Dagur - 25.05.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 25.05.1983, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA SKRÍNUM GULLSMIDIH , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 25. maí 1983 56. tölublað „Vegiretu vegfarendur" -sjábls.4-5 MIÐJUSTJORN fifi 55 - Ríkisstjórn Framsóknarf lokks og Sjálfstæoisf lokks small saman í gærkvöldi « Eg hitti ekki" -sjábls. 2 Alltum íþróttir lopnunni Hverer aðstela? -sjábls. 8 „Þessi ríkisstjórn þarf að taka mjög fast og ákveðið á þeim efnahagsvanda sem fyrir liggur, og nú verða menn að standa saman. Það verður að reyna á það hvort menn eru til- búnir tíl að leggja eitthvað á sig til að snúa við blaðinu, til að hverfa frá verðbólgu sem kom- in er á annað hundrað prósent, sem auðvitað hefði sett atvinnulíf landsins í strand á næstu vikum, ef ekkert er að gert. En þetta þýðir það að menn verða að herða að sér til að byrja með. Hvað á að kalla þessa stjórn veit ég ekki; ætli það væri þá ekki helst miðju- stjórn," sagði Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, í samtali við Dag í morgun. Að öllum líkindum tekur ríkis- stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins við völdum á morgun. Samninganefndir flokkanna sátu á fundum fram á nótt en kl. 10 í morgun hófust þingflokkafundir. Eftir hádegið verða síðan fundir hjá miðstjórn- um flokkanna. Ekki lá endanlega fyrir í morg- un hvor flokkurinn kemur til með að leiða ríkisstjórnina og þar með hljóta forsætisráðherraem- bættið. Samkvæmt heimildum Dags er líklegt að Steingrímur Hermannsson verði forsætisráð- herra. Verði það má búast við að Framsóknarflokkurinn fái einnig fjármála-, iðnaðar- og landbún- aðarráðuneytin og jafnvel sam- göngumálaráðuneytið til viðbót- ar. Þá fær Sjálfstæðisflokkurinn utanríkis-, mennta-, viðskipta-, sjávarútvegs-, dóms-, kirkju-, félags- og heilbrigðismál til um- ráða. Ar hálfu Framsóknarflokksins hafa Guðmundur Bjarnason, Halldór Ásgrímsson, Davíð Aðalsteinsson og Alexander Stefánsson verið nefndir sem ráð- herraefni auk Steingríms. Af hálfu Sjálfstæðisflökksins er reiknað með Geir Hallgrímssyni, Albert Guðmundssyni, Matthíasi Bjarnasyni, Matthíasi Á. Mathiesen og Birgi ísleifi Gunn- arssyni sem líklegum ráðherra- efnum. í drögum að málefnasamning er gert ráð fyrir lögum um há- mark verðbóta á laun. Reiknað er með 7-8% um næstu mánaða- mót en síðan verði verðbótatíma- bilið lengt um einn mánuð þannig að næst komi verðbætur á laun í október. Á móti verður varið 500 m. kr. til „mildandi" aðgerða. Barnabætur verða hækkaðar, tekjuskattur lækkaður með aukn- um persónuafslætti, húshitunar- kostnaður jafnaður og lífeyrisbæt- ur hækkaðar. Jafnframt er reikn- að með lengingu á lánstíma verð- tryggðra lána til húsbygginga. 81 % mismunur á orkuverði hitaveitunnar - Svo segir Ólafur B. Ámason, en Hákon Hákonarson er ekki á sama máli „Þetta þýðir einfaldlega að eigandi Rimasíðu 10 greiðir 81,8% hærra orkuverð til Hitaveitu Akureyrar heldur en eigandi húss í Eikarlundi. Ef jöfnuður ætti að vera í orku- verði ætti eigandi Rúnasíðu 10 annað hvort að fá 4,55 lítra á mínútu af heitu vatni, á móti 2,5 lítrum á mínútu, sem húseig- andinn í Lundahverfi fær - ellegar að greiða 45% lægra verð fyrir sama magn." Þessi tilvitnun er úr „opnu bréfi" til stjórnar Hitaveitu Akureyrar sem Ólafur Birgir Árnason, lög- fræðingur, skrifar í blaðið í dag. Segir Ölafur að hitastig vatnsins frá Hitaveitu Akureyrar sé ekki nema um 60 gráður á Celsíus inn í hús sitt og þannig sé ástandið víðar. Ólafur býr í Síðuhverfi en hann segir vatnið mun heitara í öðrum bæjarhlutum, jafnvel um 80°C, sem sé raunar það hita- stig sem Hitaveitan lofaði í upp- hafi. Ólafur segir þennan mismun óþolandi, „þar sem kaupendur eigi skýlausan rétt á að fá þá orku sem þeir greiða fyrir." Síðan seg- ir Ólafur orðrétt: „Verði þeirri réttmætu og sjálf- sögðu kröfu ekki sinnt og kulda- bolar kerfisins láta sér ekki segj- ast mun ég einskis láta ófreistað til að ná fram rétti mínum og ég veit að þannig er farið með fleiri." „Ég skil það mjög vel að Ólaf- ur sé óhress ef hann fær vatnið ekki nema 60 gráðu heitt inn til sín. Það er hlutur sem ekki er í lagi og verður lagfærður," sagði Hákon Hákonarson, stjórnar- formaður Hitaveitunnar, þegar Dagur bar þetta mál undir hann. „J?að á enginn neytandi að fá vatnið inn til sín við lægra hitastig en 70 gráður. Við það höfum við miðað. J?eir sem fá vatnið með lægra hitastigi eiga að fá yfirstill- ingu þannig að allir fái þann kílókaloríufjölda sem þeir borga fyrir. Mér er ekki kunnugt um annað en að þeir hafi fengið yfir- stillingu sem um hana hafa beðið enda samkvæmt stefnu stjórnar veitunnar sem ekki hefur verið breytt. Það er síður en svo að við í stjórn Hitaveitunnar höfum áhuga á að stela frá bæjarbúum, það hljóta allir hugsandi menn að skilja," sagði Hákon Hákonarson í lok samtalsins. Meecee - mér er kalt, segír lambið hennar Stellu Hrannar Jóhannsdóttur, heimasætu í Keflavík í Hegranesi. Já, veröldin er köld fyrir litlu lömbin en sauðburður gengur víðast hvar vel þrátt fyrir það. Og svo hlýnar líka á laugardaginn, að sögn „Drauma- Jóns". Veðrið batnar á laugardaginn -segir „Drauma-Jón" á Húsavík, en hann segir sumarið verða erfitt „Vcðrið breytist heldur til batnaðar á laugardaginn, en sumarið verður erfitt; það má búast við snjókomu í hverjum mánuði," sagði Jón P. Jónsson á Ilúsavík í samtali við Dag. Jón er kunnur á Húsavík fyrir að geta sagt til um óorðna hluti, þannig að mark sé á takandi. Hann byggir spádóma sína á draumum og reynslu liðanna ára, en hann býr nú aldraður hjá syni og tengdadóttur. Fyrir spádómshæfileika sína er Jón oft nefndur „Drauma-Jón" meðal samborgara sinna, en kunnari mun hann í heimabæ sín- um sem Jón Koti. Hann var spurður um getu og líf þeirrar ríkisstjórnar, sem nú hefur verið mynduð. „Hún verð- ur getulítil og lifir stutt," svaraði Jón.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.