Dagur - 03.05.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 03.05.1983, Blaðsíða 7
Minning: jl Kolbeinn S. Sigurðsson ^ Fæddur 9. júní 1940 — Dáinn 17. apríl 1983 Hve skjótlega ber að skýjakast og skyggjandi élið svarta. Pú nýskeð glaður með glöðum sast eigreindist þá nema hið bjarta. En fá liðu dægur í dauða brast þitt drenglynda prúða hjarta. Steingr. Th. Frá okkar síðustu samfundum liðu örfá dægur. Þá glymur klukkan og birtir mér helfregn- ina. Hún leggst á mig sem þungt farg. Vitund mín grípur í hálmstrá vantrúar. Þetta getur ekki verið rétt. Raunsæi hugans hefur þó að lokum yfirhöndina. Það hefur enn sannast að bilið milli lífs og dauða er aðeins eitt andvarp. Hann Kolli er dáinn. Þegar þessi staðreynd hefur verið viðurkennd fara endur- minningar liðinna ára að streyma fram. Fyrir 28 árum réðist hann til okkar í kaupavinnu 15 ára unglingur. Þetta vor brugðu búi, fósturforeldrar hans, þau Kol- beinn Kristinsson og Kristfn Guðmundsdóttir frá Skriðulandi í Kolbeinsdal. Hjá þessum sæmd- arhjónum hafði Kolli alist upp. Ekki duldist það neinum að þau höfðu veitt honum hið besta uppeldi og báru mjög fyrir brjósti hans framtíðarheill. Sömu sögu var að segja um fóstursysturnar tvær. Þeim var Kolli mjög kær. Ef til vill var ástúðin enn meiri vegna þess að fjölskyldan hafði séð á bak einkasyni og bróður, en Kolli var smyrsl í það sár, sem þó aldrei gat gróið til fulls. Mjög höfðu þeir feðgar á Skriðulandi verið ólíkir að lundarfari og áttu sér ólík hugðarefni. Svo tjáði mér Kol- beinn eldri að þegar þeir hefðu orðið fyrir einhverju mótlæti í búskapnum, svo sem að missa lamb eða eitthvað þvílíkt, þá hefði sá eldri gengið inn í bæ, tekið sér bók í hönd og lesið sér til hugarhægðar kafla úr Njálu eða öðrum fornbókmenntum. Hinn yngri gekk hinsvegar út í skemmu og tók sér í hönd hamar og sög. Að loknu fyrsta sumrinu hér var ráðningartími Kolla fram- lengdur og vinur hans rauðbles- óttur sóttur í Kolbeinsdalinn. Það er til marks um meðfædda hestamannahæfileika Kolla, að þessi hestur sem hafði eingöngu hlotið tamningu og þjálfun eig- anda síns, hlaut síðar efsta sæti í góðhestakeppni er fram fór á Melgerðismelum. Þessir félagar undu svo að því er virtist, hag sínum vel hér næstu árin. Verkin voru unnin af sérstakri alúð og samviskusemi. Glöggt kom í ljós hin framúrskarandi ábyrgðartil- finning Kolla, þegar húsbóndinn varð fyrir slysi við sláttinn og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi um sex vikna skeið á mesta annatíma ársins. Á þessum árum hnýttust þau bönd gagnkvæmrar vináttu og trausts sem haldið hafa æ síðan. Systkini Kolla voru 9 og var hann næst yngstur. Þegar hann fæddist bjuggu foreldrar hans, Sigurður Árnljótsson og Jóhanna Jóhannesdóttir að Saurbæ í Kol- beinsdal. Móðir Kolla lést er hún hafði alið sitt 10. barn, þá var Kolli 18 mánaða gamall. Þótt systkini Kolla ættu þess ekki kost að alast upp saman var aðdáun- arvert hve náið samband þau höfðu sín á milli. Voru kærleikar eigi minni meðal þessa stóra systkinahóps en almennt gerist. Þótt ævi Kolla yrði ekki lengri, hafði hann nokkurs notið í lífinu. Honum auðnaðist að helga sig því starfi er hugur hans hneigðist að. f iðn sinni öðlaðist hann meistararéttindi árið 1973. Hann átti ástríka eiginkonu og 3 indælar dætur. Og frístundum sínum gat hann varið með hestunum er ætíð voru sem hluti af honum sjálfum. Nú þegar leiðir skiljast flyt ég þér Kolli minn, mínar