Dagur - 01.06.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 01.06.1983, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIÐIR l SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66.árgangur Akureyri, miðvikudagur 1. jímí 1983 59. tölublað Smitandi berkla- tilfelli „Þarna var um að ræða einn mann sem var með smitandi berkla og hann mun hafa smit- að eitthvað út frá sér, án þess að nokkur hafi veikst," sagði Snorri Ólafsson, læknir hjá berklavörn, aðspurður um berklatiifelli sem kom upp hjá einum skipsverja á Akureyr- artogaranum Svalbak fyrir 3 vikum. Skipsverjinn var sendur til Víf- ilsstaöa í meðferð en skipshöfnin var öll berklaprófuð og þeir sem vitað var að voru jákvæðir, eða höfðu fengið smit áður, þeir voru myndaðir. Við þessa leit hafa fundist smit hjá 5 manns, en eng- inn hefur veikst. Leit er haldið áfram að berklasmiti meðal allra þeirra sem hugsanlega hafa haft einhver samskipti við skipsverj- ann. Smitandi berklatilfelli eru sem betur fer fátíð en slíkt tilfelli kom síðast fram á Akureyri fyrir 2 árum. Þaðá að hlýna á laugardag Það verður kalt á Norðurlandi næstu tvo sólarhringa en síðan er útlit fyrir sunnan og suðvest- an átt og hlýnandi veður," sagði yeðurfræðingur á Veður- stofu íslands í samtali við Dag í morgun. Það þarf ekki að segja Norð- lendingum frá kuldunum sem verið hafa undanfarna daga enda eru margir hverjir búnir að taka fram vetrarfatnað sinn að nýju og við öllu búnir. í nótt mældist 0,8 stiga frost við Lögreglustöðina á Akureyri og samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar var hiti víða á Norðurlandi alveg við frostmark. Nevoarástand ít 99 -slydda og „Það er að skapast hér neyð- arástand hjá bændum, sem sumír hverjir eru orðnir hey- lausir og aðrir í þann veginn að gefa síðustu stráin," sagði Stef- án Skaptason, búnaðarráðu- nautur í Suður-Þingeyjarsýslu, í samtali við Dag í gær. Þá var norðaustanstrekkingur með slyddu fyrir austan og ekki bú- sældarlegt um að litast miðað við árstúna. Víða má sjá mannhæðarháa skafla heima snjókoma víða á Norðurlandi í gær yið bæi og ís á vötnum. ekki um annað að ræða en fá hey það jafnast á við vorið 1979, sem Ástandið er verst á Tjörnesi og í innanverðum Bárðardal að sögn Stefáns. „Bændur hafa miðlað heyjum á milli sín, en það er ekki af miklu að miðla. Einnig hefur ver- ið flutt talsvert af heyi frá Eyja- firði, en þar er heldur ekki af miklu að taka. Graskögglarnir hafa bjargað miklu, en ef veður- farið breytist ekki til batnaðar á næstunni þa líst mér ekki á. Pá er að sunnan, en það hefur ekki ver- ið hugað að því enn," sagði Stefán. Þegar Dagur ræddi við Stefán í Straumnesi í Aðaldal í gær, var slydda þar og á Tjörnesi var snjókoma. Þingeyskir bændur eru því flestir enn með lambfé á húsum, enda ekkert til að sleppa fénu á, þar sem gróður er lítill sem enginn. „Þetta er með verstu vorum, var mjög slæmt og það sama á við um 1968. Þá voru túnin hér grá fram í endaðan júní og bændur helst á því að gefast alveg upp. En þá snerist til sunnanáttar og hlýinda og úr varð nokkuð gott sumar. Bændur eru því hvergi nærri búnir að gefast upp núna, en ef heyin ganga til þurrðar þá fýkur í flest skjól," sagði Stefán Skaptason í lok samtalsins. Nú er rétti tíminn til að gróðursetja tré og aðrar góðplöntur til að fegra umhverfið. í