Dagur - 28.04.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 28.04.1983, Blaðsíða 1
FLORA DANICA SKARTGRIPIRNIR KOMNIR. MIKIÐ ÚRVAL. GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66.árgangur Akureyri, fímmtudagur 28. apríl 1983 46. tölublað „Las Vegas“: Lokað næstu daga „Ottast að ástandið eigi eftir að versna“ - segir Haukur Torfason á Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar „Jú, það er að verða kominn hálfur mánuður síðan bæjar- stjórn samþykkti að leiktækja- salnum Las Vegas skyldi lokað,“ sagði Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við Dag í gær. Fjölmargir aðilar hafa haft samband við Dag að undanförnu og spurst fyrir um það hvað ylli því að ekki væri farið að sam- þykkt bæjarstjórnar í þessu máli. Við spurðum Helga hver ástæðan væri. „Það má segja að það hafi verið tæknilegir erfiðleika sem valda því að staðnum hefur ekki verið lokað en honum verður lokað allra næstu daga ef við fáum einhverju um það ráðið.“ - Eru einhverjir sem geta tekið framfyrir hendur bæjar- stjórnar í því máli? „Nei, kannski ekki beint, ég veit ekki hvað eigendur staðarins geta aðhafst er til lokunar kemur. „Útlitið er ekki gott og ég óttast að ástandið eigi enn eftir að versna. Þannig hygg ég að næsti vetur geti reynst mönnum erfiður því ég sé ekkert stórt verkefni t.d. í byggingariðnað- inum sem getur bætt ástandið,“ sagði Haukur Torfason hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri í samtali við Dag. „Það hefur verið svipaður fjöldi á atvinnuleysisskrá hjá okkur síðan í nóvember, þetta 100-150 manns. Mest er þetta verkafólk og meira af karlmönnum en ég man eftir áður. Oft hefur það verið þannig að margir þeirra hafa farið af skrá upp úr áramót- um er þeir hafa farið á vertíð, en þegar hún hefur brugðist eins og í vetur veigra menn sér við því að taka sig upp og halda t.d. til Vestmannaeyja. Við erum þessa dagana að skrá í Vinnuskóla bæjarins en hann er fyrir 13-15 ára unglinga. Það hefur komið mér mjög á óvart að aðsóknin skuli ekki vera meiri en hún er, en skráningu lýkur 10. Nú er unnið að framkvæmdum við tengingu Drottningarbrautar og Glerárgötu yfir gömlu Torfunefshöfnina á Akureyri. Mynd: ESE Eyþór Tomasson í Lindu vill selja verksmiðjuna: „Er að gefast upp á þessum rekstri“ „Það er ekki lygi að ég ætli að selja fyrirtækið, ég reikna með að auglýsa það í næsta mán- uði,“ sagði Eyþór H. Tómas- son forstjóri Lindu hf. á Akureyri er Dagur ræddi við hann í gær. „Ég er að gefast upp á þessum rekstri,“ sagði Eyþór. „Þegar greiða þarf 62 aura af hverri krónu til ríkis og bæjar og eiga eftir 38 aura til að greiða fyrir hráefni, laun starfsfólks og til reksturs verksmiðjunnar sér hver maður að slíkt gengur ekki. Þetta er ein fullkomnasta verk- smiðja á landinu og þó víðar væri leitað. Fyrirtækið tók til starfa 1948 og hjá mér vinna nú um 40 manns en voru áður um 50. Það sem fór alveg með okkur, sem erum í sælgætisiðnaðinum var er vöru- gjaldið var lagt á okkur, 39%. Hver stendur undir þessu? Þetta er lagt á sælgæti og gosdrykki af ríkissjóði á sama tíma og innflutt sælgæti er niðurgreitt af stjórn- völdum í viðkomandi löndum.“ - Áttu von á að það verði auðvelt að selja verksmiðjuna? „Því get ég ekki svarað, hvort nokkur getur keypt eða vill kaupa af mér. Eg hef engum sagt upp og það verður ekki gert fyrr en á síðustu stundu enda er margt af fólkinu búið að starfa hér hátt í 30 ár.“ maí. Pá hefur einnig Iítið af skólafólki 16 ára og eldra talað við okkur og veit ég ekki ástæðu þess. Hitt er annað mál að við getum ekki bent þessu skólafólki á neina vinnu því miður, því það virðist vera samdráttur frekar en hitt á flestum stöðum,“ sagði Haukur. Ófremdar- ástand í símamálum á Króknum „Við vonumst til að batnandi tímar séu framundan í síma- málum hér í bænum,“ sagði Kári Jónsson póstfulltrúi í samtali við Dag þegar hann var spurður um ófremdar- ástand sem verið hefur í símamálum Sauðkrækinga um nokkurt skeið. Símvirki er fluttur til Sauðár- króks og mun þar af leiðandi vera hægt að fylgjast mun betur með stöðinni en verið hefur og gera við bilanir fyrr, en fram að þessu hefur öllu viðhaldi á símstöðinni á Sauðárkróki verið sinnt frá Akureyri. Sagði Kári að hann skildi vel óánægju fólks með það ástand sem verið hefði í þessum efnum, enda hefðu starfsmenn Pósts og síma einnig orðið fyrir óþægindum vegna þess. Víst er að Sauðárkróksbúar fagna því að einhver lausn finnst á þessu vandamáli, þar sem síminn hefur meira og minna verið gagnslaus á daginn, þar sem ekki hefur fengist sónn, eða alltaf verið „á tali“. Blaðamaður Dags hefur haft af því fregnir að ef ástandið í símamálunum lagaðist ekki yrðu látnir ganga listar um bæinn til að mótmæla þessu ástandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.