Dagur - 05.05.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 05.05.1983, Blaðsíða 8
„Stöönun á illa við mig, þannig að ég ákvað að hætta.“ kettling og fáein hross, flest ung aö árum. Raunar er ég rétt að byrja að rétta við eftir 50% felli á bústofninum í fyrra! Þá týndist kötturinn og aflífa varð folald vegna vanskapnaðar! En það er gott að búa í sveit, enda ekkert nema úrvalsfólk í Öng- ulsstaðahreppi. Já, vel á ? minnst, ætli ég sé ekki eini blaðamaðurinn á íslandi búsett- ur í sveit,“ sagði Gísli Sigur- ||| geirsson í lok samtalsins. Dagur býður Gísla velkom- inn til starfa. H.Sv. ■ flEttum ao c ieta geri t góoan Da - segir Gísli Sigurgeirsson, nýráðinn fréttastjóri Dags „Það skiptir mig ekki meg- inmáli fyrir hverja ég vinn ef ég á annað borð fæ starfsfrið og sæmilegt kaup,“ sagði Gísli Sigur- geirsson, nýráðinn frétta- stjóri Dags í samtali við blaðið. Gísli hefur verið starfandi blaðamaður á Akureyri um árabil, nú síðast fyrir Dagblaðið Vísi, en áður var hann ritstjóri íslendings. En hvers vegna hætti hann hjá íslendingi? „Æi, þetta var vond spurning, ég man það varla lengur. Er svona bölvað að lenda í blaðaviðtali? Ég hætti hjá íslendingi 1980, en þá hafði ég starfað hjá blaðinu frá 1973, að einu ári undanskildu. Til að byrja með gekk ég í flest þau störf sem þurfti. Ég sá um auglýsingar, dreifingu og dag- legan rekstur blaðsins. Pað kom jafnvel fyrir að ég bar það út til áskrifenda. Ég tók síðan við ritstjórninni af Sigrúnu Stef- ánsdóttur 1976, en undir hennar verndarvæng tók ég fyrstu skrefin í blaðamennsku. Ég lærði mikið af því samstarfi, enda kom Sigrún af stað nýrri stefnu í blaðamennsku á Akur- eyri, sem ég hef reynt að halda á lofti síðan. Rekstur íslendings gekk upp og ofan en alltaf tókst okkur þó að ná endunum saman um áramót. En þetta var alltaf barningur sem þreytti mig. Ég vildi gera róttækar breytingar á rekstrinum, meðal annars með því að kaupa setningartæki til að vinna blaðið. Það fékk ekki hljómgrunn. Þar við bættist sundrung í röðum sjálfstæðis- manna á þessum tíma, sem ég fór ekki varhluta af sem rit- stjóri. Þá reyndu báðir „armar“ flokksins að beita mig þrýstingi en slík afskiptasemi á illa við mig. Meginástæðan fyrir því að ég hætti var samt sem áður sú að mér fannst blaðið vera farið að hjakka í sama farinu, vegna þess að ekki náðist samstaða um aðgerðir til að blaðið gæti þróast á eðlilegan hátt. Nú, stöðnun á illa við mig, þannig að ég ákvað að hætta.“ - Þú byrjar blaðamennsku hjá íslendingi en ferð síðan yfir á Vísi sem síðar varð Dagblaðið Vísir. Er ekki kúvending að hefja störf á Degi? „Nei, nei, síður en svo. Blaðamennska á að vera hlut- læg en ekki flokkspólitísk. Stjórnendur Dags vilja aðskilja fréttir og pólitísk skrif í blaðinu og hafa í rauninni sýnt þá stefnu að nokkru í verki á undanförnum árum. Ég ætla að láta reyna á hvort það stenst og í rauninni sé ég engin merki annars. Hér starfa ágætir blaða- menn og ef annað starfsfólk blaðsins leggst á árina með okkur trúi ég ekki öðru en við getum gert góðan Dag.“ - En ekki hefur þú alla tíð starfað við blaðamennsku? „Nei, því fer fjarri, ég hef víða komið við um dagana. Einhverjum finnst það eflaust hringlandaháttur, en ég held að það sé hollt að skipta um vinnustað af og til á lífsleiðinni. Allavega verður maður að hafa gaman af starfinu því vinnan tekur svo stóran hluta af ævinni. Einu sinni reyndi ég að verða bifvélavirki en það tók mig nú ekki nema fjóra mánuði að komast að því að þar átti ég ekki heima. Síðan fór ég í prentverk og lauk því námi, en tók síðan til við að aka flutn- ingabíl fyrir kaupfélagið „okkar“ milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ég starfaði við það í nokkur ár og hafði gaman af, enda eru hressilegir karlar í suðurkeyrsl- unni. Ég gæti sagt margar sögur frá þeim tíma.“ - Ertu mikill Akureyringur? „Já, ætli það megi ekki segja það. Ég er fæddur og uppalinn syðst á Suður-Brekkunni, á mörkum hennar og Innbæjar- ins. Þess vegna gat ég leyft mér þann munað að kalla mig Innbæing eða Brekkubúa eftir því sem betur hentaði. En ég er fluttur frá Akureyri, því undanfarin tvö ár hef ég búið á Knarrarbergi í Önguls- staðahreppi. Ég bý þó engu stórbúi á þeirrar sveitar mæli- kvarða, enda landið innan við tveir hektarar. Ég hef þó hund, Húsbyggjendur - Húsbyggjendur Get útvegaö frá Belgíu: flestar gerðir af ódýrum stálofnum sem framleiddir eru í Evrópu. 7 hæðir - 24 lengdir. Umboðsmenn óskast á Akureyri, Húsavík og e.t.v. víðar á Norðurlandi. Umboðsmaður Birgir Þorvaldsson verður til viðtals á Hótel Varðborg föstudag, laugardag og sunnudag. Mjólkursamlag KEA: 93,03% mjólkur- innleggsins í 1. fl. Eins og fram hefur komið í fréttum af aðalfundi Mjólkur- samlags KEA var tveim bændum, þeim Sigurði Jónassyni Efstalandi og Sverri Sverrissyni Neðri-Vindheimum, afhent þar sérstök viðurkenningarskjöl. Til frekari upplýsinga skal tekið fram að skeiin hlutu þeir fyrir það að á búum þeirra var allt árið 1982 framleidd I. fl. gæða- mjólk, sem alltaf innihélt undir 30 þús. gerla pr. ml og aldrei fúkkalyf né önnur aukaefni sem minnka gæði mjólkurinnar. Þess skal og getið að 114 mjólkur- framleiðendur Mjólkursamlags KEA - sem alls voru 267 - voru með I. fl. mjólk allt árið 1982. Það ár skiptist innlögð mjólk í samlagið þannig áð 97,03% fóru í I. fl., 2,62% í II. fl. og 0,35% í III. fl. 8 - DÁtaOR - 5; mar1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.