Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 9
ADALFUNDUR KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA - AÐALFUNDUR KAUPFÉLAGS EYFIRDINGA - AÐALFUNDUR KAUPFÉLAGS EYFIRDINGA Viðunandi rekstursár og traustur efnahagur Aðalfundur Kaupfélags Ey- fírðinga 1983 var haldinn í Samkomuhúsinu á Akureyri dagana 6. og 7. maí sl. Eins og endranær var mæting mjög góð á fundinum, eða 238 fulltrúar af 254, sem rétt áttu til fundarsetu. Meginat- riðin varðandi rekstur og afkomu félagsins á síðasta ári eru þau, að þegar á heildina er litið má segja að árið 1982 hafí verið Kaupfélagi Eyfirð- inga viðunandi rekstursár. Félagið er gert upp með hagnaði og efnahagurinn er traustur. Hjörtur E. Pórarinsson, stjórnarformaður félagsins, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar og síðan fjallaði Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, ýtarlega um rekstur og stöðu félagins. Valur Arnþórsson sagði m.a. í ræðu sinni að þegar á heildina væri litið mætti segja að árið 1982 hafi verið Kaupfélagi Ey- firðinga viðunandi rekstursár. Félagið hafi verið gert upp með hagnaði og efnahagurinn væri traustur. Það valdi hins vegar áhyggjum að verslun félagsins var rekin með halla á árinu 1982. Þá hafi það einnig valdið vonbrigðum að iðnaðurinn var með hallarekstur á árinu og einnig þjónustustarfsemin. Fiskvinnslan skilaði hins vegar umtalsverðum afgangi og sagði Valur að hún væri hornsteinn- inn í hagnaði félagsins á árinu. Sú stefna félagsins á undanförn- um árum að halda fiskvinnslu- fyrirtækjunum í fremstu röð skili nú góðum árangri, þegar á bjáti á öðrum sviðum. Valur sagði einnig að nú væri unnið að því að rétta við rekstur verslunarinnar með aukinni hagræðingu og væntu menn verulegra úrbóta áður en langt um líður, en hins vegar væri við ramman reip að draga á samdráttartímum í þjóðfé- laginu. Einnig kom fram í ræðu kaupfélagsstjóra að þrátt fyrir þessa erfiðleika í verslunar- rekstrinum hefði tekist að veita félagsmönnum verulegan afslátt frá heimiluðu vöruverði. Með afsláttarkortum, verðlækkun frá leyfilegu verði í Kjörmark- aði á Akureyri og með því að taka á sameiginlegan reksturs- kostnað flutningskostnað til úti- búanna í firðinum hafi félaginu tekist að lækka vöruverð um samtals 4,4 milljónir króna, en þar af nam verðlækkunin í kjörmarkaði 2,9 milljónum. Valur Arnþórsson sagði að auk annars mætti þetta teljast við- unandi árangur samvinnustarfs á liðnu ári. Heildarvelta Kaupfélags Ey- firðinga að afurðareikningum meðtöldum var 1222,7 milljónir króna á árinu 1982 og hafði vaxið um 54% frá árinu 1981. Er veltuaukning nokkurn veg- inn í samræmi við meðallækkun verðlags milli áranna 1981 og 1982. Að samstarfsfyrirtækjun- um meðtöldum var veltan 1504,9 milljónir króna á árinu 1982 og hafði aukist um 49% milli ára. Laun og launatengd gjöld í aðalrekstri og afurða- reikningum hækkuðu að meðal- tali í svipuðu hlutfalli og veltan. Beinar launagreiðslur félagsins námu