Dagur - 03.05.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 03.05.1983, Blaðsíða 3
 Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar: FLYTUR ÞÝSKA MESSU Sunnudaginn 8. maí n.k. klukkan 21.00 heldur Kirkju- kór Lögmannshlíðarsóknar tónleika í Akureyrarkirkju. Það hefur verið árviss viðburð- ur að kórinn haldi tónleika á vorin og hafa þessir tónleikar verið vel sóttir og hlotið lof áheyrenda. Að þessu sinni flytur kórinn ÞÝSKA MESSU eftir Franz Schubert, þar sem allir hinir föstu liðir messunnar fá mjög að njóta sín. Textinn við messuna er eftir Johann Philipp Neumann og hefur Sverrir Pálsson skólastjóri þýtt hann á íslensku. Áður hefur kórinn flutt messu í G-dúr eftir Schubert. Auk messunnar verða á efnis- skrá þrír kórar úr kantötu Björg- vins Guðmundssonar, „íslands þúsund ár“, við texta úr Alþingis- hátíðarljóðum Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi. Kórarnir eru: Þú mikli eilífi andi, Brennið þið vitar og Við börn þín ísland. Einnig flytur kórinn nokkur smærri lög m.a. nýtt lag eftir söngstjórann Áskel Jónsson við ljóð eftir Jón Jónsson í Fremsta- felii. Undirleik við messu Schuberts annast kennarar úr Tónlistarskól- anum. Strengjakvartett skipaður Lilju Hjaltadóttur, Mögnu Guðmundsdóttur, Hrefnu Hjaltadóttur og Oliver Kentish, en Jakob Tryggvason leikur á orgel. Við flutning á kórum Björgvins Guðmundssonar leikur Kristinn Örn Kristinsson, kennari við Tónlistarskólann undir á píanó. Einsöngvari með kórnum er Helga Alfreðsdóttir. Það ætti ekki að þurfa að' hvetja fólk til að koma og hlýða á kórinn og það góða tónlistarfólk sem komið hefur til liðs við hann. Kirkjukór Lögmannshlíðarkirkju. Norðurmynd Lóan er komin Lóan er komin, meira að segja löngu komin því haukfrán augu Sverris Vilhjálmssonar flugum- ferðarstjóra sáu til ferða henn- ar í nágrenni flugturnsins mánudaginn 25. aprfl. Þegar Hða fór á vikuna voru lóur í stórum hópum á flugvallar- svæðinu og eflaust víðar. í fyrravor var lóan fjórum dögum fyrr á ferðinni á flugvallar- svæðinu, en vorið 1981 var hún mun fyrr á ferðinni þar, því þá sást til hennar 5. apríl. Sverrir og félagar hans í flugturninum hafa fylgst grannt með komum farfuglanna á undan- förnum árum. í vor sáu þeir fyrst til gæsa 10. apríl og tjaldur, stelkur og sendlingur létu sjá sig 12. apríl. í fyrra sást tjaldurinn fyrst 28. mars. Nú, ef við höldum áfram með árið í ár þá sáu þeir Sverrir og félagar duggendur og svani fyrst 20. apríl, skúfendur 27. apríl og daginn eftir sáust urtendur og rauðhöfðar. En svo mikið er víst, að farfuglarnir eru mun seinna á ferðinni til landsins í ár en venja þeirra er. Skeifudagurinn haldinn á Hólum Skeifudagurinn svokallaði var haldinn á Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal á mánudaginn í blíðskaparveðri og tókst með ágætum. Skeifudagurinn er til- kominn vegna þess að Morgun- blaðið gaf verðlaun, þ.e. silfur- skeifu fyrir best tamda hestinn í skólanum og var það 1960. Úrslit urðu þeu að skeifuna hreppti Sveinn Orri Vignisson frá As- mundarstöðum í Rangárvalla- sýslu á hestinum Jarp sem hann á sjálfur. Einnig veitir félag tamn- ingamanna ásetuverðlaun. Hlaut þau Harpa Baldursdóttir frá Bjarnarnesi í Hornafirði. Síðan var veitttur Eiðfaxabikar fyrir best hirta hrossið. Það eru starfs- menn og nemendur sem umgang- ast hesthúsið sem greiða atkvæði um þetta. Bikarinn hlaut Þor- varður Friðbjörnsson. Hestamannafélagið Hreinn, á staðnum, hélt gæðingakeppni þar sem einungis máttu keppa hross sem eru á fyrsta ári í tamningu. í þeirri keppni sigraði Fluga 5 vetra, eigandi og knapi Sigur- björn Þórmundsson. Að sögn Þorvaldar Árnasonar verður kennslu hætt nú um helgina og við taka próf í hálfan mánuð og skólaslit fara fram 14. maí. Bifreiðaeigendur Fullkomnasta stillitæki á íslandi er komið til okkar Það er tölva og þú færð útskrift um ástand bifreiðarinnar. Tölvan segir til um ástand mótorsins, hvort rafkerfið er í lagi og einnig hvernig bifreiðin nýtir eldsneytið. Hún f innur bilanir á svipstundu og leggur til hvað er til úrbóta. Það tekur hana um 15 mínútur sem gæti tekið venjulegan bifvélavirkja marga klukkutíma. Ef þú ert að kaupa eða selja notaða bifreið er sjálfsagt að nota sér þessa sérstæðu þjónustu. v/Tryggvabraut, Akureyri, sími 22700. Vöíuhúss . höfst' 9** " T0ppv0|l|, mán udagi"n 2. ma' 'ZSbs 3. maí 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.