Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 10

Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 10
Við ætlum að halda sæti {jlppNlN okkar í deildinni cc - Mér líst alls ekki illa á 1. deildar keppnina í sumar. Ef sjálfstraustið bregst ekki hjá leikmönnum þá er ekki spum- ing um að við höldum okkar sæti I deildinni og gemm gott betur, sagði Guðmundur Sig- urbjörnsson, formaður knatt- spyrnudeildar Þórs er hann var inntur eftir horfunum ■ sumar. - Það er annars mjög erfitt að spá nokkrum um úrslit. Ég á von á því að við verðum um miðja deild og ætli það verði ekki gömlu stórveldin Víkingur og í A sem berjast á toppnum. Við ætl- um okkur þó að gera hvað við getum til að klekkja á þessum lið- um og ætli við byrjum ekki á Skagamönnunum sem við mæt- um í fyrsta leiknum nk. fimmtu- dag. Að sögn Guðmundar þá er auðvitað númer eitt fyrir Þórsara að tryggja sæti sitt í deildinni og miðað við undirbúning og það lið sem Þór hefur á að skipa, þá taldi hann sæmilega möguleika á að það tækist. - Við byrjuðum æfingar undir stjórn þjálfarans Björns Árna- sonar um miðjan janúar og hann hefur komið tvisvar í viku, á mið- vikudögum og laugardögum hingað norður til að stjórna æf- ingum - en hjann fluttist svo hingað norður um síðustu helgi. Það hefur verið mikill hugur í mönnum og um 20 manns mætt á æfingar hjá meistarflokki. Það er barist um hverja stöðu í liðinu og mér liggur við að segja að það sé enginn öruggur í liðið. - Nú hafið þið misst menn og fengið nýja í staðinn? - Það hafa orðið talsverðar breytingar og við misstum t.a.m. báða markverðina og sterkan miðjumann. í staðinn höfum við - segir Guðmundur Sigurbjömsson formaður knattspymudeildar Þórs svo fengið fimm nýja leikmenn, þannig að við höfum ekki yfir neinu að kvarta, sagði Guð- mundur. - Það versta núna eru þó vall- armálin og á meðan aðrir bíða eftir að komast á gras, þá bíðum við eftir að komast á mölina. Samkvæmt nýjustu upplýsingum bendir margt til þess að við get- um ekki leikið fyrsta leikinn í ís- landsmótinu á Þórsvellinum eins og við ætluðum okkur og við megum teljast heppnir ef Sana- völlurinn verður í leikhæfu ástandi, sagði Guðmundur Sigur- björnsson. Leikmenn Þórs í sumar Þorsteinn Ólafsson, 32 ára, efna- fræðingur, markvörður. Einar Kristjánsson, 24 ára, íþrótta- kennari, markvörður. Nói Björnsson, 23 ára, póstvarðar- stjóri, miðvallarleikmaður, fyrir- liði. Sigurður Pálsson, 20 ára, verslunarmaður, framherji. Sig- urbjörn Viðarsson, 23 ára, póst- afgreiðslumaður, varnarmaður. Ari Torfason, 27 ára, síma- maður, varnarmaður. Jónas Ró- bertsson, 21 árs múrari, miðvall- arleikmaður. Óskar Gunnarsson, 24 ára múrari, miðvallarleik- maður. Þórarinn Jóhannesson, 24 ára húsasmiður, varnarmaður. Magnús Helgason, 21 árs nemi, varnarmaður. Bjarni Svein- björnsson, 20 ára verkamaður, framherji. Halldór Áskelsson, 18 ára nemi, framherji. Birgir Mar- inósson, 21 árs verkamaður, varnarmaður. Oddur Jónsson, 24 ára verkamaður, varnarmaður. Einar Áskelsson, 17 ára nemi, varnarmaður. Árni Stefánsson, 24 ára íþróttakennaranemi, varn- armaður. Egill Áskelsson, 21 árs nemi, miðvallarleikmaður. Einar Arason, 20 ára húsasmiður, mið- vallarleikmaður. Guðjón Guð- mundsson, 23 ára rafvirki, mið- vallarleikmaður. Helgi Bentsson, 20 ára húsasmíðanemi, fram- herji. Sigurjón Rannversson, 25 ára tæknifræðinemi, varnar- maður. Hvað segja KA-menn um 1. deildina? Elmar Geirsson: - Ég held nú að 1. deildar keppnin verði mjög jöfn í ár þó svo að hún verði e.t.v. ekki eins hnffjöfn og hún var í fyrra. Víkingar eru líklega með jafnasta liðið og Kklegustu sigurvegar- arnir. Það er mín reynsla aö lið sem koma upp, þeim gengur vel að halda sér í deildinni og ég held að Þórsararnir eigi sæmilega möguleika á að halda sæti sínu. Það gæti því farið þannig að það verði tvö lið frá Akureyri í 1. deildinni næsta ár. Röðin verður annars þessi: Sigbjöm Gunnarsson: - Víkingur og Vestmannaeyingar koma til með að berjast um Islands- meistaratitilinn og ég held að þessi lið eigi eftir að skera sig nokkuð úr í ár. Þar á eftir hef ég trú á að verði lið ÍBK, Vals, KR og Þróttar en i fallbaráttunni verði Þórsarar, ÍA, Breiðablik og Isafjörður. Isfirðingar falla nokkuð örugglega Ég hef trú á að Þórsarar bjargi sór frá falli. Þeir hafa fengið traustan mark- vörð með mikla reynslu og sóknin er góð. Vörnin veröur þó höfuðverkur. Svavar Ottesen: - Það er ákaflega erfitt að spá svona í byrjun íslandsmótsins enda hefur það oftast sýnt sig að lítið mark er takgndi á vorleikjunum. Ég hef samt trú á að Víkingarnir verð sterkir og komi til með aö berjast á toppnum ásamt Akurnesingum. I fallbaráttunni verða ísfirðingar, Þróttur og Vest- mannaeyingar. Jóhann K. Sigurðsson: - Ég tel víst að baráttan um ísiands- meistaratitilinnn komi til meö að standa á milli Víkings, lA og Vals og að Víkingar fari með sigur af hólmi. ÍBV og KR verða líklega um miðja deild en baráttan um fallið stendur á milli hina fimm liðanna. Ég reíkna með því að Þórsararnir spjari sig og það verði alla vega auðveldara fyrir þá aö halda sæti sínu í deildinni en fyrir KA að komast upp í fyrstu deild . Annars held ég aö lokaröðin verði þessi: 1. Víkingur 2. Valur 3. ÍBV 4. IA 5. ÍBK 6. Ðreiðablik 7. KR 8. Þór 9. Þróttur 10. ísafjörður 1, 1. 3. 3. 3. 2. 2. 6. 6. Víkingur ÍBV ÍBK Valur KR 3. 7. 7. 9 10. 6. Þróttur 8. Þór 8. ÍA Breiðablik ÍBÍ 1. Víkingur 2. ÍA 3. Valur 4. ÍBK 5. KR 6. Breiðablik 7. Þór 8. ÍBV 9. Þróttur 10. ÍBI 1. Víkingur 2. ÍA 3. Valur 4. ÍBV 5. KR 6. ÍBK 7. Þór 8. Breiðablik 9. Þróttur 10. ÍBÍ. 10 - DAGUR -16. maí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.