Dagur - 29.04.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 29.04.1983, Blaðsíða 3
• • Oryggið uppmálað Björgvin Gíslason Örugglega/Steinar - Þetta er bölvað streð og það eru oft bjúgu í matinn á sunnudögum. Eitthvað á þessa leið sagðist gamla gítarbrýninu, Björgvini Gíslasyni, frá í sjón- varpinu á dögunum er hann var spurður að því hvernig honum hefði gengið að lifa af tekjum sínum sem hljómlistarmaður. Björgvin Gíslason ætti eigin- lega að vera óþarfi að kynna. Hann hefur nú í nærri tvo áratugi verið einn okkar albesti rokkgítaristi og framlag hans til íslenskrar dægurtónlistar verður seint ofmetið. Björgvin hefur þó aldrei hreykt sér hátt en notið sín sem sá fremsti meðal jafningja í hljómsveitum eins og Náttúru sem líklega er ein sú allra besta sem starfað hefur hér á landi. Ég hafði ekki mikið álit á Björgvini Gíslasyni sem sólóista eftir plötu hans „Glettur“ sem út kom fyrir rúmu ári enda var það stykki vægast sagt dapurlegt að flestu leyti. Nýja platan „Örugglega" kom mér því skemmtilega á óvart því þar kveður algjörlega við nýjan tón og engu er líkara en að Björgvin hafi gengið í gegn um tónlistar- lega endurhæfingu síðan „Glett- urnar“ grettu landslýð. Á „Ör- Tölvu hvað? OMD - Dazzle Ships Ef þú ert einn/ein þeirra sem ekki getur verið án tölvutónlist- ar og ef þú hefur unun af því að spjalla við „Fröken klukku“ tímunum saman - þá er nýjasta plata Orchestral Manoeuvres in the Dark, „Dazzle Ships“ svo sannarlega eitthvað fyrir þig. En ef þú þjáist af þunglyndi og þungum straumum þá ættir þú að láta þessa plötu fram hjá þér fara. Satt að segja þá átti ég ekki til krónu með gati þegar ég var búinn að berja þetta nýjasta framlag OMD til rokkista eyr- um. Ef þetta hefði ekki verið ég þá hefði ég ekki vitað hvort ég ætti að hlæja eða gráta. „Dazzle Ships“ er nefnilega hellingur af listilega gerðu tölvurugli sem hefur nákvæmlega ekkert skemmti- eða afþreyingargildi. Endalaus ferð í gegn um einhver tímabelti með „Fröken klukku“ og félögum - það held ég alla vega eða var þetta heilaþvotta- stöð Halla hallinkjamma og félaga? Hver veit? A.m.k. hef ég ekki hugrnynd um það. Þessi plata á a.m.k. tvo punkta skilið fyrir að leyfa mér í fyrsta sinni að heyra í Roland Drumatix Rhythm Unit, Eko Rhythmaker - Korg Ms 20 - Korg Micropreset - Roland SH 09 & SH 2 Emulator Synthesizer - Novratron Prophet 5 - Ober- heim OBX - að ógleymdu stuttbylgjuviðtækinu, ritvélinni og tölvugræjunum frá Sanyo og Texas Instrument. úruytjlega Iridrmm aislasan ugglega“ eru ein fimm mjög frambærileg lög og þar af eitt í stjörnuflokki. Þó hin lögin séu síðri breytir það engu um þá staðreynd að „Örugglega" er örugglega ein skemmtilegasta íslenska platan sem komið hefur út lengi. Þau lög sem fylla framangreindan flokk eru „L.M. Ericsson", „í takt við tímann", „Xylophone" og „Tunglskin í trjánum" og svo auðvitað „Afi“ sem, í meðförum þokkadísarinnar Bjarkar Guðmundsdóttur úr Tappa tík- arrassi, fer beina leið í stjörnu- flokkinn. Fram hefur komið gagnrýni á Björgvin fyrir að hafa gengið í smiðju til Mike Oldfield í laginu „L.M. Erics- son“ og líkt eftir lagi hans „Five miles out“ og þó sú gagnrýni eigi e.t.v. að nokkru leyti rétt á sér þá er „L.M. Ericsson“ hið ágætasta lag. Það er annars athyglisvert að umrædd fimm lög eru fyrstu lög á báðum hliðum „Örugglega“ og ég hef á tilfinningunni að afgangnum hafi verið ætlað uppfyllingarhlutverkið. A.m.k. eru það lög sem ekki skilja mikið eftir en þau eru þokkaleg samt. Það er rétt að nefna svona í lokin að með Björgvini koma fram á plötunni þeir Pétur Hjaltested og Ásgeir Óskarsson og standa þeir sig listavel. Flestir textanna eru eftir Bjart- mar Guðlaugsson og þeir eru svona la la. Umslagið er snyrti- lega gert af Sveinbirni Gunnars- syni - en mikið minnti það mig á „kjötsúpuglundrið“ sem kom út hérna um árið. Texti: ESE léttir Bárði störfin Þaö er í mínum verkahring að sjá um að salurinn sé alltaf búinn stólum og borðum í samræmi við þörfina hverju sinni. T.d. þegar sýna á börnunum kvikmynd þarf ég að vera fljótur að skutla inn svona hundrað stykkjum handa þeim stuttu. Ef leikfélagið er svo með sýningu um kvöldið þarf ég að bæta öðru eins við og kræki stólunum saman á hliðunum svo raðirnar haldist beinar. Svo þarf auðvitað allt að vera orðið tómt morgun- inn eftir áður en skólaleikfimin byrjar. Þetta er ekkert mál með Stacco stólunum sem við eignuðumst í fyrra. Ég geymi þá eina fjögur hundruð í litlu áhaldageymslunni okkar, ásamt þrjátíu Stacco borðum, sem auðvelt er að smeygja fótunum undan til að spara plássið. Stólarnir staflast hreint ótrúlega vel, - mér reikn- ast til að fjörutíu stykkja stafli sé rúmur metri á hæð! Þegar þeir héldu ráðstefnuna um daginn gerði ég mér lítið fyrir og rúllaði þrjúhundruð stykkjum inn í salinn og lagði síðan skrifplötu í hvern þeirra þegar ég var búinn að raða upp. Ráð- stefnugestir smelltu plötunum síðan á með einu handtaki. Núna er ég svo að undirbúa salinn fyrir dansleik og þá er auðvitað tilvalið að raða upp borðunum og svona fimm til sex stólum í kring um hvert þeirra, - annars eru menn nú ekkert gefnir fyrir að sitja mikið þegar dansinn dunar á góðu balli, - annálaðir dansmenn allt saman! En auðvitað finnst þeim gott að tylla sér niður í notalegan stól öðru hverju. Já Stacco stólarnir hafa sparað honum mörg sporin, enda sniðnir fyrir þessar aðstæður. Arkitekt: Pétur B. Lúthersson % STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. SKEIFUNNI 6,SÍMAR: 35110,39555,33590 W áþfíl'l 983 -DÁÓtÍR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.