Dagur - 19.04.1983, Blaðsíða 10

Dagur - 19.04.1983, Blaðsíða 10
Söngskemmtun Samkórinn Þristur heldur sína árlegu söng- skemmtun aö Freyvangi síðasta vetrardag, 20. apríl kl. 21.00. Söngstjóri Guðmundur Þorsteins- son, undirleikari Kristinn örn Kristinsson. Hljóm- sveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi á eftir. Þristur. stereótæki í bíla hljómtæki Technico vasatölvur Loewe opta sjónvarpstæki HuáflMiiieR Slm* (96)23626 vZ^/GWwirgotu 32 Akureyri Loewe opi vfdeótæki Folaldakjöt nýtt og saltað. Kjörstaður á Akureyri við alþingiskosning- arnar sem fram eiga að fara laug- ardaginn 23. þ.m. verður í Odd- eyrarskólanum. Bænum hefur verið skipt í kjördeildir sem hér segir: 1. kjördeild: Aðalstræti - Byggðavegur. 2. kjördeild: Birkilundur - Engimýri. 3. kjördeild: Espilundur - Hafnarstræti. 4. kjördeild. Háhlíð - Hrísalundur. 5. kjördeild: Hríseyjargata - Lerkilundur. 6. kjördeild: Lyngholt - Ráðhústorg. 7. kjördeild: Ránargata - Smárahlíð 7. 8. kjördeild: Smárahlíð 8 - Tjarnarlundur. 9. kjördeild: Tungusíða - Býlin. Skipting í kjördeildir verður auglýst nánar á kjörstað. Kjörfundur hefst kl. 9 og lýkur kl. 23. Akureyri, 18. apríl 1983. Kjörstjórn Akureyrar. Stefan Valgeirsson: Framfarir á landinu öllu Hlutverk stjórnmálaflokks í nú- tímaþjóðfélagi er að móta stefnu í þjóðfélagsmálum. Þessi stefnu- mótun er tvíþætt: Annars vegar hvernig við viljum byggja upp þjóðfélagið þegar til langs tíma er litið, þ.e.a.s. hvers konar samfé- lagi við viljum stefna að. Þetta er sjálfur hugsjónagrundvöllurinn. Hinn þátturinn er stefnumótun til skamms tíma, leiðirnar að því marki sem við stefnum að. Enginn þarf að vera í vafa um stefnu Framsóknarflokksins. Markmiðið er hið fullkomna sam- félag þar sem daglegt brauðstrit er ekki lengur höfuðviðfangsefnið, svo halda megi uppi efnahagslegri velsæld þar sem vinnuálagið sundrar ekki lengur fjölskyldunni og spillir ekki þroska- og menn- ingarviðleitni einstaklingsins, þar sem félagslegt öryggi ríkir og þar sem launa- og aðstöðumunur þegnanna er í lágmarki. Við viljum framför landsins alls, þ.e.a.s. að atvinnuuppbygg- ingin sé miðuð við að byggðin haldist í landinu með líkum hætti og nú er. Séum við sammála um þetta þarf að vinna að allri upp- byggingu samkvæmt því. Fyrstu sporin sem nú þarf að stíga er að gera ráðstafanir til að full atvinna haldist í landinu en það markmið næst ekki nema atvinnurekstrinum sé búinn sómasamlegur rekstrargrundvöll- ur og samstaða náist um að telja verðbólguna niður í áföngum. Framsóknarflokkurinn hefur sér- stöðu ílandsbyggðarmálum. Ekki vantar það að við ýmis tækifæri eru hinir flokkarnir landsbyggð- arflokkar í orði, en reynslan er alltaf ólygnust. Það ætti ekki að falla neinum Norðlendingi úr minni hvað gerð- ist á Alþingi íslendinga 1978 þeg- ar mest vantaði upp á að bændur næðu verðlagsgrundvallarverði, þar sem mjög vantaði þá á að út- flutningstryggingin dygði. Þegar til atkvæðagreiðslu kom gengu sjálfstæðismenn og alþýðuflokks- menn út úr þingsalnum og komu með því móti í veg fyrir að málið næði fram að ganga. í ágúst sl. settu alþýðubanda- lagsmenn okkur framsóknar- mönnum þá úrslitakosti, að ef þeir ættu að standa að aðgerðum til að draga úr verðbólguhraðan- um, þá yrðum við að fallast á að draga verulega úr útflutnings- greiðslum til landbúnaðarins. Eins