Dagur - 19.04.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 19.04.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Tvær leiðir Ef marka má skoðanakannanir sem birtar hafa verið undanfarið er ljóst að baráttan í komandi kosningum stendur milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkur- inn hefur einn flokka lagt spilin á borðið varð- andi lausnir á þeim efnahagsvanda sem nú er við að etja. Aðrir flokkar eru með meira og minna óljósar og loðnar hugmyndir. Alþýðu- flokkurinn boðar aðrar leiðir sem enginn veit hverjar eru. Alþýðubandalagið boðar einhvers konar brotareikning með teljurum og nefnur- um en engar skýringar á því hvað eigi að vera fyrir ofan eða neðan strikið. Bandalag jafnað- armanna er óánægjuframboð rómantískra hægrikrata sem telja sig yfir það hafna að fjalla um efnahagsmál og efnahagsmálastefna Kvennalistanna hefur ekki komið fram ennþá, enda er hún ekki til. Sjálfstæðisflokkurinn þor- ir ekki að nefna leiftursóknina á nafn en þegar talsmenn flokksins nota orðin að draga úr verðbólgunni í einu vetfangi, eins og það er orðað, ættu allir að vita hvar fiskur liggur undir steini. Kjósendur höfnuðu vetfangsleið Sjálf- stæðisflokksins á sínum tíma. Þá hét hún reyndar leiftursókn. Ennþá er boðuð sama leið þó nafngiftin sé önnur. Það ætti ekki að dyljast neinum að aðalmál þessara kosninga eru efnahagsmálin. Um það er kosið hvort tekið verði með festu á þessum málum og leiðir til að ná verðbólgunni niður lögfestar, ef ekki vill betur, eða hvort lífskjara- skerðingarstefna Sjálfstæðisflokksins, með hóflegu atvinnuleysi og óraunhæfum gylliboð- um, verður ofan á að loknum kosningunum. Það er einnig kosið um það hvort jafnrétti verði komið á milli landshluta, hvort byggða- jafnvægisstefna Framsóknarflokksins fær það brautargengi að dugi til að knýja aðra flokka til samstarfs um hana. Það er mikilvægt fyrir kjósendur út um allt land að átta sig á þessu. Framsóknarmenn vilja framför landsins alls, ekki bara höfuðborgarsvæðisins. Landsmenn alhr verða að sýna þeim flokkum sem allt sitt eiga undir fjöldafylgi á takmörkuðu svæði að þeir vilja jafnrétti í þessu landi, ekki bara jafn- an kosningarétt, heldur jöfnuð á öllum öðrum . sviðum. Þetta skilja íbúar landsbyggðarinnar og að óreyndu verður því ekki trúað að íbúar suð- vesturhornsins vilji meðbræðrum sínum í strjálbýlinu að búa við órétt, t.d. hrikalegan húshitunarkostnað, minni möguleika til menntunar og fjölbreyttra starfa og langtum lakari heilsugæslu. íbúar höfuðborgarsvæðisins ættu að sýna réttlætiskennd sína í verki og styðja þá kröfu landsbyggðarinnar, þar sem þeir eiga margir hverjir uppruna sinn, að jöfnuður ríki meðal fólks hvar sem það býr með því að kjósa Fram- sóknarflokkinn. Ingvar Gíslason: Framtíð Akureyrar byggist á vexti iðnaðar Umræður í blöðum um stóla- kaupin í Verkmenntaskólann minna okkur á þá stöðu, sem framleiðsluiðnaðurinn er í hér á landi, ekki síst á Akureyri, við ríkjandi fríverslunaraðstæður og skyldur samkvæmt fríversl- unarsamningum. Á þeim 13 árum, sem liðin eru síðan þessir samningar voru gerðir (EFTA- samningar), hafa orðið miklar breytingar á aðstöðu íslensks smíðaiðnaðar, hann hefur lent í hörkusamkeppni við erlenda framleiðslu án þess að vera nægilega vel og skipulega búinn undir að mæta þessari sam- keppni. Það hefur farið í vöxt að ein- staklingar, fyrirtæki og opinber- ar stofnanir hafi keypt erlenda smíðaframleiðslu, t.d. húsgögn og jafnvel innréttingar, í stað innlendrar. Þessi ráðgerðú kaup Verkmenntaskólans á dönskum stólum er ekkert einsdæmi held- ur einskonar „siður" sem er að komast á. Óþarfi sýnist að festa frekari kaup á erlendum hús- gögnum til skólans. Hvað er mögulegt? Það verður að vinna að því að þessi „siður“, sem ég