Dagur - 26.04.1983, Page 1

Dagur - 26.04.1983, Page 1
FLORA DANICA SKARTGRIPIRNIR KOMNIR. MIKIÐ ÚRVAL. GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66.árgangur Akureyri, þriðjudagur 26. aprfl 1983 44. tölublað Nýju framboðin voru sigurvegarar kosninganna Bandalag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista urðu sigurvegarar í alþingiskosning- unum sem fram fóru um helgina. Þessi samtök buðu í fyrsta skipti fram til Alþingis og hlutu alls 7 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn vann ör- lítið á og vann eitt þingsæti. aðrir flokkar, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Al- þýðubandalag töpuðu nokkru fy'g'- Alþýðuflokkurinn fékk alls 15.214 atkvæði eða 11,7%, tapaði 5,8% og fjöldi þingmanna flokks- ins fór úr 10 í 6. Framsóknar- flokkurinn fékk 24.094 atkvæði eða 19%, tapaði 5,9% og hefur nú 14 þingmenn í stað 17 áður. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 50.253 atkvæði eða 38,7%, bætti við sig 3,3% og hefur nú 23 þingmenn í stað 22 áður. Alþýðubandalag fékk 22.489 atkvæði eða 17,3%, tapaði 2,4% og hefur 10 þing- menn í stað 11 áður. Framboð Bandalags jafnaðar- manna fékk alls 17,3% og fjóra þingmenn. Vilmundur Gylfason náði kosningu í Reykjavík og tók með sér þrjá landskjörna þing- menn inn á Alþingi. Samtök um kvennalista náðu einum kjör- dæmakjörnum þingmanni, Sig- ríði Dúnu Kristmundsdóttur í Reykjavík og hún tók með sér tvo landskjörna þingmenn á Alþingi. Sérframboðin tvö, BB-listinn í Norðurlandskjördæmi vestra og T-listinn í Vestfjarðakjördæmi fengu 0,5% hvort framboð og voru langt frá því að fá mann kjörinn. Miklar vangaveltur eru nú uppi um það hvernig ganga muni að koma saman ríkisstjórn, en telja má fullvíst að forseti íslands feli Sjálfstæðisflokknum að hafa for- göngu um myndun ríkisstjórnar í fyrstu. Ríkisstjórnarfundur var hald- inn í morgun. Þar átti að taka ákvörðun um hvenær ríkisstjórn- in segir af sér. Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra hefur ekkert viljað um það mál segja, en Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins sagði í sjónvarpsumræðum í fyrrakvöld að stjómin ætti að fara frá sem allra fyrst svo viðræður um nýja stjórn gætu hafist. / 'y'V/ //'/ Það var harðsnúið lið karla og kvenna sem vann að talningu atkvæða úr Norðurlandskjördæmi eystra á kosninganóttina í Oddeyrarskóla. Talningu var lokið um 6 leytið um morguninn og var Norðurlandskjördæmi eystra fyrst kjördæma til að skila lokatölum. Ljósmynd: GS 13 nýir þingmenn: Atta þingmenn töp- uðu sætum sínum Rúmlega fimmtungur þeirra þingmanna sem taka nú sæti á Alþingi voru ekki þar á síðasta kjörtímabili og að sjálfsögðu víkja jafnmargir þingmenn þaðan eða alls 13 talsins. Átta þeirra sem hverfa af þingi féllu í kosningunum um helgina. Það voru Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Magnús Magnússon varafor- maður Alþýðuflokksins, Ólafur Ragnar Grímsson formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, Sig- hvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins, Árni Gunnarsson Alþýðuflokki, Guðmundur Karlsson Sjálfstæð- isflokki, Ingólfur Guðnason Framsóknarflokki og Jóhann Ein- varðsson Framsóknarflokki. Fimm þingmenn frá síðasta kjörtímabili voru ekki í kjöri nú, Gunnar Thoroddsen, Steinþór Gestsson og Jósep Þorgeirsson Sjálfstæðisflokki, Stefán Jónsson Alþýðubandalagi og Guðmundur G. Þórarinsson Framsóknar- flokki. Alls taka nú 13 nýir þingmenn sæti á Alþingi og eru 11 þar af sem ekki hafa setið á Alþingi áður. Er þetta óvenjuhátt hlutfall nýliða á þingi. Ellert B. Schram og Ragnhild- ur Helgadóttir verða bæði þing- menn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á ný eftir stutta fjar- veru frá þingi, en þau 11 sem ekki hafa setið á þingi áður eru þessi: Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir Reykjavík fyrir kvenna- lista, Guðrún Agnarsdóttir Reykjavík fyrir kvennalista, Kristín Halldórsdóttir blaða- maður Reykjanesi fyrir kvenna- lista, Gunnar G.Schram Reykja- nesi fyrir D-lista, Þorsteinn Páls- son Suðurlandi fyrir D-lista, Árni Johnsen Suðurlandi fyrir D-lista, Valdimar Indriðason Vesturlandi fyrir D-lista, Steingrímúr J. Sig- fússon Norðurlandi eystra fyrir G-lista, Kristín S. Kvaran Reykjavík fyrir C-lista, Kolbrún M. Jónsdóttir Norðurlandi eystra fyrir C-lista og Guðmundur Ein- arsson Reykjanesi fyrir C-lista. Aldrei fleiri konur á Alþingi Á síðasta Alþingi íslendinga sátu þrjár konur en eftir kosningarnar um helgina hefur tala þeirra þrefaldast. Hafa aldrei áður jafnmargar konur setið á Alþingi. Þær konur sem sitja nú á Alþingi eru: Ragnhildur Helga- dóttir og Salóme Þorkelsdóttir Sjálfstæðisflokki, Jóhanna Sig- urðardóttir Alþýðuflokki, Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir, Kristín Halldórsdóttir og Guðrún Agnarsóttir frá Samtökum um kvennalista, Kristín S. Kvaran og Kolbrún Jónsdóttir frá Bandalagi jafnaðarmanna og Guðrún Helgadóttir frá Alþýðubandalagi. Þrjár af þessum konum eru kjördæmakosnar, þær Ragnhild- ur og Sigríður Dúna í Reykjavík og Salóme í Reykjaneskjördæmi, hinar eru landsícjörnar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.