innilegustu þakkir og fjölskyldu minnar fyrir órofa tryggð og vináttu og allt það sem þú vannst mér. Megi annað tilverustig henta þinni viðkvæmu lund. Guð gefi syrgjandi eigin- konu, dætrum og ástvinahópnum öllum þrek til að standast mótlæt- ið. Eiríkur Björnsson. Armann Olgeirsson: Vegagerð á villigötum 29. mars sl. birtist í Degi smágrein eftir Guðmund Svaf- arsson umdæmisverkfræðing, sem átti að vera svar við grein minni: „Vegagerðávilligötum“. Er það fljótsagt, að hann hnekkir þar engu sem ég sagði, en fer hins vegar frjálslega með sannleikann. Er því ástæða til að fara nokkrum orðum um svargrein hans. Hann telur að verið sé að leggja veg um blómlega sveit, og lýsir þar með algjörri van- þekkingu sinni á búskaparskil- vrðum í Fnjóskadal. Við sem hér búum vitum betur - að dalurinn er harðbýll og margar jarðir landkostarýrar - þeirra á meðal Vatnsleysa. Þola þær því illa að verða fyrir skemmdar- verkum eins og þeim, sem Vegagerðin er nú að fram- kvæma hér með Víkurskarðs- veginum. Ef Guðmundur hefði verið að hugsa um að halda skemmdum á jörðum og búskap- araðstöðu í lágmarki, þá hefði hann lagt veginn nyrðri leiðina, sem var engin vandræðaleið að hans eigin sögn. - En auðvitað hvarflaði slíkt ekki að hönum. „Vegagerðin hafði látið mæla 3 veglínur niður úr skarðinu austanverðu,“ segir Guðmund- ur. „Syðsta veglínan var fljótt afskrifuð m.a. vegna beiðni heimamanna en hún lá fyrir ofan byggð þar til komið var suður að Fnjóskárbrú." Þessi syðsta veglína, sem Guðmundur talar um, lá svo að segja í gegnum bæjarhúsin á jörðinni Hrísgerði. Það var strax ljóst, að yrði vegurinn lagður þá leið mundi búskapur á þeirri jörð þar með leggjast niður. - Þó Víkurskarðsvegur- inn liggi ekki um bæjarhús á Vatnsléysu, er með öllu óreynt hvort búandi verður með fjárbú á jörðinni, eins og fjárfest hefur verið fyrir, vegna þvingana og kostnaðar sem vegurinn og vegargirðingar valda bú- skapnum. - Undir tvo þjóðvegi þvert í gegnum landareignina hefur Vatnsleysa misst allt að 20 ha. af sínu takmarkaða og þess vegna dýrmæta landi. Guðmundur segir að gengið hafi verið „að mörgum óskum landeigenda“ um að halda skemmdum í lágmarki. Mér er spurn, í hverju það var fólgið, því ósk okkar Vatnsleysubænda um að vegurinn yrði lagður nyrðri leiðina var hafnað, þó það væri eina leiðin til að halda skemmdum á jörðinni í lág- marki. Það litla sem um var samið, fyrir utan það sem Vegagerðinni er skylt að gera, hrökk lítið til að bæta það tjón sem unnið var á búskaparað- stöðunni á jörðinni. Ég kalla það ekki bætur, þó Vegagerðin t.d. lagfærði einkavegi á jörð- inni, sem hún sjálf fékk að nota vikum saman vegna vegavinn- unnar, og var henni mjög hagkvæmt. „Samningum var síðan lokað með bótagreiðslum," segir Guðmundur. í samningi þeim sem landeigandi gerði við Vega- gerðina, til að tryggja fram- kvæmd vissra atriða, var ekkert ákveðið um bótagreiðslur. Hluta af bótum greiddi Vega- gerðin fljótlega eftir að samning- urinn var gerður, en endanlegar bætur verða ekki greiddar fyrr en vegargerðinni er lokið. Eftir er að meta allt tjón landeiganda vegna vegarins af hlutlausri matsnefnd, en það er ekki hægt fyrr en búið er að velja stæði undir vegargirðingarnar. Guðmundur telur upp í 5 liðum helstu kosti miðlínunnar umfram nyrstu línuna. í þeirri upptalningu er sumt vafasamt og annað alrangt. Hann endur- tekur fyrri fullyrðingar um „bratta“. Hvernig er það með verkfræðinginn - hefur hann