Dagur - 30.05.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 30.05.1983, Blaðsíða 6
Heil umferð í 2. deild Heil umferð verður í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu annað kvöld. KA fær Fylki í heimsókn, eins og segir í frétt hér á síðunni, Völsungar eiga útileik gegn FH í Kapla- krika, Siglfirðingar mæta Fram í Reykjavík, Njarðvík fær Reyni í heimsókn og á Vopna- firði leikur Einherji gegn Víði. Búast má við miklum hörkuleik í Kapla- krika þar sem Völsungar mæta FH-ingum, lið sem reiknað er með að verði ofarlega í deildinni. Þá getur róðurinn orðið erfiður gegn Fram í Laugardalnum og verður fróð- legt að sjá hvernig KS-mönnum reiðir þar af. Sindri tapaði aftur „Það munar um hvert stig og við erum ánægðir með þessi tvö gegn Sindra,“ sagði Adolf Guðmundsson, leikmaður Hugins á Seyðifirði eftir að Huginn hafði sigrað Hornfírðinga með 3:0 á Seyðisfírði um helgina í B-riðli 3. deildar. Dómaratríóið sem dæma átti þénnan leik var boðið til leiksins kl. 16, en leikurinn átti að hefjast kl. 14, og gerði það eftir að heima- menn höfðu hlaupið í skarðið og var banka- stjóri staðarins t.d. á línunni. Nokkurt jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og Huginn skoraði þá eitt mark, Hilmar Sigurðsson á 25. maínútu. Sindri fékk vítaspyrnu stuttu síðar en Helgi mark- vörður Hugins varði. í síðari hálfleik hafði Huginn yfirburði og bætti tveimur mörkum við, Hilmar var aftur á ferðinni með skallamark og Birgir Sigurðs- son innsiglaði sigurinn er stutt var til leiks- loka. Valsmenn sigruðu HSÞ óvænt Nokkuð óvænt úrslit urðu á Mývatni um helgina er HSÞ og Valur, frá Reyðarfírði, léku þar í 3. deildinni í knattspyrnu. Flestir reiknuðu með að heimamenn myndu sigra í þessum leik en svo fór ekki og Valsmenn héldu heim með bæði stigin eftir 1:0 sigur. Leikurinn var nokkuð jafn en þó virtist sem HSÞ væri að herða tökin og ná valdi á leiknum er þeir fengu á sig slysamark þegar stutt var liðið af síðari hálfleiknum. Einn leikmanna HSÞ ætlaði að gefa sendingu yfir þveran völlinn en tókst illa. Þetta skapaði hættu í vítateig HSÞ og Gústaf Ómarsson náði að senda boltann í markið eftir að markvörðurinn hafði misst hann frá sér. Sem fyrr sagði voru þetta óvænt úrslit. Það veikti HSÞ-liðið að í það vantaði tvo fasta- menn og má liðið illa við svoleiðis blóðtöku þar sem breiddin er ekki of mikil í liðinu. 6 - DAGUR - 30. maí 1983 30. maí 1983 - DAGUR - 7 íslenskt landslið fyrir Spánverjum Fyrsti heima- leikur hjá KA KA-menn leika sinn fyrsta heimaleik í 2. deild annað kvöld og fer leikurinn fram á KA-velli kl. 20.00. Mótherjar KA í þessum leik verða Fylkismenn. Þeir léku gegn Fram í 1. umferð á heimavelli og töpuðu, en á sama tíma vann KA góðan útisigur gegn Reyni í Sandgerði. Nú er að sjá hvort heimavöllur- inn reynist KA eins og heimavöll- ur á að gera. Akureyrarliðunum hefur gengið fremur illa á heima- velli undanfarin ár, enda stuðn- ingur áhorfenda furðulega lítill. Vonandi verður bót á því þannig að heimavöllur verði heimavöll- ur, erfiður fyrir gestina. Staðan í B-riðli 3. deildar eftir leiki helgarinnar er þessi: Austri - Magni 2:1 HSÞ-Valur 0:1 Huginn - Sindri 3:0 Tindastóll - Þróttur 3:0 