Dagur - 03.05.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 03.05.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 110 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: EIRIKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ný byggðaröskun? Fjórðungssamband Norðlendinga hefur bent á að nú sé yfirvofandi byggðaröskun í líkingu við þá sem varð á áratugnum 1960—1970. í nýútkomnu fréttabréfi Fjórðungssam- bandsins þar sem fjallað er um þessi mál seg- ir meðal annars: „Þegar á heildina er litið var byggðaþróun á áratugnum 1960-1970 mjög óhagstæð. íbúum á Vestfjörðum fækkaði mjög allan áratuginn og ennfremur fækkaði verulega á Norðurlandi vestra á tímabilinu." Þá segir í fréttabréfinu að á þessum áratug hafi íbúum Reykjavíkur og Reykjaness fjölgað um 40% yfir landsmeðaltah og að þetta hafi gerst þrátt fyrir að margir hafi flutt til útlanda á þessum árum. „Á síðasta áratug var verulegur uppgangur á mörgum sviðum hér á landi eftir mikla efna- hagslega kreppu, m.a. í kjölfar hruns á síldar- stofninum, sem löngum hafði staðið undir atvinnulífi á ýmsum stöðum á landsbyggð- inni. “ Þegar leið á áratuginn milli 1970—1980 gerðist byggðaþróun heldur hagstæðari en hún hafði verið áratuginn á undan og mikil umskipti urðu á síðari hluta síðasta áratugs, þegar atvinnuuppbyggingin út um land var víðast hvar komin til framkvæmda. Með tilkomu skuttogaranna á flesta út- gerðarstaði á landinu varð atvinna þar jafnari og stöðugri en áður. Framleiðsla sjávarafurða jókst og byggingariðnaður og þjónustustarf- semi efldist. Þetta leiddi til minnkandi for- skots höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness 1 íbúaþróun landsins. Á fyrri hluta áratugarins var íbúafjölgun þessara svæða um 20% meiri en sem svaraði landsmeðaltali og síðari hluta hans varð íbúafjölgun á suðvesturhorninu minni en sem nam landsmeðaltali. í fréttabréfi Fjórðungssambandsins segir að nú hafi orðið umskipti til hins verra í byggðaþróun. Á árunum 1980—1982 hafi fólksfjölgun yfir landið í heild verið 2,7% en á suðvesturhorninu hafi hún verið 3,8% og undir meðaltali í öllum öðrum landshlutum. Þannig var 1,8% fjölgun á Vesturlandi, 0,1% á Vestfjörðum, 1,1% á Norðurlandi vestra, 1,5% á Norðurlandi eystra, 1,2% á Austfjörð- um og 0,9% á Suðurlandi. I fréttabréfinu segir að þessar tölur bendi til svipaðrar íbúatilfærslu og varð á árunum 1965-1970 og að þær bendi til þess að í upp- siglingu sé ný byggðaröskun, sem sé sam- bærileg við þá sem varð á áratugnum 1960— 1970. Um skýringar á þessu segir Fjórðungssam- band Norðlendinga að það tvennt eigi vafa- laust mestan þátt, að sjávarafli hafi dregist saman síðan árið 1981 og það svo að heildar- þjóðarframleiðsla hafi minnkað, og í öðru lagi hafi uppbygging félagslegrar þjónustu fyrir íbúa landsbyggðarinnar hvergi nærri verið í takt við þá uppbyggingu sem átt hafi sér stað í suðvesturhorni landsins á síðustu árum. NYTUM SELINN Ég ætla að setja hér á blað hugleiðingar mínar um nýtingu gæða lands og sjávar. Byrjum á selnum. Hvaða gagn höfum við af selnum við strendur landsins? Eins og er virðist mér það vera harla lítið, jafnvel minna en ekki neitt. Útflutningur skinna hefur stöðvast, en það hefur verið það eina sem við höfum haft út úr selnum á undanförn- um árum, eða síðan við hættum að nýta kjöt hans til matar. Nú virðist mér sem þyrfti að íhuga þetta ögn betur. Það er farið að greiða verð- laun fyrir veidda seli, með það markmið í huga að minnka hringorm í fiski. Hringormurinn er þónokkurt vandamál, þar sem það kostar þónokkra millj- ónatugi að hringormahreinsa allan freðfisk og það sama verður gert við saltfiskinn