Dagur - 03.05.1983, Blaðsíða 1
FLORA
DANICA
SKARTGRIPIRN
KOMNIR.
MIKIÐ ÚRVAL
GULLSMI0IR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREYRI
66. árgangur
Akurcyri, þriðjudagur 3. maí 1983
48. tölublað
Veruleg framleiðsluaukning
á fullunnum mokkaskinnum og ullarfatnaði hjá Iðnaðardeild Sambandsins
„Staðan hjá Iðnaðardeildinni
er mismunandi eftir greinum. í
ullariðnaðinum teljum við að
staðan sé þokkaleg. Það hefur
orðið veruleg aukning í sölu á
vestrænum mörkuðum og
markaðurinn í Sovétríkjunum
er svipaður og árið áður,
þannig að við áætlum að það
verði allveruleg framleiðslu-
aukning í ár, um það bil
15-18% magnaukning, sem er
mjög verulegt ekki síst miðað
við að árið í fyrra var ekki
slæmt," sagði Hjörtur Eiríks-
son, framkvæmdastjóri Iðnað-
ardeUdar Sambandsins í viðtali
við Dag.
„Þessi aukning hefur orðið til
þess að við höfum fjölgað starfs-
mönnum í ullariðnaði all veru-
lega, en í heild vorum við um
síðustu áramót með um 80 fleiri
starfsmenn en á sama tíma árið
áður.
Varðandi skinnaiðnað má segja
að erfiðleikar hafa verið í sölu á
hálfunnum skinnum og það er
stórt vandamál og ekki útséð með
hvernig það leysist. Póllands-
markaðurinn hefur alveg þurrkast
út en þeir hafa keypt sl. 30 ár um
þriðjung íslensku skinnanna,
þannig að það var stórt áfall að
missa slíkan markað á einu bretti.
Hitt er aftur annað mál varðandi
skinnaiðnaðinn, sem er mjög
jákvætt, að sala á fullunnum
mokkaskinnum hefur stóraukist
og þar er áætlað að auka
framleiðsluna uni allt að 50 af
hundraði þ.e.a.s. hvað varðar
magn. Atvinnulega séð þýðir
þetta fjölgun starfsmanna, en við
leggjum höfuðáherslu á að ná
þessari aukningu. Mestu skiptir
sala á 10 þúsund mokkaflíkum til
Sovétríkjanna sem þýðir 80 þús-
und fullsútuð skinn og skiptir
höfuðmáli fyrir þessa aukningu.
Þó flíkurnar séu saumaðar annars
staðar er þessi samningur mjög
atvinnuskapandi vegna aukningar
á sölu fullunninna skinna.
í fataiðnaðinum fyrir heima-
markað eigum við í miklum
erfiðleikum og þeir stafa af
verðbólgunni hér heima, en við
erum í mjög verulegri samkeppni
við fyrst og fremst framleiðendur
í Asíu og Norðurlöndunum.
Hingað flæðir mjög mikið af
umframframleiðslu frá þessum
löndum á mjög lágu verði.
Hvað varðar reksturinn í heild
þá vantar miklu meira rekstrarfé
og fjármagnskostnaðurinn er gíf-
urlegur og okkar aðalvandamál.
Það er erfitt að' halda þessu
gangandi í 80% verðbólgu, vantar
miklu meira rekstrarfé," sagði
Hjörtur Eiríksson að lokum.
- sagt ífá
krúttmaga-
kvöldií
Sjallanum
-Opna
Vega-
gerð
* . *mam
a vilh-
götum
bls. 7
Frá 1. maí kostar mánað-
aráskrift á Degi kr.
110,00 og í lausasöiu kr.
15,00 eintakið. Grunn-
verð auglýsinga verður
frá og með sama tíma kr.
110,00 pr. dálksciiti-
metra.
1. maí var hitíðlegur haldinn i Akureyri í góðu veðrí. Farín var kröfuganga og síðan var úlifuiidur i Riðhústorgi. Kröfur dagsins hljóðuðu m.a. upp i:
Atvinnu handa öllum, baett vísitölukerfi, réttlita skiptingu þjóðartekna, 100% ilag i alla yfirvinnu og lífvænleg dagvinnulaun. Einnig siust slagorð cius
og: Vopnlausa veröld og Landið er ekki einnota. Mynd: KGA.
Mikill áhugi á lóð-
unum við Hrafnabjörg
- en umsækjendur verða að greiða sérstakt 50
þúsund króna aukagjald fyrir þessar eftirsóttu lóðir
„Þessar lóðir eru taldar eftir-
sóknarverðar vegna útsýnis
og vegna þess að talið er að
grunnar verði ódýrir, þannig
að ég tel ekki óeðlilegt að
þeir sem fá þarna lóðir greiði
fyrir þær hærra verð," sagði
Sigurður ÓIi Brynjólfsson
bæjarfulltrúi í samtali við
Dag.
Lóðirnar sem Sigurður á við
eru við Hrafnabjörg ásamt sitt
hvorri lóðinni við Drangshlíð og
Hvammshlíð en að tillögu Sig-
urðar var samþykkt að leggja á
þær sérstakt aukagjald að upp-
hæð 50 þúsund krónur. Upphaf-
lega bar Sigurður þessa tillögu
upp í bæjarráði, en hann fékk
ekki stuðning þar. Annað var
hins vegar uppi á teningnum þeg-
ar í bæjarstjórn kom. Þar fékk
Sigurður stuðning flokkssystkina
sinna, auk bæjarfulltrúa Kvenna-
framboðsins, Freys Ófeigssonar
og Jóns G. Sólness. Aukagjaldið
var því samþykkt með 7 atkvæð-
um gegn 6.
„Það virðist vera mikill áhugi
fyrir þessum lóðum, því umsókn-
ir eru þegar farnar að berast og
hátt í 100 umsóknareyðublöð eru
farin út," sagði Erling Aðal-
steinsson fulltrúi byggingarfull-
trúa í samtali við Dag aðspurður
um eftirspurn eftir lóðunum við
Hrafnabjörg en umsóknarfrestur
rennur út 5. maí.
Húsin við Hrafnabjörg verða
flest um og yfir 200 fermetrar
samkvæmt upplýsingum Erlings.
Byggingargjöld af 200 fermetra
húsi, að aukagjaldinu meðtöldu,
verða rúmlega 180 þús. kr.