Dagur - 29.04.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 29.04.1983, Blaðsíða 9
STÆLT OG STOLIÐ Sjónvarpsþættirnir Þriggja manna vist njóta umtalsverða vinsælda á Bretlandi um þessar mundir en í þessum þáttum fer gamli „Dýrling- - urinn" lan Ogilvy með eitt aðalhlut- Það kemur ekkert að sök þó hann kunni iitið að leika enda er lífíö leikur hjá sumum en það sem hann hefur átt erfíðast með - er það að losna við „Dýrlingssvipinn“. Nýlega var hann fenginn til að lesa sálma í þættinum „Mínir hundrað bestu sálmar“ í ITV sjónvarpinu en sá flutningur tók 21 viku - með viss- um hléum að vfsu. Prestunum þótti ógurlega spennandi að hafa hann með geislabauginn með - en mættum við hin þá heldur biðja um hann í Þriggja manna vist. umm“ ívist Þessi hag- leiksmaður heitir ekki Sæfínnur með sextán skó og hann er heldur cnginn venjulegur skósmiður. Spariskórnir, lakkskórnir, klossarnir og bomsurnar á myndinni eru nefnilega úr leir sem „skósmiður- inn“ Tony Caswill hefur brennt í leir- brennsluofni sínum. Allir skór Tona eru „hand-, made“ og hann býður yfír 30 teg- undir. Hætt er við því að fólk fengi blÖðrur ef það reyndi skóna á fót- unum. Það er ekki alveg hættulaust að eiga heima fyrir westan - það vita allir sem þangað hafa komið. Þjððin er vel vopnuð - líklega „djöst in keis“ ef riissarnir skyldu koma - en hvað sem því líður þá er liðugur á þeim gikk- fingurinn. Pað hefur enda þótt góð regla í westrinu að skjóta fyrst og spyrja svo. Nýjasta dæmið um notkun skotvopna sem við höfum heyrt um er í verkkfölium. í>að þykir nefnilega ekki til siðs að fara í verkföll en ef svo ólíklega skvldi vilja til þá þykir enn verra að vera verkfallsbrjótur. Flutningabílstjórar voru nýlega í verk- falli og til að tryggja líf sitt og limi vopnuðust verk- fallsbrjótarnir en öðrum þótti hollast að merkja btlana sína sérstaklega „Ekki skjóta - ég er tómur - og átta barna faðir“. Já það er ekki öll langavitleysan eins. Lokaskemmtun harmonikuunnenda verður haldin að Hótel KEA sunnudaginn 1. maí kl. 3-5 e.h. Bragakaffi og hlaðið borð af kökum, bragðast vel eftir 1. maí gönguna. Verð aðeins kr. 90. Stjórnin. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 4. maí kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sigurður J. Sigurðsson og Sigríður Stef- ánsdóttir til viðtals í fundastofu bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð. Aðalskoðun bifreiða á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðar- sýslu 1983 Aðalskoðun bifreiða stendur nú yfir og eru menn hvattir til þess að mæta á áður auglýstum tíma með bifreiðar sínar til skoðunar. Nú á að vera lok- ið skoðun bifreiða með skráningarmerki A-1 til A- 3400. Minnt er á útsenda gíróseðla vegna bif- reiðagjalda en eindagi bifreiðaskatts var hinn 1. apríl sl. Vanræki menn að koma bifreiðum sínum til skoðunar svo sem fyrir er mælt verða þeir látnir sæta ábyrgð lögum samkvæmt og bifreiðin tekin úr umferð án frekari tilkynningar. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 29. apríl 1983. 1. maí hátíðahöld verkalýðsfélaganna á Akureyri 1983 Kl. 11.00: Messað verður í Akureyrarkirkju. Séra Þórhallur Höskuldsson predikar. Kl. 13.30: Kröfuganga. Safnast verður saman við Strandgötu 7 og gengið suöur Skipagötu og komið í Hafnarstræti við Dynheima, gengið norður Hafnarstræti inn á Ráðhústorg. Kl. 14.00: Útifundur á Ráðhústorgi. 1. maí ávarp verkalýðsfélaganna flytur Jökull Guðmundsson, málmiðnaðar- maður, formaður 1. maí nefndar. Ræðurflytja: Jón Helgason, formaður Einingar. Ásta Sigurðardóttir, sjúkraliði, BSRB. Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður T résmiðafélags Akureyrar. Lúðrasveit Akureyrar leikur fyrir kröfu- göngunni og á útifundinum undir stjórn Atla Guölaugssonar. Ef veður leyfir munu Harmoniku- unnendur einnig leika á fundinum. Barnaskemmtun verður í Félagsborg (Gefjunarsal) kl. 15.30. Þar verður fjölbreytt dag- skrá. Meðal annars koma Harmon- iku-unnendur í heimsókn og Sigvaldi Þorgilsson mun leiða þar ýmsa dans-leiki og aðrar uppákomur. Merki dagsins gilda sem aðgöngu- miðarað barnaskemmtuninni. Kaffisala Einingarkvenna verður i Alþýðu- húsinu og hefst að loknum útifundi. Fjölmennið tii hátíðahaldanna. Berið merki dagsins. 1. maí nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri. F.M.A. - F.V.S.A. - F.I.N.A. - Eining - Iðja - T.F.A. S.T.A.K. - B.S.R.B. 29:ápríl.<1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.