Dagur - 15.04.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 15.04.1983, Blaðsíða 11
HVAÐ ER AÐ GERAST? Finnskur listamaður sýnir á Akureyri Finnski myndlistarmað- urinn Yeijo Piispa sem mun heimsækja Island í þessum mánuði mun opna málverkasýningu hér á Akureyri dagana 16.-24. aprfl. Sýningin verður í salarkynnum Myndlistarskólans, Glerárgötu 34, Akur- eyri. Piispa er fyrst og fremst landslagsmálari og hefur finnsk náttúra haft tals- verð áhrif á listsköpun hans. Listamaðurinn sem hefur fengið vandaða menntun f listgrein sinni er búsettur í Kuopio í Mið-Finnlandi en hefur einnig vinnuaðstöðu í studióbát sínum “Sus- anna“ sem staðsett er í hinu víðáttumikla stöðu- vatnasvæði í austurhluta Finnlands. í bátnum er einnig sýningaraðstaða þannig að listamaðurinn heldur reglubundnar sýn- ingar þar. Verk Piispa eru til á ýmsum söfnum í heima- landi hans og hefur lista- maðurinn einnig fengist við listskreytingar á opin- berum byggingum og má þar sérstaklega nefna myndseríu í fimm hlutum 2,80x20 m sem er stærsta málverk hans af þessu tagi og er til staðar í mótshöll í borginni Hámeenlinna í Suður-Finnlandi. Eins og fyrr segir verð- ur sýningin opnuð 16. þessa mánaðar og verður listamaðurinn viðstaddur opnun sýningarinnar. Þess má geta að finnski listamaðurinn mun halda tíu fyrirlestra um finnska málaralist meðan á dvöl hans hér stendur og verð- ur hinn fyrsti á morgun kl. 14. Annar fyrirlesturinn verður svo um kvöldið kl. 20, en tveir fyrirlestrar á sömu tímum verða á sunnudag. Aðrir fyrir- lestrar verða: Fimmtudag kl. 17, föstudag kl. 14 og 20, laugardag kl. 14 og 20 og sunnudaginn 24. apríl kl. 20. Myndlistarsýning Veijo Piispa verður opin alla daga frá kl. 14-22 að undanskildum mánudög- um, þriðjudögum og mið- vikudögum, en þá er sýn- ingin opin frá ki. 20-22. Opið blakmót I Vortónleikar á Húsavik Um helgina verður haldið í íþróttahöllinni opið blakmót á vegum blak- deildar KA. Alls hafa 16 lið tilkynnt þátttöku í Um helgina fer fram í Hlíðarfjalli firmakeppni Skíðaráðs Akureyrar en auk þess verður haldið Aprílmót í stórsvigi 12 ára og yngri. Blessað bamalán áfasta- landinu Leikklúbburinn Krafla í Hrísey bregður sér nú um helgina upp á fasta landið með leiksýninguna Bless- að barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Tvær sýningar verða í Freyvangi, laugardag og sunnudag. Leikstjóri er Kjartan Bjargmundsson. Þess má geta að Leik- klúbburinn Krafla hefur nú sýnt leikinn tíu sinnum, þar af einu sinni í Grímsey. Aðsókn hefur verið ágæt og virðast Ey- firðingar og aðrir hafa kunnað ágætlega við að taka Hríseyjarferjuna og sjá leikinn í Hrísey. Efni á síðuna „Hvað er að gerast“ í Helgar- Degi þarf að hafa bor- ist ritstjórn Dags fyrir kl. 10 á fimmtudags- morgnum. mótinu, bæði í karla og kvennaflokki. Mótið hefst á laugar- daginn kl. 10.00 ogverður síðan framhaldið á sunnu- Firmakeppnin hefst með keppni í svigi klukk- an 14.00 á laugardag en klukkan 13.00 ásunnudag verður keppt í boðgöngu. Aprílmótið hefst klukkan 11.00 á laugar- Á