Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA SKRÍNUM GULLSMIÐIH , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, þriðjudagur 10. maí 1983 51. tölublað „Líklega sent til Dóms- mála- ráiuneytis" - segir Jónatan Sveinsson um kæru Danielle Somers á hendur fogeta- embættinu á Akureyri „Þetta mál er hér í athugun og að öllum Ifldndum verður mál- ið sent til umsagnar Dómsmálaráðuneytisins," sagði Jónatan Sveinsson hjá ríkissaksóknara er Dagur leit- aði frétta hjá honum af kæru Danielle Somers Þingvallas- trætí 22 á Akureyri, á hendur Fógetaembættinu á Akureyri. Danielle sendi Saksóknara þessa kæru þann 4. mars og kærði vegna „óheimilar þinglýs- ingar á afsali Grímu Guð- mundsdóttur til Jóns Ágústs- sonar, hinn 1.1. '69, þar eð stimpil lóðarskrárritara vantar á plaggið og samþykki Byggingar- nefndar Akureyrar var því ekki fyrir hendi" eins og segir í kærunni. Þá segir Danielle ennfremur í kæruskjalinu til Ríkissak- sóknara: „Ekki er þetta þó eina brotið, heldur var síðar stimpill lóðarskrárritara á Akureyri sett- ur á afsal Jóns Ágústssonar og því síðan þinglýst með öllu athugarsemdarlaust þótt ekki lægi fyrir samþykki Byggingar- nefndar fremur en hið fyrra sinnið." „Við munum að sjálfsögðu reyna að leysa úr þessu erindi en á hvaða máta það endanlega verður gert get ég ekki sagt enn," sagði Jónatan Sveinsson. Breyting á útgáfudögum — Dagur kemur út a ~ m ¦» ¦ ¦ ¦ ¦ og fostudogum fra um. miðvikudögum og með næstu viku Ákveðið hef'ur verið að breyta útgáfudögum Dags þannig að í framtíðinni komi blaðið út á mánudögum, miðvikudögum og föstudög- um í stað þriðjudags, fimmtudags og föstudags. Breytingunni verður hrundið í framkvæmd frá og með mánudeginum 16. maí, þ.e. í næstu viku. Meginástæðan fyrir þessari ákvörðun er sú að með blaði útgefnu á mánudegi er hægt að vera með nýrra og ferskara efni, auk þess sem blaðið kem- ur með þessum hætti út með jafnara millibili, einn dagur á milli útgáfudaganna og tveir um helgi í stað þriggja áður. Ætti þetta að mæta þörfum þeirra sem t.d. vilja lesa um íþróttaviðburði helgarinnar. Þá má ætla að þessi breyting komi auglýsendum vel því tækifæri skapast til að auglýsa fyrir alla vikuna. Eins og sam- göngum um Norðurland er háttað ætti þessi breyting einn- ig að hafa það í för með sér að áskrifendur utan Akureyrar fái blaðið nýrra en hingað til hefur verið. Síðast en ekki síst má geta þess að þessi breyting auðveldar frekari þróun í út- gáfumálum blaðsins. Dagur væntir þess að lesend- um og viðskiptavinum blaðsins falli þessi breyting vel og óskar áframhaldandi góðs samstarfs sem leitt gæti til betra blaðs og aukinnar þjónustu. Skilatími auglýsinga í mánu- dagsblaðið er fyrir kl. 17 á fimmtudag, fyrir kl. 12 á þriðjudag vegna miðvikudags- blaðs og fyrir kl. 12 á fimmtu- dag vegna helgarblaðsins. Það var sannkölluð fjölskyldustemmning sem ríkti í Sjallanum á sunnudag. Hljómsveitin Grýlurnar mættí á staðinn ásamt hljómsveitunum Hil og Baraflokknum frá Akureyri og viðstaddir höfðu á orði að loksins væru komnar fram Grýlur sem væru góðar við börn. Krakkarnir hjálpuðu líka til við sögninn í laginu „Sísí fríkar út" og hér gefur að líta þrjú þeirra með „aðal" Grýlunni, Ragnhildi Gísladóttur. Mynd: ESE Kaupfélag Eyfirðinga: Veitti 4,4 milljónir króna í afslátt á síðasta ári Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga var haldinn á föstudag og laugardag. Mættir voru 238 fulltrúar af 254 sem rétt höfðu til fundarsetu. Þegar á heildina er litið vai 1982 viðunandi rekstursár fyrir kaupfélagið og efnahagur þess er traustur. Félagið var gert upp með 1,8 milljón króna hagnaði og staf- ar það fyrst og fremst af góðri afkomu fískvinnslunnar. Yerslun, iðnaður og þjónusta voru hins vegar með tapi á síð- asta ári. Hallarekstur verslunarinnar á síðasta ári útilokar endurgreiðslu á tekjuafgangi, nema hvað tillaga var samþykkt um að endurgreiða tekjuafgang frá Stjörnuapóteki. Félagsfólki í KEA voru þó veitt- ar verulegir afslættir frá heimil- uðu vöruverði, eða sem nam 4,4 milljónum* króna samanlagt. Mest munaði um 2,9 milljón króna afslátt frá leyfilegu há- marksverði í kjörmarkaði KEA í Hrísalundi, en einnig var veittur afsláttur með sérstöku afsláttark- ortum í sérverslunum og enn- fremur tók félagið á sameiginleg- an kostnað flutningskostnað til útibúanna í Eyjafirði, sem leyfi- legt hefði verið að leggja á vöru- verðið sámkvæmt verðlagsák- væðum. Upphæð þessa flutnings- kostnaðar á árinu 1982 nam einni milljón og 69 þúsund krónum. Nýmæli er í ráðstöfun tekjuaf- gangs að veitt var einni milljón króna til eflingar Lífeyrissjóðs starfsmanna KEA og þá voru vextir af innistæðum í stofnsjóði félagsmanna hækkaðir um 5% og komust því upp í 47% á síðari hluta síðasta árs. Menningarsjóð- ur KEA úthlutaði 10 styrkjum til ýmiss konar menningar- og fé- íagsmála að fjárhæð samtals kr. 150 þúsund. Nánar er sagt frá aðalfundinum í opnu. fíafn Hjaltalín skrífat Hitaveit- unnitil - Sjá bls. 6 „Einimakrínn á landinu..." - Sjá viðtal við Hallbjörn Hjartarson á bls. 5 Jetöldiner ofblaut..." - Sjá grein á bls. 10 „Góíur Eyrarpuki ogaukþess ÍKA" Sjá viðtai Dags-ins á bls. 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.