflokkurinn stendur að ýmsu leyti einn í baráttunni gegn verðbólgunni. Alþýðubanda- lagið er í þeim efnum hrætt og hikandi, ef ekki beinlínis skeytingarlaust. Sjálfstæðismenn hafa enga stefnu síðan þeir hrökkluðust undan með að boða leiftursóknina. Það veit enginn hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill í efna- hagsmálum. Eða hver getur svarað því? Niðurtalningarleið Framsóknarflokksins er í fullu gildi. Hún er eina skýra stefnan sem stjórnmálaflokkar boða fyrir þessar kosningar. Niðurtalningin var reynd á árinu 1981 og bar góðan áranþur. Alþýðubandlagið kom í veg fyrir þessa leið 1982. Það skyggði ekki aðeins á stjórnarsamstarfið, heldur hamlaði það því að gerðar væru nauðsynlegar ráðstafanir til þess að mæta aðsteðjandi vanda atvinnuveganna og efnahagslífsins í heild. “ Ingvar Gíslason sagði ennfremur í grein sinni: „Ástæðan til þess að baráttan við verð- bólguna dugði ekki betur en raun ber vitni er fyrst og fremst að kenna áhuga- og skilnings- leysi Alþýðubandalagsins varðandi almenna stjórn efnahagsmála." Að semja vel og sigra í forkostulegum bæklingi sem Alþýðubanda- lagið hefur gefið út um álmálið og nefnir „Að sigra eða semja af sér" gætir furðulegs mál- flutnings, sem raunar felst í heiti pésans. Þeir gera því skóna að íslendingar séu slíkir fá- ráður upp til hópa að þeir hljóti að láta hlunn- fara sig í öllum vðskiptum við erlenda aðila. Þó upphaflegi samningurinn við svissneska ál- hringinn hafi verið illa gerður, enda lögðust Framsóknarmenn alfarið gegn honum á sínum tíma, þá verður að ætla að eitthvað hafi lærst. Fulltrúi Alþýðubandalagsins í samninga- nefndinni frá 1975, lögfræðingurinn Ingi R. Helgason, hlýtur að hafa lært það í samninga- rétti í gegn um árin að hann geti komið Hjör- leifi í skilning um það að vænlegast er að semja vel og sigra. 4 -■DAGUR -15. alpríl 1Ö83 ' gengíc) vel“ Það er mikið að gera hjá stjórnmálaflokkiiniim þessa dagana, enda stutt til kosninga. Frambjóð- endur þeysa nú um héruð og halda hvern fundinn af öðrum. Auðvitað eru frambjóðendur í Norður- landskjördæmi eystra engir eftirbátar annarra í fundahöldum. í þessari viku halda þeir sameigin- lega fundi á öllum stærstu stöðunum. Blaðamaður Dags á Húsavík náði tali af 3ja manni á lista Framsóknarflokksins, Guðmundi Bjarnasyni, sl. þriðjudag en hann var þá að undir- búa sig fyrir Ólafsfjarðarfúndinn sem var haldinn þá um kvöldið. Þrátt fyrir að tíminn væri naumur tókst okkur að sjóða saman stutt viðtal, með dyggri aðstoð tjórða manns á listanum, Níelsar Lund, sem var í eldhúsinu og sá um að færa okkur nýhitað kaftl og kökur. Þökk sé honum fyrir það. Oft hafið þið alþingismenn veríð gagnrýndir fyrir fyrir- greiðslupólitík og allskyns snatt fyrir Pétur og Pál. Er þessi gagn- rýni á rökum reist? „Mér fínnst það vera hluti af störfum þingmanns að fá upplýs- ingar um hvað er að gerast hjá sveitarfélögunum í sambandi við alhliða uppbyggingu þeirra svo og uppbyggingu atvinnulífsins. Þingmaður á að styðja við bakið á slíku. Ef þetta er fyrirgeiðslu- pólitík þá tel ég það hluta af starfi þirigmannsins. Fyrir- greiðslupólitík sem er ofar í hug- um manna, eins og t.d. að hlaupa með víxla og annað þess háttar er ekki til. Hins vegar kemur það fyrir að þingmaður verði að annast