Dagur - 19.04.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 19.04.1983, Blaðsíða 9
Gömlu kvenfélögin eru alls ekki úrelt og leiðinleg“ Hlíf hefur gefið Bamadeild Fjórðungssjúkrahússins margar góðar gjafir s.s.súrefniskassa og hitarúm fyrir Bamadeildina. Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn en sá dagur hef- ur um áratugaskeið verið fjár- öflunardagur Kvenfélagsins Hlífar á Akureyri. Kvenfélagið sem stofnað er árið 1907 hefur alla tíð unnið mikið að líkn- armálum og m.a. gefið mörg og vönduð tæki til Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Það má með sanni segja að Kvenfélagið Hlíf hafi unnið stór- merkilegt starf allt frá stofnun félagsins, sagði Kristjana Jóns- dóttir, nýkjörinn formaður Hlífar í samtali við Dag. Að sögn Kristjönu þá hét fé- lagið í upphafi Hjúkrunarfélagið Hlíf og snerist starfsemin þá aðal- lega um að aðstoða sjúka og gamalmenni en síðar breyttist nafnið og félagið tók að vinna að líknarmáiefnum, sem það hefur helgað sig síðan. Stór þáttur í starfi Hlífar var sumarbúða og barnaheimilastarfið sem hófst um eða eftir stríð en stórátak var gert í þessum málum er kvenfélagið byggði barnaheimilið Pálmholt af miklum myndarskap laust fyrir 1950. Barnaheimilið hóf starfsemi 1950 og rak kvenfélagið það allt fram til ársins 1972 er Akureyr- arbæ var fært barnaheimilið að gjöf. - Það var eiginlega eftir að Kvenfélagið gaf Pálmholt að Hlíf sneri sér af fullum krafti að Barnadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins, segir Kristjana og getur þess Kristjana Jónsdóttir Mynd: ESE að á liðnum árum hafi Hlíf fært barnadeildinni og sjúkrahúsinu margar góðar gjafir s.s. súrefn- iskassa, hitarúm og margs konar önnur tæki. Auk þessa sem of langt yrði upp að telja hefur Minningarsjóður Hlífar sem var stofnaður 1960 gefið bækur og leikföng á sjúkrahúsið en allar þessar gjafir hafa verið fjármagn- aðar með frjálsum framlögum, félgasgjöldum og merkjasölu. - Ég vil eindregið beina því til kvenna, sérstaklega þeirra yngri að það er algjör misskilningur það sem margir vilja halda fram að þessi félög séu úrelt og dauð úr öllum æðum. Það fer fram mikil og fjölbreytt starfsemi á okkar vegum og nú eru u.þ.b. 90 konur í félaginu. Þá höfum við einnig styrktarfélaga - og þar geta karl- menn einnig verið með - en því miður hefur aðeins einn karl- maður fram að þessu gerst styrktarfélagi. Það kostar aðeins 100 krónur að vera styrktar- félagi og ég vil hvetja fólk til þess að vera með og ljá þar með góðu málefni lið, sagði Kristjana Jónsdóttir. Þess má geta að á sumardaginn fyrsta verður Hlíf með opið hús á Hótel KEA og verður þar mikið um dýrðir. Að sögn Kristjönu verður vel vandað til skemmti- atriða og fóstra verður fengin til að fara í leiki við börnin. Hefst skemmtunin kl. 15 en merki fé- lagsins verða seld allan daginn. - Það má vel koma fram að ég bind miklar vonir við þennan fjáröflunardag og eins hef ég hug á því í framtíðinni að auka á fjöl- breytni í starfsemi félagsins s.s. með ýmis konar námskeiðahaldi, sagði Kristjana Jónsdóttir. Litirnir á íslandi hafa heillað mig t 'íi' *•»**£* ‘^íSnava - tg Uen»a s SSSKST agngertt«'a