Dagur - 25.05.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 25.05.1983, Blaðsíða 8
Hver er að stela? — Opið bréf til stjórnar Hitaveitu Akureyrar Pann 2. mars sl. barst mér til- kynning frá Hitaveitu Akureyrar þess efnis, að meira vatn rynni um hemil húseignar minnar að Rimasíðu 10, Akureyri en ég greiddi fyrir. Petta voru mér eng- in ný tíðindi og svaraði ég til- kynningunni með bréfi þann 9. sama mánaðar. Þar útskýrði ég hvernig þetta umfram magn var til komið og áleit að svo einföld útskýring væri jafnvel forsvarsmönnum Hita- veitu Akureyrar skiljanleg, þrátt fyrir fyrri viðskipti mín við þá stofnun . En raunin varð nú aldeilis önnur. Til skýringar ætla ég að endurtaka lauslega það sem ég setti fram í bréfinu 9. mars sl. í veikri von um að það beri nú einhvern árangur. Ég byrjaði að kaupa vatn af Hitaveitu Akureyrar í ársbyrjun 1981 ! hús mitt nr. 10 við Rima- síðu. í upphafi keypti ég 2 1/mín. Fljótlega kom í Ijós að það vatns- magn nægði ekki til hitunar hússins, meðal annars vegna þess, hversu lágt hitastig vatnsins var - eða 58-60 gráður við inntak. 60 gráðu hiti var þó sjald- gæfur. Um haustið 1981, þegar flutt var í húsið, óskaði ég eftir aukningu á vatnsmagni upp í 2,5 I/mín. Jafnframt fór ég fram á að mér yrði bætt upp lágt hitastig þess vatns sem ég fékk. Ræddi ég um það m.a. við verkfræðing Hitaveitunnar. Eftir að hann hafði sjálfur komið á vettvang og mælt hitastig vatnsins var vatns- magnið aukið, en ekki fékk ég að vita hversu mikið. Það var leynd- armál Hitaveitunnar. Nú hefði mátt ætla að báðir aðilar gætu sæmilega við unað, að minnsta kosti á meðan ég ekki kvartaði um lítinn hita í húsinu, sem þó var oft ástæða til. En smákóngar Hitaveitunnar voru greinilega ekki á sama máli. Að morgni sumardagsins fyrsta (þá var ekki verið að spara) birtust að Rima- síðu 10 tveir starfsmenn Hita- veitu Akureyrar. Ögn heimótt- arlegir sögðust þeir hafa fyrir- mæli um það frá stjórnendum fyrirtækisins, að minnka rennsli á heitu vatni að húsinu þar sem komið hefði í ljós við mælingu að meira vatn rynni um hemil húss- ins en ég greiddi fyrir! Að hugsa sér! Eftir 1 'h ár uppgötva stjórn- endur Hitaveitu Akureyrar ímynduð mistök eigin starfs- „Eigandi Rimasíðu 10 greiðir 81,8% hærra orkuverð til Hitaveitu Akureyrar heldur en eigandi húss í Eikarlundi,“ segir Ólafur B. Árnason. manna og bregðast nú hart við. Þess skal þó getið, að mér er ekki kunnugt um að kært hafi verið fyrir stuld á heitu vatni í þessu til- viki, né heldur kunnugt um saka- dómsrannsókn vegna þessa. En mér er spurn? Veit bókstaflega enginn í þessu fyrirtæki hvað er að gerast? Veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri gerir? Skyndilega eru fyrri ákvarðanir að engu hafðar, öllu breytt og gamla vitleysan staðfest að nýju á helgidagakaupi. Á út- skýringar mínar var ekki hlustað. Kuldabolarnir settu undir sig hausinn tilbúnir til aðgerða. Túlkun þeirra var einföld: Það erum við sem ráðum. Þegiðu bara og borgaðu! Nú vill svo til, að ég hefi ekki fram að þessu sætt mig þegjandi við yfirgang smákónga Hitaveitu Akureyrar og hyggst ekki sætta mig við það nú. Ég ætla meira að segja að halda því fram, að- kaupendum að heitu vatni frá Hitaveitunni sé stórlega mismun- að í orkuverði og það sé gert með vitund og vilja forsvarsmanna og stjórnar fyrirtækisins. Ég skal nú sýna fram á það þannig að allir ættu að geta skilið. í húsi mínu, nr. 10 við Rimasíðu og þar í nágrenni er hitastig vatnsins