rösklega 148,1 milljón króna og að samstarfsfyrirtækj- unum meðtöldum tæplega 187,2 milljónum króna. Félagið er langstærsti launagreiðandi á Eyjafjarðarsvæðinu og einn stærsti Iaunagreiðandi á land- inu. Meðalfjöldi starfsmanna hjá Kaupfélagi Eyfirðinga var á síðasta ári 1003 og fjölgaði því um 59 á milli áranna 1981 og 1982, en 1219 þegar starfs- menn samstarfsfy rirtækj anna eru taldir með og er þá miðað við slysatryggðar vinnuvikur. Á liðnu ári innheimti kaupfél- agið söluskatt fyrir ríkið að fjárhæð 39,1 milljón króna en opinber gjöld sem færast á rekstur og afurðareikninga námu samtals 3,5 milljónum króna. Félagið greiddi 0,5 mill- jónir króna í vörugjald. Hagnaður varð á reksturs- reikningi að fjárhæð 1,8 millj- ónir króna og hafa þá verið færð til gjalda að fullu reiknuð gengisálög og verðbætur á aðfengnu lánsfé, en einnig færð tekjufærsla að fjárhæð um 20,9 milljónir kr. Aukaafskrift vöru- birgða hefur verið hækkuð um 2,8 milljónir kr., allar venjuleg- ar fyrningar reiknaðar að fullu eftir ákvæðum skattalaga og ófrádráttarbær opinber gjöld að fjárhæð 1,6 milljónir kr., þ.á.m. eignaskattur upp á 1,4 milljónir, skulduð á reksturinn. Fjármunamyndun í rekstrinum var 46,2 milljónir kr., en var 23,5 milljónir árið 1981, þannig að fjármunamyndun hefur auk- ist hlutfallslega mjög mikið. Efnahagur félagsins er sterkur. Eigið fé og stofnsjóðir voru í árslok 387,5 millj. kr. og hafði aukist um 55,4% frá árslokum 1981. Veltuhlutfall var í árslok 1982 heldur hagstæðara en í árslok 1981, en greiðslustaðan má þó ekki þrengri vera. Fjárfestingar á árinu 1982 voru mjög miklar, eða samtals rúmlega 37 millj. kr. en að frádreginni sölu á eignum nam nettófjárfestingin 30 millj. kr. Margir ánægjulegir áfangar náðust í framkvæmdum félags- ins. Nýtt verslunarhús var opn- að á Grenivík, nýtt húsnæði var tekið í notkun á Óseyri fyrir véladeild félagsins og myndar- leg kjörbúð opnuð í verslunar- miðstöðinni við Sunnuhlíð á Akureyri. Lokið var 1. áfanga viðbyggingar við sláturhús fé- lagsins á Akureyri og tekin í notkun lausfrystitæki í frysti- húsum á Dalvík og í Hrísey jafnframt mótunarvél fyrir fiskflök, en þar er um merka nýjung að ræða. Hafin var bygging frystiklefa við Kjötiðn- aðarstöðina og haldið áfram viðbyggingu við frystihúsið í Hrísey. A árinu 1983 hefur stjórn félagsins ákveðið að draga úr fjárfestingum. Þó verður reynt að ljúka þeim framkvæmdum sem í gangi voru og ekki tókst að ljúka á síðasta ári. Ennfremur verður reynt að sinna nauðsynlegustu endurnýjun véla og tækja, auk þess sem ráðist verður í nokkrar aðrbærar nýjungar, eftir því sem aðstæður leyfa. Stofnsjóðir félagsmanna námu í árslok 18,9 millj. kr. og höfðu hækkað um tæplega 4,9 milljónir króna. Samþykkt var tillaga stjórnar um ráðstöfun tekjuafgangs, en þær fela m.a. í sér að greiddur verði arður af viðskiptum fé- lagsmanna við Stjörnuapótek samtals 200 þúsund krónur, reiknaðir verða 5% viðbótar- vextir af innistæðum