Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 2
Hvernig líst þér á göngu Ólafur Svanlaugsson: - Illa, mjög illa. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að hleypa umferðinni aftur í gegn og að það eigi að rífa rakarastofuna sem fyrst. Sigurður Jónsson: - Mér líst mjög vel á göngu- götuna. Pað er a.m.k. gott að geta valsað um hana þegar komið er af skemmtistöðunum án þess að eiga á hættu að verða fyrir bílum. Haukur Tryggvason: - Alveg þokkalega. Göngu- gatan fer skánandi, en mér finnst nauðsynlegt að rífa rakarastofuna og mín vegna mætti rífa allt á milli Útvegs- bankans og Amaró. é Á' S&. Finnur Marinósson: - Það á að opna rúntinn aftur og rífa rakarastofuna. Samúel Jóhannsson: - Mér líst ágætlega á göngu- götuna, en þó vantar meira líf og fjör þar. Það þarf nauðsyn- lega að gera eitthvað til að lífga upp á bæjarbraginn. „Ekki alinn upp við munað og hef alltaf verið nægjusamur" „Ég er bara ánægður þegar ég lít yfir farinn veg og hef ekki yfir neinu að kvarta enda hef ég verið hraustur lengst af.“ segir Ólafur Krist- jánsson aldursforseti á Degi og í Dagsprenti, en Ólafur varð 75 ára sl. laugardag. Hann hefur starfað á Degi í 14 ár, byrjaði á því að bera blöðin á milli húsa í Hafnar- stræti þegar Dagur var prent- aður í húsi því sem hitaveitan er í núna og yfir í aðsetur Dags í Hafnarstræti. Starf hans í dag er léttara, nú stendur hann við prentvélina er hún ryður úr sér blöðunum og raðar þeim í kassa. Þá tekur hann til hendi við ýmislegt sem til fellur í prentsmiðjunni og fellur sjaldan verk úr hendi þann tíma sem hann er á staðnum. - Ólafur er fæddur 14. maí árið 1908 á Möðruvöllum í Saurbæjarhreppi, sonur hjón- anna Kristjáns Friðbjarnar- sonar og Halldóru Benedikts- dóttur. Þau áttu tvö börn, Ólaf og tvíburabróður hans, Áxél. „Foreldrar mínir voru ávallt í lausamennsku og það væri langt mál að telja upp alla þá staði er við bjuggum á,“ sagði Ólafur. Segja má að hann hafi verið á faraldsfæti allt fram til ársins 1915 er hann fluttist að Hraungerði í Hrafnagilshreppi en þar dokaði hann við í 53 ár eins og hann orðaði það. Þá hafði hann misst föður sinn tveimur árum áður en eignaðist stjúpföður í Hraungerði, Jón Hjálmarsson Bergmann. „Þetta voru mikil ferðalög á milli bæja fram að því að ég kom t Hraungerði,“ segir Ólaf- ur. „Foreldrar mínir voru alltaf fátæk og áttu lítið, oftast ekki nema örfáar kindur, það var allt og sumt og þetta var oft erfitt. Er ég hafði verið í Hraungerði í 25 ár tók ég við búi af stjúpföður mínum og bjó þar í 28 ár. Ekki var nú búið stórt, ég var með 5 kýr og annað ekki en Ólafur tekur við blöðunum úr „pressunni“ í Dagsprenti. það nægði mér. Ég hafði ekki verið alinn upp við mikinn munað og hef alltaf verið nægjusamur. En ég fékkst alltaf talsvert við smíðar og nágrann- ar mínir í sveitinni leituðu til mín með ýmis verk sem þeir þurftu aðstoð við.“ - Eftir að Ólafur flutti til Akureyrar vann hann við götu- sópun, hann aðstoðaði við út- breiðslu á Tímanum en lengst af hefur hann helgað Degi krafta sína. En hvað hefst hann aðallega við í frístundum sínum. „Ég hef alltaf haft gaman af vinnu og get ekki hugsað mér að sitja aðgerðarlaus. En ég hef lesið talsvert og hlusta mikið á útvarp. Sjónvarpið höfðar ekki jafn mikið til mín þótt ég horfi alltaf á fréttir og eins á ýmsa þætti. Best líkar mér við þætti eins og „Stiklur“ Ómars Ragn- arssonar sem ég horfi alltaf á.“ - Hefur þú ferðast mikið um landið? „Nei það er ekki hægt að segja það. Ég hef komið í Húnavatnssýslur lengst í vestur- átt og á Siglufjörð og ekki lengra austur en austur fyrir Jökulsá." - Aldrei til Reykjavíkur? „Nei og aldrei langað þangað, ég hef ekkert þangað að sækja.“ Við þökkum Ólafi kærlega fyrir spjallið og samstarfsfólk hans á Degi og í Dagsprenti óskar honum innilega til ham- ingju með hin merku tímamót. „Leirutjörn“ skal hún heita Vemharð Sigursteinsson hringdi og bar fram þrjár fyrir- spurnir: 1. Hvað líður lokun staðarins „Las Vegas“? 2. Er tjörnin vestan Drottning- arbrautar búin að fá nafn? 3. Er almenningi heimilt að veiða í umræddri tjörn? Svar: Við leituðum svara við þessum spurningum. Hvað varðar þá fyrstu vísum við til fréttar á öðr- um stað í blaðinu. Við spurðum marga um nafnið á tjörninni og allir sögðu hana heita „Leiru- tjörn“, enda færi vel á því. Ölafur Ásgeirsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn, taldi ekkert því til fyrirstöðu að bæjarbúar renndu fyrir fisk í tjörninni. atní ÞA© ER -STRANGLECA Bamnað að CANÖA A' VATNINU NEMA í fYLGDi MEÐ FllLLORÐNUM I 1 TJARNARNEFNOIN. i Ekki vitum við hver bar ábyrgð á þessu skondna skilti við „Leirutjörn“. Utibú KEA upp að þjóðveginum? Er það rétt að fyrirhugað sé að flytja útibú KÉA Hauganesi upp að þjóðvegi við Árskóg og hætta jafnframt heimsending- um? Eg svo er hvernig eiga þá eldri íbúar Árskógsstrandar og þeir sem ekki eiga bíl að fá nauðs- ynjar sínar? Mér er spurn? Það er ekki alltaf hægt að níðast á nágrannanum og ekki víst að það sé vel liðið. Ekki ganga gamlar konur frá Árskógssandi og Hauganesi í og úr búð hald- andi á mjólk og öðrum vörum. Er þetta stefna kaupfélagsins í að bæta þjónustu við fólkið. Svar: Þessi fyrirspurn var borin undir Val Arnþórsson, kaupfél- agsstjóra. Hann sagði, að það hefði borist í tal að verslunin á Hauganesi flytjist upp að þjóð- vegi þar sem byggð yrði upp verslun, bensínstöð og biðað- staða fyrir farþega í Hríseyjarf- erjuna. Valur sagði, að Árskógs- deild Kaupfélagsins hefði sýnt þessu máli mikinn áhuga og sér skildist að áhugi væri fyrir því að þarna rísi sameiginleg þjónust- umiðstöð fyrir Hauganes, Ár- skógssand og sveitirnar. En hvernig fyrirkomulag þessarar þjónustumiðstöðvar verður er enn á umræðustigi. 2 - ÐAGUR -16. maí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.