Dagur - 13.05.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 13.05.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 110 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRIKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJANSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÓRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Breyting á útgáfu Ákveðið hefur verið að breyta útgáfudögum Dags, þannig að í stað þess að blaðið komi út á þriðjudög- um, fimmtudögum og föstudögum mun það eftir- leiðis koma út á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Þessar breytingar eru fyrst og fremst miðaðar við að auka þjónustu við lesendur og við- skiptavini blaðsins, en með þeim vinnst ýmislegt. Með blaði útgefnu á mánudegi er hægt að vera með ferskara og nýrra efni. Ennfremur kemur blaðið út með jafnara millibili með þessum hætti. Þá má geta þess að eins og samgöngum er háttað á Norðurlandi verður þessi breyting á útgáfudögum til þess að blaðið kemst fyrr til lesenda utan Akur- eyrar, en samgöngur hafa staðið dreifingu blaðsins nokkuð fyrir þrifum. Þá má vænta þess að þessi breyting komi auglýsendum til góða þar sem nú verður hægt að auglýsa fyrir heila viku í senn. Síð- ast en ekki síst auðveldar þessi breyting frekari þróun í útgáfumálum blaðsins. Dagur væntir þess að þessi breyting falli lesend- um og viðskiptavinum vel í geð og óskar áframhald- andi góðs samstarfs sem leitt gæti til betra blaðs og aukinnar þjónustu. Að hleypa lausu eða lögfesta Þegar þetta er skrifað er ætlað að úrslitastundin sé að nálgast í stjórnarmyndunarviðræðum þeim sem Geir Hallgrímsson hefur haft með höndum. Við- ræður hafa einkum verið milli Sjálfstæðisflokks ann- ars vegar og Framsóknarflokks og Alþýðuflokks hins vegar. Alþýðubandalagið virðist með afstöðu sinni til mála hafa útilokað allt samstarf um leiðir í efnahagsmálum og af þeim sökum einangrast frá umræðunum um stjórnarmyndun. Þegar ljóst var að ekki yrði gengið að kröfu Alþýðuflokksins um að hann fengi forsætisráðherra í hugsanlegri stjórn kaus flokkurinn að hætta öllum umræðum við hina tvo. Lokaskrefið í viðræðum Geirs Hallgrímssonar snertir því aðeins Sjálfstæðis- flokkinn og Framsóknarflokkinn. Grundvallarskoðanamunur er milli þessara tveggja flokka um hvaða leiðir séu færar í barátt- unni við verðbólguna. Sjálfstæðisflokkurinn vill að öllu verði hleypt lausu og vísitalan tekin úr sam- bandi. Með samninga lausa og erfitt efnahags- ástand má búast við að þetta hefði í för með sér stéttastríð og mikil átök sem hefðu lamandi áhrif á allt þjóðlífið. Er varla við erfiðleikana bætandi. Framsóknarflokkurinn vill að lögfest verði ákveð- ið ferli í verðbólgumálum. Verðbætur og verðhækk- anir verði miðaðar við 8% 1. júní nk., 6% 1. septem- ber, 4% 1. desember og 1. mars á næsta ári og 2% um mitt næsta ár. Önnur atriði hafa lítið verið rædd t.d. hvernig á að bregðast við greiðsluerfiðleikuín fjölda fólks vegna húsbyggingalána. Það sér hver maður að til lengdar getur ekki gengið að verð- tryggð lán hækki stjórnlaust en verðbætur á laun skerðist svo og svo mikið. Dæmi er um 107,5% hækkun lána á einu og hálfu ári og 75% hækkun launa á sama tíma. Það fær ekki staðist til lengdar. baRA; flokK^ innme0 nym f-iöil' upp í þrem stúdíóum í Bretlandi Rætt við Asgeir Jónsson söngvara Baraflokksins M Nestorar akureyrskrar rokktónlistar - Baraflokkurinn - halda innan skamms utan til Bretlands til hljómplötuupptöku. Fyrir- hugaðar eru upptökur í einum þrem stúdíóum í London en upp- tökustjóri verður enginn annar en Þursinn og Stuðmaðurinn