Dagur - 25.05.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 25.05.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 110 A MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Að skapa borð fyrir báru Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins er í burðarliðnum. Alþýðflokkurinn taldi sér ekki fært að ganga inn í samstarf með þessum flokkum og er það miður, því að með góðan og ákveðinn málefnasamning að fara eftir hefði stjórn þessara þriggja flokka getað orðið sterk og líkleg til að áorka nokkru í efnahagsmálunum. Ekki er þar með sagt að ríkisstjórn hinna flokkanna tveggja geti ekki gert nauðsynlegar ráðstafanir, en þar sem víðtækrar samstöðu allrar þjóðarinnar er þörf hefði samstaða þriggja áðurnefndra flokka verið æski- legri til að ná meiri breidd, án þess þó að hún veikti samstarfið. Það er alveg ljóst að mjög skiptar skoðanir eru meðal flokksmanna bæði í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum um samstarf þessara tveggja flokka einna. Menn minnast enn stjórnarsamstarfs- ins á árunum 1974—1978, auk þess sem ljóst er að verulegur ágreiningur hefur verið um hvaða leiðir fara skuli í efnahagsmálum. Framsóknarflokkurinn getur ekki gengist inn á leiftursóknarleiðir sjálf- stæðismanna og hinir síðarnefndu telja niðurtaln- ingarleið Framsóknarflokksins fullreynda. Fram- sóknarmenn eru hins vegar annarrar skoðunar í þeim efnum og telja að niðurtalning hafi í raun aldrei verið framkvæmd eins og til hafi staðið. Mestu hlýtur þó að skipta þegar upp er staðið að ár- angur náist í baráttuna við þann alvarlega vágest íslensks efnahagslífs sem nefnist verðbólga, sem raunar hefur nánast skapað sér heimilisfesti í efna hagsmálum þjóðarinnar. Fyrirfram er ekki hægt að segja hvort ríkisstjórn framsóknarmanna og sjálfstæðismanna er góð stjórn eða vond, sterk eða veik. Slíkan dóm verður aldrei hægt að leggja á neina ríkisstjórn fyrirfram. Báðir þessir aðilar þekkja hins vegar nauðsyn þess að grípa alvarlega í taumana og raunar má fullyrða að allur almenningur sé sömu skoðunar. Framsókn- armenn hafa ætið lagt höfuðáherslu á að þetta verði gert með þvi að þeir sem minnst mega sín verði ekki illa úti og aðalatriðið er þó að viðhalda atvinnu fyrir allar vinnufúsar hendur. Það verður best gert með því að tryggja atvinnurekstri landsmanna við- gang og vöxt. Það gengur ekki til lengdar að halda atvinnu- rekstri landsmanna í slíkri klemmu að ekkert borð skapist fyrir báru, hvað þá að borðstokkana megi hækka til að auka burðargetuna. Það verður að koma atvinnurekstrinum af brauðfótunum. Með því' verður best tryggt að atvinnuöryggi haldist í landinu. Aðgerðir mega hins vegar ekki verða til þess að þeir sem nú þegar eiga í erfiðleikum með að viðhalda þeim lífskjörum sem við höfum vanist á undangengnum áratug verði enn frekar fyrir barð- inu á þessu erfiðleikaástandi. Sumir hafa úr miklu meira en nógu að moða og eitt brýnasta verkefnið er að jafna tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu. Fram- sóknarflokkurinn á að setja sér það markmið að verja þá sem hafa lágu og miðlungslaunin. Það er deginum ljósara að allir verða að herða ólarnar, en misjafnlega mikið. „Ég vona að þessi aðdáunarverða tilraun Flugleiða takist en geri mér jafnframt grein fyrir því að nánast verður um þrekvirki að ræða ef hún