Dagur - 16.05.1983, Side 1

Dagur - 16.05.1983, Side 1
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Akureyri, mánudagur 16. maí 1983 Drullugir en ánægðir Sjá bls. 13 ,Okkur er stillt upp við vegg“ - Stjórnarmyndunarviðræðurnar komnar í tímapressu „Ég met stöðuna þannig að Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur geti náð sam- komulagi um myndun ríkis- stjómar fái þeir tU þess tíma,“ sagði Stefán Valgeirsson al- þingismaður í samtali við Dag í morgun. Lárus Jónsson al- þingismaður svaraði sömu spurningu þannig: „Ég vona að það náist samstaða um þingræðisstjórn næstu daga.“ Þingflokkar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hittast í dag og ræða áframhald stjórnar- myndunarviðræðna. Að þeim fundum loknum ætti að verða ljóst hvort flokkarnir halda við- ræðum áfram eða Steingrímur Hermannsson skilar umboði sínu til forseta. „Það er ekki þægilegt að standa í stjórnarmyndunarvið- ræðum við þessar aðstæður. Fyrir það fyrsta hefur flokkum á Al- þingi fjölgað, vandamálin í þjóð- félaginu eru stærri og erfiðari en nokkru sinni áður og í þriðja lagi erum við settir í tímapressu. Okkur hefur verið sagt að ef við verðum ekki búnir að mynda þingræðisstjórn fyrir hvítasunnu grípi forseti til sinna ráða. Það þýðir utanþingsstjórn og það er versti kosturinn að okkar mati,“ sagði einn heimildarmanna Dags sem hefur tekið þátt í stjórnar- myndunarviðræðunum. Aðrir heimildarmenn blaðsins tóku í sama streng í morgun. Flestir þeirra voru sammála um að einkum væru bundnar vonir við að ríkisstjóm Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks yrði að vemleika um miðja vikuna. Eins og málin stóðu í morgun var reiknað með Steingrími Her- mannssyni sem forsætisráðherra en Geir Hallgrímssyni sem utan- ríkisráðherra. Um helgina hafa einnig staðið yfir óformlegar við- ræður um stjórnarsamstarf Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna. Frumkvæðið að þeim viðræðum mun komið frá Alþýðuflokknum. Ekki mun forystuliði Sjálfstæðis- flokksins þykja sá kostur vænleg- ur, þar sem meirihlutinn yrði naumur og liðið sundurleitt. Auk þess mun slíkt stjórnarmunstur mæta andstöðu innan Alþýðu- flokksins vegna sárinda út í Vil- mundarliðið. Alþýðubandalagið hefur ekki verið til viðræðu um annað en skammtímastjórn fram að kosningum í haust. Minni- hlutastjórn hefur hins vegar ekki verið rædd í neinni alvöru enn. „Það er hins vegar alveg Ijóst að við reynum alla möguleika til þrautar áður en við köllum yfir okkur utanþingsstjórn,“ sagði einn heimildarmanna Dags úr röðum sjálfstæðismanna. 66. árgangur Vorsýningu Myndlistar- skólans iýkur í kvöld Vorsýningu Myndlistarskólans á Akureyri lýkur í kvöld, en mikil aðsókn var að sýningunni yfir helgina. Það eru nemendur úr öllum deildum skólans, allt frá fjögurra ára aldri til áttræðs, sem sýna verk sín á þessari sýningu, sem er sú stærsta er skólinn hefur haldið. Nemendur í Myndlistar- skólanum á Akureyri voru í vetur 230 í dagdeildum og á námskeið- um. Kennarar voru 13. - Svo langt sem við sjáum fram í tímann eða fram að næstu helgi, þá sjáum við ekkert nema áframhaldandi norðaustan átt og svipað veð- ur á norðanverðu landinu, sagði Eyjólfur Þorbjörnsson, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands í samtali við Dag í morgun. Að sögn Eyjólfs er spáð norð- austlægri átt um mest allt land næstu daga, með þoku, súld og jafnvel slyddu á Norður- og Norðausturlandi. - Sjórinn úti fyrir er mjög kaldur, sagði Eyjólfur - en það gerir að verkum að hitastigið verður mjög lágt, þetta eitt til þrjú stig. Það verður vafalaust skömminni skárra í innsveitum, sagði Eyjólfur Þorbjörnsson, veðurfræðingur. ’ 53. tölublað Hundur réðist ábíl - Hundeigandinn var tryggður í gær gerðist það við útibú KEA í Höfðahlíð á Akureyri að hundur réðist á bifreið manns sem var að versla þar. Hundurinn stökk á bílinn og rispaði hurð á honum og einnig afturbretti. Eigandi hundsins var þarna nærstaddur og tjáði hann lögreglu sem kom á vettvang að hundurinn væri tryggður og tryggingafélagið myndi greiða skaða bifreiðaeigandans vegna þessa. Bifreið stolið frá Hótel KEA - Bílstjórinn gmnaður um ölvun Bifreið var stolið frá Hótel KEA á laugardagskvöld. Sást til þjófsins þar sem hann ók frá hótelinu og hafði lögreglan fljót- lega upp á honum. Maðurinn hafði þá yfirgefið bifreiðina sem var óskemmd, en hann var grun- aður um að hafa ekið ölvaður. Stálu bréfum úr póstkassa Pósthússins - Höfðu ávísun upp úr krafsinu Fjórir unglingspiltar voru handteknir á Akureyri í gærkvöld. Hafði þeim tekist að ná bréfum úr póstkassa við póst- húsið í Hafnarstræti. í einu bréf- anna var ávísun að upphæð 250 krónur og tókst piltunum að selja hana þótt hún væri útgefin á ákveðið fyrirtæki. Viðtal við Gunnar Egilsson - Sjá bls. 5 HNM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.