Dagur - 05.05.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 05.05.1983, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, fímmtudagur 5. maí 1983 49. tölublað Uggvænlegt ástand í rafiðnaði á Akureyri: ,Höfum haldið mönnum uppi á falskri atvinnu“ ,Það kom fram á vorfundi rafverktaka víðsvegar að af landinu að atvinnuástandið í rafíðnaði er slæmt alls staðar nema á Suðurnesjum og það er greinilega verst hér á Akureyri,“ sagði Ingvi Rafn Jóhannsson, rafverktaki, sem rekur fyrirtækið Raftækni á Akureyri. „Það er að vísu enn ekki farið að tala um atvinnuleysi en það er einungis vegna þess að við höld- um mönnunum uppi á falskri atvinnu núna. í síðasta mánuði greiddi ég t.d. 164 klukkustundir fyrir atvinnuleysi, mennirnir höfðu ekkert að gera nema að sópa, mála og taka til. Þá var ég að frétta af öðru fyrirtæki hér í bænum sem var með um 300 dauða tíma í síðasta mánuði þar sem ekkert var að gera fyrir mennina. Ef ekkert mjög óvænt gerist þá segi ég upp mönnum um næstu mánaðamót. Við sjáum ekkert framundan og það getur ekkert fyrirtæki greitt mönnum laun þegar þeir hafa ekkert að gera. Ástandið var slæmt fyrir og nú hefur það enn versnað. Ég hef vinnu fyrir einn mann sem er sérhæfður í þvottavélum og heimilistækjum en meira er það ekki. Ég er búinn að vera starfandi atvinnurekandi í 29 ár og nú hefur það gerst í fyrsta skipti að ég hef ekki verið beðinn um að leggja í eitt einasta hús yfir sumarið. Ég held að sú staðreynd segi meira en mörg orð. Elsti starfsmaðurinn hjá mér hefur verið hjá mér í 15 ár, aðrir 7-8 ár og nú er ekkert framundan nema segja þessum mönnum upp. Ég held að fólk hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu alvarlegt ástandið er, en það leikur sér enginn að því að segja mönnum upp vinnu en nú neyðist ég til þess í fyrsta skipti," sagði Ingvi Rafn. Verkmenntaskólinn: Ýr hf. með lægsta tilboðið Byggingafyrírtækið Ýr hf. gerði lægsta tilboðið í bygg- ingu annars áfanga Verk- menntaskólans á Akureyri en tilboðin voru opnuð á þriðju- daginn. Tilboðið frá Yr hf. hljóðar upp á rúmar 5 m. kr., sem er 75% af áætluðu kostn- aðarverði. AIls bárust 5 tilboð í bygging- una. Næst lægsta tilboðið gerðu Aðalgeir og Viðar hf. upp á 5 milljónir og 657 þúsund kr. Næst kom Norðurverk með tilboð upp á 6 milljónir og 194 þúsund, en hæstu tilboðin komu frá Smára hf. upp á 6 milljónir og 376 þúsund kr. og Híbýli hf. upp á 6 milljónir og 440 þúsund kr. Hönnuðir verksins áætluðu byggingarkostnað 6 milljónir og 749 þúsund kr., þannig að tilboð- in eru öll undir þeirri áætlun. Að sögn Sigurðar J. Sigurðssonar, sem gegnir formennsku í bygg- ingarnefnd Verkmenntaskólas í fjarveru Hauks Árnasonar, er verið að yfirfara tilboðin en hann sagðist vonast eftir ákvörðun um hvaða tilboði yrði tekið fyrir helgi. Annar byggingaráfangi Verk- menntaskólans á að hýsa vél- tæknideild skólans. Jogúrt frá Húsavík selst grimmt í Reykjavík: „Þessar pakkningar hafa gefist vel“ - Ég sé enga ástæðu til þess að við séum að pakka jógúrtinni í einhverjar rándýrar plastdollur I rándýrum pökkunarvélum þegar við höfum þessar ágætu fernuumbúðir í mjólkurbúun- um, sagði Haraldur Gíslason, mjólkursamlagsstjóri á Húsa- vík, í samtali við Dag en það hefur vakið athygli að jógúrtin frá Húsavík hefur selst grimmt í Reykjavík að undanförnu og að verðið er mun lægra en á sambærilegri vöru frá öðrum mjólkurbúum. Að sögn Haraldar Gíslasonar þá er hver lítri af jógúrt frá Húsavík nú seldur á 46 krónur en sambærilegt verð fyrir t.d. sunn- lenska jógúrt er 54 krónur. Haraldur sagði að það væri einkaaðili sem keypti af þeim jógúrtina og flytti hana til Reykja- víkur og það væri greinilegt að þessar hálfs lítra og lítrapakkning- ar hefðu mælst vel fyrir meðal neytenda og menn hefðu látið þau orð falla að þetta væri kjörin stærð fyrir stórmarkaðina. - Okkar sölusvæði er auðvitað í Þingeyjarsýslunum og ég hef ekkert hugsað mér að opna útibú í Reykjavík né annars staðar en ég banna ekki neinum að kaupa jógúrt hjá mér hérna á Húsavík og eftir að þau kaup eru gerð þá varðar mig engu hvað gert er við vöruna. Menn mega mín vegna aka henni suður til Reykjavíkur eða í Skjálfandafljót, sagði Har- aldur Gíslason. í samtalinu við Harald kom fram að ekkert ákveðið verð er skráð á jógúrt hjá Framleiðslu- ráði líkt og tíðkast um aðrar mjólkurvörur og sagðist Haraldur oft hafa fundið að þessu í Framleiðsluráði og ekki talið þetta sæmandi. Að hans mati þá væru hálfs lítra umbúðirnar mjög heppilegar til samanburðar í þessu sambandi. Reynslan frá Reykjavík benti til þess að neytendur kynnu vel að meta þessa stærð og tækju hana fram yfir smádósirnar. - Ég vil vekja athygli á því að næstum því öll mjólkurbúin á landinu eru komin með fullkomn- ar fernupökkunarvélar og það er því eðlilegt að þessar umbúðir séu einnig notaðar undir jógúrt- ina, sagði Haraldur Gíslason. Sjómaður slasast Það óhapp varð um borð í vél- bátnum Magnúsi frá Grímsey á þriðjudagsmorguninn að einn skipsverjinn lenti með annan handlegginn í spili báts- ins þegar verið var að draga netin. Báturinn var í um klukkutíma siglingu norðan við eyna þegar óhappið varð. Strax var beðið um sjúkraflugvél frá Flugfélagi Norðurlands og var hún komin til eyjarinnar þegar báturinn lagðist að landi með sjúklinginn. Hann reyndist handleggsbrotinn fyrir ofan olnboga en auk þess var handleggurinn marinn og togn- aður. Iðnnemar styðja Aðalgeir „Við undirritaðir, nemendur Iðnskólans á Akureyri, lýsum yfír furðu okkar á vinnubrögð- um skólanefndar Verkmennta- skólans á Akureyri í ráðningu á skólameistara,“ segir m.a. í yfírskrift undirskriftalista sem gekk meðal nemenda Iðnskól- ans á Akureyri. 160 nemendur skólans skrifuðu nöfn sín á listana en þar segir í framhaldi af fyrrgreindri tilvitn- un: „Við teljum að þar hafi verið gengið freklega fram hjá ntver- andi skólastjóra Iðnskólars á Akureyri, Áðalgeiri Páls: ni, sem um árabil hefur gengt þe -ri stöðu með stakri prýði og hefui auk þess reynslu, þekkingu og staðgóða menntun á sviði verk- mennta.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.