Dagur - 05.05.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 05.05.1983, Blaðsíða 5
„Húsavík er mjög miðsvæðis við marga fallega staði.“ . . . auðvitað er ekki alltaf sumar og sól . . . „Þetta er barátta, en skemmtileg barátta.“ rétta orðið. Það sé beinlínis villandi og höfði miklu meira til fólks sem er lasburða og þurfi að endurheimta heiisuna, líkt og á sér stað í leirböðunum í Hvera- gerði. Eitt er það enn sem virðist eiga sinn þátt í því að aðsóknin er ekki betri en það er það að fólk virðist hrætt við að teppast hér vegna snjóa og ófærðar. En sannleikurinn er sá að samgöngur til og frá Húsavíkur eru orðnar það góðar að sú hætta er í raun og veru ákaflega lítil." - Hvað með alþjóðlegar ráð- stefnur og ráðstefnur almennt, er möguleiki á svoleiðis hér? „Já, hótelið er ágætlega í stakk búið til ráðstefnuhalds, það er að segja ef ekki er um of mikinn fjölda að ræða. Við getum boðið upp á 68 gistirúm. Við erum með á leigu skemmtilega sali sem Félagsheimilið á og hvað fundar- aðstöðu varðar getum við tekið á móti 250-300 manns. Við höfum haldið margar norrænar ráðstefn- ur og þátttakendur hafa verið ákaflega ánægðir með allan að- búnað hér. Þá má nefna að það er talsvert um það að fyrirtæki og ýmiskonar félög haldi sína aðal- fundi hér. Forráðamenn slíkra funda hafa verið mjög ánægðir með hve vel hefur tekist „að halda utan um hópinn“. Einnig hefur verið töluvert um allskonar námskeiðahald. Sömu söguna er að segja af þeim. Þátttakendur eru allir á einum stað og þar af leiðandi fljótlegt að kalla þá saman. Þá hefur verið bent á að fólk kynnist miklu betur hvert öðru þegar þessi háttur er hafður á.“ - Er mikið um það að útlend- ingar sem pantað hafa gistingu á hótelinu, afpanti? „Það var töluvert um það sl. sumar og til þess liggja sjálfsagt margar ástæður. M.a. hefur kreppan sem gengið hefur yfir Evrópu sagt verulega til sín. Þjóðverjar hafa komið mikið til okkar undanfarin ár en það er dýrt að heimsækja ísland og þegar kreppir að fara þeir einfald- lega til ódýrari landa. Hinsvegar bætti það nokkuð úr skák að fleiri íslendingar komu hér í fyrra- sumar en oft áður. En það er ástæða til að minna þá á að panta gistingu í tíma því það kemur oft fyrir að þeir koma hér að yfirfullu hóteli á sumrin.“ - En kemur það fyrir að fólk sem hefur pantað gistingu kemur ekki og hirðir ekki um að afpanta? „Já, því miður eru brögð að því. Fyrir stuttu var hótelið fullbókað og fleiri vildu koma en eðlilega gátum við ekki tekið á móti þeim. Hinsvegar komu ekki allir þeir sem áttu pantað þannig að við hefðum getað tekið á móti hópnum sem við þurftum því miður að vísa frá.“ - Hefur hótelið tekið á móti einhverjum þekktum einstakling- um, t.d. þjóðhöfðingjum? „Já, mikil ósköp. Fyrst vildi ég nefna okkar ágæta forseta, Vig- dísi Finnbogadóttur. Þá man ég eftir þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, Anker Jörgensen og Faisal prins af Saudi Arabíu.“ - Er mikið bókað hjá þér í sumar? „Það er allmikið pantað, svip- að og undanfarin ár. Ef þessar pantanir standast má segja að sumarið leggist bærilega í mig. Spurningin er bara hvort hótelið ætti ekki að fara að höfða meira til íslendinga sjálfra. Það er staðreynd að utanlandsferðir eru mjög dýrar. Lífskjör í landinu eru hinsvegar ekki þau sömu og þau voru fyrir nokkrum árum. Fólk hefur hreinlega ekki efni á því að fara í þessar utanlands- ferðir. Þrátt fýrir að ferðaskrif- stofurnar bjóði allskyns greiðslu- kjör er það samt sem áður óum- flýjanleg staðreynd að það kemur að skuldadögunum og þeir geta reynst mörgum um megn. Nú í sumar ætlar hótelið að bjóða upp á a.m.k. 3ja nátta „pakka“. Ef fólk vill getur það tekið bílaleigu- bíl á staðnum eða farið í skipu- lagðar hópferðir og séð þær perl- ur náttúrufegurðar sem Þingeyj- arsýslur hafa upp á að bjóða. Þá verður hægt að komast á sjó- stangaveiði á Skjálfanda eða í sil- ungsveiði í ám og vötnum í ná- grenni Húsavíkur. Þá má benda áhugamönnum um golfíþrótt á að hér er mjög góður völlur rétt sunnan við bæinn. Ef einhver hópur óskar eftir því að komast á hestbak mun hótelið útvega þeim hesta.“ - Að lokum Auður, á Húsavík framtíð fyrir sér sem ferða- mannabær? „Alveg tvímælalaust. Húsavík er mjög miðsvæðis við marga fal- lega staði. Bærinn er fallegur og þrifalegur, ummæli fjölmargra erlendra ferðamanna staðfesta það. Þegar talað er um að gera einhvern stað að ferðamanna- stað, verður fyrst og síðast að vera aðstaða til þess að taka á móti ferðamönnum. Aðstaðan hér er mjög góð. Menn verða mjög hissa á því að sjá svo glæsi- ....... ........... legt hótel úti á landi. Að lokum vil ég hvetja fólk til að koma og heimsækja okkur, t.d. á Heilsu- vikuna, eða þá að dvelja hér í annan tíma. Hér getur það notið þingeyskrar náttúrufegurðar og borið svo saman við utanlands- ferðirnar, þeir sem þær þekkja. Við eigum heima á íslandi, auð- vitað er ekki alltaf sumar og sól hjá okkur en það er hægt að njóta lífsins þótt sólina vanti. Við verðum bara að. læra að lifa með veðráttu þess lands sem við erum svo dásamlega hamingjusöm að eiga sem föðurland." >^2VAKUREYRI ^TKAUPMANNAHÖFN BEINT ÞOTUFlUe ALLA FIMHTU0A6A FRÁ16JÚ NÍ-01.SEPTE MBER OANMÖRK DANMÖRK DANMÖRK DANMÖRK VIKUFERÐIR TIL KAUPMANNAHAFNAR FLUC OG GISTING Á HÓTEL WEST END MEÐ MORGUNMAT FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR h.f. SÍMI 25000 fe. maí 1983 - DAGÚR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.