Dagur - 01.06.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 01.06.1983, Blaðsíða 3
STORÐ — Nýtt, vandað tímarit Tímaritið Storð er nú konið út í 25.000 eintökum, sem er miklu stærra upplag en áður hefur tíðkast um tímarit hér- lendis. Hluta upplagsins er dreift til félaga í Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins, en Iceland Review og Almenna bókafélagið standa sameigin- lega að útgáfu Storðar. í útgáfunefnd sitja þeir Brynj- ólfur Bjarnason, Eiríkur Hreinn Finnbogason og Haraldur J. Hamar, sem jafnframt er ritstjóri blaðsins. Aðstoðarritstjóri er Páll Magnússon. Meðal efnis í þessu fyrsta tölu- blaði má nefna viðtal við dr. Kristján Eldjárn, sem tekið var á æskuslóðum hans að Tjörn í Svarfaðardal skömmu áður en forsetinn fyrrverandi lést. Þá er hulunni svipt af leynilegu skák- einvígi sem Storð efndi til milli þeirra Boris Spassky og Friðriks Ólafssonar, en þvf lauk með sigri hins fyrrnefnda 3-1. Auk frá- sagnar af einvíginu eru birtar skýringar beggja meistaranna á öllum skákunum. Einnig er í blaðinu grein eftir dr. Sigurð Þór- arinsson í tilefni þess að nú í sumar eru liðin 200 ár frá Skaft- áreldum, frásögn Illuga Jökuls- sonar af togaratúr á Halamiðum, viðtal Halldórs Blöndal, alþingis- manns við Ragnhildi Gísladótt- ur, Yfir-Grýlu, þrjú áður óbirt ljóð eftir Jón úr Vör, smásaga eftir Kristján Karlsson og fleira. Þetta fyrsta tölublað Storðar er 128 síður að stærð og prentað á vandaðan pappír. Mun meira er lagt í útlit og frágang blaðsins en venjan er með íslensk tímarit sem m.a. má ráða af því að það er allt litprentað. Fyrir útgefend- um Storðar vakir að gefa íslend- ingum kost á hágæða, nútíma- legu tímariti - bæði varðandi efni, hönnun og allan frágang. Efnisvalið miðast við margvísleg áhugasvið nútíma fjölskyldu og er sérstök áhersla lögð á mynd- ræna og stílhreina framsetningu. Storð mun koma út þrisvar á þessu ári en síðan ársfjórðungs- lega. Langt viðtal er við Kristján Eldjárn í Storð, sem prýtt er fjölda mynda úr átt- högum Kristjáns í Svarfaðardal. Ekki ánægðir með að vera „möppudýr“ Sundlaugin Syðra-Laugalandi Öngulsstaðahreppi verður opin í sumar sem hér segir: Sunnudaga frá kl. 14.00-16.00. Mánudaga frá kl. 20.30-22.30 (kvennatímar). Þriðjudaga frá kl. 20.30-22.30. Fimmtudaga frá kl. 20.30-22.30. Laugarvörður. Nytt trá adidas^ Þeir gerast ekki mýkri og léttari Sporthúydhf HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 I Tilboð óskast í að mála húsið UJvv nr. 84 við Byggðaveg að utan. Verkinu þarf að vera lokið fyrir 15. júní. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar gefur undirritaður á staðnum milli kl. 5 og 7 síðdegis næstu daga. Arngrímur Bjarnason. BMW 315 árgerð 1982 skemmdur eftir tjón. Tilboð óskast í ofangreinda bifreiö. Til sýnis við verkstæði Bílaleigu Akureyrar við Draupnisgötu. Tilboð leggist inn á skrifstofu Sjóvá, Glerárgötu 20, Akureyri fyrir kl. 16.00 föstudaginn 3. júní. Nánari upplýsingar í síma 22244. Sjóváumboðið Akureyri. „Við teljum að það verði nóg að gera hjá okkur í sumar en hins vegar virðist lítið framund- an í haust,“ sögðu þeir Her- mann Bragason og Vífíll Val- geirsson en þeir reka fyrirtækið Blikkvirki sf. á Akureyri. Það sem framundan er hjá Blikkvirki sf. er m.a. verkefni við álkápu á gufurör í stöðvarhúsinu við Kröflu en það er verk fyrir 2 menn í 2-3 mánuði. Pá eru þeir með 3 hús í klæðningu og hugsanlega koma fleiri verkefni við slíkt og einnig eru þeir að vinna að loftræstikerfi í matsal Útgerðarfélags Akureyringa hf. Blikkvirki er með umboð fyrir húsaklæðningar, svokallaða A- klæðningu frá Innkaupum sem er úr áli og stáli. Þeir smíða loftræstikerfi og sjá um þakpappa- lagnir í heitt asfalt, gerð þakrenna og þakkanta og frágang á þeim. Blikkvirki sf. er ungt fyrirtæki sem telur alls fimm starfsmenn. Þeir Hermann og Vífill sögðu að þrátt fyrir að fyrirtækið væri ekki stærra væri „skriffinskan“ í kring um það orðin töluverð og kváðust þeir vera orðnir hálfgerð „möppu- dýr“ og voru greinilega ekki mjög hrifnir af. * Frá kjörbúðum KEA Maggi kartöflumús í 125 gramma pökkum. 1. júní maí 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.