Dagur - 25.05.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 25.05.1983, Blaðsíða 12
a NY-FLEX VATNSKASSAHOSUR „Hann settist á skipið hjá okkur er við vorum austur af Langanesi og virtist örmagna greyið, aðallega held ég af vatnsskorti,“ sagði Willard Helgason stýrimaður á Dal- borgu frá Dalvík er Dagsmenn litu við hjá honum og Willard sýndi okkur „fjallavák“ nokk- urn sem hann var með í bflskúrnum hjá sér. Fjallavákar lifa ekki hér á landi, en hafa fjórum sinnum sést hér svo vitað sé og einn náðist er hann settist á togarann Jón Vídalín á hafi úti 1981. Hann er líkur fálka en þó öðruvísi, m.a. með loðnari fætur og er öðruvísi á lit. „Ég er búinn að gefa honum nautakjöt sem hann át og svo skaut ég í morgun fyrir hann máva,“ sagði Willard. „Annars mun þessi fugl aðallega lifa á músum og skordýrum sem hann veiðir sér og einstaka sinnum drepur hann fugla á flugi. En ég held að ég sleppi því alveg að fara á músaveiðar fyrir hann. Heimkynni fjallaváks mun aðallega vera í Mið-Evrópu. Óvíst er hvort hann getur lifað við íslenskar aðstæður og sagðist Willard vera óráðinn í því hvað hann myndi gera við fuglinn. Til greina kemur að sleppa honum ef hann braggast en að öðrum kosti kemur til greina að láta stoppa hann upp og bæta honum í skemmtilegt safn Willard sem samanstendur af uppstoppuðum fuglum og ref er hann skaut í Ólafsfj arðarmúla. Varð undir blokkapressu Vinnuslys varð hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf. sl. föstudag. Ungur maður varð þar undir svokallaðri blokkapressu sem valt á hliðina og fótbrotnaði hann. Innbrot í sumar- bústaði Arekstur í Skagafirði Fyrir og um helgina var brotist inn í 6 sumarbústaði í nágrenni Akureyrar og hafa þessi inn- brot verið upplýst. í öllum tilvikunum var farið inn í þessa sumarbústaði til þess að stela, en lítið munu þeir er þarna voru á ferðinni hafa haft upp úr krafsinu. Skemmdir voru ekki miklar. Unglingar voru á ferðinni í öllum þessum tilvikum. Harður árekstur varð um helgina á Áshildarhæð sunnan Sauðár- króks er þar skullu saman tvær bifreiðar sem voru að mætast. Talsverðar skemmdir urðu á bifreiðunum, en meiðsli ekki mikil miðað við aðstæður. wmara meo ijanavaKinn. Með „fiallavák" í bílskúmum „Allt rennandi blautt og hvergi hundi fært“ „Vorið 1979 var verra en núna og menn lifðu það af, ætli við verðum ekki að segja að bænd- ur Iifi þetta einnig af að þessu sinni þótt útlitið sé ekki gott,“ sagði Grímur B. Jónsson ráðunautur í Ærlækjarseli í N- Þingeyjarsýslu er við ræddum við hann um ástand og horfur hjá bændum þar eystra. „Það er aðeins farið að sjá í auða jörð en þetta er óþverri eins og er, allt rennandi blautt og hvergi hundi fært. Það er ekkert komið í ljós ennþá hvort tún eru kalin en ég er ekki viss um að það sé stórlega mikil hætta á því.“ - Hvernig hefur sauðburður gengið? „Eg veit ekki annað en að hann gangi nokkuð vel, en hann fer allur fram innanhúss. Bændur eru þó ekki of birgir með hey þótt það sé ekki vandræði með það ennþá. Menn hér fyrir austan hafa þó eitthvað þurft að miðla heyi sín á milli.