ínUO ’S' 'nv.aa'1'''1' piispavat®aaðh»tn áns»gðoT.”L málverkn rUeimtma^- « mntretu rS„nditrit- a 100 fatbegat1 £2*£&~** Dæmigerð myndaröð cftir Veijo Piispa í mötuneyti. Listmálarinn, skipstjórinn og fyrirlesarinn, Veijo Piispa. Mynd: ESE Veijo Piispa er í Finnlandi þekktastur fyrir hinar líflegu myndir sínar sem hann hefur mál- að á veggi í hinum ýmsu stofnun- um og verksmiðjum víðs vegar í landinu. Þá þykir Piispa einnig sérstakur vegna þess að hann ferðast mikið um Finnland á lysti- bát sínum en í bátnum hefur hann látið innrétta snyrtilegan sýning- arsal þar sem hann sýnir verk sín á sýningarveggjum og á litskyggn- um. „Listfengi skipstjórinn“ - Þessi stúdíóbátur hefur vak- ið mikla athygli í Finnlandi og það er mikið skrifað um þessar ferðir mínar á síðum blaðanna, segir Veijo Piispa sem í heimalandi sínu gegnur undir nafninu „List- fengi skipstjórinn“. Piispa segist ganga um sali skipsins með „kapteinshúfu" - ekki síst til þess að standa undir nafni - en hann bætir því við að gestirnir kunni vel að meta þennan stíl og sýningar í „Súsönnu" en svo heitir báturinn séu yfirleitt mjög vel sóttar. - Ég hef ferðast um Finnland þvert og endilangt en ég á þó lík- lega langt í land að ferðast um öll vötn „Þúsund vatna landsins" enda munu þau vera um 60 þús- und talsins, sagði Veijo Piispa. Að sögn listamannsins hefur hann á undanförnum árum mikið sótt fyrirmyndir til norðlægari héraða Finnlands og þá sérstak- lega til Lapplands. Gamlar bygg- ingar og þjóðlegar stemmningar hafa einnig verið Piispa hugleikið viðfangsefni og alls staðar þar sem hann kemur segist hann reyna að safna hugmyndum sem hann geti síðar notað í list sinni. - Litirnir hér á íslandi hafa heillað mig, segir Piispa. - Ég hef orðið fyrir miklum áhrifum á þeim skamma tíma sem ég hef verið hérna og rútuferðin til Ak- ureyrar var ævintýri líkust. Foss- arnir, fjöllin og hafið - allt býr þetta yfir sérstaklega sterkum lit- um og litasamsetningum sem henta mér vel og ég get lofað því að ég á eftir að mála margar myndir í framtíðinni undir þess- um áhrifum frá dvöl minni á ís- landi. Finnsk málaralist í rúma öld Svo vikið sé nánar að tildrögum ferðar Veijo Piispa til íslands og Akureyrar, þá frétti hann fyrst af möguleikunum á sýningarhaldi á Akureyri hjá finnskum vini sínum í Finnlandi. Sá átti finnskan vin búsettan á Akureyri og þannig atvikaðist þetta koll af kolli og nú er listamaðurinn kominn norður undir heimskautsbaug þar sem hann ætlar að miðla íbúum af list sinni og þekkingu á finnskri mál- aralist síðustu öldina eða svo. Meðferðis hefur Piispa 19 olíu- málverk sem flest öll eru ntáluð undir áhrifum frá Lapplandi en auk þess hefur hann fjölda lit- Hinn fljótandi sýningarsalur. Rættvii fiimska Irstamanninn Veijo Piispa skyggna í fórum sínum sem hann mun nota á fyrirlestrum sínum. - Þetta verða tíu fyrirlestrar og ég mun fjalla um finnska málara- list frá 1864 fram til okkar daga. Ég mun fjalla um allar stefnur og strauma innan finnskrar málara- listar á þessum tíma og ég efast um að fólki hér eigi eftir að gefast betra tækifæri til að kynnast þess- um málum en á þessum fyrir- lestrum. Þeir hafa mikið upplýs- ingagildi, bæði fyrir málara og al- menning, sagði þessi geðþekki listmálari að lokum. v..v VIN SMOKKUN Á BÖKKUM RÍNAR OG MÓSELS •\UT.