frá Hitaveitu Akureyrar nú oftast nær um 62 gráður við inntak. Víða annars staðar í bænum er hitastigið við inntak um 80 gráður. Miðað við að vatnið fari út af hitakerfum húsanna 40 gráðu heitt eru nýtanlegar 22 kkal/1 út í Rimasíðu, en 40 kkal/1 uppi í Lundahverfi svo tekið sé dæmi sem ég þekki, en þar bjó ég áður. Þetta þýðir einfaldlega að eigandi Rimasíðu 10 greiðir 81,8% hærra orkuverð til Hita- veitu Akureyrar heldur en eig- andi húss í Eikarlundi. Ef jöfnuð- ur á að vera í orkuverði ætti eigandi Rimasíðu 10 annað hvort að fá 4,55 l/m af heitu vatni á móti 2,5 i/m sem eigandi í Lundahverfi fær ellegar að greiða 45% lægra gjald fyrir sama magn. Hér er um óþolandi mismun að ræða sem forsvarsmenn Hitaveitu Akureyrar þverskallast við að leiðrétta, þrátt fyrir það að þeim sé málið fullkunnugt. Auk þess skal á það bent að verð á heitu vatni frá Hitaveitu Akureyrar er nú það hátt, að kaupendur eiga skýlausan rétt á því að fá þá orku sem þeim er gert að greiða fyrir - en ekki allt að helmingi minni orku. Það er krafa mín, að þessi mismunur verði þegar í stað leiðrétt, með vísan til þess, sem ég hefi nú sýnt fram á. Verði þeirri réttmætu og sjálfsögðu kröfu ekki sinnt og kuldabolar kerfisins láta sér ekki segjast, mun ég einskis láta ófreistað til að ná fram rétti mínum og ég veit að þannig er farið um fleiri. Mótbárur þess efnis, að Hita- veita Akureyrar hafi aldrei lofað að afhenda vatn með ákveðnu hitastigi inn á hitakerfi húsanna í bænum, nenni ég hreinlega ekki að hlusta á. Það er gömul og úr sér gengin viðbára. Hönnuðir hitakerfa hafa staðfest að þau séu hönnuð á þeirri forsendu að vatn- ið sé 80 gráðu heitt við inntak og það hitastig hafi verið gefið upp af Hitaveitu Akureyrar þegar hún tók til starfa. Þetta geta forsvarsmenn og stjórn Hitaveitunnar gengið úr skugga um með því að kynna sér fyrri yfirlýsingar og fréttir sem eftir þeim voru hafðar í fjölmiðl- um. Eg mun ekki heldur hlusta á, að um eitthvert tímabundið ástand sé að ræða yst í Þorpinu sem muni lagast þegar fleiri hús komi inn á dreifikerfið o.s.frv. o.s.frv. Ef það er orsökin fyrir þessari mismunun þá á vissulega að leiðrétta hana þegar í stað. Eða eru forsvarsmenn Hitaveitu Akureyrar búnir að gleyma yfir- lýsingum fjármálastjóra fyrirtæk- isins í fjölmiðlum frá því í vetur? Ég mun aldrei sætta mig við að neytendur sem búa utan Glerár, séu einhverjir annars flokks þegnar bæjarfélagsins sem megi bjóða hvað sem er. Þessi fullyrð- ing mín stendur óhögguð þrátt fyrir það - að aðeins einn eða tveir bæjarfulltrúar á Akureyri búi utan Glerár og enginn úr stjórn Hitaveitu Akureyrar. Að Iokum þetta: Hitaveita Ak- ureyrar er almenningsfyrirtæki í eigu allra bæjarbúa og í upphafi sett á laggirnar þeim til hagsbóta. Það er því fullkominn misskiln- ingur hjá starfsmönnum fyrirtæk- isins, að eðlilegt sé, að sífellt þurfi að koma til hagsmuna- árekstra milli Hitaveitunnar og bæjarbúa. Ósmekklegar aðdrótt- anir starfsmanna Hitaveitunnar um orkuþjófnað neytenda, ásamt reglulegum hótunum í fjölmiðl- um bæta ekki hér um. Ein- strengislegar aðgerðir, eins og ég hef lýst hér að framan veita ekki nema stundarfrið. Enda hefur þeim tekist á ótrúlega skömmum tíma að gera Hitaveituna eitt óvinsælasta fyrirtæki Akureyrar- bæjar. Þetta vita allir sem vilja vita. í ljósi þessa, væri starfsmönn- um Hitaveitu Akureyrar nær að hreinsa fyrst til í eigin glerhúsi áður en þeir hefja grjótkast á aðra og svo geta þeir spurt: Er nokkur að stela? Ólafur B. Árnason. di lieíiir ástæðu 1>' að þvotta að ska<Mt Rv J borholutn að l'aUf Mosfellssveit, sem eÍtaVatbe tt vatn Irá þð: 1 'Ru °8 l' . .. með tvetm unda brennisteins- vrir Reykjav'U m iheldur ekk> bren> i». .