Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 16

Dagur - 10.05.1983, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 10. maí 1983 RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI Slys, innbrot og ölvun voru þau mál sem Iögreglan á Akureyri þurfti að hafa af- skipti af um helgina. Mjög haröur árekstur varð á laugardagskvöldið á gatnamótum Höfðahlíðar og Skarðshlíðar. Tvær fólksbifreiðar rákust saman og voru þrír farþegar þeirra fluttir í sjúkrahús, en reyndust minna slasaðir en áætlað var í fyrstu. Báðir bílarnir voru óöku- færir. Að sögn lögreglumanna er maímánuður mesti slysamánuður á Akureyri og er aldrei of varlega farið. F>ess vegna hefur lögreglan tekið radarinn góða í gagnið. Eru ökumenn hvattir til að fara varlega þvf þeir hjá lögreglunni vilja hafa afskipti af sem fæstum, en þó hafa nokkrir verið teknir fyrir of hraðan akstur. Kemur það við pyngju margra því sektir eru allháar. Svo má minna á að þeir sem ekki hafa farið með bílinn í skoðun mega búast við því að þeir verði stöðvaðir og bílarnir jafnvel teknir úr umferð því óvenju mikill dráttur hefur verið á því að fólk fari eftir settum reglum í þessu efni. Þá hefur einhver eða einhverjir farið inn í gömlu afgreiðslu Stefnis við Strandgötu. Þar hafa þeir gert sér lítið fyrir og brotið og bramlað gömul húsgögn, síma og fleira. Skemmdir eru miklar. „Bæjarstjórn hefur sofið á verðinum“ - segir Guðmundur Ómar Guðmundsson formaður Trésmiðafálags Akureyrar „Það bendir flest til þess að um 20 smiðir verði atvinnu- lausir 1. júní þar sem atvinnu- rekendur þeirra sjá ekki fram á verkefni,“ sagði Guðmundur Ómar Guðmundsson formað- ur Trésmiðafélags Akureyrar í samtali við Dag. „Þetta er í samræmi við þá þróun sem verið hefur, því á undanförnum þrem árum hafa um 25 manns hætt í iðninni árlega,“ sagði Guðmundur. „Flestir þerra hafá horfið að öðrum störfum, en því miður eru einnig dæmi þess að þeir hafi flutt í burtu. í september sl. var 56 starfsmönnum í byggingariðn- aði sagt upp störfum. Þar af hafa 46 hætt. Þar eru verkamenn í stórum hluta en iðnaðarmenn hafa gengið inn í þeirra störf. Það er einnig uggvænleg þróun að fyrirtækin taka ekki inn nema. Núna eru á milli 20 og 30 nemar á samningi, en það er svipaður fjöldi og útskrifaðist árlega áður. Þar við bætist að margir þeirra sem horfið hafa úr iðninni á undanförnum árum eru nýútskrifaðir sveinar. Þeir ljúka náminu, taka sveinsprófið, en hverfa síðan til annarra starfa.“ - Hvað er til ráða til að snúa þessari þróun við? „Ég hef enga patentlausn sem breytir þessu í einni svipan. Aukning í byggingariðnaði verð- ur ekki nema sem afleiðing af uppgangi í öðrum atvinnugrein- um. Nú er ekki um slíkt að ræða, þannig að fólk flytur frekar burtu úr bænum en til hans. Þess vegna er ekki þörf fyrir fleiri íbúðir. Ég tel að bæjarstjórn hafi sofið á verðinum, því frá henni hefur enginn hvati komið til að velta upp nýjum atvinnumögu- leikum. Á sama tíma eru í fullum gangi athuganir á steinull- arverksmiðju á Sauðárkróki og pappírsverksmiðju á Húsavík sem bæjarstjórnir þessara staða hafa haft forgöngu um. Þá finnst mér það til stórrar vansæmdar fyrir ríki og bæ að finna megi dæmi þess að ekki er einu sinni athugað hvað íslenskur iðnaður hefur fram að færa þegar keypt eru húsgögn í skóla og stofnanir. Þetta sannaðist best varðandi Verkmenntaskólann," sagði Guðmundur Ómar Guðmunds- son í lok samtalsins. Þessa vænu bleikju veiddi Einar Long í Stokkahlaðahyl í Eyjafjarðará á sunnudaginn. Hún var 4É2 pund og lengdin reyndist vera 59 sm. Einar sagði að menn hefðu jafnvel orðið varir við lax á þessum slóðum svo að von væri á góðri veiði er veiðitíminn hæfist fyrir alvöru. Mynd: GEJ Vöruflutningabílstjórar: Greiða fullan þungaskatt þrátt fyrir þungatakmarkanir - og hugleiða nú málsókn á hendur ríkinu „Okkur fínnst ansi hart að þurfa að greiða fullan þunga- skatt á meðan þungatakmark- anir eru á vegunum, þannig að við getum ekki nýtt þessi dýru tæki nema kannski að einum þriðja hluta. Bílstjórar eru nú að hugleiða að láta reyna á þetta mál fyrir dómstólum“, sagði Sigurður Jónasson, sem ekur vöruflutningabfl milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur, í viðtali við Dag. „Við gerum okkur að sjálf- sögðu fulla grein fyrir því að nauðsynlegt er að setja þunga- takmarkanir á vegi svo þeir eyðileggist ekki, meðan ástand þeirra er eins og það er í dag. í fyrra voru þungatakmarkanir á vegum í samtais á elleftu viku og allan tímann vorum við að greiða fullan þungaskatt. Ég kem 12 tonnum af vörum í bílinn og 7 tonnum í kerru eða samtals 19 tonnum, en riú fæ ég ekki að fara með nema samtals 6 tonn, 4 í bílnum og 2 í kerrunni og greiði alltaf mínar 4,16 krónur á kílómetrann í þungaskatt. Ég greiði t.d. skatt af kerrunni miðað við 10 tonna flutningsgetu en ef kerrur taka undir 6 tonnum þarf ekki að greiða þungaskatt- inn. Meðan þungatakmarkanir eru flyt ég langt undir þessum 6 tonnum og greiði samt fullan skatt miðað við 10 tonna flutning. Og við höfum ýmislegt fleira út á þessar reglugerðir að setja“, sagði Sigurður Jónasson. Mjög mikil óánægja hefur verið meðal bílstjóra um nokk- urra ára skeið vegna þessa máls og nú eru líkur á að farið verði í hart. Lesið var af mælum bílanna við upphaf takmarkana nú í vor og afturs verður lesið af þeim við lok þeirra, þannig að það ætti að vera á hreinu hvað ekið hefur verið mikið á hálfum afköstum eða minna, ef til málshöfðunar kemur. HRINGORMUR í ÝSU OG KARFA Eins og kunnugt er hefur hringormur í þorski valdið miklum spjöllum og ómældum kostnaði vegna hreinsunar. Hingað til hefur hringormur nær eingöngu verið bundinn við þorsk en nú telja menn sig sjá þess merki að fleiri fískteg- undir séu að koma inn í myndina sem hýslar fyrir hringorminn. Að sögn sjómanns á togara, sem Dagur ræddi við, hefur nú á síðustu misserum orðið vart hringorms í holdi ýsu, karfa og jafnvel lúði, en auk þorsks hefur ufsi verið hýsill fyrir hringorminn þó í minna mæli hafi verið. Hringormurinn klekst út í iðrum sels og setja menn aukningu hringorms í beint samband við mikla fjölgun sela hér við land. ra la HMJ • Skilið hækjunum Endurhæfingarstöðin á Bjargi hefur til umráða nokkra tugi setta af armstöf- um sem líka eru nefndir hækjur. Þessi hjálpartæki eru lánuð tii þeirra sem á þurfa að halda en það vill gleymast að skila armstöfunum þegar viðkomandi hefur ekki lengur not fyrir þá. Þetta verður til þess að endurhæfingarstöð- in stendur stundum uppi armstafalaus, þannig að þeir sem á þeim þurfa virkilega að halda geta ekki notið þeirra. Þannig er ástandið núna. Þess vegna er hér með skor- að á trassana að skila arm- stöfunum strax. • Viljum islenskt Að undanförnu hefur verið haldið uppi miklum áróðri fyrir íslenskri framleiðslu, m.a. hér í Degi. Þetta hefur borið árangur, a.m.k. getum við nefnt eitt dæmi því til staðfestingar. Á dögunum voru keyptir nýir stólar í fé- lagsmiðstöðina í Glerár- skóla. Þegar ungligarnir ætl- uðu að tylia sér á þessar nýju mublur ráku þeir augun í áletrunina „Made in Denmark" á stólunum. Þar með fóru krakkarnir ( stræk og sögðust ekki setjast ( þessa dönsku stóla, þar sem hægt væri að fá jafngóða, ef ekki betri stóla frá íslenskum framleiðendum. • Krati hér en íhald þar Tvær nefndir eru starfandi vegna Verkmenntaskólans á Akureyri. Önnur hefur með byggingarframkvæmdir að gera og hefur verið starfandi í nokkur ár. Þar er Bárður Halldórsson meðal nefndar- manna sem fulltrúi Alþýðu- flokksins. Önnur nefnd hefur verið sett á laggirnar fyrir skömmu sem sjá skal um stjórnun skólans. Þar er Bárður líka meðal nefndar- manna en sem fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Hann hafði sem sé stokkið frá borði hjá krötum yfir til íhaldsins á þeim mánuðum sem liðu milli þessara nefndaskipana. Áhuginn hendi fyrir Kylfingar þeir sem sáust ösla snjó á Jaðarsvelli á Akureyrí um helgina verða ekki sakað- ir um áhugaleysi á íþrótt sinni. Þar þvældust þeir fram og aftur ( sköflunum í leit að hvítu kúlunum sfnum og var spaugilegt að fylgjast með þeim. Besti útbúnaður tlt golfieiks á Jaðarsvelli um þessar mundir eru klofstfgvél og rauðar eða svartar golf- kúlur og er þungt í mörgum kylfingum yfir því hversu seinn völlurinn ætlar að verða til að þessu sinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.