tekst. Málið snýst alfarið um það hvaða undirtektir beina flugið fær meðal Akureyringa og Eyfirð- inga og raunar meðal annarra Norðlendinga. Ég held að máltækið „Vegir skapa vegfarendur“ geti sem hægast átt við um þetta beina flug milli Akureyrar og Kaup- mannahafnar. Þarna skapast ný og greiðfærari leið fyrir Norðlendinga. Menn fara frekar yfir á þar sem brú er en á vaði. Fólk verður hins vegar að vita af hinu nýja vegasambandi og ég óttast að meðal útlendinga hafi kynningarstarfið ekki hafist nógu snemma og ekki verið nægilega hnitmiðað, því útlendingar byrja mun fyrr að huga að og skipuleggja ferðir sumarsins heldur en við. Að sjálfsögðu er mikilvægt að selja bæði í ferðirnar til Kaupmannahafnar og þaðan til Akureyrar. Það er frekt á tíma, fé og fyrirhöfn að kynna nýjar ferðir og þrátt fyrir ötula kynningu Flug- leiða og annarra þeirra sem annast fyrirgreiðslu við erlenda ferðamenn sem hingað vilja koma er allsendis óvíst hvort undirtektir verða nægar til að þessi nýja leið haldist opin. En við höfum þó allavega þær ferðir sem ákveðnar hafa verið í sumar og framhaldið ræðst af því hvernig til tekst.“ Kolbeinn Sigurbjömsson við eftirmynd af hafmeynni frægu, einkenni Kaupmannahafnar. Myndir: H.Sv. Það er Kolbeinn Sigurbjörnsson, forstöðumaður Ferðaskrifstof- unnar Útsýn á Akureyri og einn eigandi hennar, sem hefur orðið og umræðuefnið er hinn nýi og spennandi ferðamáti sem beina flugið milli Akureyrar og Kaup- mannahafnar er. Það hefur tölu- vert verið um þetta mál rætt í Degi og ekki að ástæðulausu, því hvers konar ný þjónusta hlýtur að vera Norðlendingum til góða, Það er hins vegar nokkuð ljóst að takist þessi tilraun ekki í sumar þá gæti orðið bið á að aftur yrði reynt. Kaupmannahöfn er vel staðsett til áframhaldandi ferðalaga um Evrópu. Útsýn er stærsta ferða- skrifstofan hér á landi með mikil og gróin tengsl við ferðaaðila út um allan heim, einkaumboð fyrir stórar ferðaskrifstofur, m.a. Tjæreborg og American Express sem báðar hafa skrifstofur í Kaupmannahöfn. Kolbeinn var því inntur eftir þeim möguleikum sem skapast til ferðalaga vítt og breytt um hnöttinn eftir að til Kaupmannahafnar er komið. „Það má e.t.v. geta þess fyrst að mér finnst vera geysilegur áhugi á þessu flugi meðal Norð- lendinga, ekki aðeins þeirra sem aðeins eru á ferðinni til Kaup- mannahafnar heldur ekki síður hinna sem ferðast vilja út frá Kaupmannahöfn. Það er að vísu sá galli á þessu að þeir sem ætla í framhaldsflug t.d. til Tokyo verða að gista yfir nótt í Kaupmanna- höfn, vegna þess hve seint flugið er. Á móti kemur að sjálfsögðu að menn spara sér ferðir t>’ Reykjavíkur og gistingu þar. Þetta skiptir heldur ekki máli ef menn ætla að stoppa eitthvað í Kaupannahöfn áður en haldið er áfram.“ „Hvaða möguleika getur Útsýn boðið upp á í ferðalögum frá Kaupmannahöfn til fjarlægari staða?“ „Þar er um óhemju mikla möguleika að ræða. Við erum í nánum tengslum við meiriháttar ferðaskrifstofur og þessi tengsl hafa skapast á löngum tíma, eru rótgróin og vinsamleg og síðast en ekki síst persónuleg, sem getur skipt sköpum um það hvernig tií tekst með samninga. Ég get nefnt sambönd við Tjære- borg, Nordisk Ferie, American Express, flugfélag á borð við British Airways, sem er eitt hið 4 - DAGUR — 25. maí1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.