á stofn- sjóði félagsmanna þannig að þeir nema 47% á síðari hluta ársins 1982, í menningarsjóð KEA leggjast 200 þús. kr., framlag til framkvæmda við endurhæfingastöð Sjálfsbjargar að fjárhæð 100 þús. kr. og framlag til eflingar Lífeyrissjóðs KEA 1 milljón króna. í skýrslu stjórnar Menningarsjóðs KEA kom fram að nýlega hefur verið ákveðið að úthluta 10 styrkjum að fjárhæð samtals 150 þúsund krónur til ýmiss konar menning- ar- og félagsstarfsemi á félags- svæði KEA. Á aðalfundi KEA flutti Egg- ert Ágúst Sverrisson, fulltrúi forstjóra Sambandsins, sérmál fundarins um fjárhagsmál sam- vinnuhreyfingarinnar og skóla- stjóri og tveir kennarar Sam- vinnuskólans að Bifröst héldu námskeið fyrir aðalfundarfull- trúa um samvinnumálefni. Úr stjórn kaupfélagsins áttu að ganga Arnsteinn Stefánsson, Valgerður Sverrisdóttir og Þor- steinn Jónatansson. Þau voru öll endurkjörin. Ragnar Stein- bergsson var endurkjörinn endurskoðandi og Steingrímur Bernharðsson varaendurskoð- andi félagsins. Þá var Kristján Einarsson frá Djúpalæk endur- kjörinn í stjórn Menningarsóðs KEA. Loks var lýst kjöri fulltrúa á aðalfund Sambands 'slenskra samvinnufélaga. Hjörtur E. Þórarinsson, stjórnarformaður KEA: Farsælast að halda sem jöfnustum hraða Hjörtur E. Þórarinsson. í upphafí aðalfundar KEA gat Hjörtur E. Þórarinsson, stjórnarformaður þess, að árið 1982 hafí verið merkisár í sögu samvinnuhreyfíngar- innar, sem þá hafí átt 100 ára afmæli. Hjörtur sagði m.a. að hið liðna ár hafi verið sambland af blíðu og stríðu og vera megi að árið 1982 teljist til þeirra ára þegar blíðviðri var hvað minnst Hluti aðalfundarfulltrúa. Mynd: gk rekstrarlega séð. Hann minntist síðan nokkurra félaga sem látist höfðu frá síðasta aðalfundi, þeirra Brynjólfs Sveinssonar, fyrrum kennara og stjórnarformanns KEA, Jóns Hjálmarssonar, bónda í Villingadal og stjórnarmanns í KEA, Arthúrs Guðmunds- sonar, innkaupastjóra, Hauks P. Ólafssonar, sláturhússtjóra, og Baldurs Halldórssonar frá Hvammi, sem starfaði á aðal- skrifstofu. Einnig hinna sem iátist höfðu en verið í minna áberandi störfum en unnið frá- bær störf í þágu félagsins. í skýrslu stjórnar, sem Hjört- ur flutti, kom fram að fjárfest- ingar hafi dregist verulega saman á síðasta ári miðað við fyrra ár að magni til vegna erfiðs rekstursástands. Verkefni tengd verslun hafi verið fjár- frekust en áhersla var lögð á þær framkvæmdir eftir að fram- kvæmdum lauk við Mjólkur- samlagið. Hjörtur sagði í lok ræðu sinnar að árið 1983 virtist ætla að verða miklu meira vandræða- ár en fyrirrennari þess, kreppu- boðar væru allt um kring og menn mættu ekki reisa sér hurðarás um öxl. Því væri óhjákvæmilegt að draga úr og farsælast væri að haida sem jöfnustum hraða. í ræðu sinni gat Hjörtur E. Þórarinsson um helstu fram- kvæmdir sem fyrirhugaðar eru á þessu ári, en áætlað er að framkvæma fyrir 23.485 krónur, sem skiptist á 20 liði. Hæstu framkvæmdaliðirnir eru lokafrá- gangur við nýbyggingu frysti- hússins