Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 16

Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 16
RAFGEYMAR i BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA Hretið hefur lítil áhrif á gróðurinn - segir Jóhann Pálsson „Svona hret hefur lítil áhrif á gróðurinn í garðinum enda var hann lítið farinn að hreyfast,“ sagði Jóhann Pálsson forstöðu- maður Lystigarðs Akureyrar er hann var spurður hvort hret- ið í vikunni hefði ekki áhrif á gróðurinn. „í febrúar var meiri möguleiki á skemmdum en ég held að garð- urinn komi vel undan vetrinum. Aftur á móti hafa svona kaflar áhrif á að vinna getur ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur, við gróðursetningu og tiltekt. Garðurinn verður opnaður um leið og göngustígar þorna. Þá getur fólk farið að koma og fylgj- ast með vorverkunum í garðin- um. En stefnt er að því að garð- urinn verði síðan opnaður endan- lega 17. júní,“ sagði Jóhann Pálsson. Þeir voru að moka snjó á Húsavík í gær. Mynd: Þ.B „Vorharðindin ekki það versta fyrir bændur“ — segir Ágúst Guðröðarson í Sauðanesi „Útlitið er heldur óefnilegt, en ætli við kreistum þetta ekki fram í miðjan júní,“ sagði Ágúst Guðröðarson bóndi á Sauðanesi á Langa- nesi í samtali við Dag í morgun. „Við bændur hér í Sauðanes- hreppi höfum gert fóðuráætlun sem nær fram í miðjan júní,“ sagði Ágúst ennfremur. „í þeirri áætlun miðum við bæði við hey og kjarnfóður, enda eigum við ekki hey til að gefa það eingöngu svona lengi. Það er því fyrirsjá- anlegt að við verðum að púðra tekjunum okkar 1 kjarmoour- kaup.“ - Áttu von á að þurfa að hafa féð á gjöf svona lengi? „Hér eru öll vötn á ís og þaul- setnar snjófannir. Það er ekki nema smákragi með ströndinni sem er auður, þar sem í rauninni festir aldrei snjó. Það má því viðra vel á næstu vikum til að leysa klakabönd vetrarins, hvað þá að raunhæft sé að gera sér vonir um einhvern gróður að ráði fyrr en kemur fram í júní. Það er því ljóst að við verðum með féð heima við, a.m.k. á einhverri gjöf fram í miðjan næsta mánuð. Þetta ástand kemur illa við okkur, en við erum vanir andbyr hér um slóðir. Vorharðindi eru heldur ekki verstu harðindin sem ieggjast á bændur. Þau eru nátt- úruleg og ganga yfir. Ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar leggst þyngra á okkur, þar sem t.d. 33% af tekjum sauðfjárbúa fara í vexti og verðbætur svo ég nefni dæmi. Það yrði því mikill léttir fyrir okkur ef ráðamönnum tækist að finna brúklega peninga- stefnu," sagði Ágúst Guðröðar- son. Sauðburður hófst í Sauðanesi um helgina, þannig að það eru annatímar framundan hjá Ágústi og búliði hans, því síðast þegar hann taldi féð reyndust ærnar vera 575. Tosca flutt í Höllinni 28. maí - Kristján, Sieglinde og Robert syngja aðalhlutverkin „Tosca Puccinis er að nálg- ast ykkur aftur; hún verður flutt í íþróttahöllinni laugar- dagskvöldið 28. maí,“ sagði Sigurður Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar íslands, í sam- tali við Dag í morgun. Upphaflega átti að flytja óper- una Tosca í konsertformi í íþróttahöllinni á Akureyri 12. mars, en úr því varð þó ekki þar sem listamennirnir komust ekki til Akureyrar. Þeir ætluðu að koma með fjórum Fokkervélum Flugleiða, en ekki var flugveður. Nú er búið að fá Flugleiðaþotu undir hópinn sem leggur upp frá Reykjavíkurflugvelli síðdegis laugardaginn 28. maí og þotan bíður á Akureyrarflugvelii á meðan á flutningi óperunnar stendur. Flytjendur verða þeir sömu