Tómas Tómasson. Þykir Tómas einn liprasti upptökustjóri sem völ er á þegar hressileg rokktónlist er annars vegar og ekki er að efa að þessi blanda, Baraflokkurinn + Tómas mun gefast vel. í tilefni að utanför Baraflokksins og væntanlegri plötu, ræddi Dag- ur við Ásgeir Jónsson, söngvara hljómsveitarinnar og var hann fyrst spurður um plötuna. - Við höldum til Bretlands 26. maí næstkomandi og byrjum þá á því að fara í æfingarhúsnæði í þrjá daga áður en plötuupptök- urnar byrja. Á þessu stigi er ekki vitað með vissu um hvaða stúdíó er að ræða en Steinar hf. sem gefa plötuna út vinna í því máli þessa dagana þannig að það ætti að liggja fyrir innan skamms. Tómas Tómasson kemur norður nú einhvern næstu daga og verð- ur með okkur á síðustu æfingun- um fyrir Bretlandsförina, þannig að við ættum að geta mætt vel undirbúnir til leiks, sagði Ásgeir. * Utgáfa í sumar Þess má geta að Tómas kom norður í síðustu viku og var þá viðstaddur „demo-upptökur“ Baraflokksins í Stúdíó Bimbó en þessar upptökur voru liður í undirbúningi Baraflokksins fyrir hinar eiginlegu plötuupptökur. - Það er mjög gott að hafa svona prufuupptökur til að styðj- ast við - bæði fyrir okkur í hljóm- sveitinni og ekki síður fyrir upp- tökustjórann, en það er auðvitað hans hlutverk að benda á hluti sem betur mættu fara og gera til- lögur að breytingum, sagði Ás- geir. - Hvað verða mörg lög á þess- ari nýju plötu og hvenær kemur hún út? - Við höfum verið að vinna með ein 12 lög að undanförnu, flest öll ný af nálinni en það er Grýlumar gerðu góða ferð hingað norður í snjóinn á dögunum. Á laugardagskvöld lék hljómsveilin fyrir troðfullum Freyvangi - 500 manns og brjálæðislega gaman, eins og Ragnhildur Gísladóttir orðaði það, en á sunnudeginum lék hljómsveitin á „fjöl- skylduskemmtun" í Sjallanum og þá kom í Ijós að Grýlumar eru góðar við böm. Það var annars merkilegt hvað Grýlurnar gátu í Sjallanum. Ragga var þegjandi hás - röddin var í Freyvangi - og allar höfðu Grýlurnar átt við flensuna að stríða. Flensan fer ekki í manngreinarálit og svo illa hafðu hún farið með Grýlurnar að Linda, trommuleikari, lá enn fársjúk á Eyrarbakka. í stað hennar höfðu Grýlurnar fengið sér „leppalúða" einn mikinn, Ásgeir „grýlu“ Óskarsson, Þurs og Stuðmann og barði hann húðir af miklum móð. Á efnisskrá hljómleikanna voru lög af nýútkominni plötu Grýlanna, „Mávastell- ið“ og verður ekki annað sagt en að lögin hafi falið „dægilega" í kramið. Sérstaklega átti það við um „Sísí fríkar út“ en þar aðstoðuðu m.a. böm við flutninginn. Hörku rokklag sem er að gera allt vitlaust um þessar mundir. Þess má og geta að hljómsveitin 'k 7 og Bara-flokkurinn komu fram á þessum hljómleikum með Grýlunum og stóðu báðir sig með miklum ágætum. - The Final Cut • Það er undarleg þversögn að á sama tíma og Pink Floyd er viðurkennd ein frumlegasta og fram- sæknasta rokkhljómsveit vorra tíma þá skuli fáir fínna að því að hljóm- sveitin sendi frá sér plötu eins og The final cut. Eina skýringin á þessu viröist í fljótu bragði vera forn frægð, en helvíti má Pink Floyd vera inögnuð hljómsveit ef það er lóðið. The final cut er t'yrsta plata Pink Floyd í nokk- urn tíma eða frá því að „Veggurinn" (The Wall) kom út fyrir nokkrum árum. Eins og á „Veggnum" er tekið fyrir ákvcðið yrkisefni - að þessu sinni eftirstríðs- árin, eða „requiem for the post war dream" eins og það heitir á plötuum- slaginu. Sem sagt enn allt í söguformi að þessu sinni er það bitur maður sem kveður. Það er rétt að geta þess að Richard - ESE 4 - DAGUR - 13. maí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.