Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 6
Sunnudagsmorgunn, almanakið sýnir 15. maí 1983. Það er að vísu í hrópandi andstöðu við það sem augað sér þegar horft er út um gluggann. Alhvít jörð, þoka og súld. Ætlar veturinn aldrei að víkja fyrir sumri og sól? Jú, sennilega er veðrið betra en það var í gær, a.m.k. sýnir Celsíusinn nokkrar plús- gráður. Ég gríp myndavélina og geng út í snjóinn. Fáir eru á ferli utan einstaka barn á kafi í einhverj- um snjóskaflinum. Þau hafa greinilega klæðst því sem hendi var næst og læðst síðan út í snjóinn. Pabbi og mamma lúra trúlega enn á sínu græna. Aður en varir er ég kominn niður fyrir „Bakka“ þar sem eitthvert líf er að finna allan sólarhring- inn. Fuglinn er hávær og slæst um lifrina sem karlarnir í Fisk- iðjusamlaginu henda til þeirra. Petta er barátta um líf og dauða. Þessu lífsgæðakapp- hlaupi fylgir ærandi garg og há- vaði þegar slegist er um ætið. Hrm w Annað áríð í röð sem grásleppan bregst Helgi Héðins er að sýsla við grásleppunetin sín. Hann segir að aflinn sé lítill. „Þetta er ann- að árið í röð sem grásleppan bregst. Það væri ekki standandi í þessu ef eitthvað væri að fá af öðrum fiski,“ sagði Helgi. Sem dæmi um léleg aflabrögð sagði hann að síðustu fimm dagar hefðu gefið 79 grásleppur í 17 net eða minna en eitt stykki í netið. Helgi sýnir mér krabba sem komið hafði í eitt netið. Krabb- inn var alsettur hvössum gödd- um og kannaðist Helgi ekki við að hafa séð svona kvikindi áður. Hann sýnir mér aðra krabbategund, gaddalausa, sem algeng er og oft kemur í netin. Sú tegund veldur oft miklum usla og með sínum hvössu grip- töngum klippir hann netin hreinlega í sundur. 9 Spekingsleg orð féllu um hinn látna En það eru fleiri á ferli þarna á bryggjunni. Einar í frystihús- inu, Jódi í Kirkjubæ, Helgi í Grafarbakka og frú Jóhanna eru nú komin og umræðurnar færast „á hærra plan“. Grafar- bakkahjónin eru komin til að sjá risavaxinn biöðrusel sem lokið hafði lífshlaupi sínu í net- um eins bátsins. Brátt myndaði hópurinn hring um þessa risa- skepnu sem lá þarna á bryggj- unni, ófríður vel. Mörg heim- spekileg orð féllu um hinn látna og auðheyrt var að ýmislegt vissu karlarnir um lifnaðarhætti sela, enda hafa þeir stundað sjóinn mestallt sitt líf. „Ætli hann sé ekki ein 700- 1000 kg?“ „Jú, ég get vel trúað því, hann er óvenju stór.“ Helgi Héðins sem veitt hefur marga seli um dagana hafði orð á því að einhvern tíma hefði spikið af honum þessum þótt brúklegt sem viðbit. „Já,“ segir nafni hans úr Grafarbakka með al- vöruþunga í röddinni, „það er nú liðin tíð. Ekki þýðir að minnsta kosti að bjóða ungu fólki upp á spik nú til dags. Nei, nú er það prins póló og kók sem blífur.“ Hér er Helgi Héðinsson með krabbann ógurlega. Helgi Bjama og Jósteinn Finnbogason vora hressir að vanda. 9 Með ólíkindum hva selurínn getur étið af netafíski Jódi í Kirkjubæ sagði að þetta væri ljót skepna sem minnti sig á kunna persónu úr pólitíkinni sem hann nafngreindi. Brátt hefjast fróðlegar umræður um lifnaðarhætti sela og það mikla tjón sem hann vinnur árlega á fiskistofninum. Fram kom í máli þeirra að það væri með ólíkindum hve mikið selurinn gæti étið af netafiski. Oft kæmi það fyrir að hluti aflans væri meira og minna skemmdur vegna þess að selurinn hefði komist í hann. Selurinn byrjar á því að klippa magann af og éta lifrina. Þá fannst þeim og merkilegt hve mikið af blöðru- og vöðuselskópum hefði komið í net Húsavíkurbáta að undan- förnu. Þar sem þessar tegundir eru sagðar kæpa langt norður í íshafi er það merkilega löng vegalengd sem kóparnir þurfa að synda. ™ Enda báöir á heimavelli Eftir allnokkrar umræður og margar hringferðir um líkið á bryggjunni leysist hópurinn upp. Helgi Héðins fór með krabbann sinn skrýtna upp í verbúð. Hann ætlaði að þurrka hann og eiga. Grafarbakka- hjónin héldu áfram úttekt sinni á menningunni. Ég veit ekki hvað varð um hina tvo. Trúlega hafa þeir tölt þarna um enn um sinn, enda báðir á „heimavelli". Sjálfur rölti ég heim á leið, allmikið fróðari um lifnaðarhætti sela. Dagsmyndir: Þ.B. Blöðruselurinn, sem minnti Jóda í Kirkjubæ á kunna persónu úr pólitík- inm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.