Dagur - 30.05.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 30.05.1983, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA SKRÍNUM GULLSMIÐIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 30. maí 1983 58. tölublað Eldgos hafið r I Gríms- vötnum Um helgina hófst eldgos í Grímsvötnum og voru það flugmenn á Flugleiðavél á leið til Egilsstaða sem fyrstir urðu gossins varir. Gosstöövarnar eru við vestari Svíahnjúk og er ljóst að talsverð aska hefur komið upp í byrjun gossins og breitt úr sér yfir Vatnajökul suður af gossvæðinu. í gær þegar flogið var yfir gos- stöðvarnar var hins vegar um miklar sprengingar að ræða og mikill gufumökkur steig til himins. Talsverðar hræringar höfðu komið fram á jarðskjálftamælum fyrir helgina sem bentu ótvírætt til þess að eitthvað óvenjulegt væri á seyði á þessum slóðum og jarðskjálftavirkni um . helgina benti til þess að kvikuhlaup ætti sér stað undir jöklinum. Eins og staðan er núna eru ekki taldar líkur á Grímsvatna- hlaupi. Ekki er talin hætta á því nema gosið breiðist út til norðurs. Mönnum hefur orðið hugsað til þess hvaða áhrif slíkt gæti haft á Skeiðarársandi þar sem nú eru miklar framkvæmdir í gangi við undirbúning að upp- greftri á hollenska gullskipinu. Leiðangursmenn þar halda að sér höndum og hafast lítið að en þeir eru tryggðir erlendis gegn skaða af völdum náttúruhamfara. Söngvararnir Dorriét Kavanna og Kristján Jóhannsson voru getin saman í hjónaband af sr. Sigurði Guðmundssyni, vígslubiskupi, í Grenjaðarstaðar- kirkju í gær, á brúðkaupsafmæli foreldra Kristjáns; Fanneyjar Oddgeirsdótt- ur og Jóhanns Konráðssonar. Myndin er tekin þegar brúðguminn smellti kossi á brúði sína að athöfninni lokinni á Grenjaðarstað í gær. „Einkennileg vinnubrögð" - segja starfsmenn Slippstöðvarinnar um aðferðir stjórnenda Útgerðarfélagsins við að eignast nýtt skip „Mér finnst það einkennileg ráðstöfun að eyða peningum í að teikna skip fyrir Útgerðar- félagið þar sem Slippstöðin á 6-8 teikningar á lager af skip- um sem reynst hafa mjög vel í alla staði," sagði Konráð Jó- hannsson, einn af starfsmönn- um Slippstöðvarinnar á Aknr- eyri, í samtali við Dag og fleiri starfsmenn stöðvarínnar hafa haft samband við blaðið vegna þessa máls. „Það er ekki riffilfæri milli Slippstöðvarinnar og Útgerðar- félagsins og bæði þessi fyrirtæki eru að stórum hluta í eigu Akur- eyrarbæjar. í>ess vegna finnst mér - og ég veit um marga aðra sem eru sömu skoðunar - það einkennileg vinnubrögð hjá ráða- mönnum Útgerðarfélagsins að láta teikna skip með ærnum kostnaði og bjóða síðan út smíði þess hérlendis og einnig út um allan heim. Þetta gerist á sama tíma og verkefnaskortur er yfir- vofandi hjá Slippstöðinni," sagði Konráð. „Frá mínum bæjardyrum séð eru þessi vinnubrögð Utgerðar- félagsins mjög eðlileg," sagði Gísli Konráðsson, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga, í samtali við Dag. „Við erum einfaldlega að kanna hvort hægt er að fá nýtt skip í stað Sólbaks á viðráðan- legu verði, þannig að einhver leið verði að gera skipið út fjárhags- lega. í>að kemur svo í ljós þegar tilboðin verða skoðuð hvort þetta er möguleiki. En það verður að segjast eins og er að eins og mál útgerðarinnar í landinu standa í dag þá er ólíklegt að útgerð á nýjum togara standi undir fjár- magnskostnaði, alla vega ekki ef skipið er keypt því verði sem ég tel mig vita að hafi verið í boði hjá Slippstöðinni. Þetta skip sem við höfum látið gera frumteikningar og útboðs- lýsingar af er lítið eitt stærra en Sólbakur og smíði þess hefur ver- ið boðin út hérlendis og víða er- lendis. Gerð þess er sniðin eftir hugmyndum margra manna, þar á meðal hefur verið tekið mikið tillit til reynslu okkar ágætu skipstjórnarmanna. Með útboð- inu erum við að afla okkur upp- lýsinga um hvað svona skip kost- ar og hvar við fáum það ódýrast. Að öðru jöfnu vildi ég helst að það yrði smíðað hjá Slippstöð- inn," sagði Gísli Konráðsson. Stálu dekkjum og felgum undan bíl Rannsóknarlögreglan þurfti um helgina að hafa afskipti af frekar óvenjulegu þjófn- aðarmáli. Bíræfnir þjófar stálu þá nefnilega framdekkj- uui með felgum undan bfl á Árskógssandi og hefur ekk- ert spurst til þeirra síðan. Umræddur atburður er talinn hafa átt sér stað á föstudag eða aðfaranótt laugardags en þjóf- arnir eða þjófurinn hafði þann háttinn á að bíllinn, sem var Mazda 929, var tjakkaður upp, dekk pg felgur tekin undan og steinar settir undir bílinn í staðinn. Eigandi bílsins er Hrís- eyingur og var bíllinn á bílastæði þeirra Hríseyinga á fastalandinu. Felgurnar og dekkin sem stolið var eru 13 trommu og eru allir þeir sem orðið hafa varir við grunsamlegar mannaferðir á Ar- skógssandi á umræddu tímabili beðnir um að láta rannsóknarlög- regluna vita. „Hallo Bjössi lögga" - sjá bls. 2 Hotel Hebron - sjá bls. 11 „Svona ætti skól- inn alltaf að vera" - Frá vinnuviku í Lundarskóla áhls.8

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.