Dagur - 15.04.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 15.04.1983, Blaðsíða 8
BARNA VAGNINN .. Heiðdís Norðfjörð Bréf frá Snodda kettl Kæri Barnavagn. Þaö hefur nú dregist lengi að ég skrifaði þér, en nú læt ég loksins verða af því þar sem ég sé fram á fáeinar stundir í ró og næði. Annars er lítið orðið um næð- isstundir hér á heimilinu og ástæðan fyrir því er sú, að nú eru fósturbræður mínir orðnir tveir og báðir hundar. Ég var farinn að venjast og sætta mig við fósturbróður minn, þann svarta, en þcssi nýi sem er hvítur er hreint út sagt óútreiknanlegur. Honum er ekkert heilagt. Hann er með nefið niðri í öllu og er aldrei kyrr. Matmóðir mín er nú reyndar búin að segja mér, að hann muni róast með tímanum, þar sem hann sé aðeins hvolpur ennþá. En miðað við þann tíma, sem hann er búinn að vera hér og ekkert batnað, ja þá er ég farinn að óttast um að hann ætli að verða eilífðarhvolpur. En ég get sagt ykkur það, að þó erilsamt sé hér núna, þá var það samt verra síðastliðið haust. Þannig var, að á dagheimili einu hér í bæ, barnadagheimili. fundust 4 ósjálfbjarga og móð- urlausir kettlingar. Eigandi minn, sem er ung stúlka, fékk veður af þessu og þar sem hún er mikill dýravinur þá tók hún að sér alla kettlingana, til þess að kenna þeim að borða, þrífa sig og eins til að finna þeim góð heimili. Ekki voru kettlingarnir fyrr komnir hingað, er þeir áttuðu sig á þvt' að ég var af samskonar tegund. Þeir voru linnulaust á eftir mér, auðvitað stöðugt mjálmandi og ég hafði varla frið til að fá mér smáblund, hvað þá meir. Mér var sko ekkert um þá gefið. Ég ætlaði ekki að eyða dýrmætum tíma mínum í barna- gæslu fyrir aðra. En eftir tvo daga brá svo við, að fóstur- bróður minn auðvitað sá svarti, var búinn að hæna að sér alla kettlingana og verð ég honum til eilífðar þakklátur. Þarna hentist hann á milli þeirra, þvoði þeim, lék við þá og gerði sér dælt við þá. Hann var eins og besta katt- armóðir. ...,f hvert sinn, er þeir voru bún- ir að borða og drekka, þá kom hann þeim að sandkassanum, þar sem þeir áttu að gera þarfir sínar. Þegar þeim var svo leyft að fara ut á tún, snérist hann eins og skopparakringla í kringum þá og mátti hafa sig allan við að gæta þeirra, því að þeir hlupu í allar áttir og aldrei tveir og tveir í sömu átt. Og á kvöldin, þegar ætla mátti að hann væri alveg uppgefinn, þá lagði hann sig aldrei eða lokaði augunum, fyrr en kettlingarnir voru sofnaðir. Um leið og þeir vöknuðu, var hann samstundis búinn að koma þeim í sandkassann. Ég verð að viðurkenna, að ég fann oft til afbrýðisemi gagnvart honum, aðallega vegna alls hróssins, sem hann fékk. Þó myndi ég aldrei taka að mér kettlingagæslu, ekki einu sinni fyrir allt heimsins hrós. Mér þótti þetta lýsa heimsku hjá fóst- urbróður mínum að láta plata sig út í þetta, en ég er sjálfsagt cinn um þá skoðun. Þegar svo loksins, að kettling- arnir fóru frá okkur, þá grét sá svarti saknaðartárum, þótt hann þyrfti heila viku á eftir til að hvíla síg, bæði líkamlega og andlega. Nei, svona