Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 5
r. m m i WMM „Eini maðurinn álandinu ... sem fæst við þessa tónlist“ Hallbjöm Hjartarson kántrý söngvari frá Skagaströnd sem stundum hefur verið nefndur „nyrsti cowboy veraldar“ hefur sent frá sér 2. kúreka- söngvaplötu sína og ber hún heitið „Kántrý 2“. A plötunni era 12 lög, 10. þeirra eftir Hallbjöm og tvö eftir Jóhann G. Jóhannson. Textar era eftir Jóhann G. Jóhannsson, Rúnar Kristjánsson, Jón Sigurðsson, Hallbjöm sjálfan og fleiri. „Þær eru alveg eins og svart og hvítt þessi plata og „Kántrý 1“ sem kom út fyrir tveimur árum,“ sagði Hallbjörn er við spjölluðum við hann í tilefni af nýju plötunni. „Þetta er miklu vandaðri plata og mun meira borið í hana á öllum sviðum en hina fyrri. Ég sagði það einu sinni í viðtali við ykkur að næsta plata yrði í miklu meira kántrýi en „Kántrý 1“ og sú er raunin. Ég vil taka það fram að þetta er íslenskt kántrý sem ér er að framleiða á báðum plötunum. Fyrri platan var svona þreifing en „Kántrý 2“ er meira í áttina að vera þetta íslenska kántrý sem ég er að þróa. Ég er eini maðurinn á landinu sem fæst við þessa tónlist.“ - Hvernig verður þessi ís- lenski kántrýstíll til? „Ég reyni að blanda saman íslenskri alþýðutónlist og amer- ísku kántrý, reyni að finna þarna leiðir á milli, nota þessi hefðbundnu hljóðfæri og einnig fleiri. í laginu „Ég vitja þín“ notum við t.d. pikkalóflautu og horn sem ekki er vaninn að nota á plötum. Þá reyni ég að skapa fjallastemmnigu og hef þá í huga íslenska dreifbýlið því smákeimur af dreifbýlinu á vel við í þessari dreifbýlistónlist.“ - Nú sýnir þú á þér nýja hlið á þessari plötu og jóðlar af miklum krafti. „Ég gerði dálítið af því sem strákur að jóðla og kom þá fram á skemmtunum í ungmennafé- laginu. Síðan hætti ég þessu en hugsaði mér að taka þetta upp aftur á „Kántrý 2“ til til- breytingar og til að undirstrika kántrýstemmninguna. Ég tók mig til í haust og byrjaði að æfa mig á þessu.“ - Eitt lagið ber nafnið „Kántrýbær“, væntanlega þá í höfuðið á veitingastað þínum á Skagaströnd? „Já, mér fannst ágætt að tengja þetta svona saman því nafnið á „Kántrýbæ“ kom til vegna „Kántrý 1“ plötunnar." Við grípum hér niður í text- ann við lagið „Kántrýbær“. Út við ysta sæ er óskastaður þinn. Komdu í Kántrýbæ, komdu og líttu inn. - Ætlar þú að fylgja plötunni eftir t.d. með því að ferðast um landið og koma fram? „Ég hef verið í Reykjavík að undanförnu og komið fram á Broadway og í Hollywood. Mig langar til þess að fara með þetta um landið og skemmta en það er ýmsum vandkvæðum bundið. En það er áhugi fyrir því og hver veit nema svo verði. Undirtektir hér fyrir sunnan hafa verið frábærar, og t.d. í Broadway voru þær alveg guð- dómlegar." - Þú gefur plötuna út sjálfur, er það ekki mikið fyrirtæki? „Já, ég ber allan kostnaðinn og ég tek mikla áhættu. „Kántrý 2“ kostaði mig t.d. mikinn hjartslátt því hún er komin langt fram úr kostnaðar- áætlun. Ég vona bara að fólkið taki þessu vel og hjálpi mér að komast yfir þennan bagga með því að kaupa plötuna." Framburður Glerár kemur í góðar þarfir i,Þetta hefur verið gert af og tfl í mörg ár,“ sagði Stefán Stefánsson verkfræðingur Ak- ureyrarbæjar er hann var spurður um efnistöku í svo- kölluðum „rafveitudammi“, lóninu ofan við gömlu stífluna í Glerá. Þar voru starfsmenn Akureyr- arbæjar að ýta upp efni og keyra burt til uppfyllingar vegna fram- kvæmda við höfnina og víðar í bænum. „Þetta er mjög gott efni,“ sagði Stefán, „möl og sandur kemur ofan af Glerárdal og aðskilur sig er það kemur í „damminn" þannig að fínna efn- ið sest neðst og grófa efnið er ofar, svo þetta er mjög þægilegt." Það á að endurnýja stífluna í lítið breyttri mynd en það er óvíst hvenær framkvæmdir hefjast. „Stíflan kemur að mjög góðum notum. Hún stöðvar framrennsli jarðefna sem við svo aftur notum auk þess kemur hún í veg fyrir klakastíflur sem annars mynduð- ust neðar í ánni, sem svo breytti farvegi árinnar og gæti það valdið verulegum skaða auk þess sem stíflan hefur sögulegt gildi sem fyrsta rafstöð Akureyringa," sagði Stefán Stefánsson að lokum. Starfsmenn Akureyrarbæjar notuðu stórvirkar vinnuvélar við efnistöku úr rafveitudamminum. ♦ ... fc* i* ** w íslensk lambalifur er einhver hollasti matur sem völ er á: - Hún er bætiefnaríkari en flestar ef ekki allar matvörur aðrar. - Hún er ein besta A vítamínuppspretta sem þekkt er. - Hún er einkar fitulítil og því fyrirtaks megrunarfæði-ekki síst tilliti til þess hve auðug hún er af nauðsynlegum bætiefnum og - hún er að auki rík af járni, kopar, fólasíni og B12 vítamíni. FRAMLEIÐENDUR 10. ma( 1983- DAGUR- 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.