Húsavík sýnir Leikfé- lag Húsavíkur Gullna Hliðið um þessar mundir. Fyrsta sýning verður föstudaginn 15. apríl kl. 20.30. Önnur sýning verður mánudaginn 18. apríl en síðan verða sýn- ingar miðvikudaginn 20. Söngsveit Hlíðarbæjar heldur sinn árlega sam- söng í Hlíðarbæ n.k. sunnudag 17. apríl kl. 21.00. dag kl. 10.00. Áhorfend- ur eru hvattir til að fjöl- menna í höllina og sjá fyrsta blakmótið sem þar verður haldið. dagsmorgun og verður þá keppt í öllum flokkum 12 ára og yngri. Allar nánari upplýsing- ar eru veittar í síma 22930. apríl og fimmtudaginn 21. apríl en sú sýning verður kl. 16. Hótel Húsavfk býður upp á kvöldverð í tengsl- um við sýningarnar og kostar leikhúsmiði og kvöldverður kr. 340.00. Á söngskrá eru bæði innlend og erlend lög. Söngstjóri er Oliver Kentish. Undirleikari Þórarinn Stefánsson. Vortónleikar Kórs Tón- listarskóla Húsavíkur verða í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 17. apríl nk. og hefjast þeir kl. 16.00. Flutt verður Missa Bre- vis eftir V.A. Mozart. Einsöngvarar með kórn- um verða: Hólmfríður S. Benediktsdóttir sópran, Ragnheiður Guðmunds- Gospel á Akur- eyri Björnar Heimstad sem hefur komið mikið fram sem ræðumaður og söngvari í Skandinavíu kemur nú til landsins. Hann hefur gefið út tvær sólóplötur og líklega fáum við að heyra söngva af þeim. Á sumrin er Björnar upptekinn með tjaldsamkomur í Norður- Noregi þar sem hann á heima, en á veturna fer hann milli landa. Meðan á heimsókn hans stendur verða sam- eiginlegar samkomur í sal Menntaskólans, Dyn- heimum, í kirkjunni og líka í sölum Fíladelfíu, Sjónarhæðar og Hjálp- dóttir alt, Michael J. Clarke tenór, Halldór Vilhelmsson bassi. Strengjasveit Tónlist- arskóla Akureyrar leikur með ásamt fleirum. Auk þess verða einsöngvarar með vandaða efnisskrá. Stjórnandi er Úlrík Ólason, skólastjóri Tón- listarskóla Húsavíkur. ræðishersins. Vonandi vilja Akureyringar koma og hlusta á söng og boð- skap Björnars. Samkomuvikan hefst miðvikudaginn 20. apríl. Uppboð hjá frí- merkja- söfnurum Félag frímerkjasafnara á Akureyri er að ljúka vetrarstarfi, en félagið heldur fundi fyrsta fimmtudag hvers mánað- ar frá október til apríl. Laugardaginn 16. þ.m. efnir félagið til uppboðs að Hótel KEA og verða þar boðin upp frímerki, seðlar, mynt og fleira. Öruggt má telja að þar sé að finna eitt og annað sem safnarar vildu sjá í sfnu safni og verði er stillt í hóf. Félagar FFA eru nú 40 talsins og eru þeir hvattir til að mæta og taka með sér áhugasama gesti. Skíða- ferð hjá Ferða- félaginu Ferðafélag Akureyrar efnir um helgina til nokk- urra ferða í nágrenni Ak- ureyrar. Á laugardag kl. 13.00 verður farið í skíðaferð á Kaldbak en sama dag er einnig gönguferð frá Grenivík á Þengilhöfða kl. 13.00. Á sunnudag verður far- ið í létta gönguferð í Kjarnaskóg og hefst sú gönguferð kl. 14.00. Allar upplýsingar um þessar ferðir eru veittar í síma skrifstofunnar, 22720. Firmakeppni SRA Gullna hliðið sýnt á Húsavík Samsöngur 15. ^pjríl 1983 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.