gróðrarstöðinni í Kjarna fást m.a. þessar broddfurur, sem Hrafnhildur Vigfúsdóttir og Smárí Sigurgeirsson höfðu nýlokið við að taka upp þegar Gestur E. Jónasson tók þessa mynd. Hljómplötisr með söng Kristjáns Jóhannssonar væntanlegar í haust eða byrjun vetrar, lík- lega í október eða nóvember, koma út tvær hljómplötur í al- búmi með söng Kristjáns Jó- hannssonar, sem fyrirtækið Veröld gefur út. Undirleik annast Lundúnarsinfónían undir stjórn Maurizio Barba- cini og upptakan fer fram í studíói EMI í London í ágúst. Önnur platan verður send á markað erlendis en hin er fyrir íslenska söngunnendur. Á henni verða auk íslenskra laga ítölsk og skandinavísk lög, en á plötunni sem fer á markað erlendis verða ítölsk sönglög um ástina og kær- leikann, ásamt léttum Napoli söngvum. Þetta er þó ekki full- mótað enn, t.d. er hugsanlegt að á íslenskan markað fari tvær plöt- ur í albúmi. Stjórnandinn, Maurixo Barba- ciní er ítalskur og hefur hann vakið á sér mikla athygli í heima- landi sínu á síðustu árum. Hann lék undir hjá Kristjáni þegar hann söng á kosningaskemmtun í Reykjavík í vor. Mjög verður vandað til vinnslu þessara hljóm- platna, en þær verða síðan kynnt- ar á hljómleikum í Háskólabíói þegar þær koma á markaðinn. Par mun Kristján syngja lög af plötunum við hljómsveitarundir- leik undir stjórn Barbacini. Hl Frá og með 1. júní nk. kostar mánaðaráskrift Dags kr. 120 og í lausasölu kr. 15, eintakið. Grunnverð auglýsinga verður frá og með sama tíma kr. 120 pr. dálksentimetra. Jarðgöngin í Olafsfjarðarmúla: Um 3200 metra löng milli Tófugjár og Kúhagagils „Það kemur ákveðin tillaga um staðsetningu jarðgangn- anna út úr þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á jarðlögum í Ólafsfjarðarmúla, bæði hvað varðar hæð og annað og það stefnir allt í það núna að það verði mælt með staðsetningu jarðgangnanna í Tófugjá Eyjafjarðarmegin u.þ.b. 30 metrum neðan við núverandi veg og komið út við Kúhagagil Ólafsfjarðarmegin, nokkru neðar en núverandi vegur er. Þetta yrðu um 3.200 metra löng göng, en til saman- burðar má geta þess að göngin í Siglufjarðarskarði og í Odd- skarði eru ekki nema um 800 metra löng." Petta sagði Hreinn Haraldsson, hjá Vegagerð ríkisins, er Dagur ræddi við hann um væntanleg jarðgöng í Ólafsfjarðarmúla en Hreinn hefur haft yfirumsjón með rannsóknum sem hafa verið unnar í sambandi við það mál. „Það voru boraðar fjórar holur í fyrra, um 70 metra djúpar, og þær holur og aðrar athuganir sem gerðar voru á fjallinu samhliða því nægðu til þess að það er búið að útbúa líkan af fjallinu. Á þessu líkani er hægt að sjá hvernig jarðlögin liggja, hvaða stefnu þau hafa og hvaða halla, þykkt og fleira. Pær rannsóknir sem gerðar hafa verið á borkjörnunum sýna að bergið virðist vera nokkuð hagstætt þarna og t.d. mun hagstæðari en við Blönduvirkjun þar sem bora á næstu stóru jarðgöngin sem ráðist verður í hérlendis. Pó er um nokkurt misgengi að ræða en þar kemur á móti að jarðlögin eru nokkuð þykk. Ef litið er á málið í heild má segja að þetta sé frekar hagstætt." - Hreinn sagði að yfirstjórn Vegagerðarinnar myndi fá skýrslu frá sér fljótlega og eftir það kemur til kasta stjórnmála- manna okkar sem ákveða með fjárveitingar og fleira í þeim dúr varðandi áframhald verksins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.