Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 11
Hvað segja Þórsarar um 2. deildina? Guömundur Þorsteinsson: Samúel Jóhannsson: Þorbergur Ólafsson: Sigurður Oddsson: - Ég spái Fram fyrsta sætinu og ég held að þeir verði með yfirburðalið í annarri deildinni í ár. KA og FH berjast um lausa sætið i fyrstu deildinni og í þeirri viðureign held ég að KA hafi betur. Á botninum verða svo Völsungur, Víðir og Einherji og ég spái þeim tveim síðastnefndu niður í þriðju deild. Röðin í annarri deildinni verður þessi: - Fram vinnur deildina en ég held samt sem áöur að keppnin verði mjög jöfn og tvísýn. KA, FH og Völsungur verða við toppinn en það er eiginlega ómögulegt að spá nokkru um það i hvaða sætum hin liðin hafna. Þarna eru lið eins og KS og Einherji og reyndar fleiri sem eru meö heimavelli sem eru algjörar „gryfjur" og þessi lið eiga eftir að taka drjúgt af stigum á þessum völlum. Bestu liðin eins og Fram geta alls ekki bókað sér sigur þori neiia er mjog emo oeno en eg ekki annaö en að hafa KA ofarlega á blaöi. Ég heid að Frammar arnir vinni þetta nokkuð örugglega Fá líklega ein 32 stig. Baráttan um annað sætið stendur svo á milli KA og FH og þar held ég að KA-menn muni hafa betur og fá líklega 25 stig til 28 stig á móti 24 stigum FH-inga. Ég hef sem sagt trú á að KA muni spjara sig og að þeir verði sérstaklega sterkir á heimavelli. Röðin i 2. deildinni verður ungur fer með þeim upp í fyrstu deild, enda mjög sterkir í ar. Ég á von á því að þetta verði erfitt sumar fyrir KA og þeir verða heppnir ef þeir veröa um miöja deild. Ég spái þvi að röðin verði þessi: fyrir fram gegn þessum liðum á annars þessi: útivelli. 1. Fram 6. Fylkir 1. Fram 6. KS 1. Fram 6. KS 1. Fram 6. Reynir 2. KA 7. Reynir 2. KA 7. Njarðvík 2. KA 7. Reynir 2. Völsungur 7. Víðir 3. FH 8. Völsungur 3. FH 8. Einherji 3. FH 8. Njarðvík 3. FH 8. Njarövík 4. Njarðvík 9. Einherji 4. Völsungur 9. Fylkir 4. Völsungur 9. Víðir 4. KS 9. Einherji 5. KS 10. Víðir. 5. Reynir 10. Víðir 5. Fylkir 10. Elnherji 5. KA 10. Fylkir. Þorvaldur Jónsson, 19 ára nemi, markvörður. Sigurður Sigurgeirs- son, 21 árs nemi, markvörður. Guðjón Guðjónsson, 26 ára sölu- maður, bakvörður, fyrirliði. Har- aldur Haraldsson, 27 ára plötu- smiður, miðvörður. Erlingur Kristjánsson, 21 árs skrifstofu- maður, miðvörður. Tómas Lárus Vilbergsson, 24 ára íþrótta- '.......... kennari, bakvörður. Jóhann Ör- lygsson, 20 ára nemi, bakvörður. Jóhann Jakobson, 30 ára rafvirki, miðvallarleikmaður. Ormarr Ör- lygsson, 21 árs kennari, miðvall- arleikmaður. Gunnar Gíslason, 21 árs íþróttakennari, miðvallar- leikmaður. Þórarinn Þórhallsson, 22 ára nemi, miðvallarleikmaður. Ásbjörn Björnsson, 21 árs nemi, miðvallarleikmaður. Friðfinnur Hermannsson, 20 ára framherji. Hinrik Þórhallsson, 27 ára íþróttakennari, framherji. Steingrímur Birgisson, 18 ára nemi, framherji. Ragnar Rögn- valdsson, 21 árs nemi, framherji. ólafur Haraldsson, 24 ára banka- maður, miðvallarleikmaður. Stefán Ólafsson, 20 ára nemi, framherji. Jón Marinósson, 21 árs nemi, framherji. Sæmundur Sigfússon, 18 ára nemi, varnar- leikmaður. Leikmenn KA í sum- ar „Þetta verður geysilega erfitt sumar“ - Þetta verður alveg geysilega erfitt sumar og hörð og jöfn keppni en það kemst ekkert annað að í okkar huga en að vinna aftur sæti okkar í 1. deildinni. Þangað ætlum við okkur hvað sem það kostar. Þetta sagði Gunnar Kárason formaður knattspyrnudeildar KA í samtali við Dag er hann var spurður hvernig honum litist á komandi knattspyrnusumar. Gunnar sagði að það væri ljóst að það væru ein fjögur til fimm lið sem myndu berjast á toppnum í 2. deildinni. Auk KA yrðu það örugglega Fram og FH og Völs- ungar og jafnvel eitthvert Suður- nesjaliðanna myndi gera harða atlögu að efstu sætunum. - Við eigum fyrsta leikinn á útivelli gegn Reyni í Sandgerði og það verður örugglega mjög erfiður leikur. Mér skilst að völl- urinn sé eitt drullusvað og Reyn- ismenn eru alltaf erfiðir heim að sækja, sagði Gunnar Kárason. Þess má geta að KA-liðið hefur orðið fyrir nokkurri blóðtöku síðan í fyrra því bæði Elmar og Eyjólfur hafa lagt skóna á hilluna og Aðalsteinn markvörður er far- inn til Eyja. En maður kemur í manns stað og auk eðlilegrar endurnýjunar úr öðrum flokki hafa KÁ-menn fengið þá Þórarin Þórhallsson (bróður Einars og Hinriks Þórhallssona) og mark- vörðinn Sigurð Sigurgeirsson frá HSÞ-b en sá gengur í daglegu tali undir nafninu „Siggi Shilton". Gunnar Kárason sagðist því halda að KA tefldi ekki veikara liði fram í ár en í fyrra, en hvað sem því liði þá væri ljóst að bar- áttan yrði mjög erfið. - segir Gunnar Kárason formaður knattspyrnu- deildar KA - Hvenær hófuð þið æfingar? - Við byrjuðum með þrekæf- ingar um mánaðamótin janúar og febrúar undir stjórn Hollendings- ins Cees van den Veen en eigin- legar æfingar hófust svo undir stjórn Fritz Kissing um mánaða- mótin mars-apríl. Það hafa verið þetta 20-25 manns, bæði úr meistaraflokk og öðrum flokk á þessum æfingum og það er mikill hugur í mönnum að standa sig vel í sumar, sagði Gunnar Kárason. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að Dagur mun eftirleiðis koma út á mánudögum í stað þriðjudaga, miðvikudögum í stað fimmtudaga og á föstudögum eftir sem áður. Þetta þýðir að Dagur getur birt ferskar og nýjar íþrötta- fréttir frá viðburðum heig- arinnar á hádegi á mánudögum fyrst allra blaða. Texti: ESE £vW5. nija* 1983 - pAGyR-,11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.