kalla svo verði ekki rótfastur, hann má ekki verða að sjálfsögðum hlut. Efling íslensks iðnaðar er eitt af brýnustu málum íslensku þjóð- arinnar. Framtíð íslendinga er að verulegu leyti bundin við það að iðnaður geti vaxið. Þar kem- ur ekki síst til greina margs kon- ar trésmíðaiðnaður. Ég held m.a. að húsgagnaiðnaður ætti að hafa mikla möguleika á íslandi, bankamála orðið til þess að gera hlut smærri iðnaðar og ýmissa annarra atvinnufyrirtækja minni en æskilegt er. Á þessu þarf að verða stefnu- breyting. Það er ekki tillaga mín Ingvar Gíslason að hætta við rannsóknir varð- andi orkuiðnað, en það er brýn nauðsyn að efla aðra möguleika í framleiðsluiðnaði, og þar ætti trésmíðaiðnaður og málmiðn- aður að vera í fremstu röð. Möguleikar á þessu sviði eru að mestu ókannaðir. Hins vegar eru þeir hvorki minni né óálit- legri, ef rétt er á haldið, en þeir kostir sem einkum eru nú taldir í boði og umræður eru helst látnar snúast um. Sú mikla sóun á verk- kunnáttu akureyrskra smiða, sem viðgengist hefur t.d. varð- andi húsgagnaframleiðslu, er alvarlee veila í iðnaðarmálum okkar síðustu 10-12 ár. Hvers vegna var ekki hægt að ná er- lendum samböndum um fjár- útvegun og skipulagningu hús- gagnaiðnaðar til útflutnings? Það er einfaldlega vegna þess að forystumenn í iðnaðarmálum og ráðamenn í viðskipta- og banka- málum hafa ekki haft trú á því né greitt fyrir því máli. Stacco-stóllinn Þó er það svo að hugkvæmir framtaksmenn hafa brotið af sér viðjar úrtölumanna í þessum efnum, eins og sést á dæmi Pét- urs Lútherssónar húsgagnaarki- tekts og forráðamanna Stálhús- gagnagerðarinnar Steina hf. í Reykjavík, sem framleiðir Staccostólinn og selur með góð- um árangri innanlands og utan. Staccostóllinn er bólstraður með Gefjunaráklæði. Þessi íslenski stóll er viðurkennd úrvalshönn- un á alþjóðavettvangi. Hér er aðeins um eina gerð stóls að ræðá. Geta ekki boðist fleiri möguleikar í þessum iðnaði? Akureyri er mesti iðnaðarbær landsins. Bærinn á frægð sína og gengi að mestu leyti að þakka iðnaðarstarfsemi. Iðnverka- menn er fjölmennasta starfsstétt bæjarins og skapar hér ómetan- leg verðmæti. Fjölbreytni iðnað- ar er hér ótrúlega mikil, og iðn- aðurinn sýnir það að hann stend- ur föstum fótum í bæjarlífinu. Hins vegar er ekki nógu vel að iðnaðinum búið. Starfsskilyrði hans eru ekki nógu örugg. Framtíð Akureyrar Þrátt fyrir allt er ég bjartsýnn fyrir hönd framleiðsluiðnaðar- ins. Ég byggi bjartsýni mína á því að hvergi er eins gott iðn- verkafólk eins og hér og iðn- menntun á háu stigi. Þessa rót- grónu iðnmenningu þarf að not- færa miklu betur. Jarðvegurinn, fólkið og kunnáttan er fyrir hendi, atvinnutækin eru svo sannarlega til staðar og ágætir forystumenn í iðnaðarmálum. Allt þetta þarf að njóta sín. Þá þarf ekki að kvíða framtíð Ak- ureyrar. Ingvar Gíslason. Óþarfi sýnist að festa frekari kaup á erlendum húsgögnum til skólans. en þeir sem ráðið hafa iðnað- armálum eða mest um þau talað, hafa horft framhjá þessum möguleikum og lagt meiri áherslu á aðra iðnaðarkosti. Af hálfu áhrifamanna í atvinnulffi og viðskipta- og bankamálum, svo og iðnaðarforystunnar, hef- ur mest áhersla verið lögð á orkufrekan iðnað (stóriðju) og öra uppbyggingu raforkuvirkj- ana. Að mínum dómi hefur þessi mikla áhersla áhrifamestu valdamanna á sviði viðskipta og Það hefur farið í vöxt að einstaklingar, fyrir- tæki og opinberar stofnanir hafí keypt er- lenda smíðaframleiðslu, t.d. húsgögn og jafn- vel innréttingar, í stað innlendrar. Þessi ráð- gerðu kaup Verkmenntaskólans á dönskum stólum er ekkert einsdæmi heldur einskonar „siður“ sem er að komast á. Óþarfí sýnist að festa frekari kaup á erlendum húsgögnum til skólans. '4- ÐAGUR—19, april 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.