Dagur - 20.05.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 20.05.1983, Blaðsíða 12
ÍM» Akureyri, föstudagur 20. maí 1983 Um hvítasunnu í Smiðju frá föstudegi til mánudags skemmta Finnur og Ingimar Eydal matargestum okkar af sinni alkunnu snilld. Einnig er Þorvaldur Haiigrímsson kominn aftur og spilar dinnermúsík eins og honum einum er lagið. Ökuferðin endaði með skelfingu Rannsóknarlögrcglan á Akur- eyri hefur upplýst hverjir tóku BMW bifreiðina traustataki við Hótel KEA aðfararnótt þriðjudagsins. Þar voru á ferðinni tveir sjómenn frá Ólafsfirði, sem voru að gera sér glaðan dag á Akureyri. En sú skemmtun endaði með skelf- ingu, því þeir verða að greiða eiganda bifreiðarinnar tjónið, en hún er nær ónýt eftir ökuferðina. Ólafsfirðingarnir tveir voru á Akureyri ásamt nokkrum félög- um sínum, en urðu viðskila við hópinn. Héldu þeir tvímenning- arnir að hinir væru stungnir af til Ólafsfjarðar. Þá rákust þeir á BMW bifreiðina, sem stóð ólæst með lyklunum í á bifreiðastæðinu við Hótel KEA. Tóku þeir hana traustataki og lögðu af stað úteftir. En ökuferðin endaði utan vegar útundir Hámundrstöðum á Árskógsströnd, enda er öku- maðurinn grunaður um að hafa verið ölvaður við aksturinn. Stelndór Steindórsson leiðsögumaður í Köben — ásamt Þorsteini Viggóssyni, íslenska vertinum Það er ekki lítils um vert fyrir íslendinga sem heimsækja sögufrægar stórborgir að njóta góðrar leiðsagnar kunnugra manna. j»ej|a a ekki síst við um Kaupmannahöfn og ís- lendingaslóðir þar. Ferðaskrif- stofan Útsýn á Akureyri hefur fengið tvo valinkunna menn til að sýna farþegum sínum í fyrsta beina fluginu frá Akur- eyri til Kaupmannahafnar borgina, þá Steindór Stein- dórsson, fyrrum skólameist- ara, og Þorstein Viggósson, sem um langan tíma hefur rek- ið veitinga- og skemmtistaði I Kaupmannahöfn og ætti því að þekkja næturlífið þar til hlítar. Sem kunnugt er var Steindór Steindórsson við náttúrufræði- nám í Kaupmannahöfn á þriðja áratugnum, einn af Hafnarstúd- entum svokölluðum, en á þeim tíma var ekki hægt að læra nátt- úruvísindi við Háskóla íslands. Enn áður sóttu íslendingar nær allt sitt háskólanám til Kaup- mannahafnar. Steindór er gjör- kunnugur í borginni og sögu ís- lendinga þar, sjálfstæðisbaráttu og fleiru. Verður vafalaust mikil opinberun að fá Steindór til að ganga um gamlar slóðir og segja frá á sinn hispurslausa hátt. Aðrir kynnu að hafa meiri áhuga á næturlífsferð með Þor- steini Viggóssyni, íslenska „vert- inum“ í Kaupmannahöfn, sem rekið hefur þar glæsilegustu diskótek og þekkir skemmtana- lífið út og inn. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að menn vilji fræðast af Steindóri um dag- inn og skemmta sér með Þor- steini um nóttina, en eins og áður sagði verða þeir leiðsögumenn í Kaupmannahöfn í tengslum við fyrsta beina flugið frá Akureyri 16. júní nk. 31 umsókn um „Ráðhúss- herra“-starfið Hvorki fleiri né færri en 31 umsókn barst um starf hús- varðar í skrifstofubyggingu Akureyrarbæjar og á Amts- bókasafninu, en „ráðhús- herrann“ okkar, Rögnvaldur Rögnvaldsson, lætur af störfum um næstu mánaða- mót. Bæjarráð tók ekki af- stöðu til umsækjendanna á fundi sínum í gær, en um- sækjendalistinn mun liggja fyrir bæjarstjórn á þriðju- daginn. