Dagur


Dagur - 19.04.1983, Qupperneq 1

Dagur - 19.04.1983, Qupperneq 1
FERMINGAR- GJAFIR í MIKLU ÚRVALI GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 66.árgangur Akureyri, þriðjudagur 19. aprfl 1983 43. tölublað Hægt að framlengja eða fresta kjörfundi „Við verðum bara að treysta á vegagerðarmennina, að þeir ýti og ýti eins og vitlausir menn, þannig að kjósendur komist á kjörstað verði eitthvað að veðri,“ sagði Ragnar Stein- bergsson, formaður yfirkjör- stjórnar í Norðurlandskjör- dæmi eystra, þegar Dagur ræddi við hann um veðurútlitið á kjördag. „Við verðum með öll okkar tæki og allan okkar mannskap í viðbragðsstöðu, auk þess sem reynt verður að ná samkomulagi við einkaaðila um snjómokstur. Þrátt fyrir það er ekki framkvæm- anlegt að halda öllum vegum opn- um ef veðrið verður eitthvað líkt því sem var um helgina," sagði Guðmundur Svafarsson, um- dæmisverkfræðingur Vegagerð- arinnar á Akureyri. En hvað gerist ef kjósendur geta ekki neytt atkvæðisréttar síns vegna veðurs og ófærðar? Samkvæmt upplýsingum Ólafs W. Stefánssonar, deildarstjóra í dómsmálaráðuneytinu, þá hafa undirkjörstjórnir heimiid til að fresta kjörfundi um allt að viku, ef óviðráðanlegar aðstæður krefjast þess. Til þess þarf þó einróma samþykkt í kjörstjórninni og sam- þykki yfirkjörstjórnar í viðkom- andi kjördæmi. Þetta gefur mögu- leika til að framlengja kjörfund í einstaka kjördeildum, eða fresta honum t.d. til sunnudags. Um leið er útilokaður sá möguleiki að hefja talningu og birta tölur úr öðrum kjördæmum landsins. Það getur því farið svo að nk. sunnu- dagsnótt verði engin kosninga- nótt. Dómsmálaráðherra getur sett bráðabirgðalög um frestun kosninga en ekki er talið líklegt að af því verði, enda stefnt að því að kjósa á laugardag. Samkvæmt tölvuspá sem Veðurstofan fær frá Bretlandi er spáð norðanátt og éljagangi á Norðurlandi á laugardaginn. Úveðrið á Norðurlandi: Selja stolin merki í nafni Sjálfsbjargar Nokkuö hefur borið á því að undanförnu að óprúttnir aðilar hafa gengið í hús hér í bænum og selt merki og jafnvel konfekt í nafni Sjálfsbjargar. Þessi sölu- starfsemi er þó alls ekki á veg- um Sjálfsbjargar heldur leikur grunur á að hér sé verið að selja stolin merki. Að sögn Valdimars Péturs- sonar, framkvæmdastjóra Sjálfs- bjargar þá er full ástæða til að biðja fólk að vera á varðbergi og láta rannsóknarlögregluna vita þegar í stað ef einhverjir reyna að leika þennan leik aftur. Valdimar sagði að eina merkjasalan sem Sjálfsbjörg stæði fyrir færi fram í lok september ár hvert en önnur merkjasala væri ekki á vegum samtakanna. Þess má geta að rannsóknarlög- reglan hefur nú mál þetta til með- ferðar en „merkjasölumenn“ skutu fyrst upp kollinum fyrir tæp- um mánuði eða svo en síðan þá hafa viðkomandi reynt að selja merkin á nokkrum stöðum. Þrátt fyrir norð-austan stórhríð dag eftir dag með tilheyrandi fannfergi - og kosningum, þá er kominn vorhugur ■ börn- in. Mynd: G.S. Talsverð snjóflóðahætta var á Siglufirði um helgina og sendi almannavarnarnefnd bæjarins út tilkynningu til bæjarbúa um að vera við öllu búnir. Þegar við töluðum við lögregl- una á Siglufirði í gær var okkur tjáð að hætt hefði að snjóa snemma morguns en síðan fór að snjóa aftur er leið á morguninn. Snjóflóðahætta var enn til staðar og voru það aðallega hús við Suðurgötu sem voru á hættu- svæði. Lögreglan á Siglufirði tjáði Degi að mjög mikill snjór væri í bænum, með því mesta sem kom- ið hefði í vetur en þó ekki