“ - Hvað gerist ef ástandið batn- ar ekki fljótlega? „Ég veit það ekki, ætli maður verði ekki bara að reikna með því að þetta fari að lagast þangað til annað kemur í ljós. Ef það kemur sunnanátt þá er þetta af- skaplega fljótt að breytast allt saman," sagði Grímur að lokum. SÁÁ opnar skrifstofu á Akureyri Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri óskar eftir vitnum að tveimur rúðubrotum sem framin voru aðfaranótt laugar- dags. I öðru tilvikinu var brotin rúða í Rakarastofu Jóns Eðvards í Strandgötu en hin rúðan sem ekki fékk að vera í friði var í húsi Búnaðarbankans. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við rannsóknarlögregluna. „Viðtöl við áfengissjúklinga og aðstandendur þeirra, ráðgjöf í framhaldi af því og útvegun á plássi á meðferðarstofnunum verða megin verkefni skrifstof- unnar,“ sagði Albert Valdi- marsson í samtali við Dag. Albert veitir forstöðu skrif- stofu á vegum SÁÁ, sem tekin er til starfa á ný á Akureyri eftir nokkurra mánaða hlé. Skrifstof- an verður til húsa hjá Félagsmála- stofnun Akureyrar í Strandgötu 19b. Hún verður opin á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum frá 4-6 en þriðjudagar og fimmtudagar verða einkum ætl- 'aðir til einkaviðtala að sögn Alberts. # Rauðvínog Campari „Ætli það verði nokkuð til í þessum útsölum ÁTVR nema rauðvín og Campari,“ sagði maður einn sem hafði sam- band við S&S vegna veitinga Ragnars Arnalds f jármálaráð- herra í stöður útibússtjóra ÁTVR á Akranesi og Sauðár- króki. - Gífurleg ásókn var í þessar stöður einhverra hluta vegna og sóttu t.d. 29 um á „Króknum“. En sumir hefðu getað sparað sér ómakið, svo mikið er víst. „Raggi ráð- herra“ lét nefnilega tvo eld- rauða gæðinga fá stöðurnar og eru allaballar nú sem óðast að ná yfirtökum hjá ÁTVR. En hvort áherslan verður lögð á rauðvín og Campari vitum við ekki. Hins vegar virðist það liggja Ijóst fyrir hjá þeim á Islendíng hvers vegna þessar stöður eru svo eftirsóknarverðar þar sem í því merka blaði sl. fimmtudag sagði í fyrirsögn: „Stefán Guðmundsson verk- stjóri fékk áfengið". Var þar átt víð Stefán Guðmundsson sem var skipaður í stöðuna á Sauðárkróki. Við getum ekk- ert sagt nema: „Verði þér að góðu Stefán." • Ekki hlustað - eða hvað? Náttúruverndunarnefnd Ak- ureyrar er ein af þeim nefnd- um sem vinnur mikið og þarft starf, en ekki virðast bæjar- stjórnarmenn hafa mikinn áhuga á störfum nefndarínn- ar ef marka má bókun frá fundi nefndarmanna nýverið, en þar segir: „Nefndin lýsir óánægju sinni með hversu seint gengur að taka skipu- lega á málum Glerársvæðis- ins. Vísar hún í því sambandi til tillagna sinna í fundargerð 16. september 1982 og af- greiðslu bæjarráðs á þeim 21. október og 2. desember. Sú þriggja manna nefnd sem þar var sett á stofn hefur ekk- ert unnið að málinu og því óskar nefndin þess að þar verði bót á ráðín hið skjót- asta.“ # Alþýðubank- inn kemur Alltaf fjölgar bönkum og bankaútibúum þótt mörgum þyki peningaframboð ekki aukast að sama skapi. Nú hyggur Alþýðubankinn á landvinninga á Akureyri, þótt ætla mætti að þau bankaúti- bú sem eru í bænum fyrir geti annað þörfinni. # Stórbygging í bígerð Þá hyggja Iðnaðarbankfnn og Búnaðarbankinn á stórbygg- ingu á horni Strandgötu og Geislagötu í samvinnu við KEA. Ekki rís sú bygging þó alveg á næstunni en til að brúa bilið hefur Iðnaðarbank- inn fest kaup á húsnæði í byggingu við Hrísalund. Þar verður afgreiðsla fyrir við- skiptavini bankans á Brekk- unni en stærstur hluti húss- ins fer undir geymslur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.