Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 110 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRIKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stéttastríð og almenningur Þegar ljóst var að stjórnarmyndunartilraunir Geirs Hallgrímssonar tækjust ekki var Stein- grími Hermannssyni, formanni næststærsta stjórnmálaflokksins, falið að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Steingrímur taldi sig ekki þurfa langan tíma til að komast að raun um hvort samkomulag næðist. Línur hafa að sjálf- sögðu skýrst í viðræðunum sem Geir stóð fyrir og koma þær umræður til góða á síðari stigum. Lítill tími er til stefnu og forseti ís- lands hefur óskað eftir því að málin liggi ljós fyrir um hvítasunnu varðandi mögulega stjórnarmyndun stjórnmálaflokkanna. Ef slík stjórnarmyndun hefur ekki tekist þá virðist eðlilegt að leita til valinkunnra manna utan þingsins um utanþingsstjórn, sem tekið gæti á þeim brýnu verkefnum sem framundan eru og nauðsynlegt er að takast á við. Það mun hafa komið í ljós í stjórnarmynd- unarviðræðum Geirs Hallgrímssonar, að sjálf- stæðismenn vilja í meginatriðum fara leiftur- sóknarleiðina, sem þeir boðuðu forðum. Þeir vilja afnema vísitöluhækkanir á laun, sleppa öllu lausu og láta aðila vinnumarkaðarins bítast um að leysa verðbólguvandann. Steingrímur Hermannsson hefur bent á að miðað við tillögur sjálfstæðismanna yrði verð- bólgustig milli 40 og 50% um næstu áramót og það væri of mikil verðbólga til að ætla að- ilum vinnumarkaðarins að leysa þau vanda- mál sem óhjákvæmilega fylgja því ástandi. Framsóknarmenn telja að með leiftursókn- arleið eða eins og sjálfstæðismenn kalla það nú, að koma verðbólgunni niður fyrir vexti í einu vetfangi, skapist ófremdarástand á vinnumarkaði, atvinnuleysi verði og veruleg kaupmáttarrýrnun hjá launþegum. Fram- sóknarmenn hafa lagt til að hægar verði farið í sakirnar til að unnt verði að tryggja atvinnu og að kaupmáttur þeirra sem minnst mega sín rýrni ekki. Að fenginni reynslu þýði ekki annað en ákveða fyrirfram með hvaða hætti þetta verð gert og lögfesting verðbótahækk- ana og verðlagshækkana verði ákveðinn. Menn verða að gera sér grein fyrir því að ef til mikilla átaka kemur milli aðila vinnumark- aðarins þá verður með það stríð eins og öll önnur að óbreyttir borgarar fara verst út úr því. Slíkum átökum verður að komast hjá í lengstu lög. Almenningur í landinu kærir sig ekki um átök og hefur ekki bolmagn til að standa í slíkum viðskiptum. Þó fyrirtækin séu illa í stakk búin til að fara út í slíkt stríð þá hefur reynsla sýnt það á undanförnum árum að efnahagsaðgerðir stjórnvalda miðast við afkomu atvinnurekstrarins. Allt tal um að sleppa öllu lausu og láta aðila vinnumarkað- arins bítast um kökuna hlýtur að leiða til skelfilegra hluta sem stjórnvöld verði fyrr en síðar að grípa inn í á ný. - Spjallað við Karl Erlendsson, nýsettan skóla- stjóra við Þelamerkurskóla „Þessi skóU býður upp á mikla möguleika til merki- legs skólahalds. Hér er gott húsnæði, æskileg stærð á skóla, aðbúnaður mjög góður og skólinn getur verið hin mesta fyrirmynd- arstofnun. Þetta eru megin- ástæðurnar fyrir því að ég sótti um þessa stöðu.“ Það er Karl Erlendsson, nýsettur skólastjóri við Þelamerkurskóla, sem hef- ur orðið í viðtali „Dags- ins“. Við gefum Karli orðið áfram: „Auk þess hefur þessi staður upp á marga kosti að bjóða. Hér er maður í sveitakyrrðinni en þarf svo ekki nema rétt suður yfir Moldhaugnahálsinn til að nýta sér kosti þéttbýlisins. En hvort maður er að sækjast eftir mannaforráðum með þessu er svo önnur saga. Ætli það sé ekki frekar áhugi á skólamálum almennt, auk þess sem þetta getur að mörgu leyti verið þægiiegt starf og það er áhuga- vert að mínu mati. Annars stæði maður ekki í þessu. Auk þess var séð hvert ég stefndi þegar námsgreinarnar í Háskól- anum voru valdar, því þá bauð landa- og jarðfræði upp á lítið annað en kennslu að námi loknu. Petta hefur hins vegar breyst núna því landafræðingar eru farnir að fá verkefni við ýmiss konar skipulagsvinnu, auk þess sem leiðir hafa opnast til frekara framhaldsnáms í greininni," sagði Karl. Karl Erlendsson er fæddur 1. september 1949 á Kópaskeri, sonur hjónanna Kristjönu Jóns- dóttur og Erlendar Konráðs- sonar læknis. „Við bjuggum á Kópaskeri til 1956 en þá fluttum við til Akureyrar,“ sagði Karl. „Þar lá leiðin að sjálfsögðu í Barna- skóla íslands, eins og við kölluðum Barnaskóla Akureyr- ar í þá daga, þar sem hann var eini sanni barnaskólinn að okk- ar viti. Ég gekk svo þennan venjulega menntaveg hér á Akureyri með misjöfnum ár- angri eins og gengur. Stúdents- prófi lauk ég frá MA 1970. Eftir það stundaði ég kennslu á Dalvík í eitt skólaár en tók síðan að mér skólastjórn í Borgarfirði eystra skólaárið þar á eftir. Eftir það settist ég á skólabekk á ný og nú til að læra jarð- og landafræði við Háskóla íslands. Jafnframt kenndi ég við skóla í Garðabæ en að dvölinni á höfuðborgarsvæðinu lokinni fór ég austur á Jökuldal og tók að mér skólastjórn á Skjöldólfsstöðum í tvo vetur. Þaðan er konan mín, Ragnhild- ur Skjaldardóttir, og eigum við einn son. Frá Skjöldólfsstöðum lá leiðin aftur til Akureyrar þar sem ég kenndi við Gagnfræða- skólann þar til ég var settur í þessa stöðu sem ég hef nú verið endursettur í. Samhliða kennslunni hef ég undanfarin þrjú ár verið við nám í uppeldis- og kennslu- fræðum við Kennaraháskóla íslands. Lýk ég þaðan prófi í sumar en strangt til tekið hef ég ekki full réttindi til kennslu fyrr en að loknu því námi,“ segir Karl. - Áhugamál skólastjóra? „Já, áhugamálin, þau eru mörg. Fyrir utan að gera upp gamalt hús sem við eigum á Akureyri og hefur nú tekið mestan okkar tíma að undan- förnu hef ég mjög gaman af ferðalögum og hef ferðast talsvert. Ég get nefnt sem dæmi tjaldferðalög um Evrópu, sem við höfum farið í fjórum sinnum, samtals í 18 vikur. En því miður á maður sjaldan aura til að leyfa sér slíkan munað,“ sagði Karl Erlendsson í lok samtalsins. Þclamerkurskóli. Karl Erlendsson. Mynd: GEJ „Pwí miður á maður sjaldan aura til að leyfa sér slíkan munað 4 - DAGUR -:1B. maí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.