það almesta. Á Húsavík er gífurlegt fann- fergi. Þar voru allar götur ófærar um helgina og öllum samkomum sem vera áttu í bænum var frestað. Reynt var að ryðja helstu götur bæjarins á sunnudag með öflugum heflum en fljótlega var hætt við það verk þar sem strax fennti og skóf í slóðirnar. Dæmi voru um það að snjórinn næði upp á aðra hæð íbúðarhúsa og Hús- víkingar héldu sig því sem mest inni við um helgina. Þannig reyndist t.d. ekki unnt að hafa kosningaskrifstofur í bænum opn- ar svo dæmi sé nefnt. Leiftursókn þrátt fyrir orðalagsbreytingar „Við viðurkennum fúslega að stjórnarsamstarfið bar ekki þann árangur sem til var ætlast í verðbólgumálum, enda má segja að stjórnarmyndunarvið- ræður hafi staðið allan tímann. Þrátt fyrir málefnasamninginn tókst ekki að fá samstarfsaðil- ana í ríkisstjórn til að fara eftir honum, því viljuni við nú tryggja undanbragðalausar að- gerðir með lögfestingu tfl t.d. tveggja ára,“ sagði Guðmund- ur Bjarnason, alþingismaður, á fundi sem Félag ungra fram- sóknarmanna hélt á fimmtu- dagskvöld með yngri frambjóð- endunum á lista Framsóknar- flokksins í kjördæminu. Hákon Hákonarson benti fólki á að lesa grein eftir Hall- dór Blöndal í íslendingi frá 14. aprfl þar sem hann talar um að koma verðbólgunni niður í einu vetfangi. Ekki væri hægt að skilja þessi orð öðruvísi en að leiftursóknin væri það úrræði sem Sjálfstæðisflokkurinn hygðist nota ef hann fengi góða kosningu. Aðeins væri um orðalagsbreytingu að ræða. „Við viljum lögbinda þak á hækkun verðlags, vaxta, launa, búvöruverðs og fiskverðs. Sé hins vegar grundvöllur fyrir grunn- kaupshækkanir án þess að þær fari beint út í verðlagið og auki verðbólguhraðann er ekkert því til fyrirstöðu að aðilar vinnumark- aðarins semji um þær,“ sagði Guðmundur Bjarnason. Níels Á. Lund ræddi lítillega um Vilmundarframboðið. Hann sagði að Vilmundur hafi fallið í kjöri innan síns flokks, en þar sem hann hafi verið staðráðinn í því að halda áfram hefði hann þurft að finna sér stefnuskrá. Sú stefnu- skrá væri byggð á því að sá óá- nægju meðal þjóðarinnar. Níels minntist einnig á það að Fram- sóknarflokkurinn legði á það höf- uðáherslu að halda fullri atvinnu. Til þess mætti ekki koma að ungt fólk sem væri að ljúka námi sæi ekki fram á neina atvinnu og nefndi dæmi um könnun meðal skólafólks í Svíþjóð, þar sem að- eins 10% nemenda taldi sig ör- ugga um að fá vinnu að námi loknu. Níels benti á að þrátt fyrir 800 milljón króna tekjutap vegna aflabrests hefði tekist að halda uppi fullri atvinnu. Valgerður Sverrisdóttir lagði áherslu á að byggðastefna væri ekki að segja höfuðborginni stríð á hendur og jafnframt segja að ekki megi fækka sauðkindinni. Spurningin væri um jafnrétti milli landshluta. f ávarpi Hákonar Hákonar- sonar kom fram að Alþýðubanda- lagið hefði ekki séð sér annað fært en fallast á niðurtalningarstefnu framsóknarmanna að loknum kosningunum 1979. Þeir hafi hins vegar aldrei í raun ætlað sér að vinna heils hugar að þessari stefnu og láta þar með koma í ljós hversu áhrifarík hún væri. Hákon sagði ennfremur að menn skyldu ekki ganga að því gruflandi að Sjálf- stæðisflokkurinn væri með leift- ursóknina uppi í erminni tilbúinn að taka hana í notkun, með til- heyrandi atvinnuleysi. Þóra Hjaltadóttir talaði síðust frummælenda og lagði m.a. áherslu á atvinnumálin. Athuga yrði vel alla möguleika og varpa þeim ekki fyrir róða fyrirfram vegna fordóma.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.