erindrekstur fyrir einstaklinga. Ég fæ t.d. stundum beiðni um að skrifa upp á skuldabréf til þess að hægt verði að leysa út peninga, þann- ig að viðkomandi aðili þurfí ekki að takast á hendur kostnaðar- sama ferð til Reykjavíkur til þess eins að skrifa nafnið sitt. Aðalsambandið sem þing- menn hafa við sín kjördæmi er það samband sem þeir hafa við viðkomandi sveitarstjórnir. Þeir fylgjast með þeim málum sem þar eru að gerast hverju sinni og fylgja þeim málum eftir gagn- vart fjárveitingavaldinu. Það er í höndum Alþingis og það er fjárveitinganefndar að gera tillögur um hvernig opin- beru fjármagni er varið til fram- kvæmda. Hvað varðar skiptingu þess innan okkar kjördæmis hef- ur ávallt verið gott samstarf milli VISNAÞATTUR JónBjamason Aðeins til gamans skal á það minnt að fyrr í vetur bað Krist- ján á Húsavík mig að leggja dóm á vísu er hann lét birta í Degi. Þóttist ég svara bæði í vinsemd og af hreinskilni. Húsvíkingur einhver gerði mér orð í blaðinu og þótti ég hafa verið „dónskur" við Kristján. Út af þessu barst þættinum vísa frá Hjalta Finns- syni í Ártúni Saurbæjarhreppi: Áður fékk hann lofhjá lýði lipra fyrir vísnasmíði, en nú er hætt að hæla Jóni, hann er sagður vera dóni. \rg,,r Nú gerast pólitískir menn æstir og hafa allt á hornum sér. Skömmu áður en Alþingi var slitið heyrði umsjármaður þátt- arins á tal tveggja „rauðliða“. Höfðu þeir uppi stór orð um Geir Hallgrímsson. Þá varð til vfsa: Geir hefur sæti á Alþingi enn Þótt orðinn sé stóllinn með halla og því finnst mér ranglátt er róttækir menn hann ræningjaforingja kalla. dói*» erl" Jón Litlu síðar barst vísa af sama til- efni frá Friðbirni Guðngsyni á Sunnuhvoli við Grenivík: Argur dóni ertu Jón við upprennandi listamann að senda honum svona tón. Sárt efþetta drepur hann. Iðunn Ágústsdóttir sendi næstu vísurnar þrjár og þurfa þær ekki skýringa við: Mundu drottinn lítið land langt á norðurhjara. Þar er allt að stíma í strand. Stefnt til neyðarkjara. Væri eigott að lýsa leið landsins stjórnarmanna? Þeir eru að fremja svartan seið. Svei, það ætti að banna. Þú hefur að mérlíst, þeim Ijáð lítið vit í kollinn. Gefðu þeim nú guð minn ráð. Þeirgætu steypst í sollinn. Árni Haraldsson orti er hann bjó á Hallfríðarstöðum með konu sinni sem nú er látin fyrir mörgum árum: Áin þýða sönginn syngur. Sést í hlíð, hvar lækur fer. Þessi fríði fjallahringur faðminn býður mér og þér. Sumarkvöld eitthvert var Árni á ferð með Hörgdælum, austan Eyjafjarðar. Frá Laufási blasir Hörgárdalur við og varð það Árna að vísu: Birtist myndin björt og hlý, bros á varir lokkar. Sólargeisla sé ég í sæludalnum okkar. Árni Haraldsson mælti svo við mann, á köldum degi: Þó þér finnist þoka á fold og þrot á sumarhlýju, blóm sér munu brátt úr mold bregða á vori hlýju. Eitt sinn orti Árni er hann ræddi við frú er skrafdrjúgt var um samskipti karls og konu: Lengi verður lífið svona. Löngun ræður meira, - banni og illa færi efengin kona upp í slæddist rúm hjá manni. Þá koma vísur eftir Þorbjörn Kristinsson og er ástarbragð af báðum: Yfir fjöllin blíður byr bræðir mjöll og ísa. Komdu öllum öðrum fyr yfirfjöllin Dísa. Veittu svörin svimahögg sælukjörum mínum. Æskufjörið dauðahögg drakk afvörum þínum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.