Dagur - 20.05.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 20.05.1983, Blaðsíða 2
„I»etta er og verður ekta ROKKBAND" jafasisrtssSt' lrs,i^rtz”«rs"6.a þegat faUra»- ™innm og þ*t sem fytit írsr. a r"ninmraraá„n6ii0g,an ^;«tTviC"rhl.|.«sra ívo f finlr hafa borið árangur, ur Rokktíðindamaður Dags lagði leið sína niður að verbúðunum við Bót á dögunum og hitti Rokkbandið að máli en það er einmitt í þessum verbúðum sem bandið hefur verið spunnið nótt sem nýtan dag að undan- förnu. Pað eru þeir Al- bert Ragnarsson, gítar og söngur, Kristján Jónsson, bassi, IngvarGrétarsson, gítar, Árni Henriksen, trommur og Níels Ragn- arsson, hljómborð - sem skipa Rokkbandið en all- ir þessir kappar hafa áður komið við sögu í hljóm- sveitabransanum m.a. í hljómsveitinni Jamaica og með Steingrími Stef- ánssyni. - Þetta er og verður ekta rokkband og okkur þótti því eðlilegast að kalla hljómsveitina Rokkbandið, segja þeir félagarnir um leið og við röltum út í súldina og stillum upp fyrir mynda- töku. Því er ekki að neita að það er ansi sjóaralegt um að litast úti fyrir ver- búðunum, smábátar og útgerðartól hvar sem litið er en þeir í Rokkbandinu sverja samt af sér allan skyldleika við Áhöfnina á Halastjörnunni og Steina spil og harðneita því að lög eins og Grá- sleppu-Gvendur séu á efnisskránni. Þetta síð- asta nefna þeir um leið og þeir stilla sér upp við signa grásleppu. - Þessi hljómsveitar- stofnun er búin að vera ansi lengi í bfgerð, segja þeir þegar myndatökunni er lokið og þeir segjast ætla að demba sér á dans- leikjavertíðina í sumar. - Við erum með ein 30 lög núna, allt nýjustu danslögin og til að byrja með munum við leggja áherslu á að skemmta yngri kynslóðinni. Með haustinu eigum við hins vegar von á því að við verðum orðnir það sjóað- ir að við getum leikið hvað sem er, hvenær sem er og fyrir hvern sem er. Rokkbandið á enn sem komið er engin frum- samin lög í sínum fórum Rokkbandið. en ekki vildu félagarnir fimm útiloka að einhver frumsamin lög myndu bætast við er fram líða stundir. Númer eitt væri að skemmta fólki og svo lengi sem það tækist þá væru þeir ánægðir. UR EINUIANNAÐ Snjólaug Bragadóttir • m Oskuhaugatísk- an á Akureyri Þegar þetta er skrifað, sunnu- dagsmorguninn 15. maí, höfum við hvorki ríkisstjórn né sumar- tíð og ætti þó að vera kominn tími fyrir hvoru tveggja. Maður fyrir austan mun þó vera búinn að lofa sumrinu á þriðjudaginn og verður það því væntanlega komið þegar þið lesið þetta. Um ríkisstjórn vilja ekki einu sinni spakir menn spá nokkru. Innihald þessa pistils á ekki að vera um stjórnmálin, nema mjög svo óbeint, hann á að fjalla um það sem allir tala um, þrengri efnahag heimilanna. yfirvofandi kreppu og allt það. Svo er bara að vona að ég geti haldið mig við efnið. Allir tala um að koma í veg fyrir sóun á öllum sviðum, beita aðhaldi, auka hagnýtni, herða ólarnar og spara o.s.frv. En skyldi öllum vera alvara, sem þannig tala? Þegar grannt er skoðað getur hagnýtni nefni- lega valdið tapi hjá sumum. Tökum t.d. þá sem selja tísku- fatnað. Of mikil nýtni, ef svo einkennilega má taka til orða, getur hreinlega sett þá á hausinn. Vel að merkja nýtni annarra. Þess vegna er það, að við höfum til skiptis þröngar og víðar buxur, stuttar og síðar buxur, þunn föt og þykk, dökk og ljós, einlit og mynstruð og þannig mætti halda lengi áfram. Þegar buxurnar þrengjast, er hægur vandinn fyrir lagnar kon- ur að breyta gömlu buxunum. Síðan styttast buxur og þá er tekið neðan af þeim. þetta gerist svo hratt að fæstum tekst að slíta út einum buxum gegn um allar þessar tískusveiflur. En loks kemur að skuldadögum: Buxur skulu vera svakalega víðar niður! Þá er ekki um ann- að að ræða en gefast upp og kaupa allt nýtt. Einmitt núna er það tímabil, að gömlu, þröngu buxurnar eiga að styttast upp undir hné, En þar fylgir sá böggull skammrifi að þær eiga að vera úr fölleitu lérefti, eða einhverju álíka tuskulegu, til að teljast tísku- buxur. Við eigum ekki gamlar buxur úr slíku. efni núna . . . eða hvað? Hefur nokkur skoðað gömlu náttfötin af karlmönnun- um á heimilinu? Það er ekki mikið mál að klippa neðan af buxunum, nota neðsta hlutann í einhverja skringilega vasa, binda snúru um mittið og fara út að spóka sig, þegar sumarið kemur. Unglingsstúlka skrifaði nýlega lesendabréf í dagblað og kvartaði yfir verðinu á tískubux- um, sem hún líkti einmitt við náttbuxur af feitum karli. Þær kostuðu 1600 krónur og var von að