lagað myndi ég aldrei gera. Mér finnst nóg um að þurfa alltaf að taka stóran sveig framhjá hvíta hvolpinum til þess að losna við skammir, því að ef ég kem of nálægt honum, þá get ég alls ekki stillt mig um, að reka aðeins í hann klærnar og þá fer hann að góla og ég vesalingurinn fæ skammir. Nei, þá er nú betra að Iáta hann í friði, þótt ósköp sé það erfitt. Ég verð nú að slá botninn í þetta bréf. Eigandi minn fór út að ganga með fósturbræður mína og það er eins gott að vera Vertu svo blessaður búinn að setja inn klærnar og kæri þáttur, ég skrifa aftur koma sér fyrir á góðum stað og seinna, látast sofa, svo ég freistist nú ekki til að gera eitthvað af mér Snoddi köttur. þegar þeir koma heim. DAGDVELJA Reíkní- þraut Hér kemur ein þraut sem er kannski dálítið óraunhæf í allri dýrtíðinni. En skemmtileg er hún svo ég læt hana bara flakka. Maður nokkur átti 100 krónur. Hann hafði hugsað sér að byrja búskap og ætlaði því að fjárfesta í einhvers konar skepn- um fyrir þessa peninga. Að við- skiptunum loknum átti hann hvorki meira né minna en 100 dýr! Verðlagning dýranna var sem hér segir: Kýr: 10 krónur stykkið. Svín: 3 krónur stykkið. Hænsni: 50 aurar stykkið. Og nú er spurningin, hvernig lítur nú bústofn mannsins út til þess að þetta komi nú heim og saman, 100 dýr á 100 krónur? 001 = 4P 001 :s11V ip nusuæq pfi •jj| £ :uias x •J5| 0S S :usncr| (ftTh! &fM>U R £ft &R.EÍMftKUftUR > GRÖfWúM ÖCr 'bR£if)lfM S'fRKLjö$oM) Í ■líS.I r U : W 1 * TL'AT SVWlSHoftA AFUftf) RoK ?>LÓÐ- 5U&AN KoNA SlÍta PLlft. StK HpTA Siul WcViíuMjm ftj'ANA x 1 ORí)- Ftftl (MFALL) y w M 1 .. .T FftFÍW TófAA- RuM (Kxiau) MARk- MlÐrÐ \IÍF HtPPMS'T ítrauhuR KVfJ- Hi/otjM V \J Fu&l aumka ■ • V LA&&- teu! kawmskl ? LAUMlA froLtMl) : ► \J /EÉA í/rDUft- &AM&UR ► V FjoRUTlU ‘m &AMLAR V TÆKt TiL AO OpMA MCt ENM A/LS 5TATUR- XA/A/ ÓWLÍUW . ■ p- TAUTA LÍk Vasinn Geturðu skipt vasanum hér að neðan í þrennt og látið svo þessa þrjá hluta mynda ferning? Orðaþraut Þessi orð fylgja ákveðnu rökfræðilegu ferli: BAKAR ATAÐI RAKAR ÁRÆÐI TEKUR ÓNÁÐA Hverl þcssara orða á að koma næst? RÍKUR AGNAR BORÐA EKILL *si|d;i|s |!) !Qof|quiBS uuio So iQofiqjas UU13 HílMIH :NSflYT NOFTNIN I stafakösinni hér að neðan eru kyrfílega falin nöfn á 17 konum. Nöfn- in eru ýmist rituð lóðrétt, lárétt eða horn í horn, upp eða niður, aftur á bak eða áfram. Spreyttu þig nú! K S Ó J K H Y N G A D N N í V A Y Y S V G R Ö J B R O Þ M P N Ú F E H I J u B O í s M í Y Ó Ú N O I Ý P A J G L Y B A P J U N V N N G U A L R U G I S Þ N Ú H T I D s H E A L N F Þ Ó N R B I K B í Á O R M I G P L Ö G R G T R ó S A N D N Ó U Ó B I A K K D Y L I D I G R S F Æ S N U N H R A L í L I Ö G M T L A I A D L U H S G B P G O F R E Y J A R G M A D J I Ö N T X S Æ B O A K G Ú O Ö R D M L L í B E R G L I N D R E T R T L Ö U L F R Æ M B E G K O >ISQ SneiJnSis Jojq SjpfqjOtj upjSis euof sipuiaAS esoy SjofqiSuf BPInH BfSl^e efXajj puqSjog SSoq Snejsy XuSbq sipujý 8 - PAQMP.r 1,5. ppw'l 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.