Dagur - 03.05.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 03.05.1983, Blaðsíða 9
Nanna Leifsdóttir fagnar sigri. Nanna vann enn með yfirburðum Nanna Leifsdóttir frá Akur- eyri varð bikarmeistari Skíða- sambands íslands í alpagrein- um á nýafstöðnu keppnistíma- bili, en Guðmundur Jóhanns- son frá ísafirði varð bikar- meistari í karlaflokki. Síðustu bikarmótin fóru fram í Hlíðarfjalli um helgina. Keppt var tvívegis í stórsvigi og einu sinni í svigi. Þessum mótum hafði verið frestað frá því fyrr í vetur, en upphaflega áttu þau að fara fram á ísafirði og Siglufirði. Ólafur Harðarson sigraði í karlaflokki í fyrra stórsvigsmót- inu, en Daníel Hilmarsson varð annar og Elías Bjarnason þriðji. Ólafur sigraði aftur í seinna mótinu, en Eggert Bragason varð annar og Daníel Hilmars- son þriðji. í kvennaflokki bar Nanna Leifsdóttir höfuð og herðar yfir keppinauta sína eins og svo oft áður í vetur. Hún sigraði í báðum stórsvigsmótunum, en í öðru sæti varð Signe Viðarsdótt- ir og Guðrún Kristjánsdóttir varð þriðja. Sömu úrslit urðu í báðum mótunum en þær stöllur eru allar frá Akureyri. Á sunnudag var keppt í svigi. Þar sigraði Nanna í kvenna- flokki. Önnur varð Guðrún H. Kristjánsdóttir og Anna M. Malmquist varð þriðja. í karla- flokki sigraði Erling Ingvarsson frá Akureyri, en Tryggvi Þor- steinsson, Reykjavík varð annar og Eggert Bragason, Akureyri varð þriðji. Nú þegar keppnistímabilinu í alpagreinum er lokið er greini- legt að Akureyringar eiga sterk- asta kvennaliðið. í karlaflokki hafa sigrar hins vegar skipst meira á milli héraða. Skíðastaðamenn sigruðu Sveit Skíðastaða varð sigurveg- ari í firmakeppni í svigi sem fram fór í Hlíðarfjalli um helg- ina. í sveitinni voru Óiafur Grétarsson, Ásgeir Magnússon og Þorvaldur Hilmarsson. í öðru sæti varð A-sveit Slippstöðvarinnar en í henni voru Haukur Jóhannsson, Árni Guðmundsson og Elías Bjarna- son. A-sveit Sjallans varð í 3. sæti en hana skipuðu Sigurður Sigurðsson, Guðmundur Sigur- björnsson og Tómas Leifsson. í 4. sæti kom B-sveit Slippstöðv- Haukur Haukur Eiríksson varð Akur- eyrarmeistari í skíðagöngu um helgina í flokki fullorð- inna, en Akureyrarmeistari í unglingaflokki varð Gunnar Kristinsson. arinnar, B-sveit Sjallans varð í 5. sæti og C-sveit Sjallans varð í 6. sæti. sigraði í 2. sæti í flokki fullorðinna varð Ingþór Eiríksson, en Sig- urður Aðalsteinsson varð þriðji. Ingþór Bjarnason varð í 4. sæti. í unglingaflokki varð Rögnvald- ur Ingþórsson í 2. sæti. Sundnámskeið fyrir 6 ára börn og eldri hefjast í Sundlaug Akureyrar 24. maí og 14. júní nk. Sundnámskeiö fyrir fullorðna hefst 24. maí. Innritun í síma 23260. Félag aldraðra Akureyri Félagsfundur verður í Alþýðuhúsinu fimmtu- daginn 5. maí og hefst kl. 3. Stefán Reykjalín flytur erindi um byggingamál fé- lagsins, rætt veröur um sumarstarfiö og önnur mál. Kaffi á staðnum. Stjórn félagsins. r i Ul\lM Lm ð hátalarar ONKYO hljómtæki Technico vasatölvur Loewe opta sjónvarpstæki JVC HLilÖMVER W Sim. (96)23626 Glsrárgotu 32 Akursyri Stofnfundur Loðdýraræktarfélags Eyjafjarðar verður haldinn á Hótel KEA 5. maí kl. 2 e.h. Allir áhugamenn um loödýrarækt velkomnir. Undirbúningsnefnd. Frá Amtsbókasafninu Mánuðina maí - september verður safnið opið mánudaga - föstudaga kl. 1-7 e.h. Lokað á laug- ardögum. Amtsbókavörður. wm HRMALOSS GRENNINGARDUFTIÐ * Kemur i nlad máltidar/mnltidn * l'tilokar megrunarþreytu, þar ei) nag ri/amin. steinefni og protein fgrir þarfir likamans eru i Firmaloss * Fullgild, sedjandi. ófitandi na ring OG EINFALT ER ÞAÐ: Þú býrð þér til bragögóöan drykk meö súkkulaöi- bragöi, meö þvi aö hræra FIRMALOSS duttinu » glas at kaldri mjólk/léttmjólk/undanrennu sein þú neytir í staö annarrar tæöu einu sinni eöa tvisvar á dag — og aukakílóin renna at þér. Med FIRMALOSSgetur þú haldidþér grönnum/grannrt an grtmju. Spyrjir þú þá nem reynt hafa, fa-rdu stadfentingu. Og hatd- góöa nönnun gefur FIRMALOSS grenningarfceáió þegarþú reynirþad. ..Fgþakka Fl/tMM.nss grenningar- duftinu ai) ég get haldii) mer granngri og hrnustri án fgrirhafnar." Marcia Goebel. Hjátn Þúsundir Islondinj um aWanhoim » qildi FIRMALOSS haráttunni 'Ö&I ,a ofl milljónir manna afa nú sannreynt aronninflarduttsins^ ukakílóin- —— sFSftr VERSLUNARMIÐSTOÐINNi: SUNNUHLÍÐ Slmi 22146 'Ó.' rhaí l 983 -'OÁGOR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.