aldrei heyrt nefndan halla á landi, eða er sjón hans með þeim hætti, að minnsti sjáanlegi halli verði að bratta í augum hans? „Miðlínan er 436 m styttri," segir Guðmundur - en hún mun hafa lengst aftur einhverja metra vegna breytingar á henni hjá Víðivöllum. Að 350 bílar fari að jafnaði á degi hverjum um Víkurskarðs- veginn, hef ég ekki trú á, nema umferð leggist með öllu af um Steinskarð og Dalsmynni. Slysaspá Guðmundar er bros- leg og einskisvirði, ekki síst fyrir það að hann vitnar í erlendar athuganir á þessu sviði. - Slysahætta getur orðið jafnmikil og jafnvel meiri á miðleiðinni vegna mikið meiri ökuhraða á þeirri leið. Arðsemisútreikningur Guð- mundar byggist á því, að þessir 350 bílar aki daglega um þessa ívið styttri miðleið, og útkoman á að réttlæta það að böðlast á lífsbjargaraðstöðu fólksins á Vatnsleysu og að eyða stórfé í veginn yfir Vatnsleysu- og Víðivallaland á miðlínunni, umfram það sem vegur um nyrðri línuna hefði kostað. Kostnaður við snjómokstur verður vafalaust meiri á miðleið- inni en orðið hefði á þeirri nyrðri, en með því reiknar Guðmundur ekki - enda hefði það stórspillt útkomunni af arðsemisreikningnum. -Ég þori því að fullyrða, að forsendurnar fyrir þessum arðsemisútreikn- ingum Guðm. Svafarssonar standast ekki. Að lokum hælir Guðmundur Víkurskarðsveginum fyrir að duga vel í vetur. Mér finnst það lítið lofsvert þó vegurinn hafi haldist að mestu fær í vetur, sem er með snjóminnstu vetrum sem hér koma. í fyrri hluta þessa mánaðar gerði þriggja daga hríðarveður, og þó ekki setti niður mikinn snjó, setti víða snjó á veginn á miðlínunni yfir Vatnsleysuland, og varð hann ófær. Þá var eldri vegurinn á láglendinu, óendurbættur, fær öllum bílum nema smæstu fólks- bílum, en þann veg væri ekið norður um Vatnsleysu hefði nyrðri leiðin verið valin. - Mér sýnist af þessari fyrstu reynslu af miðlínunni hér, að Vegagerðin geti farið að hlakka til næsta snjóavetrar, jafnvel þó eftir sé að hækka veginn eitthvað á miðleiðinni. Manni hefur skilist, að nýir vegir eigi að byggjast upp úr snjó eins og mögulegt er. Én af þeirri vegargerð að dæma, sem framkvæmd hefur verið á mið- línunni undir stjórn Guðmundar Svafarssonar, virðist þessi vegur eiga að verða sem mest og oftast undir snjó. Enda mun þetta gert vegna þeirrar hugsýnar Guð- mundar, að „ljúfara og eðli- legra" verði að aka veginn í sólskini og sumarblíðu. - En þeim mun ekki þykja það ljúft eða eðlilegt, sem eiga eftir að sitja fastir í snjó á miðleiðinni. Þessi vegagerð úr austan- verðu Víkurskarði verður þeim til lítillar sæmdar sem gerðu hana að veruleika. Það var alveg ljóst, að nauðsyn væri á lagningu Víkurskarðsvegar sem úrbót á vetrarsamgöngum fyrst og fremst. En þetta bar að gera án þess að valda fólki á einni bújörð sérstaklega efnahagslegu tjóni og spilla starfsgleði þess og lífsánægju og án þess að nokkur þörf væri á vegna úrlausnar vegarmálsins og almennings- hagsmuna. Þessi ómennsku, böðulslegu vinnubrögð byggjast á einu atkvæði í meirihluta hreppsnefndar Hálshrepps, og þá fyrst og fremst á atkvæði manns sem háður er Vegagerð- inni vegna eigin hagsmuna. Það hefði ekki verið skilyrðislausar eða betur að þessu staðið í þágu Vegagerðarinnar, þó Guðmund- ur Svafarsson og tveir starfsfé- lagar hans hefðu sjálfir skipað meirihluta í hreppsnefnd Hálshrepps. Vatnsleysu 24.04.1983 Ármann Olgeirsson. 3. maí 1983-DAGUR-7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.