Tindastóll 2 2 0 0 7:1 4 Huginn 1 1 0 0 3:0 2 Austri 1 1 0 0 2:1 2 Valur 1 1 0 0 1:0 2 Magni 2 1 0 1 3:2 2 Þróttur 1 0 0 1 0:3 0 HSÞ 2 0 0 2 0:3 0 Sindri 2 0 0 2 1:7 0 Boltinn gefinn fyrir mark ÍBÍ. Jafnt hjá stelpunum KA og ísafjörður gerðu jafn- tefli í 2. deild kvenna í knatt- spyrnu um helgina en leikið var á velli KA. ísafjarðarliðið komst yfir í fyrri hálfleik með marki Önnu Gunnlaugsdóttur en Emelía Rafnsdóttir jafnaði fyrir KA fyrir hlé. í síðari hálfleik kom Sigríður Sverrisdóttir KA yfir með ágætu marki en skömmu fyrir leikslok jafnaði Stella Hjaltadóttir metin 2:2 og þar við sat. > ru* fara af velli og Árni Sveinsson þokkalegur. Bestur var þó Þor- varði nokkrum sinnum mjög vel. sk/gk - Gunnar meiddur! Gunnar Gíslason, knattspyrnu- maður í KA, meiddist illa í lands- leiknum við Spánverja í gær. Mun vöðvi í læri hafa slitnað og verður Gunnar frá um einhvern tíma. Þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu slæmt það er fyrir KA-liðið, enda er Gunnar kjölfestan í liðinu. Spánverjar léku ákaflega grófa knattspyrnu og beittu bolabrögð- um. Þannig sló einn leikmanna Pétur Pétursson svo hann nef- brotnaði, Ragnar Margeirsson var draghaltur í leikslok og fleiri voru í sárum. Kraftlaust „Það vantaði alla stemmningu í þetta hjá okkur og liðið var alveg kraftlaust,“ sagði Arnór Guðjohnsen eftir leikinn. „Þetta var óvenju dauft. Spán- verjarnir afar grófir og ég þakka bara fyrir að hafa sloppið frá þessum leik án þess að meiðast." - Þú áttir góðan skalla í síðari hálfleik. „Já, en ég hitti ekki boltann nógu vel til að geta stýrt honum út að stönginni, eins og ég hefði viljað, þá hefði ég skorað." Verðum að gera betur gegn Möltu fií „Eg er ákaflega óhress,“ sagði Jóhannes Atlason, landsliðs- þjálfari, eftir tapið gegn Spáni í gær. Sá kjarni sem hefur myndað landsliðið hefur riðl- ast og þennan hóp sem ég hafði nú vantaði meiri sam- æfíngu. Það eru gerðar miklar kröfur til landsliðsins og vissulega leið- „Lélegt og leiðinlegt“ Pétur Pétursson var óhress eftir landsleikinn í gær, enda von. Hann var nefbrotinn og mikið bólginn og óánægður með leikinn. „Þetta var bæði lélegt og leið- inlegt. Spánverjarnir ákaflega grófir, eins og þeir eru alltaf, og hann sló mig viljandi með oln- boganum sá er nefbraut mig. Verst að ég náði ekki að svara fyrir mig.“ inlegt að ekki skuli vera hægt að verða betur við þeim. Spánverj- arnir voru eins og ég hafði reikn- að með, iéttleikandi en grófir og dómarinn frá Wales var ákaflega slakur. Það er alveg víst að við verðum að gera miklu betur ef við ætlum okkur að sigra Möltu hér um næstu helgi,“ sagði Jó- hannes. Garðar í jafnhöttun. Gylfi í snörun. Gylfi „marði bróðir sinn „Þetta gekk einfaldlega ekki upp hjá okkur í dag en við ger- um bara betur næst,“ sagði Gylfí Garðarsson, lyftinga- kappi, eftir að hann og Garðar, bróðir hans, höfðu keppt á móti á Akureyri á laugardag. Mótið var sett upp fyrir þá bræður sem ekki fóru á Norður- landamótið í Laugardalshöll um helgina en með því voru þeir að mótmæla klíkuskap þeim er Lyft- ingasambandið viðhafði er lands- liðið var valið. Á laugardaginn kepptu þeir Garðar og Gylfi báðir í 90 kg flokki og voru nákvæmlega jafn þungir, 89,4 