og ætluðu að spila og syngja Toscu í mars; einsöngvar- arnir Kristján Jóhannsson, Sieg- linde Kahman og Robert'Becker syngja aðalhlutverkin með Sin- fóníuhljómsveit íslands og söng- sveitinni Filharmoníu. „Þegar til stóð að flytja óper- una á Akureyri í mars höfðum við selt 1.500 miða fyrirfram. Þeir voru endurgreiddir, en ef einhverjir hafa ekki fengið sína miða endurgreidda þá gilda þeir enn. Ég á von á að forsala að- göngumiða hefjist í Huld næstu daga. Ég vona bara að betur tak- ist til með ferðalagið heldur en síðast,“ sagði Sigurður Björnsson í lok samtalsins. Saltvíkurmálið: Kærðu greiði sekt,sakar- kostnað og skaðabætur „Þetta svokallaða „Saltvíkur- mál“ kom til okkar með bréfí 17. febrúar frá fógetaembætt- inu á Húsavík og það er kæra út af rofí á friðhelgi heimilis og líkamsárás,“ sagði Þórður Björnsson, ríkissaksóknari, er Dagur ræddi við hann og leit- aði frétta af „Saltvíkurmálinu“ svokallaða. Það mál átti sér stað á bænum Saltvík við Húsavík um sl. áramót og var rakið ítarlega í Degi á sínum tíma. „Það eru fjórir menn sem kærðir hafa verið og í bréfi okkar til bæjarfógetans á Húsavík sem dagsett var 3. maí segir: „Af ákæruvaldsins hálfu er samþykkt að máli þessu verði lokið með dómsáttum, enda fallist kærðu á að greiða hæfilegar sektir, sak- arkostnað og ennfremur sann- gjarnar skaðabætur." - í bréfi okkar eru nefndir þrír menn sem sekir í þessu máli en mál fjórða mannsins látið niður falla,“ sagði Þórður. # Koma ekki norður í S&S var á dögunum sagt frá því að góðar líkur væru á því að handknattleiksliði KA sem leikur í 1. deild næsta keppnistímabil myndl fá þá til liðs við sig Atla Hilmarsson og Sigurð Sveinsson, en þeir hafa báðir leikið í Þýskalandi að undanförnu. Var þessu ekkl mótmælt af KA- mönnum. - Nú hefur það hins vegar gerst að Atll hefur til- kynnt félagaskipti {FH og Sig- urður veifar tilboði frá liði í Þýskalandi sem hefur áhuga á að gera við hann samning. Slæm tiðindi fyrir KA-menn sem gerðu sér miklar vonir með þessa snjöllu leikmenn, en það eru fleiri fiskar í sjón- um og hver veit nema elnhver eða einhverjir þeirra komi á land á Akureyri í haust. og að sumarið yrði snjólétt. Hvaðst hann hafa fyrir þessu nokkra vissu. • EkkitilGuðs Kennslukona úti á landi sem var komin á þann aldur að verða að hætta kennslu sagðl við nemendur sína að nú færi að styttast í þessu hjá sér. „En ég hitti ykkur nú öll hjá Guði,“ sagði sú gamla. Þá gall í einum stráknum: „Ekki mig. Ég á nefnilega að verða bóndi og pabbi segir að land- búnaðurinn sé á leiðlnni tll helvítis." # Hann verður aleinn # Snjólétt sumar Akureyringar vöknuðu upp við það á miðvikudagsmorg- un f fyrri viku að jörð var alhvft. Brá mörgum illa sem eðlilegt var enda lítið sumar- legt við þetta veðurfar. Einn hress Dagsmaður var að reyna að gera lítið úr þessu í kaffitímanum og telja kjark í Sunnlendinga á blaðinu og lofaði því statt og stöðugt að þetta ástand yrði ekkl lengi Nk. laugardag mun sjónvarp- ið sýna í beinni útsendingu úrslitaleik Manchester United og Brighton í ensku bikar- keppninni. Mikill áhugi er fyrlr þessum leik, enda eru áhangendur Manchester Un- fted fjölmennir hér á landi. Munu þeir hópast saman víða og horfa á lið sitt vinna Brighton. Við höfum aðeins haft fregnir af einum áhang- enda Brighton hér á landi og væntanlega mun hann sitja aleinn fyrir framan sjón- varpstækið sftt á laugardag- inn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.