Dagur - 18.05.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 18.05.1983, Blaðsíða 2
„Neyðarkall" frá Póllandi: Á að leyfa Las Vegas að hafa opið áfram? Ingólfur Gunnarsson: - Hef engan áhuga á því. Soffía Þorvaldsdóttir: - Ég hef lítið hugleitt það, því ég á ekki börn á þessum aldri. Valrós Þórsdóttir: - Já alveg endilega. Börnin hafa engan stað annan auk þess eyddu þau peningunum sínum í sælgæti eða eitthvað annað. Gunnar Steindórsson: - Húsið þarf að fara. Ein- hvers staðar þurfa unglingarn- ir að vera. Þá er þetta í lagi ef staðurinn er vel rekinn. Gísli Ólafsson: - Ég hef ekki hugleitt málið. r Umslaginu snúið við og beðið um föt og leikföng! Gunnari Níelssyni, ungum Akureyríng barst óvenjulegt sendibréf í hendur á dögun- um. Bréfið kom frá PóIIandi og þar var strax Ijóst við að líta á umslagið utan um bréfið að eitthvað óvenjulegt var á ferðinni. Greinilegt er að Pólverjinn Adam Nowicki sem skrifar Gunnari hefur fengið bréf frá Sviss í júlí 1980, því hann hefui tekið umslagið utan af því bréfi, snúið því við, límt saman á köntunum og sett síðan utan um bréfið til Gunnars! - Er greinilegt að hörgull virðist vera á umslögum í Póllandi sem og öðru eins og í ljós kemur þegar bréf Pólverjans til Gunnars er lesið. í bréfinu segir Adam Nowicki að hann sé 33 ára að aldri og konan sín 27 ára. Biður hann Gunnar um að senda þeim not- uð föt sem þau geti klæðst og einnig biður hann Gunnar um að senda 6 ára gömlum syni þeirra hjóna leikföng! „Ég þekki þennan mann ekkert,“ sagði Gunnar er við ræddum við hann. „Hann skrif- aði til KA fyrir rúmu ári síðan og bað um prjónmerki félagsins og þar sem ég safna svona prjónmerkjum fékk ég það verkefni að senda honum merkið. Síðan sendi hann mér tvö pólsk merki um hæl og ég hef svo ekkert heyrt í honum síðan þar til nú. Mér finnst þetta sorglegt dæmi um það hvernig ástandið virðist vera í Póllandi, því miður. En ég ætla að skrifa hon- um og fá nánari upplýsingar um þau hjón, hvað þau eru stór o.þ.h. svo ég geti sent þeim föt sem passa á þau. Einnig ætla ég að senda syni þeirra einhver leikföng." - Óhætt er að segja að þessi sendig Pólverjans til Gunnars sé óvenjuleg, enda má neyðin vera mikil þegar beðið er um fata- og leikfangasendingar frá ókunnugu fólki í öðrum heimshluta. Ljóst er af fréttum að ástandið í Póllandi er mjög slæmt, en bréf eins og þetta gef- ur vissulega til kynna að það sé enn verra en látið hefur verið uppi, enda gerir fólk það senni- lega ekki að gamni sínu að „betla“ á þennan hátt. Hvenær kemur Hallbjörn? „Kántrýfrík“ skrífar: Hraðsendingar bornar út sem fyrst 10.6.4. Þau gleðilegu tíðindi hafa nú átt sér stað að Hallbjörn Hjartar- son, kántrýsöngvari, hefur sent frá sér aðra kántrýbreiðskífu sína sem heitir Kántrý 2, og er ég einn hinna fjölmörgu aðdá- enda Hallbjörns sem beðið hafa í ofvæni eftir þessari plötu. Mitt álit er að með fyrri skíf- unni, Kántrý 1, hafi Hallbjörn brotið blað í sögu dægurtónlist- ar hér á landi, enda flytur hann sérstæða tónlist sem fellur vel að eyrum og textarnir hafa ávallt verið vandaðir. Þá er framburður hans óvenju skýr og gætu aðrir söngvarar, sem í heyrist eins og þeir séu með fullan munninn af Húbba- Búbba, mikið af honum lært í þeim efnum. En ástæðan fyrir því að ég sendi Degi þessar línur er ekki sú að ég ætli endilega að gera einhverja úttekt á Kántrý 2. Sú plata mælir með sér sjálf og á örugglega eftir að öðlast vin- sældir. Það sem ég vildi fyrst og fremst koma á framfæri var hvort forráðamenn Sjallans, eða ein- hvers annars húss hér í bænum, vildu ekki nota tækifærið og efna til alvöru kántrýkvölds. Ég get alveg hugsað mér að þangað yrði stefnt þeim sem áhuga hafa á þessari tónlist og hápunktur kvöldsins yrði flutn- ingur Hallbjöms á eigin lögum af Kántrý 2. Ég skora á viðkom- andi aðila að taka þetta mál til alvarlegrar athugunar. Halla Einarsdóttir spurðist fyrir um hraðsendingar á lesendasíð- unni fyrir skömmu. Blaðinu hef- ur boríst svar frá Gísla Eyland, stöðvarstjóra Pósts og síma á Ak- ureyrí. Við þökkum Gísla til- skrifið og fer bréf hans hér á eftir. Vegna bréfs Höllu Einarsdótt- ur, í Helgar-Degi 6. maí sl. vil ég leyfa mér að biðja yður að birta eftirfarandi: Úr reglugerð fyrir póstþjón- ustu frá 19. mars 1982. 6.3. Hraðboðsendingar. 6.3.1. Þar sem daglegum útburði bréfa- póstsendinga hefur verið komið á, fást sendingar eða tilkynningar um komu þeirra bornar út til við- takanda þegar í stað eftir komu þeirra á ákvörðunarpóststöð. Fyrir slíkan útburð með hrað- boða greiðir sendandi sérstakt gjald, hraðboðagjald, auk venju- legs burðargjalds. Innrituð blöð og tímarit og fjöldasendingar fást þó ekki bornar út með hraðboða. 6.3.2. Á hraðboðasendingu skal letra greinilega orðið „Hraðboði" eða „Expres“ vinstra megin við nafn ákvörðunarstaðar. Þegar um er að ræða böggla, skal rita það á fylgibréfin. Hraðboðasending eða tilkynning um hana er aðeins borin út einu sinni, og takist þá ekki að af- henda hana, telst sendingin ekki lengur hraðboðsending, og fer þá um afhendingu hennar eins og annarra póstsendinga. Hrað- boðagjald endurgreiðist ekki. 10.8.3. Fyrir sendingu eða fjármuni til hlutafélags, kaupfélags, versiun- arfélags, banka, sjúkrasamlags og þvílíkra stofnana, skal kvittað af þeim, sem á hverjum tíma, samkvæmt skriflegri tilkynningu frá forráðamönnum stofnananna til hlutaðeigandi póststöðvar, er veitt heimild til þess að taka við sendingum eða fjármunum í nafni þeirrar stofnunar, sem í hlut á. Eins og sjá má í reglugerðinni er gert ráð fyrir að hraðsending- arnar séu bornar út eða tilkynnt- ar. Þegar póstur berst seint á degi, þá eru hraðsendingar í ábyrgð yfirleitt tilkynntar símleiðis og er það gert til að ná fyrirtækjum sem loka snemma að deginum. Að öðru leyti eru þessar send- ingar bornar út svo fljótt sem auðið er. Virðingarfyllst Gísli J. Eyland stöðvarstjóri Pósts og síma Akureyri. 2 - DAGUR -18. maí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.