kg. í snörunni lyftu þeir báðir 140 kg. en Gylfi hafði betur í jafnhöttun. Hann lyfti 172.5 kg. eða 2,5 kg. meira en bróðir hans. Samtals var Gylfi því með 312.5 kg. en Garðar með 310 kg. - Þriðji keppandinn á mótinu, Bjarni Snorrason, keppti í 75 kg. flokki, hann snaraði 65 kg., jafn- hattaði 95 kg., samtals 160 kg. HSÞ kærir Magna „Samkvæmt þeim pappírum sem ég hef fyrir framan mig er Hörður Benónýsson ekki löglegur leikmaður með Magna á Grenivík fyrr en 30. maí,“ sagði Páll Júlíusson framkvæmdastjóri Knatt- spyrnusambands íslands er við ræddum við hann fyrir helgina. HSÞ-b hefur kært Magna fyrir að nota Hörð í leik HSÞ-b og Magna sem fram fór 20. maí og lauk með sigri Magna. Byggja þeir kæru sína á því að Hörður hafi ekki verið löglegur er leikurinn fór fram. „Málið snýst um það að þjálfari okkar hafði samband við skrifstofu Knattspyrnusam- bandsins fyrir leikinn og þá var honum tjáð að Hörður hefði orðið löglegur með okkur 30. apríl,“ sagði Jón S. Ingólfsson leikmaður og stjórnarmaður hjá Magna er við ræddum við hann um þetta mál. „Það kom hins vegar upp síðar að Hörður hafði leikið með HSÞ-b í íslandsmótinu innanhúss á þessu ári og því hefðu þurft að líða tveir mánuð- ir í stað eins þar til hann yrði löglegur. En við fórum eftir því sem skrifstofa KSÍ tjáði okkur og því spilaði Hörður þennan leik“. - Hvernig heldur þú að þetta mál fari? „Samkvæmt því sem ég hef heyrt síðast af þessu máli reikna ég með að HSÞ-b vinni þessa kæru,“ sagði Jón. - Ef svo fer, fær HSÞ-b stigin tvö til baka frá Magnamönnum. Tindastólsmenn í „Það hefur oft gengið erfíð- lega að ná upp baráttu í liðinu undanfarin ár, en nú var hún fyrir hendi og það gerði útslag- ið að mínu mati,“ sagði Páll Ragnarsson, formaður Tinda- stóls á Sauðárkróki, en Tinda- stólsmenn hafa byrjað vel í 3. Pétur fer frá Antwerpen „Það eru nánast engar líkur á því að ég verði áfram hjá Ant- werpen,“ sagði Pétur Péturs- son, knattspyrnumaður í Belg- íu, er Dagur ræddi við hann eftir landsleikinn í gær. „Ég er kominn í frí núna, en fer aftur út í næstu viku. Þá skýr- ist væntanlega hvað gerist í mín- um málum, en það er félag í 1. deildinni í Belgíu sem vill fá mig,“ sagði Pétur, en var ófáan- legur til að segja hvaða félag væri um að ræða. deildinni að þessu sinni. Þeir unnu fyrst Sindra á Hornar- fírði 4.1 og um helgina voru það Þróttarar frá Neskaupstað sem urðu að láta í minni pok- ann fyrir þeim. Tindastólsmenn skoruðu eitt mark í fyrri hálfleik og var Guð- brandur Guðbrandsson þar að verki. Hermann Þórisson bætti öðru við fljótlega í síðari hálf- leiknum. Það var svo Rúnar Björnsson sem rak endahnútinn á og innsiglaði sigur Tindastóls en hann skoraði með viðstöðu- lausu skoti utan vítateigs eftir að ísienska landsliðið í knatt- spymu náði aldrei að sýna það sem búist hafði verið við af lið- „Ég er ánægður íí „Mér var farið að líða illa á tímabili, enda forskot okkar ekki nema eitt mark,“ sagði Miquel, þjálfari Spánverjanna eftir leikinn í gær. „Ég er hins vegar mjög ánægð- ur með að hafa náð í bæði stigin hingað, því íslendingar geta ver- ið erfiðir heim að sækja. Völlur- inn var betri en ég átti von á. Það er erfitt að gera upp á milli íslensku leikmannanna í þessum leik, en ég harma það að þeir skyldu hafa lent jafn mikið í meiðslum og raun varð á. Mér finnst það virkilega leiðinlegt.