í Hrísey kr. 1.688 þúsund, lúkning frystigeymslu við Kjötiðnaðarstöðina kr. 635 þúsund, mjólkurtankbifreið kr. 2 milljónir, olíutankbifreið 800 þúsund, kaup á tölvutækjum 750 þúsund, frágangur á starfs- mannasal Starfsmannafélags Kaupfélags Eyfirðinga kr. 750 þúsund, frágangur á timbur- vinnslu Byggingarvörudeildar að Óseyri 1 kr. 1.548 þúsund, skipakaup fyrir Hrísey (Ólafur Magnússon) kr. 2,5 milljónir, fóðurkögglunarvélar og -tæki kr. 4 milljónir, samvalsvél fyrir fiskiflök í frystihúsið á Dalvík kr. 1 milljón, mótunarvélar fyrir flök vegna frystihúsanna á Dalvík og í Hrísey kr. 2 milljónir, undirbúningur fyrir verslunarhús á Dalvík 1,5 millj- ón krónur og breytingar á skrifstofum í höfuðstöðvum á Akureyri 2,5 milljónir kr. Stærsti fjárfestingarliðurinn undir 500 þúsund krónum er svo áhaldakaup fyrir bílaverk- stæðið á Dalvík að fjárhæð 450 þúsund. Flestar fjárhæðirnar eru miðaðar við verðlag í ársbyrjun. Stjóm Kaupfélags Eyfirðinga ásamt kaupfélagsstjóra. T.f.v. Sigurður Jósefsson, Þorsteinn Jónatansson, Valgerður Sverrisdóttir, Amsteinn Stef- ánsson, Gísli Konráðsson, Sigurður Óli Brynjólfsson og Hjörtur E. Þórarinsson og lengst t.v. er Valur Arnþórsson. Myndir: H.Sv. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri: Þjóðarnauðsyn að draga úr verðbólgunni Starfsmenn fundarins vora Haukur Halldórsson og Jón Helgason fund- arstjórar, Borghildur Einarsdóttir og Jóhann Ólafsson ritarar og bókari fundarins var Árni Haraldsson. Menningarsjóður KEA: 10 styrkir að fjár- hæð 150 þús. kr. Á aðalfundi KEA var til- kynnt hverjir hefðu hlotið styrki úr Menningarsjóði KEA, en að þessu sinni var úthlutað 10 styrkjum að fjár- hæð kr. 150 þúsund. Þeir sem styrki hlutu að þessu sinni voru Páll Jóhannes- son, tenorsöngvari, vegna söng- náms kr. 15 þúsund, Passíukór- inn á Akureyri vegna flutnings stærri tónverka 15 þúsund krónur, vegna Árbókar hrepp- anna vestan Akureyrar 10 þús- und kr., Gyða Þuríður Hall- dórsdóttir vegna söngnáms 15 þúsund kr., Guðrún P. Guð- mundsdóttir vegna myndlistar- náms kr. 15 þúsund, Birgir Helgason vegna útgáfu eigin tónsmíða 10 þúsund, Tónlistar- félag Dalvíkur vegna hljóðfæra- kaupa kr. 15 þúsund, Styrktar- félag vangefinna vegna bygging- ar sundlaugar við Sólborg kr. 25 þúsund, Margrét Jónsdóttir vegna náms í listiðnaði kr. 15 þúsund, Tónlistarfélag Akur- eyrar vegna 40 ára afmælistón- leika kr. 15 þúsund. í lok ræðu sinnar á aðalfund- inum fjallaði Valur Amþórs- son, kaupfélagsstjóri, m.a. um efnahagsástandið í þjóð- félaginu. Hann sagði m.a.: „Góðir fundarmenn. Ég lýk nú senn þessari skýrslu minni. Ég talaði áðan um þörfina á úr- bótum í rekstri félagsins þar sem hallarekstur var á síðasta ári. Ég vil leggja mikla áherslu á þörfina fyrir þessar úrbætur en er um leið ljóst að við mjög ramman reip er að draga að bæta reksturinn, þegar sam- dráttur er í efnahagslífinu og svo alvarlegar blikur á lofti sem nú ber raun vitni um. Verð- bólguhraði