og á stóð með framleiðslu- magn og sölumöguleika t.d. á kindakjöti þá hefði þetta þýtt gjaldþrot fyrir fjölda bænda. Þann 21. ágúst sl. lá við stjórn- arslitum út af þessu máli. Annað dæmi um byggðastefnu Alþýðubandalagsins er varðandi vanefndir í sambandi við breyt- ingu sem gerð var á jarðræktar- lögunum árið 1979. Dregið varúr jarðræktarframlögum en í staðinn skyldi upphæðinni varið til efling- ar nýrra búgreina og hagræðing- ar. Þrátt fyrir mikla eftirgangs- muni framsóknarmanna fengust fjármálaráðherra og formaður fjárveitinganefndar aldrei til að fullnægja þessu og höfðu þar með af bændum 21 milljón króna, sem þeir eiga skýlausan rétt á að fá. Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra brást einnig í þessu máli, enda var hann á sínum tíma aðal- talsmaður Sjálfstæðisflokksins gegn frumvarpinu. Það er engin tilviljun að Fram- sóknarflokkurinn er landsbyggð- arflokkur. Fjórtán af sautján þingmönnum hans eru kosnir í kjördæmum landsbyggðarinnar en hinir flokkarnir hafa allir sitt fjöldafylgi á suðvesturhorninu og afstaða þingflokka þeirra mótast að mestu leyti af því þegar á reyn- ir. Það sýndi sig á viðreisnarárum Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- I flokks hver byggðastefna þeirra s flokka er. Á þeim árum fjölgaði ✓ fólki á suðvesturhorninu 40% umfram landsmeðaltal, enda ár- visst atvinnuleysi á mörgum stöð- um úti á landi þ.á.m. á Norður- landi á þessum árum. Enn eitt dæmi mætti nefna. Nú er kosið meðal annars um breyt- ingu á stjórnskipunarlögum. Það var einmitt gert 1942 og 1959. Höfuðtilgangurinn með þessum breytingum var og er að jafna vægi atkvæða, þ.e.a.s. að fjölga þingmönnum Reykjavíkur og Reykjaneskjördæmis og minnka á þann hátt áhrif landsbyggðar- innar á löggjafarsamkomu þjóð- arinnar. í sambandi við þetta mál er mikið klifað á orðinu mannrétt- indi eins og einu mannréttindin séu vægi atkvæða. Ég hef ekkert á móti því að leiðrétting sé gerð á Stefán Valgeirsson. vægi atkvæða að vissu marki en því aðeins að samhliða séu gerðar ráðstafanir til að jafna lífsaðstöðu þegnanna í landinu eftir því sem hægt er. Því flutti ég ásamt Ólafi Þ. Þórðarsyni svohljóðandi breyt- ingartillögu við stjórnskipunar- lögin til að láta reyna á hvort skilningur væri fyrir því á Alþingi fslendinga að það misrétti sem viðgengst í þjóðfélaginu í dag, t.d. hvað varðar misháan orku- kostnað, yrði með einhverju móti jafnað: „Skattamálum skal skipa með lögum. Við ákvörðun skatta á tekjur og eignir skal gætt jafn- ræðis þegnanna þannig að til lækkunar komi sérstakur kostn- aður vegna búsetu eftir því sem nánar verður ákveðið í lögum.“ Um þessa tillögu var nafnakall. Enginn sjálfstæðismaður eða al- þýðubandalagsmaður greiddi at- kvæði með henni og er því ljóst hver skilningur þessara flokka er á þessum málum. Vægi atkvæða er að þeirra dómi mannréttindi en þó framfærslukostnaðurinn sé 30- 40% meiri á einum stað en öðrum þá gildir þar allt öðru máli, enda er þessi hái framfærslukostnaður ekki á þeim stöðum sem þessir flokkar bera fyrst og fremst fyrir brjósti. Á þessu þurfa Norðlend- ingar að átta sig. Eftir að niðurstöður prófkosn- inganna lágu fyrir og ljóst var að þingflokksformenn þriggja stjórnmálaflokka ásamt Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálf- stæðisflokksins, höfðu orðið fyrir verulegum álitshnekki