“ ham! boltinn barst þangað eftir horn- spyrnu. Tindastólsliðið var jafnt í þess- um leik og góð barátta einkenndi liðið. Árni, landsliðsmarkvörður, Stefánsson var mjög öruggur í út- hlaupunum þegar á hann reyndi en hann þurfti annars lítið að beita sér á milli stanganna. En það er ljóst að Árni er enn í sínu gamla „landsliðsformi" og hefur engu gleymt. inu er það lék gegn Spánverj- um í Laugardalnum í gærdag. Voru áhorfendur óánægðir með frammistöðu liðsins sem virkaði þungt, baráttulaust og slakt. Úrslitin 1:0 fyrir Spán, en landslið þjóðanna skipuð leikmönnum 21 árs og yngri gerðu 0:0 jafntefli á laugardag- inn í Kópavogi. Spánverjar skoruðu sigurmark sitt á 11. mínútu leiksins og var þar um ólöglegt mark að ræða, að flestra dómi, enda veifaði línuvörður á rangstöðu án þess að dómarinn sinnti því. Fast skot utan vítateigs var óverjandi fyrir Þorstein Bjarnason í markinu en spænski leikmaðurinn sem var rangstæður skyggði mjög á, svo Þorsteinn sá ekki boltann fyrr en of seint. Fyrri hálfleikurinn var af- spyrnuslakur og nánast ekkert um tækifæri. Síðari hálfleikurinn mun betri án þess nokkru sinni að rísa hátt. Þó fengu íslensku strákarnir tækifæri en tókst ékki að nýta þau. Ólafur Björnsson átti gott skot sem var vel varið, Arnór Guðjohnsen átti skalla sem einnig var vel varið og í eitt skiptið náðu Spánverjar að hreinsa frá á síðustu stundu. Árni Sveinsson var þá með góða fyrir- gjöf inn í markteig, Lárus Guð- mundsson kastaði sér fram og ætlaði að skalla en boltanum var sparkað af enni hans og meiddist Lárus lítillega. Fleira er ekki um þennan leik að segja, hann olli vonbrigðum, eins og fyrr sagði, íslenska liðið greinilega slakara en verið hefur hverju sem um er að kenna. Bestu menn: Pétur Pétursson, sem var góður þar til hann meiddist, Gunnar Gíslason „Ekki heil brú í þessu hjá okkur - sagði þjálfari Magna sem tap- aði 2:1 á Eskifirði fyrir Austra „Það var ekki heil brú í þessu hjá okkur, menn voru trekktir fyrir leikinn og ekki með sjálf- um sér eftir að hann hófst. Ég er ekki í nokkrum vafa um að vonbrigðin með kæru HSÞ gegn okkur hafa setið í mönnum,“ sagði Þorleifur Friðjónsson, þjálfari Magna frá Grenivík, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Austra á Eskifirði í gær með 2:11 B-riðli 3. deildar. Austri komst yfir á 30. mínútu er Stefánn Kristinsson skoraði og stuttu síðar fékk Austri víta- spyrnu en Óðinn Óðinsson, markvörður Magna, varði mjög glæsilega. Strax í upphafi síðari hálfleiks komst Austri síðan í 2:0. Vörn Magna var illa á verði og missti tvo menn innfyrir sig og eftirleik- urinn var þeim auðveldur. Það var Bjarni Kristinsson sem skor- aði. Á lokamínútunni minnkuðu Magnamenn svo muninn er Hringur Hreinsson skoraði en enginn tími var fyrir Magna að jafna metin. Magni situr því sennilega eftir án stiga úr tveimur fyrstu leikjum sínum þrátt fyrir sigur gegn HSÞ á dögunum, en eins og skýrt er frá á öðrum stað hér í opnunni kærði HSÞ þann leik og vinnur að öllum líkindum þá kæru.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.