Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 8
„Allan uppi á ég er eftir synd Á skíðum og vélsleðum á Tungnahryggs- jökul Hér er hópurinn í Svarfdælaskarði á leið niður af jöklinum og í baksýn er útsýni niður í Barkárdal en þaðan liggur leiðin niður í Hörgárdal. Úr Barkárdal lá Hólamannavegur um Hólamannaskarð og meðfram bröttum hamravegg. Venjulega var farið niður í Hóla-/Víðinesdal að Hólum í Hjaltadal. Sitt hvorum megin við staðinn sem fólkið er á standa Steingrímur, kenndur við Steingrím Eiðsson, gangnaforingja í Skíðadalsafrétt og Ingólfur, eins og Skagfirðingar nefna hnjúkinn í höfuðið á Ingólfi Nikódemussyni, formanni Ferðafélags Skagfirðinga. Fyrsti gönguspölurinn úr Skíðadal (Almenningsbotni) er uppi í Svarfdælaskarð vinstra megin við Steingrím, yfír fjallsegg á bak við Steingrím og upp aðra brekku, en þ ' blasir við nýr heimur, Tungnahryggsjökull sem skiptist í tvennt um hrygginn. Hópurinn hittist um hádeg- isbil við Kóngsstaði innst í Skíðadal, sem gengur inn úr Svarfaðardal, og þaðan var ætlunin að leggja á jökulinn. Þarna voru hjónin á Tjörn, Hjörtur E. Þórarinsson og Sigríður Hafstað, Jóhanna Skaftadóttir kennari í Árskógi og Sveinbjörn Steingrímsson bæjartæknifræðingur á Dalvík, ásamt undirrituðum, sem voru á gönguskíðum, og svo Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri, Zophonías Jónmundsson frá Hrafnsstöðum og Stefán Hall- grímsson á Dalvík sem voru á vélsleðum. Hjörtur var í rómantíska skapinu sínu, enda sól í heiði og nægur snjór og aðalfundi kaupfélagsins nýlokið, þar sem hann er stjórnarformaður. Hann fræddi viðstadda um staðhætti og fór með vísur m.a. þessa eftir Sigfús mál- fræðing Blöndal: Uppi á fjalli ég uni best yfir höf og lönd þar sést. Fuglar mora fram á sæ senn fer að rjúka á hverjum bæ. Sál mín þyrst í sól og vind svölun fær úr himinlind. Allan sora ég eftir skil uppi á fjalli er synd ei til. Brátt voru allir tilbúnir að leggja af stað. Konurnar ætl- uðu að sitja á sleðunum fyrsta kastið en við þrír hanga aftan í þeim í þar til gerðum taugum. Urrið í vélsleðavélun- um rauf kyrrðina og brunað var af stað. Svona eftir á hefur mér verið sagt að það sé nú kannski ekki heppilegast að öðlast sína fyrstu reynslu af gönguskíðum hangandi aftan í vélsleða á mikilli ferð. Sú varð líka raunin því ekki var ég búinn að hanga aftan í sleðan- um hjá Val nema svo sem 50 metra þegar fyrsta óhappið varð. Ég kútveltist í sólbráðinn snjóinn, bölvaði þessari ein- stöku óheppni og skreiddist á fætur meðan Valur beið þolin- móður. Hreinsaði snjóskaflana innan af gleraugunum, greip þéttingsfast um lykkjuna og aftur var lagt af stað. Þessi blessaði og rómaði göngu- skíðabúnaður dinglaði hálflaus á fótunum, skíðin rásuðu í blautum snjónum og innan skamms var ég kominn í splitt, eða hvað það nú heitir, nokk- uð sem ég gat aldrei í leikfimi. Þannig gekk um hríð og ég heyrði ekki betur en Valur tautaði fyrir munni sér í eitt skiptið: „Hver hefur sinn djöf- Jóhanna á fullri ferð. ul að draga“. Eftir því sem ofar dró í Skíðadal og kólnaði í lofti lagaðist færið og færnin að ráða við þessar mjóu spýtur fór sífellt vaxandi. Svona um það bil sem brekkurnar voru orðnar það miklar að sleðarnir gátu ekki lengur dregið okkur var ég orðinn býsna góður að standa á skíðunum, en titrandi af þreytu. Þá tók við klifur upp nokkuð bratta brekku, sem reyndist auðveldara en á horfðist, því skíðin voru fislétt og meðfæri- leg. Þegar upp á fyrstu brún var komið selfluttu sleðarnir okkur upp að næstu brekku og síðan var hún klifin og viti menn, jökullinn blasti við í allri sinni dýrð, skjannahvítur og rennisléttur á að líta með kletta og dranga allt um kring. Stórkostleg sjón. Sólin skein og ekki bærðist hár á höfði. Hvergi merki mannaferða. Ef ekki var ástæða til að fá sér einn góðan vindil þegar þarna var komið, þá var eins gott að hætta reykingum alveg. Augnaráð sumra ferðafélag- anna, þegar vindlareykurinn leið um kyrrt loftið, gaf ótví- rætt til kynna hvað þeir töldu mér fyrir bestu í þessum efnum. Höfðu meira að segja orð á því hvort ég hefði virkilega ekki séð bannmerkið á brúninni. Nú var ferðinni heitið yfir Tungnahryggsjökulinn í átt að skála sem Ferðafélag Svarf- dæla hefur komið þar upp í um 1250 metra hæð. Skálinn mun vera staðsettur á korti u.