er nú talinn vera um 80% miðað við 12 mánaða tímabil. Fjármagnskostnaður mun því vaxa hraðfara. Sam- dráttur í verslun og viðskiptum á væntanlega eftir að verða enn meiri en þegar er orðið. Þar verður að taka mið af þeirri hörmulegu staðreynd að þjóð- artekjur dragast mikið saman um þessar mundir. Framleiðsla sjávarafurða minnkaði um 13% á síðasta ári en jókst árið áður um 1,5%. Á árunum 1976-1980 jókst framleiðsla sjávarafurða að jafnaði um 12,7% á ári og má af því sjá þau gífurlegu um- skipti sem verða þegar fram- leiðslan minnkar um 13% eins og var á árinu 1982. Afleiðingar láta ekki á sér standa. Þjóðar- framleiðslan dróst saman á síð- asta ári um 2%, saman borið við 1,6% aukningu á árinu 1981 og 3,9% aukningu á árinu 1980. Til viðbótar rýrnuðu svo við- skiptakjör á árinu 1982 um 1,5% þannig að þjóðartekjur rýrnuðu um 2,3%. Er það í fyrsta skipti síðan 1975 að þjóð- artekjur og þjóðarframleiðsla minnkar. Við þær ytri aðstæður sem þessar tölur endurspegla má ljóst vera hvílíkum erfið- leikum það verður bundið að laga umtalsvert rekstur fyrir- tækja á Islandi á næstu mánuð- um og misserum. Því miður er Valur Amþórsson. ekkert útlit fyrir að ytri aðstæð- urnar lagist að nokkru marki á næstunni. Þorskaflinn minnkaði um 19% á síðasta ári miðað við 1981 og heldur áfram að minnka. Vertíð hefur víðast brugðist nú í vetur. Víxlgangur kaupgjalds og verðlags heldur áfram óhindraður og engin sam- staða hefur enn náðst um að draga úr þeim víxlverkunum en slíkt þarf óhjákvæmilega að gera án þess þó að skerða kjör. hinna lægst launuðu um tugi prósenta. Áframhaldandi verð- bólguþróun tæmir rekstursfé fyrirtækjanna og útlánagetu bankanna á nokkrum mánuð- um og atvinnuleysi hlýtur þá að blasa við. Ekki batnar þá að- staða til að laga rekstur fyrir- tækja og ekki batnar þá aðstaða til sköpunar nýrra atvinnutæki- færa til þess að sporna við atvinnuleysi. Það er gífurlegt hagsmunamál launafólks í land- inu að verðbólguhjólið verði stöðvað sem allra fyrst. Enginn er bættari með fleiri verðbólgu- krónum og þjóðarútgjöldin verður að samhæfa þjóðartekj- unum eins og hvert heimili verður að haga útgjöldum eftir tekjum. Það er því þjóðarnauð- syn að hanskarnir verði dregnir fram og lamið rækilega á verð- bólgunni, kannski ekki til þess að sigra hana á rothöggi í fyrstu lotu en þó a.m.k. til.að sigra hana á stigum ekki síðar en í fjórðu eða fimmtu lotu. Liggi hún ekki á gólfinu þá er mikil hætta á að atvinnulífið bresti út- hald til þess að standa af sér síðari lotur. Ég lýk nú skýrslu minni, góð- ir fundarmenn. Um leið og ég þakka stjórn félagsins mjög gott samstarf á síðasta ári, svo sem jafnan áður, vil ég nota tæki- færið til að þakka starfsfólki fé- lagsins ánægjulegt samstarf og vel unnin störf á árinu 1982. Jafnframt þakka ég fé- lagsfólkinu og öðrum viðskipta- vinum félagsins samstarfið á ár- inu 1982.“ 8 - DAGUR - 10. maí 1983 10. maí 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.