\rsv r *T PrvðfM KAt*iNrrrL/ '!!>St.t SVXK Leyfður gæðaflokkur Jegund innan gæðaflokks Opinbert eftirlitsnúmer Nafn vínhéraðs Uppskeruár Nafn bæjar og vínekru Tegund þrúgu Nafn framleiðanda Það er sérstök og jafnframt sérkennileg reynsla fyrir ís- lending að vera þátttakandi í vínsmökkun í ævafornum vínkjallara á óðalssetri á bökkum Mósel- eða Rínar- fljóts. Það ríkir sannkölluð helgistemmning á þessum stöðum. Risastórar vínámur eru með öllum veggjum og á öðrum stöðum eru vínflösk- ur upp í rjáfur. Sérstök smökkunarherbergi eru hjá hverjum vínframleiðanda enda eru þeir boðnir og búnir til að taka á móti ferðamannahópum, stórum og smáum og kynna þeim framleiðslu sína - og alda- gamlar hefðir. Það sem þú rekur augun fyrst í er þú sest að vínsmökkunarborðinu eru föturnar sem komið hefur ver- ið fyrir á miðju borðinu. Róm- verjarnir sem lögðu Rínar - og Móselhéruð undir sig fyrir u.þ.b. tvö þúsund árum og lögðu þá grunnin að borgum eins og Trier - elstu borg í Þýskalandi - hefðu líklega notað þessar fötur til að spúa í eftir velheppnaða átveislu og eftir að hafa kitlað sig í kokið með páfuglsfjöður, en fyrir vín- þjóðinni hafa þessar fötur aðra merkingu. Þær eru nefnilega ætl- aðar til þess að spýta víninu í cftir að hafa velt því fyrir sér (!) í munninum. Vitaskuld drekka Þjóðverjar og aðrir töluvert af víninu en ef þeim þykir komið nóg eða viðkomandi tegund bragðast ekki eins og þeim líkar best þá er sjálfsagt að nota fötuna. í grófum dráttum má segja að þaö sem gerist við vínsmökkun sé þetta: Þér eru færðar fimm til tfu víntegundir í fyrirfram ákveðinni röð og mikið af grófu brauði sem notað er til að eyða bragði úr munninum milli smakkana. Til að skýra nánar hvað gerist held ég að sé heppilegast að nota heimsókn- ina í hinn Wiltburg’sche vínkjall- ara Hammes ættarinnar í Alken í Moseldalnum sem dæmi. Fyrsta flaskan sem okkur var færð inni- hélt svokallað Qualitatswein, hálfþurrt. Qualitatswein þýðir að vínið hefur gengið í gegn um stranga gæðaprófun og hafi vínið komið vel út í þeirri prófun þá fær það sérstakt gæðaprófunarnúmer (sjá mynd að ofan). Þetta vín sem við smökkuðum var Riesling (sem er besta vínþrúga ræktuð í Þýsk- alandi og jafnframt sú algengasta í Mósel). Samkvæmt þýskum vínlögum sem munu vera elstu lög í Þýskalandi er leyfilegt að bæta við ákveðnu magni af sykri í Quaiitatswein, en t.d. í Qualit- átswein mit Prádikat sem er næsti flokkur má aðeins hinn náttúru- legi sykur sjá um gerjunina. í þessum flokki smökkuðum við fyrst Qualitátswein mit Prádikat- Kabinett, en síðast talda orðið þýðir að þrúgurnar hafa verið tíndar eftir meðallanga uppskeru. Þetta vín var einnig Riesling og á mörkum þess að vera hálf þurrt og þurrt. Þetta vín kostaði 5.70 mörk flaskan (einu marki dýrari en hið fyrra) og þótti viðstöddum það einnig betra. í þessum sama flokki smökkuðum við einnig annað vín, lítið eitt dýrara og þurrara en ekki fundu fslenskir bragðlaukar mikinn mun. Þriðji flokkurinn (og þá er ekki átt við þriðja gæðaflokk) var