þ.b. í R-inu í lok orðsins Tungnahryggur, sem jökullinn er kenndur við. Jökullinn var aflíðandi og hægt að renna sér beint og á viðráðanlegri ferð inn á hann miðjan og þá drógu vélsleðarnir okkur upp í skarð Leiðin frá Kóngsstöðum í Skíðadal að skála Ferðafélags Svarfdæla á Tungnahryggsjökli er um 20 km yfir tvo fjallgarða í nær 1300 m hæð. Skálinn var reistur fýrir rösklega ári síðan en hann var byggður í Svarfaðardal, fluttur í flekum í Skagafjörð og Skagfírðingar sáu svo um að flytja hann upp á jökulinn með jarðýtu og stórum mjólkursleða. A myndinni eru t.f.v. Sveinbjörn Steingrímsson, Valdimar Bragason, Ævarr Hjartarson og Haraldur, sonur hans, Valur Amþórsson, Stefán Hallgrímsson og fyrir framan hann Sigríður Hafstað, Hjörtur E. Þórarinsson, Zophonías Jónmundsson, Sveinn Jónsson og hans sonur, Marinó, Jóhanna Skaftadóttir og Elías Höskuldsson. Mynd: H.Sv. á hryggnum, sem Hjörtur kall- aði Afglapaskarð og þá blasti skálinn við nokkru neðar. í baksýn Hólamannavegur svo- kallaður og Kolbeinsdalur þar sem farið er niður í Skaga- fjörð. Eftir gott rennsli niður að skálanum, sem stendur á mel- hrygg á jaðri jökulsins, hafði Hjörtur veg og vanda af því að hita hann upp með gasofni og sjóða vatn. Ferðalangarnir voru ekki fyrr farnir að snæða nestið og bergja á heitu kaffi í rólegheitum en Valdimar Bragason, fyrrverandi bæjar- stjóri á Dalvík, datt inn úr dyrunum með snjó í skeggi eftir úðann frá vélsleða Sveins Jónssonar í Kálfsskinni. Valdi- mar fór á puttanum upp á jökul, því Sveinn, Ævarr Hjartarson ráðunautur og synir þeirra ungir ásamt Elíasi Höskuldssyni frá Hátúni óku upp á hann másandi á göngu- skíðum og „tóku hann upp í“. „Hann fékk að hanga aftan í oss,“ sögðu vélsleðamenn og bjuggu síðan til hálfdónalegt orð úr öllu saman. Eftir glaðværa samveru- stund í skálanum fóru menn að tygja sig af stað. Töluverður vindstrekkingur var kominn og þoka valt úr Hólamanna- skarði þannig að för var hraðað. Nú var ekkert vanda- mál að standa á skíðunum aftan í vélsleðunum og brunað var yfir jökulinn á allt að 80 km hraða. Fljótlegt að læra á gönguskíði, eða hvað? Til að gera langa sögu stutta má segja að ég hafi oltið sem leið lá niður af jöklinum. Hver byltan tók við af annarri. Það er nefnilega ekkert líkt með því að hanga aftan í vélsleða og að renna sér niður brattar hlíðar. Til þess þurfti aðra tækni og ekki dugði að setja sig í gamalkunnar svig- eða brunstellingar. Um það leyti sem komið var niður í Skíða- dalsbotn á ný hafði undirrit- aður náð sæmilegum tökum á listinni, með því þó að fara ákaflega hægt og skáskjótast niður hlíðarnar með góðum hvíldum á milli. Á leið niður Skíðadalinn fór krampi og sinadráttur að gera vart við sig. Klukkan var víst orðin hálf sjö þegar komið var niður að Kóngsstöðum. Allir voru þreyttir og ég gat huggað mig við það að fleiri höfðu dottið en ég. Frábærri ferð var lokið. Hvað eru nokkrar skrokkskjóður samanborið við þá upplyftingu andans að bruna um jökla á skíðum í glampandi sól og með skemm- tilegum ferðafélögum? Það er aldrei að vita nema í næstu ferð muni ég fara að ráðum skáldsins þegar það segir: „Allan sora ég eftir skil“ og gleyma vindlunum. Valdimar: Úr blautum buxunum. Sigríður: „Viljiði ekki kaffi strákar"? Já, hvers vegna ekki að slá til? Nokkur hópur fólks ætlaði í fjallaferð upp á Tungnahryggsjökul á hálendinu milli Eyjafjarðar og Skagafjarð- ar á vélsleðum og gönguskíðum. Maður hafði svo sem heyrt talað um dýrð slíkra ferða, nær ævinlega í glampandi sól og blíðviðri, því miðað við sagnir þeirra sem dásama svona ferðir hvað mest er aldrei öðruvísi veður á jöklum landsins. Það gat ekki komið verulega að sök þó mað- ur hefði ekki stigið á gönguskíði fyrr á ævinni. Reynslan af svigskíðum hlaut að koma að þeim notum sem dygði. Þegar Viðar Garðarsson í Skíðaþjónustunni á Akureyri hafði haft orð um að allir segðu að gönguferðir á skíðum væru skemmtilegar og þetta ætti ekki að vefjast fyrir sæmilega vönum skíðamönnum, auk þess sem hann hafði fallist á að lána skíði og búnað, var ekki lengur til setunnar boðið. sora fjalli i tilc 8-DAGUR-16. maí 1983 16. maí 1983- DAGUR-9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.