Dagur - 28.04.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 28.04.1983, Blaðsíða 6
1 c* lllllllllilll & lýs fnrif i» Húsnæði m 1 Atvinna Þiónusta Hjálp! Er á götunni. Ungan mann vantar herbergi með aðgangi að baði og eldhúsi yfir sumarmánuð- ina. Einhver húshjálp kærni til greina. Þeir sem áhuga hafa vin- samlegast leggi nafn og símanúm- er inn á afgreiðslu Dags, sími 24222, fyrir 15. maí. Einstaklingsíbúð eða 2ja herb. íbúð óskast til leigu fyrir unga stúlku sem fyrst. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 22827 á kvöldin. 3ja herb. íbúð til leigu frá 14. maí í Möðruvallastræti 9. Uppl. í síma 23751. 3ja herb. íbúð til leigu í Skarðshlíð, Akureyri. Lágmarks- leigutími ertil 1. júní 1984. Uppl. í síma 95-1030 eftir kl. 16.00 í dag og á morgun. Óska eftir að taka herbergi á leigu, aðallega til geymslu á hús- gögnum, á Akureyri eða nágranna- sveitum. Uppl. á afgreiðslu Dags sími 24222. Barnagæsla 14 ára stúlka óskar eftir að gæta lítilla barna allan daginn í sumar. Er í síma 22198 eftir kl. 5 á daginn (Vala). Allar tryggingar! umboðið hf. Rádhústorgi 1 (2. hæð), simi 21844, Akureyri. Starfsmaður óskast á sveita- heimili í Vestur-Húnavatnssýslu. Uppl. í síma 21124 eða 95-1599 eftir kl. 10 á kvöldin. 24 ára konu vantar atvinnu strax. Uppl. í sima 25319. Ung stúlka við nám í Kennara- háskóla fslands óskar eftir vinnu í sumar. Allt kemurtil greina. Uppl. í síma 22943 eftir kl. 17.00. YMsjegt Hreingerningar - Teppahreins- un. Tökum að okkur teppahreins- un, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. Sala Frá skákfélagi UMSE: Þriðja og síðasta 15. mín. mótið fer fram í Skákhúsi SA sunnudaginn 1. mai og hefst kl. 13.30. Innheimt verður árgjald félagsmanna. Stjórnin. Bifreiðir Scout árg. 1974, 6 cyl. ekinn 140 þús. km. til sölu. Uppl. í síma 24550 eftir kl. 18.00. Til sölu vel með farinn Volvo 144 árg. 1972, lítið ekinn. Uppl. í síma 22487 heima, og vinnusími 21865. Jeppaáhugamenn: Til sölu Willys 1963-1965 húslaus, nýupptekið bremsukerfi, ný kúpling, nýupp- tekin Volvo B18 vól, góðir kassar og drif, Ford-snekkja + stýris- dempari, framdrifslokur, góð grind. Selst í heilu lagi eða pörtum. Uppl. í síma 21615 eftir kl. 20.00. Lada Sport árg. 1979 til sölu. Ekin 52 þús. km. Uppl. í síma 44173 eftir kl. 19.00. Til sölu til niðurrifs Chevrolet Nova árg. 1968 og Volkswagen árg. 1968. Góðar vélar. Uppl. í síma 61731 milli kl. 19 og 20. Mjög góður 9 lesta bátur til sölu. Bátur frá 1961, vél 1972. Uppl. í síma 96-24676. Svefnbekkur - dívan. Til sölu er svefnbekkur og dívan. Uppl. í sima 24557. Til sölu jarðtætari, vinnslubreidd 125 sm, aflþörf 35-40 hö. Einnig heytætla vinnslubreydd 4,60 m, súgþurrkunarblásari í ca. 1000 rúmm. hlöðu, tvö dekk á felgum, sóluð, óslitin, stærð 1200 x 20. Nánari uppl. veitir Jón Gunnlaugs- son í síma43919. 5 manna Rambler hjólhýsi árg. 1980 til sölu, svo til ónotað. Skipti á bíl koma til greina. Nánari uppl. í síma 95-5638 á kvöldin. Tvær fólksbílakerrur til sölu. Verð 8-10.000. Uppl. í síma 23014 eftir kl. 19.00. Til sölu 4 stk. 13 tommu Mazda felgur. Uppl. í síma 25399 eftir kl. 19.00. Til sölu í Lundargötu 15, II. hæð, föstudag, laugardag og sunnudag: Sófasett, sófaborð, stólar, hjóna- rúm, skenkur, 2 haglabyssur nr. 12, fjárbyssa, hnakkur og hnakk- taska, 2 aktygi, 8 mm kvikmynda- tökuvél vönduð með fæti, flugu- stöng og hjól, málverk og nokkurt magn frímerkja og fyrstadags- bréfa. Allt mjög ódýrt. Komdu og prúttaðu. Snittvél til sölu (Osterþræl) ásamt klúbbum. Uppl. í síma 23336 eftir kl. 19.00. Dansleikur með skemmtiatriðum laugardagskvöldið 30. apríl Gamanmál: Jóhann Ævar og Arnar. Gestur kvöldsins: Söngkonan Agnes Ingvarsdóttir rifjar upp lög frá fyrri árum. Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti og síðan fyrir dansi ásamt Billa, Leibba og Ingu. Hljómsveitin mun kynna topp lögin úr söngvakeppni sjónvarps- stööva í Evrópu. Aðejns rú||ugja|d kr. 50. Stanslaust fjör til kl. 02.00. Matur frá k| 19 00 HOTEL KEA AKUREYRI SÍMI: 96-22 200 Matseðill kvöldsins: Innbakaðir sjávarréttir Blómkálssúpa kr. 120 Marinerað lambalæri m/piparsósu m/súpu og desert kr. 325 eöa Reykt grísalæri m/rauðvínssósu m/súpu og desert eða kr. 325 Heilsteikt nautafillie Béarnaise. m/súpu og desert Appelsínufromage kr. 395 Borðapantanir«síma 22200. ÞÝSK-ÍSLENSKA FÉLAGIÐ sýnir leikbrúðumyndina Die Kluge (eftir óperu Orff’s) fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.30 í húsnæði félagsins að Skipagötu 2. Allir velkomnir. □ RÚN 59834307 - Lokaf. I.O.O.F.-2-1654298V2 Frá Guðspekifélaginu á Akur- eyri: Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 28. aprfl og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundar- störf. Formaður minnist 70 ára afmælis félagsins. Veitingar. Fundur verður haldinn hjá Styrktarfélagi vangefinna á Norðurlandi miðvikudaginn 4. maí kl. 20.30 að Hrísalundi lb. Stjórnin. Konur og styrktarfélagar í Kven- félaginu Baldursbrá: Fundur í Glerárskóla mánudag 2. maí kl. 20.30. Stjórnin. Dregið hefur verið f happdrætti Handknattleiks- og Körfuknatt- leiksdeildar Þórs. Upp komu eftirtalin númer: 3243 - 3650 - 4865 - 2919 - 1909 - 1902 - 1946 - 2004 - 2470 - 2021 - 569 - 4714. Vinninga má vitja í síma 22414. Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10. Fimmtud. 28. apríl kl. 20.30 biblíulestur. Föstud. 29. apríl kl. 20.00 æskulýðurinn. Sunnud. 1. maí kl. 13.30 fjölskyldusam- koma, leikrit m/krökkunum. Kl. 20.30 almenn samkoma. Mánud. 2. maí kl. 16.00 heimilasamband. Allir velkomnir. Sjónarhæð. Biblíulestur og bænastund fimmtud. 28. apríl kl. 20.30. Almenn samkoma sunnu- dag 1. maí kl. 17.00. Allir hjartanlega velkomnir. Ffladelfía Lundargötu 12. Fimmtudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Sunnudagur: Sunnudaga- skóli kl. 11.00. Öll börn velkom- in. Almenn samkoma kl. 17.00. Allir velkomnir. Fjölskyldubingó. NLFA heldur bingó í Alþýðuhúsinu nk. laugar- dag 30. þ.m. kl. 3 e.h. Vinningar: Tölvuúr, blómaborð og margt fleira góðra vinninga. Nefndin. Spilakvöld: Spilað verður í Al- þýðuhúsinu þriðjudaginn 3. maí kl . 20.30. Fjölmennið. NLFA. Orðsending frá Krabbameinsfé- lagi Akureyrar: Félagsgjaldið er í ár kr. 30.00. Félagsmenn eru beðnir um að greiða það til undirritaðs gjaldkera félagsins á skrifstofu Sjúkrasamlags Akur- eyrar hið fyrsta. Jónas Thordar- son. Spilakvöld. 3ja kvölda kcppnin að Bjargi. Spilum í kvöld fimmtu- daginn 28. apríl kl. 20.30 og síðan fimmtudaginn 5. maí. Mæt- um vel. Spilanefnd Sjálfsbjargar Akureyri. Frá Sjálfsbjörg Akureyri og ná- grenni: 1. önn í Félagsmálaskóla alþýðu verður haldin 8.-20. maí nk. í orlofsbyggðinni að Illuga- stöðum í Fnjóskadal. Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra hefur rétt til að senda fulltrúa í skólann. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu landssambandsins fyrir 3. maí. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins að Bjargi sími21557. Sjálfsbjörg Akureyri. Akurcyrarprestakall: Akureyr- arkirkja: Guðsþjónusta verður nk. sunnudag 1. maí kl. 11 f.h. Sálmar: 46, 161, 162, 170, 481. Þ.H. Messað á Dvalarheimilinu Hllð nk. sunnudag kl. 4 e.h. B.S. Fjórðungssjúkrahúsið: Guðs- þjónusta verður nk. sunnudag kl. 5 e.h. Þ.H. ít Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, SVÖVU HJALTALÍN, Grundargötu 6. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Rafn Hjaltalín, Svavar Friðrik Hjaltalín. 6 - ÐAGUR - 28. aþríl 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.