og lent í sætum sem ólíklegt er að þeir nái kjöri í margfaldaðist spennan á Alþingi. Fram kom mikill áhugi sumra þessara manna á því að tryggja það með einhverjum hætti að tvennar kosningar færu fram með eins skömmu millibili eins og framast væri unnt. Talað var um félag fallinna formanna, sem væri einn illvígasti þrýstihópurinn í þjóðfélaginu. Upp úr þessum formannaraun- um kom þingsályktunartillagan um að Alþingi skuli koma saman í síðasta lagi 18 dögum eftir kjör- dag og fór ekki leynt hvað á bak við lá. Til þess að þvinga fram tvennar kosningar verða þessir flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag að mynda ríkisstjórn. Sumir telja að þetta sé neyðarleiðin sem Al- þýðubandalagið hafi verið að boða. Eitt er víst að formenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags neita því ekki að til slíks geti komið. Sjálfstæðismenn brigsla okkur um ræfilskap í sambandi við opin- berar framkvæmdir og þá sérstak- lega í vegamálum. Þeir segja að litlar sem engar framkvæmdir hafi átt sér stað síðustu árin. Þeir hafa líklega viðreisnarárin sín til sam- anburðar, þegar bundið slitlag var lagt á eina fjóra kílómetra á ári að meðaltali og annað var eftir því. Hins vegar má geta þess að á síð- ustu þremur árum var bundið slit- lag lagt á 378 km, eða 126 km að meðaltali á ári. Nú er búið að leggja bundið slitlag á 35% vegar- ins frá Akureyri til Reykjavíkur, meirihlutann af veginum til Dal- víkur og um einn fjórða af vegin- um milli Akureyrar og Húsavík- ur. Kjósendur, lítið bara í kring- um ykkur, verkin tala. Nú lofa sjálfstæðismenn fram- kvæmdum alls staðar. Uppbygg- ingu vega, hafna og hvers konar mannvirkja. En þeir lofa einnig að minnka skattheimtu ríkisins. Þeir ætla sem sagt að byggja upp vegina og allt annað með skatta- lækkun á þjóðinni. Þessi flokkur sem boðaði leiftursókn fyrir síð- ustu kosningar nefnir hana ekki nú. Það lítur helst út fyrir að orðið leiftursókn sé nú bannorð hjá þeim. í stað þess hrópa þeir nú í örvæntingu: Frá upplausn til ábyrgðar. Það er rétt að mikil upplausn hefur verið og er í Sjálf- stæðisflokknum og fór það ekki fram hjá neinum á síðustu misser- um þegar flokksbrotin voru að eigast við á Alþingi. Skoðanakönnun Hagvangs gef- ur til kynna að Sjálfstæðisflokkur- inn muni bæta við sig fylgi í kosn- ingunum, flokkur sem er marg- klofinn, forystulaus og veit tæpast sitt rjúkandi ráð, eins og best sást á öllum hringlandahættinum í sambandi við bráðabirgðalögin í vetur. Flokkur sem virðist ætla að knýja fram tvennar kosningar með stuttu millibili í samstjórn með Alþýðubandalaginu til að reyna að endurheimta fallna for- ingja sína aftur inn á þing. Þrátt fyrir þá knýjandi þörf að taka án tafar á efnahagsmálum þjóðar- innar. Þessi flokkur ber ekki síður ábyrgð á verðbólgunni en aðrir flokkar. Stjórn Geirs Hallgríms- sonar skilaði af sér yfir 50% verð- bólgu og minna má á að það eru sjálfstæðismenn í núverandi ríkis- stjórn sem einnig bera ábyrgð á því hvernig farið hefur. Ef þessi flokkur á skilið fylgisaukningu að dómi kjósenda þá er illa komið okkar málum, ekki síst okkar Norðlendinga. Fylkið ykkur um Framsóknar- flokkinn í þessum kosningum, eina flokkinn sem berst fyrir framförum á landinu öllu. Stefán Valgeirsson. 10 - DAGUR -19, apríí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.