Dagur - 15.04.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 15.04.1983, Blaðsíða 12
m&m Akureyri, föstudagur 15. aprfl 1983 ■BAUTINN - SMIÐJAN auglýsa- Vr aöttúl***1 gpegi árið 1954 Síldveiði á Pollinum 13. janúar. Á sunnudag lauk vetrarsfldveiðinni hér á Ak- ureyrarpolli og á innanverðum Eyjafirði sem hófst 11. nóv- ember sl. og var veiðin alls 15.984 mál. Hefur Krossanes tekið á móti meira en helmingi meira magni nú en á allri sumarvertíðinni en sfldarmagnið er barst tfl verksmiðj- unnar varð aðeins rösklega 6.700 mál. í gær var verið að ljúka við að bræða það síðasta af vetrarsfldinni. — Það eru miklir fjármunir sem sjómennimir hafa sótt hór út á Poll- inn í vetur því láta mun nærri að verksmiðjan hafi greitt 850.000 krónur fyrir hráefnið. Er hlutur sjómanna og út- gerðarmanna af þessum veiðum góður ef miðað er við aðra útgerð . . . Efnilegir söngvarar 20. janúar. Um sl. helgi hafði hljómsveit Karls Adolfs- sonar og Varðborg skemmtanir í Varðborg og komu þar fram 8 ungir dægurlagasöngvarar héðan úr bænum og fluttu einsöngva og dúetta með hljómsveitinni. Hafði unga fólkið æft nokkrum sinnum undir þessar skemmtan- ir. Unga fólkið vakti mikla athygli og var húsfyflir bæði laugardags- og sunnudagskvöld. Þessir söngvarar komu fram: Guðný Aðalbjörnsdóttir, Anna Hauksdóttir, Óðinn Valdimarsson, Hannes Aðalbjömsson, Friðrik Blöndal, Haukur Jakobsson, Jón Stefánsson og Óli Fossberg . . . Höfuðið í lagi! 20. janúar. í blaði þjóðvamarliðsins, því síðasta, gefur einn „listamaður" þeirra, lesendum blaðsins og sínum eftirfar- andi ráðleggingu: „Margir hverjir, þvi miður, lesa og trúa á blöð þess flokks sem þeir fylgja. Þetta er ákaflega mikil vflla . . . “ - Já, það er gott að hafa höfuðið í lagi fyrir kosn- ingar. I „dulargervi" 20. janúar. Tólf ára snáði hlýddi á stjórnmálaumræðui fullorðna fólksins og varð afa hans svo að orði að þessir svokölluðu þjóðvarnarmenn væm ekkert annað en komm- únistar. „Já“ greip strákur fram í, „kommúnistar í þjóð- búningi". „Köttur út í mýri . . .“ 23. janúar. Heildarmyndin af óskalista Sjálfstæðis- flokksins, með varnöglum og fyrirvömm er í sem stystu máli, að flokkurinn vfll „stuðla að“ því að „athugun fari fram“ á þvi hvort „möguleikar séu fyrir hendi að stuðla að því“ að unnið verði að ýmsum framfaramálum „eftir því sem framast er unnt“, „fáist til þess fjármagn frá ríkinu". — Á þessa mnu vantar ekkert nema endir sem löngum hef- ur þótt henta þjóðsögum af þessu tagi: „Köttur út í mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævintýri". í „heiðarflokkinn?" 3. mars. Maður sem nefnir sig Helga magra í Helga- magrastræti skrifar blaðinu og spyr um hvort það nafn- togaða stræti sé nú jkomið í flokk með Öxnadalsheiði, Vaðla- heiði og öðrum fjallvegum þar sem miðlungskafli á miðj- um vegi er látinn stöðva alla umferð. Blaðið hefur ekki upplýsingar til að svara spurningunni en bendir á að reyn- andi væri að fá Karl Friðriksson til að líta á skaflinn og leita úrskurðar hans um möguleikann á að ryðja honum burt. Verð á réttum helgarinnar í Smiðju: Forréttir: Frá kr. 60 til 95. Aðalréttir: Frá kr. 245 til 385. Desert: Kr. 70. Munið að panta borð tímanlega. Nýtt símanúmer: 26818 einnig 21818. „Leiðinlegt í skólanum þegar veðrið er gott“ „Jú, það er leiðinlegt að vera í skólanum þegar það er svona gott veður eins og núna. Það væri betra að hafa vont veður, þá myndi maður hugsanlega nenna að læra eitthvað,“ sögðu þeir Jóhannes Jakobsson og vinur hans Freyr Ragnarsson er þeir litu við á ritstjóm Dags fyrr í þessari viku. Veður var þá ein- dæma gott á Akureyri og vora piltarnir ekkert alltof ánægðir með það því þeim leiddist ákaf- lega að vera í skólanum þegar sól og blíða er úti. Jóhannes og Freyr eru báðir 12 ára og eru í sama bekk í Barna- skóla Akureyrar. Jóhannes er einn þeirra er skipar hið harð- snúna lið sem sér um að dreifa Degi til áskrifenda á Akureyri. „Ég byrjaði að bera út um síð- ustu mánaðamót, tók þá við af systur minni sem hafði borið Dag út lengi,“ sagði hann. „Það er gaman að bera út, en ég ber út á Brekkunni nálægt þar sem ég á heima. Það eina sem er leiðinlegt við að bera út er þegar ég er að rukka, en þá segir fólkið manni oft að koma aftur á morgun eða á föstudagskvöld. Annars ber ég út um 50 blöð og fæ um 600 krónur á mánuði fyrir, þetta eru ágætis vasapeningar.“ Þeir félagar sögðust lítið vera gefnir fyrir íþróttir en þó fæ'ru þeir á skíði í Fjallið af og til, aðallega um helgar. Báðir eru þeir svo heppnir að eiga afa og ömmu sem búa á sveitabæ rétt utan Akureyr- ar og þeir heimsækja þau oft. „Við getum hjálpað dálftið til, farið í fjósið og svoleiðis eða þá bara leikið okkur. Annars fara frístundirnar í hitt og þetta sem við reynum að finna okkur til að dunda við,“ sögðu þeir. Það var ekki auðvelt að fá þá félaga til að stoppa lengi við, úti skein sólin og vor var í lofti og var ekki laust við að maður fyndi til samviskubits við að tefja þessa hressu pilta sem vildu greinilega komast út að leika. ■ ■ . Jóhannes og Freyr. komin J v - 3 1 f ' isin 1 =4 11 1 J V

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.