á komandi tímum. Eins hef ég þá trú að fiskistofnarnir okkar hefðu gott af því að selnum yrði fækkað allverulega. Hvað segja ekki Rússar og Norðmenn um reynslu sína úr Barentshafi? t*eir segja að selurinn éti fleiri fiska á ári en þessar þjóðir veiða samanlagt. Pví skyldi það vera öðruvísi hér? £ Skinnin söltuð um borð Menn kunna að spyrja: Hvað á að gera við selaafurðirnar og hvernig á að veiða hann án þess að það hafi óheyrilegan kostnað í för með sér. Mín tillaga er sú, að kjötið af selnum verði nýtt í refa- og minkafóður. Einnig mætti kenna okkur að borða selakjöt aftur, því það er ágætismatur ef það er rétt matreitt. Nú, skinnin eru sterk og falleg og það eru jú til sútunarverksmiðjur í landinu, sem ekki eru ofhlaðnar verkefn- um. Skinnin mætti nota í áklæði á stóla og í skó og jafnvel eitthvað fleira. Ódýrasta veiðiaðferðin yrði sú að veiða selinn í net eða nót. Ef til vill ekki mannúðleg aðferð, segja eflaust einhverjir, en ég held að það sé ekki verra nú en áður. Selspikið mætti bræða og nota lýsið sem bætiefni í heyköggla eða gefa það með heyi eftir hentugleikum. Hverjir eiga að framkvæma þetta allt saman er spurt. Pví er ekki vandsvarað. Pað gera sjómenn. Einn togari úr hverj- um landsfjórðungi ætti að duga ásamt nokkrum smábátum. Lestir togaranna yrðu að hluta með frystibúnaði og lýsisbræðsla verður að vera um borð. Einnig yrðu skinnin söltuð um borð í togaranum. Þetta skapar ef til vill ekki svo mörgum atvinnu, en ég tel samt að þetta komi til með að skila arði, allavega tel ég þetta þess virði að vera rannsak- að. Óg eitt enn: Friðunarað- gerðir á dýrum eins og sel bitna fyrst og fremst á veikari stofnum í náttúrunni. 9 Hvað eru selir að gera við ósa Eyjafjarðarár? Hvað veldur til dæmis minnk- andi grásleppu- og rauðmaga- veiði? Ég er viss um að selurinn spilar þar stórt hlutverk. Eða hvað skyldi selurinn éta mikið af 'silungi og laxi við strendur landsins, sem annars gengju upp í árnar. Tökum dæmi. Hvað skyldu 10-20 selir vera að gera við ósa Eyjafjarðarár tím- unum saman? Varla eru þeir að telja laxana sem ganga í ána, eða hvað? Ég held varla. Ég vil beina því til stjórnvalda að þessi mál verði skoðuð rækilega ofan í kjölinn áður en nokkru er slegið föstu. O Hvað með svartfuglinn? Þá er það annað mál, sem ég hef velt fyrir mér. Hvaða áhrif hefur minnkandi nýting á svartfugli. Hvað skyldi hann éta mörgtonn af loðnu, síld og seiðum hinna ýmsu fiskistofna? Ég áætla að það séu býsna mörg þúsund tonn árlega. Nú segir eflaust einhver: Er hann vitlaus þessi maður og haldinn morðfýsn í ríki náttúr- unnar? Ég segi nei, en það er eitt að drepa allt kvikt eða nýta gæði náttúrunnar á hóflegan hátt. Væri til dæmis ekki mögu- leiki á því að nýta svartfuglinn meira en gert er. Við flutttum út fuglakjöt á fyrri hluta aldarinn- ar. Þar á ég við rjúpuna sem var flutt út í tugum ef ekki hundr- uðum þúsunda og ekki þurfti að greiða með þeim útflutningi. Mætti ekki til að mynda sjóða svartfuglinn niður í dósir og reyna að vinna fyrir hann markað sem sérstaka villibráð, t.d. á Bandaríkjamarkaði. Þar gætu fisksölufyrirtæki okkar séð um dreifinguna. Gaman væri nú að láta sjóða niður tíu til tuttugu þúsund dósir til reynslu og koma þeim á markað vestra. Ég hef trú á því að það sé þess virði að reyna. Að lokum; ef einhver hefur tillögur í þessum málum væri gaman að fá að heyra þær og sjá. Einar Long. Einar Long telur rétt að nýta selinn við strendur landsins til að minnka kostnað- inn við hringorma- hreinsunina, jafn- framt því sem selveiðin skapaði þjóðarbúinu tekjur. 4 - DAGUR - 3. mat 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.