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Agnar B. Óskarsson, Byggðavegi 128; Áki Elísson, Skarðshlíð 4a; Davíð S. Kristjánsson, Reyni- völlum 2; Einar Eggertsson, Hjalteyrargötu 1; Eyþór Guð- mundsson, Stapasíðu 4; Geir Örn Ingimarsson, Einholti 8d; Guðmundur Brynjólfsson, Heið- arlundi 4g; Guðmundur K. Ósk- arsson, Skarðshlíð 22c; Guð- mundur Pétursson, Stórholti 4; Haraldur Helgason, Tjarnarlundi 15a; Haraldur Valdimarsson, Hólsgerði 5; Helgi Sigurðsson, Smárahlíð 9e;' Hreiðar Örn Gíslason, Espilundi 16; Jóhannes P. Sigurðsson, Þingvallastræti 36; Júlíus Fossberg Arason, Mána- hlíð 5; Jökull A. Guðmundsson, Hraunholti 9; Kjartan Tómas- son, Gránufélagsgötu 27; Magn- ús Jónatansson, Beykilundi 8; Ófeigur Eiríksson, Dalsgerði 7e; Rögnvaldur „ráðhúsherra“ hættir um mánaðamótin. Pétur S. Hallgrímsson, Eyrarvegi 8; Ragnar Malmquist, Hraun- gerði 2; Róbert Árnason, Espi- lundi 6; Rögnvaldur Reynisson, Stóragerði 14; Sigfús Sigfússon, Þórunnarstræti 125; Sigurbjörn Þorsteinsson, Skarðshlíð 25; Sig- urður R. Ástvaldsson, Búðasíðu 2; Stefán Jóhannsson, Hrísalundi 18g; Þorsteinn Austmar, Hvannavöllum 2; Þorsteinn Pét- ursson, Þverholti 10; Valdimar Valdimarsson, Grænumýri 13; Vigfús Vigfússon, Eiðsvallagötu 8. Skeljungur fékk lóð undir bensínstöð í Þorpinu Olíufélagið Skeljungur hf. fékk veitingu fyrir lóð undir bensinstöð á mótum Hörgár- brautar og Hlíðarbrautar á fundi bygginganefndar á Ak- ureyri á miðvikudaginn. Var veitingin til Skeljungs sam- þykkt samhljóða í nefndinni, en aðrir umsækjendur um lóð- ina voru Olíufélag íslands og Olís. Umrædd lóð er austan Hörgár- brautar og sunnan Hlíðarbraut- ar. Ekki hefur verið ákveðið hvernig staðið verður að upp- byggingu á lóðinni, að sögn Sig- urðar J. Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Skeljungs hf. á Akureyri, en heimild er til að byggja á lóðinni alhliða þjónustu- stöð fyrir bíla og þá sem í þeim eru, líkt og nestin sem fyrir eru á Akureyri. Starf sveitarstjóra á Blönduósi: Sex sóttu um starfið Sex umsækjendur eru um starf sveitarstjóra á Blönduósi, en umsóknarfrestur er útrunninn. Starfið verður veitt frá 1. sept- ember. Þeir sem sóttu um eru: Pétur Kristjánsson nemandi, Reykja- vík, Álbert Stefánsson sjúkraliði, Blönduósi, Guðmundur Eyjólfs- son fjósameistari, Hólum Hjalta- .dal, Freyr Bjartmars verslun- armaður, Kópavogi. Tveir um- sækjenda óskuðu nafnleyndar. Eyþór Elíasson núverandi sveitarstjóri á Blönduósi hefur gengt því starfi síðan árið 1978. Hann sagði í samtali við Dag að hann og fjölskylda sín hefðu ver- ið á Blönduósi í 11 ár og hefði aldrei verið ætlunin að setjast þar að fyrir fullt og allt. Hreppsnefnd Blönduóshrepps kom saman á fund í fyrradag þar sem umsóknirnar voru ræddar, en afstaða til þeirra verður tekin í næstu viku. Það nýjasta frá POP húsinu Litadýrð í sérflokki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.