Q- wein mit Prádikat - Spátlese, en síðasta orðið þýðir að þrúgurnar haft verið tíndar fremur seint og eftir að þær voru orðnar full- þoska, en þessi meðferð þykir gefa sérkennilega góðan keim og ferskleika. Að þessu sinni var þrúgan „Kerner“ - tiltölulega sjaldgæf en verðiö var 7,30 mörk fyrir flöskuna. Við prófuðum einnig „nákvæmlega“ eins vín og Riesling og enn sviku bragðlauk- arnir íslensku. Fjórði og síðasti flokkurinn sem við prófuðum á þessum stað var Q-wein mit Prádikat - Aus- lese en auslese þýðir eins og það er skrifað að þrúgurnar eru sér- staklega valdar, oft tekin einn og einn klasi og þær pressaðar saman. Til eru tveir undirflokkar Auslese, Beerenauslese og Trockenbeerenauslese en þessi nöfn standa fyrir að þá eru bestu einstöku vínberin valin úr klös- unum og pressuð saman. Trock- enbeerenauslese þýðir að þrúg- urnar (berin) eru orðin þurr ekki ósvipuö rúsínum - og sagt er að betra eða dýrara sé erfitt að fá. Þess má geta að í fimmta flokki (sem við brögðuðum ekki á þess- um stað) eru hin svokölluðu Eis- wein (fsvín) en kjörhérað þeirra er Rheingau. Eisweinfram- leiðslan þykir mikið happdrætti því að framleiðendurnir verða að láta þrúgurnar frjósa og þær verða að fá a.m.k. sjö stiga frost í þrjá sólarhringa í röð til að allt smelli saman. Takist það ekki er mögu- leiki á að nota þrúgumar í ódýrari vfn. Á upptalningunni hér að fram- an má sjá að það þarf mikla natni og kunnáttu til að búa til góð vín og verð og gæði eru í órjúfanlegu samhengi. Annars segja Rínar- og Móseldalsbúar að það séu gæð- in sem skipti öllu - betra sé að framleiða lítið magn af góðum vínum en mjög mikið magn ag milliklassa vfnum. íbúar þessara svæða kunna líka að meta það sem gott er og að sögn eins af talsmönnum ferðamálaforyst- unnar á þessum slóðunt þá þykir mjög algengt að menn drekki um lítra af góðu víni á hverjum degi. Sjálfur sagðist hann hafa þá reglu að leiðarljósi og sagðist aldrei drekka minna - og mér segir svo hugur að þessi maður hafi aldrei orðið drukkinn á ævinni. Aftur á móti sagðist hann vera lítið gefinn fyrir bjór en viðurkenndi þó að bjórinn væri í sókn. Það sæi hann best þegar hann færi út að borða með syni sfnurn. Þá pantaði hann vín en sonurinn bjór, sagði þessi geðþekki heiðursmaður. í lokin má hnýta því við að um 85% af þeim vínum sem fram- leidd eru í Þýskalandi eru hvítvín en aðeins um 15% vínanna eru rauð. Þetta er algjörlega öfugt hlutfall miðað við önnur vín- framleiðsluríki, en Þjóðverjar.eru hreyknir af Rínar- og Móselvín- um sínum og hafa enga löngun til að breyta neinu í sinni fram- leiðslu. Þeir eru hins vegar ekki eins ánægðir með Liebfraumilch vínin sem hér ráða Ríkjum og telja þau fremur slaka sendiherra. Eða eins og einn þeirra orðaði það: - Ég býst ekki við því að fólk deyi af því að drekka það - en ég mun hins vegar ekki láta það inn fyrir mínar varir. ESE Ath. Við vínsmökkun er nauösyn- legt uð gæta að eftirfarandi at- riðum: Lit og tærieika víns, iyktar og svo að sjálfsögðu bragðs. Og síðan á að horfa djúpt í augu borðfélaga þegar bergt er á. 8 - DAGUR -19. apríl 1983 19. aprll 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.