Dagur - 29.04.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 29.04.1983, Blaðsíða 8
Gagnfræðingar frá GA 1973! Nú er mál að hittast. Komum öll í Sjallann, litla sal, föstudaginn 14. maí kl. 19.00, matur. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 6. maí til: Regínu í síma 21200 (vinnusími) og 25518 eftir kl. 18.00 eða Kristínar í síma 24975. Aðalfundur Glerárdeildar KEA verður haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 18.00 í Glerárskóla. Venjuleg aðalfundarstörf. Valur Arnþórsson mætir á fundinn. Deildarstjóri. 1. maí 1983 Merkjasaia - Merkjasala Þau börn sem vilja selja merki dagsins 1. maí næstkomandi eru beðin að hringja í síma 22890 milli kl. 5 og 7 föstudaginn 29. apríl eða laugar- daginn 30. apríl frá kl. 2 til 5 og gefa upp nafn sitt og heimilisfang. Merkin verða send til þeirra á laugardagskvöld. 1. maí-nefndin. ilr3. — Bróðir okkar, BJÖRN JÓNSSON, Norðurgötu 19, Akureyri, sem lést sunnudaginn 24. apríl verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju mánudaginn 2. maí kl. 13.30. Fyrir hönd systkina. Elísabet Jónsdóttir. MAÍ 1. maí er alþjóðlegur baráttu- dagur vinnandi manna, á þeim degi sem og öðrum dögum verður verkalýðshreyfingin að sýna samtakamátt sinn, sýna að hreyfingin er þess megnug að gera þennan dag eftirminnileg- an með því að taka þátt í hátíða- höldum dagsins. Mesta auðlegð hverrar þjóðar er starfsgeta þegnanna. Starfið er því undir- staða velmegunar. Sérhver þjóð sem vanrækir og lítilsmetur dagleg störf byggir ekki nógu vel upp menningu sína. Þjóð sem ekki getur lagt til hverri vinnufúsri hönd störf við henn- ar hæfi er ekki líkleg til að við- halda eða auka velferð þegna sinna. Þennan sannleika má lesa úr sögu reynslunnar. ís- lensk verkalýðshreyfing stendur nú enn einu sinni frammi fýrir þeim óheillavænlegu staðreynd- um að hér getur orðið stórfellt atvinnuleysi, verði ekki tekið á efnahagsmálunum með þeim hætti að til farsældar leiði fyrir alla þegna þessa lands. Kaup- máttur launa rýrnar nú hratt og stefnir til meiri samdráttar en þjóðartekjur segja til um, slíka óheillaþróun verður að stöðva. Hvað vísitöluna varðar gerir verkalýðshreyfingin þær kröfur að hún sé höfð með í ráðum þegar breyta þarf sjálfum grunninum sem hún er byggð á, og með hvaða hætti hún mælir verðbætur, allt annað er óhugs- andi og óverjandi. Verkalýðs- hreyfingin hlýtur nú sem endra- nær að leggja ríka áherslu á manngildið sjálft og að afrakst- ur hverrar vinnandi handar sé metinn að verðleikum, hver maður hafi áhrif á umhverfi sitt og samfélagið í heild. Um víða veröld berast þjóðir og þjóð- flokkar á banaspjót og stórveld- in leggja ofurkapp á að fram- leiða gereyðingavopn og kosta til óheyranlegu fjármagni, fjár- magni sem gæti bjargað milljón- um fólks frá hungurdauða. Allt- of víða eru mannslífin einskis metin. Kúgun og arðrán þykja sjálfsögð og fólk er látið deyja hungurdauða þúsundum saman á ári hverju. Sóun náttúruauðlinda er gegndarlaus en engin þjóð getur haldið velli nema að búa í sátt við náttúru lands og sjávar. Við hljótum að spyrja okkur oft hvers konar heimur þetta sé, sem við þó höfum að hluta til tekið þátt í að móta, heimur tækni og framfara en sem er þó aðeins ætlaður minni hluta mannkynsins, heimur stundar- gróða og gerviþarfa, heimur af- þreyingaefna ríka heimsins. Er þetta sá heimur og umhverfi sem íslensk verkalýðshreyfing hefur kosið sér? Er ekki breyt- inga þörf í þessum efnum? Sem betur fer hefur víða um heim vaknað þróttmikil friðar- hreyfing sem læturhvorki landa- mæri né pólitískar skoðanir hafa áhrif á hugsjónir sínar, ef til vill verður það slík hreyfing sem getur bjargað heiminum frá glötun kjarnorkustyrjaldar. Hinn almenni þegn hverrar þjóðar skilur hversu mikilvægt er að komið verði í veg fyrir notkun kjarnavopna og nauð- syn þess að efla friðarvilja og sátt þjóða í milli. Stórveldin verða að semja um afnám og eyðingu þeirra vopna sem uppi eru tilbúin til notkunar á helm- ing mannkyns og þá jafnframt til gereyðingar heimsbyggðar- innar, slíkt verður með öllum ráðum að hindra. Með þá von í brjósti að slíkt megi verða endum við 1. maí-ávarp þessu sinni með þeirri ósk að íslensk verkalýðshreyfing beri gæfu til að gæta hagsmuna lands og þjóðar. Gleðilega hátíð. BENIDORM 1983:11. MAÍ1. JÚNÍ 22. JÚNÍ13. JÚU 3. & 24. ÁGÚST 14. SEPT. 5. OKTÓBER Sporthú^idhf HAFNARSTRÆTI 94 Umboðsmaður: Sigbjörn Gunnarsson, sími 24350. Rokkhátíð í H-100 Næstkomandi laugardagskvöld verður rokkhátíð í H-100 frá kl. 10 til 01. Allar helstu hljómsveitir Akureyrar koma fram en þær eru '/27, Art, Des, Ærufákar og Ito Kata. Þessir tónleikar eru tilraun til að auka veg lifandi tónlistar á Akureyri og ef vel tekst til verður um áframhaldandi uppákomur að ræða. Aldurstakmark er árgangur 1965, aðgangseyrir aðeins rúllu- gjald. ///Þá erhin tangþráða stundað renna uW/J] Verksmidjusala Sambandsins <§£ ____________og Vöruhuss__________________ hefst mánudagim 2. maí í kjallara Kjörmarkaðarins Hrísalundi 5. Toppvörur á toppafslætti • Seljum þar m.a.: Buxuráalla fjölskylduna, ulpur, skó, gam, metravöru o.fl. _________ Kjarabót öllum til handa. 8 - ÐAGUR - 29: aprfl 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.