< eV iinu verður ey ^ shre(ninu ' er það il þvotta-JÍl—-T^w^htTnótendumá—-4 ^iUiJO^oSÍEJJ^1-------- - “ b,;fudar Mm;m gar t.lmunir njfflf J ÓC Heysluvatnsinv * tU °s kóIcJu vatn/ » kionduna , ZZít'ít™ ,? '? .»v,n,fcst?£ ™; Úrklippur úr bæklingi, sem Hitaveita Akureyrar gaf út á sínum tíma. Arni Friðgeirsson Arni Friðgeirsson, gjaldkeri Menntaskólans á Akureyri og lengi staðarráðsmaður, varð sjö- tugurfimmtudaginn 19. maísl. Arni er fæddur að Landamóts- seli í Köldukinn, áttunda barn hjónanna Kristbjargar Einars- dóttur frá Björgum og Friðgeirs Kristjánssonar frá Finnsstöðum. Árið 1916 fluttist Árni með foreldrum sínum og systkinum frá Landamótsseli að prestssetr- inu Þóroddsstað í Kinn, er faðir hans tók staðinn á leigu. Friðgeir Kristjánsson bjó þar til dauða- dags og þar hafa búið börn hans og barnabörn og þangað heim leitar Árni enn, því að „römm er sú taug, er rekka dregur föður- túna ti!.“ Árni Friðgeirsson ólst upp á Þóroddsstað hjá foreldrum sínum til ársins 1932. Um vorið tók hann inntökupróf í Menntaskólann á Akureyri og settist um haustið í fyrsta bekk og lauk gagnfræða- prófi vorið 1935. Prófi frá Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi lauk hann 1941 og starfaði við garðyrkjustöð að Nesjavöllum í Grafningi og vetur- inn 1942 til 1943 var hann bryti við Laugaskóla. Haustið 1943 gerðist Árni ráðsmaður við Menntaskólann á Akureyri og hefur nú gegnt þar störfum tæp 40 ár í tíð þeirra skólameistara fjögurra, sem setið hafa við skólann síðan hann hlaut réttindi til að brautskrá stúdenta. í raun eru rúm 50 ár síðan Árni tók tryggðir við skólann og aldrei hefur það hvarflað að honum að hætta þar störfum öll þessi ár, þótt erfiði væri ærið en pakkir ekki ávallt miklar, enda er Árni enginn vingull og fáir menn ætla ég að séu trúrri og dyggari þjónar en hann. Ámi Friðgeirsson. — sjötugur Árið 1950 gekk Árni Friðgeirs- son að eiga Kristínu Benedikts- dóttur frá Vöglum í Hrafnagils- hreppi, mikilhæfadugnaðarkonu. Hún andaðist 24. júli 1976. Eiga þau einn kjörson, Ingimar, sem nú hefur eignast litla dóttur, Kristínu, sem er augasteinn afa síns. Árna Friðgeirsyni kynntist ég fyrst fyrir nær 30 árum, þegar ég settist sem nemandi í Mennta- skólann á Akureyri. Gott þótti mér þá að leita til hans og greiddi hann oft götu mína í þá tíð. Síðar gerðumst við samherjar og sam- starfsmenn og þó að 25 ár skildu, tókst með okkur góð samvinna og vinátta. Árni er athugull maður og glöggskyggn og hann er hógvær og af hjarta lítillátur og sælir eru hógværir því að þeir ntumHandicj^erfjbjsegiijJjaiv^)^ lengi mun verka Árna minnst, því að hann er bæði velvirkur og starfsamur og hann er vandaður til orðs og æðis. Árni Friðgeirsson hefur líka varðveitt barnið í sjálfum sér og sennilega er hann aldrei glaðari en þegar hann er með börnum, eins barngóður og hann er. Enn gengur Árni til starfa sinna, unglegur og ötull, og enginn er svikinn af verkum hans. Fyrir 40 ára starf við Menntaskólann á Akureyri vil ég þakka þér, Árni, fyrir tryggð þína og hlýhug, og við Gréta og börnin öll sendum þér árnaðaróskir á afmælinu með þakklæti fyrir vináttu þína og trúmennsku. Tryggvi Gíslason 8-ÖAGUR-25. máí'1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.