einhverjum ofbyði. Þá er ég loksins komin að tilefni þess að þessi pistill varð til. Tvær hagsýnar og nýtnar húsmæður á Akureyri gerðu sér það til dundurs eina helgina um daginn, að ganga á fjall. Leið þerra lá fram hjá öskuhaugum bæjarins á sunnudagsmorgni, þegar þeir sem þar voru, hafa víst ekki ekki gert ráð fyrir að rekast á fólk. Sendiferðabílar frá tveimur fataverslunum í bænum voru þarna komnir og borin voru út úr þeim heilu föngin af fyrrverandi tískufatn- aði og kastað á bálið. Hvers vegna fara forráða- menn verslana á Akureyri svona að? Svo þykjast þeir jafnt og aðrir, berjast í bökkum með afkomuna. Væri þessi fatnaður settur á góða útsölu, gæti nefnilega tiltekinn fjöldi fólks komist hjá að kaupa sér ný föt á „réttu“ verði í nokkurn tíma. Væri fatnaðurinn gefinn á flóa- markað eða tombólu, jafnvel til mæðrastyrksnefndar yrði hið sama uppi á teningunum. Þó fötin lentu „bara“ í höndun kvenna um fertugt eins og morgunhressu húsmæðranna, væri líka viss hætta á ferðum því þær væru vísar til að breyta þessu í tískufatnað á afkvæmi sín sem einmitt væru á þeim aldri sem kaupir mest af hlægi- lega dýru tuskunum. Það vill nefnilega svo til að markaður á tískufatnaði stendur og fellur með unga fólkinu, allt er auglýst í sálir þess og augu. Unga fólkið er veikast fyrir áróðri, það hefur oft á tíðum mestu peningaráðin, sem eðli- legt er, því ekki þarf það að hugsa um rafmagns- síma- eða matarreikninga. Það er áhrifa- gjarnast og viðkvæmast fyrir áliti annarra. Akureyri er líka það lítill markaður að fatasalar telja sig ekki hafa efni á að vera nýtnir. Annað hvort skal varan seljast á fullu verði eða henni fleygt til að koma í veg fyrir að fólk komist hjá að kaupa næstu sendingu, líka á fullu verði. Sem betur fer er ennþá til stór hópur af unglingamömmum og lagnir unglingar sem hafa bein- línis gaman af að gera mikið úr litlu. Ég veit um ungar stúlkur sem herja hveitipoka út úr brauðgerðunum, bleikja þá og lita, með ærinni fyrirhöfn, en litlum kostnaði og sauma svo tískuflíkur úr; Til að kóróna verkið og spila svolítið með tískusjúkar kunningjakonur er gjarnan saumaður í flíkina miði úr gamalli tískuflík af mömmu eða ömmu þar sem stendur „Hand made in Italy“ eða eitthvað álíka traustvekjandi. Einhvern tíma í fyrra skrifaði ég um skiptimarkaði á fötum eins og tíðkast í smábæjum í Noregi. Ennþá gæli ég við þessa hugmynd og veit að fleiri hér á Dalvík hafa áhuga. Ekki svo að skilja að við hér höfum ein- hverja tískuþrælahaldara sem við þurfum að setja ofan í við. Þetta er spurning um nýtni, því á þessum mörkuðum eru mest- megnis barnaföt og skófatn- aður, sem er orðið of lítið. Þó Norðmenn hafi löngum verið taldir „sveitó“ getum við margt af þeim lært og þar sem þeir eru nýtnir að eðlisfari kemur engum á óvart sem þekkir þjóðarsálina þar að Noregur er á vegi með að verða ein af ríkustu þjóðum heims. Svo oft er ég búin að æsa mig út af sóun og bruðli á ýmsum sviðum að ég held ég hætti bara núna og vona að metershái skaflinn hérna fyrir utan glugg- ann hverfi sem fyrst. Alveg væri mér sama þó hann færi á haugana. Nauðungaruppboð Laugardaginn 28. maí 1983 kl. 14.00 verður selt á nauðungaruppboði við lögreglustöðina í Þór- unnarstræti á Akureyri eftir kröfu innheimtu- manns ríkissjóðs, Innheimtustofnunar sveitarfé- laga, bæjarfógetans á Húsavík, Gjaldheimtunnar í Reykjavík og ýmissa lögmanna lausafé, sem hér segir: Bifreiðarnar: A-1139, A-3246, A-2140, A-4794, A-3961, A-4397, A-3948, A-5465, A-5568, A-6973, A-4668, A-6109, A-4950, A-761, A-4293, A-4801, A-7374, A-7069, A-8106, A-1641, A-2179, A-7834, A-1443, A-5618, R-38745, A-4184, A-5806, A-4712, A-5715, A-5042, A-7153, A-2006, A-5877. Þá verður selt: Ca. 800 pör af skóm, videotæki Toshiba Beta, borvél „Busse“, trésmíðavél „Camro“ að Glerárgötu 5, bifr. Skoda 110 járg. 1974, óskráður, 22 feta bátur „Flugfiskur", lita- sjónvarp ITT, blikkklippur „Hoffman", sjónvarps- tæki „Loewe“ og sófasett 6 manna, kassettuseg- ulband Marantz 5720, Dual plötuspilari með tveimur hátölurum, hillusamstæða í þremur ein- ingum, hljómflutningstæki Sanyo í 4 einingum ásamt tveimur hátölurum, uppþvottavél „Atlas“, eldavél „Electrolux", ísskápur „Atlas" og fleira. Þá verður seldur ýmis ótollafgreiddur varningur. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akureyri f.h.b. e.u. Siqurður Firíkeenn fiilltn'ii 2 - DAGUR-20. mai 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.