Alþýðublaðið - 11.08.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.08.1921, Blaðsíða 1
Ca-efiÖ tit &£ .AJþýoiif&olzlcniinau 1921 Fimtudaginn 11. ágúst. =4= 182. tölubl. ÍFjárkreppan, Þv£ nær ár er nú lidið síðan Alþýðubteðið hóf árás síoa á ís landsbanka og alt aðgerðaleysi landsstjórnarinnar í þvf máli. Sum bloðin hér í bænum tóku þá svari bankans og hæddust að því, sem Alþbl. sagði um yfirvofandi fjár- kreppu. Taldi eitt þeirra hina mestu fjarstæðu að halda þvf fram, að ekki yrði alt komið í lag um nýjár og var með rosta mikinn at af ummæium Alþbl. En sama blaði snerist þó hugur sfðar, en taefír þó lítið gert að því, að benda á leiðir út úr kreppunni. Höfuðmálgagn eiginhagsmuna- anannanna átti viðtal við fjármála- ráðherranu, sem romsaði upp heil margar íölur, sém áttu að sýna það og sanna, hve landið stæði sig ágætlegá og að engin þörf væri á þvf, að reyna að bjarga við þvf ástandi, sem hér var í fyrrahaust, það mundi lagast af sjálfu sér. Fjarmálaráðherrann sigldi til Hafnar, annað taldi hann þarfleysu. t>ar gerði hann ekkert. Þegar beim kom kvaðst hann vera á móti því, að rfkið tæki lán og mundi af alefli berjast á móti því, að lán yrði tekið. Þessari stefnu bélt hann trúlega fram til þings og þar hélt hann sfna alkunnu £j irmálaræðu, þar sem hann flokk aði niður lántökur í ýmsa flokka. A alþingi var ekkert gert til þess að reyna að bæta úr fjár kreppunni, sem þá var meiri en faún hafði nokkurntíman áður ver ið, þrátt fyrir spádóm ídands- bankamálgagnsins alkunna og út reikninga fjármálaráðherra f Mogga ©g Timanum. Qjú, þingið sam- þykti lög, sem heimiluðu stjórn inni að bjarga við fjárhag ís landsbanka, hvernig sem um stofn- un landsins færi, og önnur íög, sera heimiluðu henni að taka lán •erlendis f þessu augnamiði. En stjórnin fór sér að engu óðslega. Ekkert lá á. Henni hafði að þessu tekist bezt að sitja með þvf, að láta alt danka. Gera sem allra allra minst til að grfpa fram f rás viðburðanna og reyna að hamla á móti þvf, að landið fari f hundana. Hennar póiitfk var og er að hanga á aðgerðaleysinu. Heimskinginn heldur að sér hönd- um og hefst ekki að, ef háska ber að höndum, þvf hann heldur að hann geti ekki ráðið. við örlög sín. Þess vegna hefir stjórnin ekkert hafst að, að hún heldur að alt lagist á endanum af sjálfu sér. Stjórnin fór loks á stúfana og leitaði þá vitanlega fyrst þangað sem hún siðast hefði átt að leita. Ea slfkt verður henni sennilega fyrirgefið á þingi, vegna þess að það er eðli forsætisráðberra, að gera ekkert það, sem stygt gæti vini hans við Eyrarsund. Svo kom kóngurinn í spilið, og öllu var frestað f heilan mánuð. Þvf ekki dugði annað en allir ráðherrarnir væru viðstaddir þar. Að minsta kosti varð stórkross- riddarinn, sem sfðar varð, að vera heima. „Eftir kóng" var aftur byrjað þar sem endað var áður. Þá var nú farið að nagast heldur en ekki utan úr ioforðunum f Khöfn. Þau höfðu megrast furðanlega á svo skömmum tfmal Nú mun vera farið, að hugsa til þess, að fá lán i Englandi. En hver kjörin muni þar verða, getur enginn sagt. Tröllasögur ganga um þau, en þær munu úr lausu lofti vera gripnar; þó vel mætti trúa þvf, að ekki mundu fást sér- lega góð kjör f Englandi, eftir allar þær dylgjur og rógburð, sem dönsk blöð hafa farið með, um fjárhag ísiands. En það er vitanlega engin h'óýuðleið út úr fjárkreppunni, að taka lán. Sú leið er að eins ein af mörgum, sem þarf að fara. Bankarnir virðast nú loksins hafa rekið augua f það, að ekki dugar, að Iáta útgerðarmenn leggja alla peninga, sem þeir fá fyrir útfluttar afurðir, inn i erlenda banka; að ein leiðin út úr kreppunni er, að þeir nái yfirráðum yfir sem mestu af erlenda gjaldeyrinum. Útflytj- endur hafa hingað til vitanlega notað sér gjaldeyrisskortinn, og selt það fé, sem þeir hafa átt erlendis, svo dýrt sem unt var. Þar er Ifka ein ors'ök dýrtíðarinnar. Að þvf er bezt verður séð, eru út- gerðarmenn, sem einna stærstan þátt hafa átt f fjárkreppunni, óánægðir með þessa ráðstöfun, vegna þess, að þeir geta ekki selt g|aldeyrinn, „eins og hann gengur hér". Með öðrum orðum þeir eru gramir þvf, að geta ekki fram- vegis notað sér fjárkreppuna. Þessi ráðstöfun bankanna virðist hárrétt, og hefði fyrir löngu átt að framkvæma hana. Eina leiðin út út fjárkreppunni er ekki, að „setja gengi" á íslenzka seðla, það er óraggasta leiðin til að auka vandrœðin. En aftur á móti er það leið út úr kreppunni, sem alt of Iftið feefir verið rannsökuð, að leita nýs markaðs fyrir afurðir iandsins. Þær hafa nú, sem kunnugt er, svo þröngan markað, að ekkert má út af bera, svo ekki falli vörurnar von úr viti. Þetta er leið, sem hefir miklu váranlegra gildi, en alt annað sem reynt verður. Þess vegna á ríkis- stjórnin nú þegar að hefjast handa, fyrst útfiytjecdur ekki hafa ræno á þvf, og láta gera ftarlegar rann- sóknir og tilraunir með rýmkvun markaðsins. Og þetta er að minsta kosti leið, sem fjármálaráðherrann ætti að geta fallist á. Meðal farþega á Botnfu í gær voru Pétur G. Guðmundsson, Jikob Kristinsjson, Þórbergur Þórð- arsson, Jón J. Kaldal, Nielsea framkvæmdarstjóri, Petersen bíó- stjóri o. fl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.